Helgarpósturinn - 18.01.1996, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 18.01.1996, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR18. JANÚAR1996 ... : . •»t%. '■■ i Margrét Frímannsdóttir: „Það er eitt að tala um sameiningu vinstrimanna og annað að framkvæma hana. Munurinn á málflutningi okkar Ólafs Ragnars Grímssonar er í grund- vallaratriðum sá að ég legg meiri áherslu á að við reynum að vinna þetta með samfylk- ingu en ekki sameiningu." Mynd: jim Smart Tæplega hundraö dagar eru liðnir frá því Sunnlendingurinn Margrét Frímannsdóttir tók viö formennsku í Alþýöu- bandalaginu. Einhvern tímann heföi þetta tímabil veriö lýst griöatími fyrir nýjan valdhafa til aö vinna í friði og sanna sig. Þeir tímar eru hins vegar löngu liðnir og háværar óánægjuraddir teknar aö heyrast úr innsta hring Alþýðubandalagsins um aðgeröir formannsins (eðajafnvel aðgerðaleysi) til þessa. Eru hatrömm átökí uppsiglingu? Eiríkur Bergmann Einarsson yfirheyrði Margréti um stöðu hennar og flokksins. Ólafur Ragnar var með nefið „Það er nú dálítið langt síðan þeir Ragnar Arnalds og Svavar Gestsson voru formenn og ég hef ekki orðið vör við í þeirra störfum að þeir væru haldnir einhverri valdsmannstilhneigingu. Ólafur Ragnar [Grímsson] er nýkominn út úr þessu starfi og virðist njóta sín ágætlega sem óbreyttur þingmaður," segir Margrét Frímannsdóttir í Helgarpóstsviðtali. niðri Formannskosningarnar milli þeirra Margrétar Frímannsdóttur og Steingríms J. Sigfússonar hafa skilið eftir sig dýpri sár innan Alþýðubandalagsins en menn gerðu sér grein fyrir. Innan flokksins heyrast þær raddir að flokksmenn séu orðnir langeygir eftir að flokk- urinn verði sýnilegri í íslenskri stjórnmálaumræðu undir stjórn Margrétar. Helgarpóstur- inn átti af þessu tilefni samtal við formanninn og spurði hana fyrst hvort hún hefði átt von á þessum viðtökum. „Ég hef ekki orðið vör við annað en menn séu ánægðir með þær breytingar sem ég hef verið að vinna í að undan- förnu. Til dæmis erum við að nú að koma á málefnahópum. Þar verður mótuð trúverðug stefna sem fólkið í flokknum mótar. Einnig er verið að end- urskipuleggja hlutverk félag- anna í flokknum og koma á skilvirkri verkaskiptingu. Markmiðið með breytingunum er að gera hinn almenna flokksmann virkari í starfi og þar af leiðandi að styrkja flokk- inn út á við. Formaðurinn á í raun ekki að vera að skipta sér af öllu sem gerist í flokknum. Það sem er nýtt er að mið- stjórn flokksinns vinnur nú ná- ið og vel saman í að koma þessum breytingum á. Það er verið að auka vald fram- kvæmdastjórnar, miðstjórnar og flokksfélaganna. Þessir aðil- ar eiga að hafa mun meira um það að segja hvað flokkurinn er að gera á Alþingi. Hinir lang- eygu í flokknum hafa þá vænt- anlega ekki komið að þessu starfi." Niðurskurður RÚV veik- ir stjórnmálaumræðuna Áhrifamenn innan Alþýðu- bandalagsins hafa fullyrt í samtölum við Helgarpóstinn að mikils pirrings sé farið að gœta í þinn garð meðal stuðningsmanna þinna. „Það er ekki rétt. Þessar full- yrðingar ákveðinna manna innan flokksins eiga alls ekki við rök að styðjast. Ég hef fulla trú á að þeir sem studdu mig á landsfundinum geri það áfram.“ Andstœðingar þínir innan flokksins segja samt sem áð- ur fullum fetum, að megn óánœgja sé með hversu lítið íöllu hafi borið á honum. Til dœmis í umrœðunni um fjár- lagafrumvarpið. „Mér finnst það reyndar dá- lítið merkilegt, því fyrir skömmu las ég alla umræð- una, eins og hún kom fyrir. Þar var málflutningur Alþýðu- bandalagsins mjög áberandi og sterkur. Ég veit ekki hverju er um að kenna ef það hefur ekki skilað sér út í umræðuna í þjóðfélaginu. Fjölmiðlar hafa kannski ekki staðið sig nógu vel í því og það, að skorið hef- ur verið mikið niður hjá frétta- stofu Ríkissjónvarpsins, getur átt einhvern þátt í því. Ef dæma ætti alla flokka eftir þeirri umræðu um fjárlaga- frumvarpið sem birtist í fjöl- miðlum þá hefði enginn þeirra talist áberandi. Þar voru tekin einstaka málefni og hent á lofti en heildarstefnunni kastað fyr- ir róða; heildarstefnu sem þó var í raun mjög skýr hjá öllum flokkum. Ég var til að mynda sjálf í nokkrum umræðuþátt- um, þar sem menn vildu ekki ræða heildarstefnumótun heldur aðeins einstök málefni. Það er umhugsunarvert ef málfutningurinn komst ekki til skila.“ Vona að menn séu ekki að búa til óánægju Er þetta orsök þeirra óánœgjuradda sem heyrast iír Alþýðubandalaginu? „Það get ég ekki sagt til um. Hver og einn hlýtur að hafa ástæður fyrir sinni óánægju. Ég vona að minnsta kosti að menn séu ekki bara að búa til óánægju að gamni sínu. Ég hef heyrt þessa óánægju, sem þú ert að tala um, á fundum sem ég hef verið á innan flokksins. Þar hefur umræðan um hve lítt áberandi fjárlagaumræðan var orðið nokkuð hávær. Ég hef hins vegar getað bent á það með skýrum hætti hvernig um- ræðan var og hvaða tillögur við lögðum fram. Þá verður fólk oft dálítið hissa. Þetta hef- ur eitthvað með æsingamál- flutning fjölmiðla að gera, sem virðist betur til þess fallinn að eftir honum sé tekið. Við lögð- um hins vegar fram góðar til- lögur sem við unnum á mjög málefnalegan hátt. Mér finnst í raun að öll stjórnarandstaðan hafi unnið vel í fjárlagaumræð- unni en fengið sáralitla um- fjöllun." Eitt að tala um sameiningu, annað að framkvæma Þegar þá tókst við Alþýðu- bandalaginu hafði Ólafur Ragnar, forveri þinn, gert sameiningu vinstrimanna að forgangsmáli. Þá virðist hins vegar ekki eins áköf þegar sameiningarumrœð- an er annars vegar. „Það er eitt að tala um sam- einingu vinstrimanna og ann- að að framkvæma hana. Mun- urinn á málflutningi okkar Ól- afs Ragnars Grímssonar er í grundvallaratriðum sá að ég legg meiri áherslu á að við reynum að vinna þetta með samfylkingu en ekki samein- ingu. Samvinna eða samfylking þessara aðila mun hins vegar ekki eiga sér stað í fjölmiðlum. Það hefur sýnt sig í gegnum ár- in að það skilar afar litlu að vera alltaf með stórar yfirlýs- ingar í fjölmiðlum. Ég hefði frekar kosið þá leið að við reyndum að vinna þetta í ró- legheitum og sjá hvar leiðir liggja saman og hvað það er sem sundrar. Athuga síðan hvort við getum lagt vinnu í þau málefni. Ég hef einnig sagt, að ekki sé rétt að tala um sam- einingu flokkanna á þessu stigi. Eðlilegra er að kalla þetta samvinnu og samfylkingu. Áhugi Alþýðubandalagsins á að samfylkja vinstrimönnum er örugglega ekki léttvægari undir minni stjórn en fyrir- rennara minna.“ Ég hef tekið afgerandi forystu í ýmsum málum / innsta hring Alþýðu- bandalagsins er sagt að það sé ná að koma í Ijós að þá hafir ekki þá burði sem þarf til að veita flokknum forystu í erfiðum málum. „Þessi umræða einkennist af því, að menn eru að segja eitt- hvað án þess að hafa í raun neitt fyrir sér í því. Það hefur til dæmis orðið breyting í ríkis- fjármálum, og ég er með aðrar áherslur en fyrirrennarar mín- ir. Ég veit ekki til þess að ann- ar forystumaður Alþýðu- bandalagsinns hafi sagt það í langan tíma eins skýrt og ég hef gert, að ef ná eigi tökum á ríkisfjármálum þá þurfi að stokka upp á nýtt og koma á nýrri forgangsröðun. Við verð- um að ákveða — og Alþýðu- bandalagið þarf að taka þar forystu — hver séu hin samfé- lagslegu verkefni. Með því er ég að segja, að auðvitað eru í dag verkefni hjá ríkinu sem væru mun betur komin annars staðar, til dæmis hjá einstak- lingum, félagasamtökum eða sveitarfélögum. Þetta hefur Al- þýðubandalagið ekki sagt áð- ur. Á síðustu þremur mánuð- um hef ég svo fengið undir- tektir annarra forystumanna Alþýðubandalagsins í þessu máli. í fjárlagaumræðunni vann flokkurinn á mjög líkan máta og hann hefur gert hing- að til, eða allt frá því ég tók sæti í fjárlaganefnd fyrir átta árum. Þeim málum hefur for- maður flokksins ekki skipt sér af, nema þegar Ólafur Ragnar var fjármálaráðherra. Hann var með nefið niðri í því öllu. í álmálinu varð svo stærsta stefnubreyting Alþýðubanda- lagsins.11 Sársaukalaus klofningur flokksins í álmálinu En flokkurinn klofnaði í þrennt í því máli. „Það er alveg rétt, flokkurinn greiddi atkvæði á þrjá vegu. Pólitísku tíðindin varðandi ál- málið voru hins vegar þau að það gerist í sátt að í Álþýðu- bandalaginu greiða fjórir þing- menn með, fjórir sitja hjá og einn er á móti. Einhvern tím- ann hefðu þetta þótt stórpólit- ísktíðindi. Ekkert samkomulag hafði verið gert í þessu máli en mikil umræða átti sér stað inn- an flokksins og menn vissu all- an tímann að Hjörleifur Gutt- ormsson væri á móti og að mjög langt er á milli skoðana hans og Ólafs Ragnars, sem greiddi atkvæði með í álmál- inu. Ég ákvað hins vegar að sitja hjá við aðra umræðu í þinginu, vegna þess að fulltrúi Alþýðubandalagsins í iðnaðar- nefnd lagði fram ákveðnar breytingatillögur. Ég vildi fylgja þeim eftir og heyra mál- flutning ráðherra og annarra gagnvart þeim áður en ég tæki endanlega afstöðu. Auðvitað hefði ég viljað sjá flokkinn standa heilan í þessu máli sem öðrum. Samt sem áður tel ég það vera táknræna breytingu, að þetta skuli geta gerst án nokkurra átaka. Menn einfald- lega sætta sig við mismunandi skoðanir innan flokksins og þá kannski sérstaklega sérstöðu Hjörleifs." Ekki erfitt að starfa með þremur fyrrverandi formonnum Er ekki erfitt fyrir þig sem nýjan formann flokksins að vera með þrjá fyrrverandi formenn í þingflokknum? „Það er í sjálfu sér ekkert erf- itt, þar sem langmestur hluti af vinnu minni þessa þrjá mán- uði hefur farið í endurskipu- lagningu á innra starfi flokks- ins; að koma upp starfi og stefnumótun flokksins — ásamt því að koma fjármálun- um í lag. Auðvitað gerði ég mér grein fyrir því, að meðan ég væri í því starfi væri ég ekki eins áberandi í pólitíkinni. Það átti hins vegar ekki að koma neinum á óvart í flokknum. Þetta sagði ég mjög skýrt á þessum tuttugu fundum sem voru fyrir formannskosning- arnar. Framkvæmdastjórn, miðstjórn, þingflokksformaður og fjármálastofnanir flokksins hafa allar tekið þátt í þessu og samstarfið verið hreint með ágætum. Það er nú dálítið langt síðan þeir Ragnar Am- alds og Svavar Gestsson voru formenn og ég hef ekki orðið vör við í þeirra störfum að þeir væru haldnir einhverri valds- mannstilhneigingu. Ólafur Ragnar er nýkominn út úr þessu starfi og virðist njóta sín ágætlega sem óbreyttur þing- maður.“ Tek slaginn við hvern sem er í formannskosningu Haft er eftir þínum eigin stuðningsmönnum að gömlu jálkarnir í þingflokknum œtli í raun að sitja þig afsér og torvelda þér störf eins og hœgt er. Hvernig bregstu við þessu? „Ég veit ekki hvernig ég á að bregðast við þessu. Á meðan sú vinnuáætlun, sem ég hef sett upp fyrir næstu tvö árin, helst sé ég ekki ástæðu til að vera með einhverja dóma um það hvort menn séu að tor- velda mér störf. Þetta er byggt á orðrómi og ég fæ ekki að vita hverjir þessir nánu stuðnings- menn eru, sem er mjög slæmt. Þetta virðist vera byggt á til- búningi sem er gerður til að gera störf mín tortryggileg og koma því inn hjá fólki að þetta gangi nú ekki eins vel og það á að gera. Ég veit að þeir sem þekkja til starfa þingflokksins myndu ekki segja þetta ef þeir ætluðu sér að vera sanngjarn- ir. Ég hef átt gott samstarf við formann þingflokksins — Svavar Gestsson — í öllum til- vikum. Það er hins vegar aldr- ei sársaukalaust þegar skipt er um forystu í flokkum og menn fylkja sér í hópa. Það er ekkert nýtt að það séu skiptar skoð- anir innan þingflokks Alþýðu- bandalagsins um menn og málefni. Það hefur aldrei nokk- urn tímann verið lognmolla á þeim bænum. Sem betur fer hefur heldur ekki færst nein lognmolla yfir þingflokkinn eft- ir að ég var kosin formaður, enda koma átök adrenalíninu af stað og gera það að verkum að maður vinnur hraðar og betur." Hvað myndi Serast ef Olafur !agnar væri kona? Hvað viltu segja um þá kenningu að ef Olafur Ragn- ar byði sig fram til forseta en tapaði með sœmd þá geti hann svo gott sem sest beint aftur í stól formanns Al- þýðubandalags eftir tvö ár? „Tæknilega er það mögulegt, en ég hef velt því fyrir mér hvort umræðan væri svona ef ég væri ekki kvenkyns eða Ól- afur væri kona. Kjörtímabil formanns er til tveggja ára og það sem skiptir máli er hvern- ig mér, stjórn flokksins og flokksmönnum öllum tekst að vinna á þeim tíma. Þá verður það bara lagt í dóm flokks- manna. Hafi ég unnið þannig að ég sé sjálf sátt við það þá mun ég óhrædd fara gegn hverjum sem er.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.