Helgarpósturinn - 18.01.1996, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 18.01.1996, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR18. JANUAR1996 21 h Ljóöabækur voru óvenjuáberandi í jólabókaflóöinu í ár, en því miöur beiö þaö hlutskipti þeirra flestra aö veröa undir í athyglissamkeppninni viö aörar (og oft ómerkilegri) bókmenntir. Einhverjar Ijóöabækur liföu þó hrotuna af, þótt á köflum hafi þaö veriö fyrir aðrar sakir en gæöa. Þannig eru höfundarnir til dæmis ákaflega misduglegir við aö kynna verk sín. Til aö bæta ögn úr þessu afleita ástandi gluggaði Helgarpósturinn í nokkrar Ijóðabókanna og valdi af handahófi sýnishorn fyrir lesendur sína... „Hélaðir sandar og hemuð vötn“ Hetjan sem hafði lagt fleiri að velli en nokkur okkar hinna og aldrei dval- ist lengur en til dögunar í rúmum þeirra, hnaut um stól á leiðinni út einn laugardagsmorguninn. Hon- um varð litið til rúmsins og vífsins í rúminu. Þá mælti hann: Fögur er stúlkan svo að mér hefur hún aldr- ei jafnfögur sýnst, bleikir vangar en slegið hár, og mun ég ríða aftur og fara hvergi. í dag búa þau í Árbænum. Höfundur: Andri Snær Magnason. Bókartitill: Ljóðasmygl og skáldarán. Útgefandi: Nykur. Skyggni í slæmu skyggni á þessari jörð opnast gátt á gangandi höfði. Fiðraður heili hnitar yfir á hringlaga braut kringum kvöldið. Á götunni speglast auð augu í glænýjum pollum. Hann er með hatt. Höfundur: Porri Jóhannsson. Bókartitill: Hol- ræsin á ströndinni. Útgefandi: Skákprent. Herrann Með spegilbrot lífs míns í höndum sínum situr guð í hásæti sínu og skoðar lífshlaup mitt Hann hugsar: Til hvers skapaði ég þessa konu? Andlit bak við spegilbrotið glottir Höfundur: Björg S. Gísladóttir. Bókartitill: Sig- utvegarinn sárfætti. Útgefandi: Höfundur. Auglýsing um fasteignagjöld, sérstakan fasteignaskatt og brunatengd gjöld. Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík árið 1996 verða sendir út næstu daga ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjaldanna og umsóknareyðublaði vegna greiðslu gjalda með boðgreiðslum á greiðslu- kortum. Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykjavík, en einnig er hægt að greiða gíróseðlana í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi. Fasteignagjöldin skiptast í fasteignaskatt, lóðarleigu, tunnuleigu/sorphirðugjald, vatnsgjald, sérstakan fasteignaskatt og holræsagjald. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem fengu lækkun á fasteignaskatti á liðnu ári hafa fengið hlutfalls- lega lækkun fasteignaskatts og holræsagjalds fyrir árið 1996. Framtalsnefnd mun yfirfara framtöl gjald- enda þegar þau liggja fyrir, væntanlega í júní- eða júlímánuði. Úrskurðar hún endanlega um breytingar á fasteignaskatti og holræsagjaldi m.a. hjá þeim sem ekki hafa þegar fengið lækkun en eiga rétt á henni samkvæmt þeim reglum sem borgarstjórn setur, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitar- félaga og breytingu á vatnalögum, sem samþykkt var 15. desember s.l. Verður viðkomandi tilkynnt um breytingar, ef um þær verður að ræða. Viðmiðunarreglur vegna fasteignaskatts og holræsagjalds fyrir árið 1996 eru eftirfarandi: 100% lækkun Einstaklingur með (peninga) tekjur allt að kr. 640.000 Hjón 80% lækkun Einstaklingur með (peninga) tekjur Hjón 50% lækkun Einstaklingur með (peninga) tekjur Hjón kr. 900.000 kr. 640.000 til kr. 710.000 kr. 900.000 til kr. 985.000 kr. 710.000 til kr. 800.000 kr. 985.000 til kr. 1.120.000 Þeir sem ekki fengu lækkun á s.l. ári, geta til að flýta fyrir afgreiðslu, sent framtalsnefnd umsókn um lækkun ásamt afriti af skattaframtali 1996. Framtalsnefnd er til viðtals alla miðvikudaga kl. 16.00 til 17.00 á II hæð Aðalstrætis 6, frá 7. febrúar til 29. maí. Sími 552-8050 - bréfsími 563-2249. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið að nýta heimild til álagningar sérstaks fasteignaskatts á fasteignir sem nýttar eru við verslunarrekstur eða við skrifstofuhald, ásamt tilheyrandi lóð, sbr. 1. nr, 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga með síðari breytingum. Eigendur fasteigna í Reykjavík skulu senda skrá yfir eignir sem falla undir framangreint ákvæði, ásamt upplýsingum um síðasta heildarfasteignamatsverð þeirra eða eftir atvikum kostnaðarverð. Ennfremur skal skrá þar upplýsingar um notkun þeirra svo og upplýsingar um rúmmál eigna sem einnig eru notaðar til annars en verslunarreksturs og skrifstofuhalds. Upplýsingar skulu sendar til Skráningardeildar fasteigna, Skúlatúni 2, Reykjavík. Sérstök eyðublöð til að nota í þessu skyni munu liggja frammi hjá Skráningardeild fasteigna, en þau hafa einnig verið send til allra eigenda verslunar- og skrifstofuhúsnæðis í borginni, sem vitað er um. Vanræki húseigandi að senda skrá yfir eignir, sem ákvæði þetta tekur til, er sveitarstjóm heimilt að nota aðrar upplýsingar til viðmiðunar við álagningu, þar til húseigandi bætir úr. Með fasteignagjöldum em ennfremur innheimt brunatengd gjöld þ.e. iðgjald brunatryggingar þeirra húseigna sem vátryggðar eru hjá Húsatryggingum Reykjavíkur, svo og viðlagatryggingargjald fyrir Viðlagatryggingu íslands, brunavarnargjald sem innheimt er fyrir Brunamálastofnun ríkisins og umsýslu- gjald sem innheimt er fyrir Fasteignamat ríkisins. Skráningardeild fasteigna, Skúlatúni 2, Reykjavík, veitir upplýsingar um álagningu gjaldanna, sími 563-2520. Gjalddagar ofangreindra gjalda eru 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní og 1. ágúst. Borgarstjórinn í Reykjavík, 8. janúar 1996 Ævintýrið Eyðandi sinni framtíð í óvissu án staðfestu né áætlana. Víst er gaman að ferðast og breyta til. Lifa við hið óvænta ganga fyrir næsta götuhorn. Býr ævintýrið þar í fagurbyggðu húsi. Standa dyr opnar og gestgjafinn ævintýrið býður þig velkominn eða þorir þú ekki að ganga fyrir húshornið? Höfundur: Steinþór Jóhannsson. Bókartitill: Samfella. Útgefandi: Fjölvaútgáfan. Lifandi vötn eiga að streyma austan og vestan um meðallandið Tungan er frjósöm gróin græn Nú verður nóttin köld Hvert sem eygir auga mitt þreytt hélaðir sandar og hemuð vötn Höfundur: Finnur Torfi Hjörieifsson. Bókartitill: í meðallandinu. Útgefandi: Mál og menning. Það var þessi vetur Nei. Það var ekki sá vetur, ekki sá sem skýldi mér í myrkum faðmi, það var þessi vetur fullur af hvítu æðandi myrkri fullur af linnulausri þreytu, þessi vetur sem teygir vonleysið fram á útmánuði. Það var þessi vetur sem engir skuggar flökta. Höfundur: Einar Ólafsson. Bókartitill: Mánadúfur. Útgefandi: Bókmenntafélagið Hringskuggar. Fornleifafræðingurinn og ég Getur verið að ég sé beinagrind í kirkjugarði og þú eigir eftir að grafa mig upp? Óskandi að satt væri. Þá gæti ég hlakkað til þess að þú færir um mig höndum og hresstir mig við svo ég ætti í vændum að verða ósnertanleg, sýningarhæf, nálæg en þó fjarlæg í vörslu þinni. Aðeins að ósk mín hjari; að ég sé nú þegar dauð. Þá stæðir þú ekki vörð um mig þess umkominn að grafa mig upp; megurð þín og magnleysi. Höfundur: Ágústína Jónsdóttir. Bókartitill: Són- ata. Útgefandi: Fjölvaútgáfan. Orðsending Þegar þú leggur höfuðið á útsaumskoddann ættirðu að hafa undir honum kort til leiðsagnar því allar nætur villistu inn í draumana mína Höfundur: Anna Lára Steindal, einn af nokkr- um höfundum í Andblæ, tímariti um bókmenntir og draumbókmenntir.| Útgefandi: Andblær.i Ágústína Jónsdóttir: Sónata. Andri Snær Magnason: Ljóðasmyg) og skáldarán. Björg S. Gísladóttir: Sigurvegar- inn sárfætti. Leikfélag Reykjavíkur ætlar að opna sérstaka Höfundasmiðju í Borgarleik- húsinu á laugardaginn. Smiðjan samanstendur af hópi íslenskra leikskálda sem hafa um nokkurt skeið haft aðstöðu í Borgarleikhúsinu til að gera tilraun- ir með verk sín ásamt leikurum Leikfélagsins. Fyrsta verkið sem Höfunda- smiðjan kynnir er einþáttungurinn Grámann eftir Valgeir Skagijörð, sem jafn- framt er leikstjóri. Verkið gerist á bar í Reykjavík og segir frá óvæntum endur- fundum tveggja manna. Aðrir höfundar sem kynna verk sín í Höfundasmiðj- unni í vetur eru Anton Helgi Jónsson, Benóný Ægisson, Björg Gísladóttir, Bragi Ólafsson, Elísabet K. Jökulsdóttir, Friðrika Benónýs, Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, Ingi- björg Hjartardóttir, Jónína Leósdóttir, Kristján Kristjánsson, Linda Vilhjálmsdóttir, Súsanna Svavarsdóttir, Svala Amardóttir og Þorgeir Tryggvason... Heljarmennið og myndlistarmaðurinn Birgir Andrésson opnar á laugardag- inn klukkan 16:00 sýningu á Café Sólon Islandus í Ingólfsstræti. Á sýning- unni verða nokkur þeirra verka sem Biggi sýndi í sumar á hinum rómaða tví- æringi í Feneyjum. Þau mynda ákaflega þjóðlega innsetningu og samanstanda annars vegar af handprjónuðum lopafánum og hins vegar blýantsteikningum af gömlum bæjarstæðum. Biggi hefur undanfarin 15-20 ár haldið sýningar bæði hér heima og erlendis. í október á síðasta ári sýndi hann meðal annars í Belfast og Sarajevó. Sarajevó-sýningin stendur reyndar enn og hefur það háleita markmið að endurreisa listasafn hinnar stríðshrjáðu borgar. Til að taka óvænt sjónarhoi n á sælu „Hverjir- voru-hvar?“-dálksins og velta aðeins fyrir sér hverjir verða á Sólon á laugardaginn við Bigga- opnunina, þá spáir Helgarpósturinn að félagar Bigga á borð við Jón Óskar Hafsteinsson, Huldu Hákon, Húbert Nóa, Hannes Lárusson, Ólaf Lárusson og Bjama Þórarinsson mæti... Uthlutun úr Kvikmyndasjóði, sem átti að fara fram 15. janúar, hefur dregist fram til næstu mánaðamóta. 56,8 milljónir eru til úthlutunar úr sjóðnum núna, en af þeim var 40 milljónum lofað í fyrra. Því eru aðeins 16,8 milljónir eft- ir til úthlutunar núna. Bryndís Schram, framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, segir að sú nýbreytni, að gefa út vilyrðabréf fyrir styrk sem ekki er greiddur út fyrr en ári seinna, hafi verið tekin upp til að gefa kvikmyndagerðarmönnum eins árs tækifæri til að afla sjálfir fjár í myndir sínar. Á þessu ári verði því gefin út vilyrðabréf fyrir stuðningi sem kvikmyndagerðarmenn fá ekki úthlutað fyrr en að ári...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.