Helgarpósturinn - 18.01.1996, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 18.01.1996, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR18. JANÚAR1996 25 Einstök og takmarkalaus sköpunargleði La Cité des Enfants Perdus Sýnd i Regnboganum Leikstjóri: Jean-Pierre Jeunet Listræn hönnun: Marc Caro Aóalleikarar: Ron Perlman, Judith Vittet, Dominique Pinon ★ ★★★ rðið sem kom fyrst upp í huga mér eftir að hafa séð nýjasta hugarfóstur þeirra Jeunet & Caro var: Einstakt! Við nánari athugun og vanga- veltur stend ég við þá fullyrð- ingu, en viðurkenni samt tilvist og sérstöðu allra hinna ein- stöku kvikmynda sem fram- leiddar hafa verið af lista- mönnum (og brjálæðingum) í gegnum tíðina. Nægir þar að nefna Metropolis eftir Fritz Lang, Fantasíu úr smiðju Walts Disney og Brazil eftir Terry Gilliam sem dæmi um þá tugi kvikmynda sem eru sér á parti vegna ótrúlegs sjónræns ímyndunarafls aðstandenda. Nú bætist La Cité des Enfants Perdus í þennan hóp. Annað sem gerir La Cité svona einstaka er að hún er jafnoki fyrstu myndar félag- anna, Delicatessen (1991), ef ekki í söguþræði þá áreiðanlega í listrænni hönnun og persónusköpun. Stærð handrits og ímyndun- arafls þeirra Jeunet & Caro hef- ur kostað sitt og er myndin ein sú dýrasta sem framleidd hef- Lýðræðið, ástin og raunveruleikinn The American President Sýnd í Háskólabíói Leikstjóri: Rob Reiner Aðalleikarar: Michael Douglas, Annette Bening, Martin Sheen ★★ Hér er bókstaflega ekkert nýtt á ferð. Sama þema, sömu persónurnar, sömu ígildi, sama útlit og sami boðskaður og í allt of mörgum vel meintum rómantískum gamanmyndum sem skotið hafa upp kollinum síðustu ár- in. Þessar svo kölluðu „feel- good-movies“ hafa alltaf verið til en verið misáberandi og misvel gerðar. Einn af konung- um þessa geira var Frank „Spurningin er kannski þessi: vilja evrópskir áhorfendur sjá draumóra Banda- ríkjamanna um hinn fullkomna ameríska forseta?... Myndin er svo lík raunveruleikan- um að hún getur ekki virkað sem sannfær- andi skáldskapur.11 Capra og fáir hafa komist með tærnar þar sem hann hafði hælana. Rob Reiner, leikstjóri The American President, kemst þó nokkuð nálægt Capra-hæðum og ekki við öðru að búast, enda mjög vanur og fær kvik- myndagerðarmaður hér á ferð. Hann á gullmola eins og Spinal Tap og Misery undir belti sínu og átti stóran þátt, með aðstoð Meg Ryan, í að ljóstra upp um kynferðislegt leynivopn kvenna, í myndinni When Harry Met Sally (fullnægingin falska). Nú finnst mér Reiner karlinn aftur á móti vera að mýkjast um of og í myndinni The Amer- ican President er fátt annað sem gefur til kynna að Reiner sé þar við stjórnvölinn en fag- mannleg vinnubrögð og gott leikaraval. Spurningin er kannski þessi: Vilja evrópskir áhorfendur sjá draumóra Bandaríkjamanna um hinn fullkomna ameríska forseta? Vissulega er ástarsaga alltaf ástarsaga, en þessi miss- ir gildi sitt vegna aðstæðna. Myndin er svo lík raunveru- leikanum að hún getur ekki virkað sem sannfærandi skáld- skapur heldur frekar sem mjúk spegilmynd af hinum breyska Clinton með Hillary þurrkaða út. Michael Douglas lítur óneitanlega út eins og forseti og mér myndi ekki bregða ef hann yrði það einhvern dag- inn... eða Eastwood... eða Schwarzenegger... eða jafnvel Carrey! Annette Bening er sykursætur lobbíisti sem for- setinn fellur fyrir, svo heiftar- lega reyndar að hann stofnar næstu kosningum í hættu. Aðr- ir leikarar standa sig með prýði eins og Michael J. Fox sem leikur blóðheitan ráð- gjafa, Richard Dreyfuss sem leikur repúblikanann í mót- framboði og síðast en ekki síst Martin Sheen sem er í góðu formi sem aðalráðgjafi forset- ans. Ef áhorfandinn hefur brenn- andi áhuga á innvolsi Hvíta hússins og siðvenjum þjóð- höfðingja — eða hefur þörf fyr- ir að heyra um hvað amerískt lýðræði snýst í alvörunni — þá ætti hann ekki að verða svikinn af þessari mynd. -KDP „Hér hafa peningarnir hinsvegar farið á rétta staði. Ekki ívasann á uppblásnum fjölmiðla- stjörnum eins og oft vill verða, heldur í um- gjörð jafnt sem inni- hald verksins sjálfs. Með slíkt frelsi á bak við sig virðast sköpun- argleði félaganna ekki nein takmörk sett.“ ur verið í Frakklandi frá upp- hafi. Hér hafa peningarnir hinsvegar farið á rétta staði. Ekki í vasann á uppblásnum fjölmiðlastjörnum eins og oft vill verða, heldur í umgjörð jafnt sem innihald verksins sjálfs. Með slíkt frelsi á bak við sig virðast sköpunargleði fé- laganna ekki nein takmörk sett. Jeunet & Caro búa hér til veröld þar sem raunveruleik- inn er bjagaðari en gengur og gerist í okkar heimi og súrreal- ismi virðist hlutur hversdags- ins. Myndin fjallar um vináttu Miette (Judith Vittet), sem er 9 ára hörkutól með andlit eng- ils, og One (Ron Perlman), einfeldnings og kraftajötuns úr sirkusnum. Saman leita þau að litla bróður One, sem var num- inn brott af sértrúarsöfnuði ekki ólíkum þeim sem var í hol- ræsunum í Delicatessen. Þessi söfnuður er þó tölu- vert geðveikari og kallar sig Kýklópa, enda allir með eitt vélrænt auga. Litli bróðirinn, ásamt mörgum öðrum börn- um, hefur verið fluttur út á sjó á fljótandi virki Kranks, brjál- aðs vísindamanns (frábærlega Ieikinn af Daniel Emilfork) þar sem hann, með hjálp aðstoðar- fólks, reynir að ræna draum- um barnanna í tilraun til að hætta að eldast. í ofanálag þurfa Miette og One að kljást við illkvittnar síamstvíbura- systur sem vilja koma þeim fyrir kattarnef. Margir aðrir litskrúðugir ka- rakterar skjóta þarna upp koll- inum og þekkja má nokkra úr leikaraliði Delicatessen. Slátr- arinn ógurlegi (Jean-Claude Dreyfus) er núna orðinn óp- íumreykjandi dýratemjari sem sérhæfir sig í morðingjaflóm og hetjutrúðurinn (Dominique Pinon) er orðinn sexfaldur að- stoðarmaður Kranks. Þess má geta, að allir í myndinni eru klæddir upp af Jean- Paul Gaultier, sem hlýt- ur að teljast sjálfkjörinn í þetta verkefni, enda greinilega á svipaðri bylgjulengd og þeir Jeunet & Caro. Gálgahúmor, rómantík og ævintýri eru kjarni La Cité des Enfants Perdus og umgjörðin er engu síðri, þar sem fegurð og ljótleiki ná súrrealískum sáttum. Útkoman verður hreint út sagt: UNIQUE! -KDP Mjaltavélin í Hollywood Ace Ventura - When Nature Calls Sýnd í Bíóborginni og Bíóhöllinni Leikstjóri: Steve Oedekerk Aóalleikarar: Jim Carrey, lan McNeice, Simon Cattow ★ ★ Ef markaðssérfræðingar stóru kvikmyndaveranna í Hollywood veittu í lok hvers árs verðlaun, sem gætu til dæmis heitið „Gullni kálfur- inn“, væri gamanleikarinn Jim Cíurey áreiðanlega mjög ofar- lega á lista fyrir síðastliðið ár. Hann kom eins og þruma úr heiðskíru lofti í hlutverki gælu- dýrarannsóknamannsins furðulega og vakti fyrsta mynd- in um Ace Ventura gífurlega hrifningu áhorfenda jafnt sem peningamanna og var Carrey umsvifalaust tekinn í tölu fyndnustu manna samtímans. Það virðist litlu máli skipta hvaða mynd eða hlutverki hann er í; æ fleiri miðar seljast. Þótt mér hafi fundist per- sónusköpun Carreys í Ace Ventura - Pet Detective (1994) frumleg og vald hans á lát- bragði í Dumb and Dumber (1995) aðdáunarvert er tak- markað hvað einn maður með einn húmorstíl getur haldið at- hygli manns lengi. Hinsvegar er mjaltavélin enn í fullum gangi þar vestra og hættir ekki fyrr en hún er farin að blóðmjólka. Söguþráður Ace Venturn - When Nature Calls skiptir í rauninni engu máli, enda aðal- atriði myndarinnar fyrrnefnd stjarna. Það nægir að nefna að Ace er í þetta skiptið staddur með tilfallandi fettum, brettum og grettum í Afríku. Hann lend- ir í hringiðu deilna tveggja ætt- bálka, sem snúast um heilaga hvíta leðurblöku sem Ace verð- ur að finna til að stilla til friðar. Inn í þetta fléttast vondir hvítir veiðiþjófar og spilltir embætt- ismenn. Flestir í myndinni, að Ace undanskildum, minna á ster- íótýpur úr hinum klassíska og óþolandi „Carry On“-geira og verða fyrir vikið bæði fárán- legri en aðalhetjan og ófyndnári. Carrey nær ekki að halda mynd- inni uppi einn síns liðs þó að nokkur at- riði fái mann til að hlæja (og ég sem hélt að ég væri flink- ur að leggja í s t æ ð i ... ) . Hann má f ara að passa sig hvað til- v o n a n d i handrit og 1 e i ks t j ó r a snertir ef stjarna hans á ekki að fá hala og byrja að hrapa í átt að jörðu. -KDf Maður bítur hund rír kvikmyndafræðinemar í Belgíu (af öllum stöð- um...) settust niður einn góð- an veðurdag fyrir nokkrum ár- um og hugsuðu upp mynd sem síðar fékk engilsaxneska heitið Man Bites Dog og er ákaflega ruddafengið sam- bland af Silence ofthe Lambs og Henry: A Portrait ofa Serial Killer. Þessar tvær síðastnefndu komast nefnilega ekki í hálf- kvisti við MBD þegar ísköld mannvonska og hroðalegt at- hæfi er annars vegar. Hin vafa- samt innréttaða en þó hugvits- sama Belgaþrenning sá sjálf um að skrifa handritið og leik- stýra stykkinu fyrir minna en ekki neitt. Þetta kostaði víst skít og kanil. Sagan er í heim- ildarmyndarformi og fylgja stúdentarnir þrír fantalega kaldrifjuðum leigumorðingja (sem að sjálfsögðu er af belg- ískum uppruna) við störf hans um víðan völl. Fyrir morðfólið fyrirfinnst ekki nokkur einasta manneskja sem er of stór, ung, lítil eða gömul svo ekki megi hálshöggva hana, skjóta, stinga, kyrkja eða nauðga. Maðurinn bætir gráu ofaná svart með því að vera fullkom- lega fyrirlitlegur í orði jafnt sem æði. Það er að vissu leyti aðdáunarvert hvernig Belgarn- nokkurn hátt. Húmor er í ríku- legu magni að finna í mynd- inni, en hann er vitaskuld kol- bikasvartur og hrollkaldur og engan veginn við flestra hæfi. Gott dæmi um það má sjá þeg- ar leigumorðinginn upplýsir, að hann sökkvi hræjum fórn- arlamba sinna í tilgreinda vatnsfyllta námu og ræðir síð- an í smáatriðum hversu mikla ballest þurfi að festa á mis- munandi manneskjur svo þær sökkvi dyggilega til botns: „Dvergar þurfa minni ballest en börn því að þótt bæði séu lítil og létt þá eru bein dverg- anna þyngri og þéttari í sér,“ segir svínið af yfirvegun. Helg- arpósturinn veit fyrir víst að mynd þessa má finna á Aðal- vídeóleigunni við Klapparstíg og Toppmyndum á horni Sól- valla- og Hofsvallagötu. Ef þið þorið... -shh ir þrír láta það alveg vera að gera skepnuna sympatíska á

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.