Helgarpósturinn - 18.01.1996, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 18.01.1996, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR18. JANÚAR1996 27 H „Það kom mér jafnmikið á óvart að vinna,“ segir Nína Óskarsdóttir, núverandi íslands- meistari. „Ég varð að skera af mér tólf kíló af hreinni fitu fyrir keppnina, en ég sá á mynd- unum eftir keppn- ina hvað það var sem ég hafði fram yfir Möggu. Hún náði engum maga og bakið var alveg flatt.“ „Mörgum finnstþetta mjög ókvenlegt en ég er ekki samþykk því. Mér finnst þetta kvenlegt. Ég hefmeira að segja orðið fyrir því, eftir að ég byrj- aði ívaxtarrœktinni, að fólk kemur til mín og hrósar mér fyrir kven- leika. “ asta af þeim, mér finnst hún æðisleg, en hún er náttúrulega með sílikonbrjóst," segir Margrét. „Þær eru allar með sílikon meira eða minna.“ Vöðvamassi, skurður, tröllskessur og glennuskapur „Mörgum finnst þetta mjög ókvenlegt en ég er ekki sam- þykk því. Mér finnst þetta kvenlegt," segir Nína. „Ég hef meira að segja orðið fyrir því, eftir að ég byrjaði í vaxtarrækt- inni, að fólk kemur til mín og hrósar mér fyrir kvenleika.“ „Við viljum vera konur og undirstrika það,“ segir Margrét. „Við erum ekki að reyna að vera karlar. Mér finnst samt að vaxtarræktin megi ekki fara út í að vera nein fegurðarsamkeppni. Þetta er spurning um vöðvamassa..." „... og framkomu. Það er skurðurinn og samræmið sem skiptir máli,“ segir Nína. „Húðin skiptir líka fimm pró- sent máli,“ segir Margrét. „Ef þú ert með tattó geturðu fallið á því. Annars væri ég sko löngu búin að tattóvera mig. Mér finnst það svo æðislegt. „Stripgirls" í Ameríku eru líka alltaf með tattó, en þær fá sér sílikon í brjóstin. Auðvitað fá- um við, sem erum í þessu, glósur frá fólki: Ef ég kem í hlýrabol á veitingastað segir fólk að ég sé að glenna mig. Einu sinni fór ég út að skemmta mér í flegnum kjól með böndum yfir axlirnar, þá sagði fólk við mig að ég væri nú meiri glennan. Fólk er líka alltaf að skora á mig í sjó- mann.“ „Ég er aldrei í hlýrabol svo að fólk hefur ekki látið það fara í taugarnar á sér, en það er líka alltaf verið að skora á mig í sjó- mann,“ segir Nína. „Ég gæti alveg orðið tröll- skessa ef mig langaði til,“ segir Margrét. „Ég æfi daglega og eyk jafnt og þétt við vöðva- massann, en ég ætla kannski að fara að slaka aðeins á.“ Að skera niður fitu og kötta vöovana „Það var ofboðslega sárt að tapa,“ segir Margrét þegar við víkjum talinu að keppninni fyr- ir tveimur mánuðum þegar hún tapaði titlinum yfir til Nínu. „Eg hafði tekið titilinn sex sinnum í röð og átti hrein- lega ekki von á þessu. Ég hefði átt að sleppa því að keppa því ég var veik dag- inn fyrir keppni. En þetta var spark í rassinn. Ég verð ofboðslega reið þegar ég hugsa um keppnina og reyni að fá útrás í tækjun- um.“ „Það kom mér jafnmikið á óvart að vinna,“ segir Nína. „Ég varð að skera af mér tólf kíló af hreinni fitu fyrir keppnina, en ég sá á mynd- unum eftir keppnina hvað það var sem ég hafði fram yfir Möggu. Hún náði engum maga og bakið var alveg flatt.“ „Bakið var ekkert flatt, það var hins vegar of mikið vatn í mér,“ segir Margrét. „Já, hvernig stóð á því mann- eskja?“ grípur Nína fram í. „Ég var veik daginn áður og þurfti að drekka vatn.“ „Ég vann þetta á samræminu og köttinu, en þú ert nú samt með miklu betri handleggi,“ segir Nína hughreystandi við Margréti. „Já, en ég ætla mér að fá þessa þykkt í lappirnar sem þú hefur úr lyftingunum. Ég er að vinna að því.“ En er þetta ekki óhollt, að byggja sig fyrst upp og svelta sig síðan fyrir keppni? „Nei, það þarf ekki að vera það,“ segir Margrét. Ég er hins vegar svo mikil öfgamanneskja að einu sinni munaði mjóu að illa færi. Þetta var fyrir mótið 1991 og ég var búin að kötta mig algerlega niður, en ég er rosalega hörð að grenna mig. Eftir mótið var ég síðan undir miklu persónulegu álagi og tapaði stjórninni og gat ekki hætt að horast niður. Ég fékk anorexíu á byrjunarstigi og var veik í þrjá mánuði og það héldu allir að ég væri að deyja úr Aids eða krabbameini. Sem betur fer náði ég mér aftur á strik.“ „Öfgar eru óhollar í þessu sem öðru, maður sveltir sig í rauninni ekki heldur borðar aldrei meira af fitusnauðum og hollum mat en fyrir keppni," segir Nína. „Þetta er bara svo gaman að maður missir sig al- veg út í það. Ég fæ samviskubit ef ég tapa af einni æfingu. Mér finnst ekkert betra eftir erfiðan vinnudag en að fara í stöðina og hamast í klukkutíma, fara síðan í gufubað á eftir. Ég er endurnærð.“ „Ég er masókisti og nýt þess að pína mig áfram,“ segir Margrét. „Ég ætla að halda þessu áfram þar til ég verð sjötug." „ E f t i r „Eg er hins vegar svo mikil öfga- manneskja að einu sinni munaði mjóu að illa færi,“ segir Margrét meðal annars í viðtalinu. „Þetta var fyrir mótið 1991 og ég var búin að kötta mig algerlega niður, en ég er rosalega hörð að grenna mig. Eftir mótið var ég síðan undir miklu per- sónulegu álagi og tapaði stjórninni og gat ekki hætt að horast. Ég fékk anorexíu á byrjunarstigi og var veik í þrjá mánuði og það héldu allir að ég væri að deyja úr Aids eða krabba- meini. Sem betur fer náði ég mér aftur á strik.“ mm „Það var ofboðslega sárt að tapa,“ segir Margrét Sigurðardóttir, fyrrverandi íslands- meistari, um keppnina fyrir tveimur mánuðum þegar hún tapaði titlinum yfir til Nínu. „Ég hafði tekið titilinn sex sinnum í röð og átti hreinlega ekki von á þessu. Ég hefði átt að sleppa því að keppa því ég var veik daginn fyr ir keppni. En þetta var spark í rassinn. Ég verð ofboðslega reið þegar ég hugsa um keppnina og reyni að fá útrás í tækjunum.“ því sem líkaminn eldist harðna vöðvarnir og til að byggja upp góðan vöðvamassa þarf mörg ár,“ segir Nína. „Það er því hægt að stunda þetta svo að segja alla ævina." Þegar Siggi varo orðlaus „Mér finnst Nína hreint ekki hafa fengið næga athygli eftir að hún varð íslandsmeistari," segir Margrét. „Ég var í pró- grammi á Stöð tvö og síðan fór ég í viðtal við Dagsljós. Ég mætti á bíkiníi og settist á móti honum Sigurði Valgeirssyni. Hann varð orðlaus og gleymdi öilu sem hann hafði ætlað að spyrja mig um. Ég fékk líka alls kyns tilboð um að leika í aug- lýsingum og sitja fyrir í bæk- lingum." „Ég hef fengið ýmis tilboð, en kannski ekki haft nægilegan áhuga á því,“ segir Nína. „Mér fannst reyndar aðsóknin að ís- landsmeistaramótinu núna lofa góðu fyrir Vcixtarræktina." „Alltaf að strippa“ „Ég er alltaf í toppformi," segir Margrét. „Alltaf köttuð, enda er ég alltaf að strippa fyr- ir fólk, á árshátíðum og þorra- blótum. Ég kem þá fram í bíkin- íi eða á sexí undirfötum og dansa erótíska dansa og leyfi karlmönnunum að koma við vöðvana. Þess vegna verð ég alltaf að passa mig. Ég borða aldrei sælgæti eða gos, aldrei kjöt nema skinnlausa kjúk- linga. Það eina sem ég læt eftir „Efþú ert með tattó geturðu fallið áþví. Annars vœri égsko löngu búin að tattóvera mig. Mérfinnstþað svo œðislegt. „Stripgirls“ íAmeríku eru líka alltaf með tattó, en þærfá sérlíka sílikon í brjóstin. “ mér er ís. Ég er sjúk í ís.“ „Ég hef aldrei haldið mér í neinu sérstöku formi,“ segir Nína. „Eg er ekki í keppnis- formi nema að stefna sérstak- lega að því og núna til dæmis, þegar tveir mánuðir eru liðnir frá keppninni, er ég bara í minni eðlilegu þyngd. Ég á tvö börn og borða sama mat og aðrir heima hjá mér, en fyrir mótið tók ég auðvitað mata- ræðið algerlega í gegn og hakk- aði í mig náttúruleg vítamín." „Ég á engin börn. Mér finnst alltof langur tími að þurfa að ganga með börn í níu mánuði. Þrír mánuðir er hámark. Þá myndi ég kannski hugleiða það. En ég á dýr,“ segir Margrét. „Áttu dýr?“ spyr Nína. „Já, þau eru uppstoppuð," svarar Margrét. „Nú, dóu þau úr sulti?" spyr Nína. „Ég er ekki í sambúð eins og Nína og á ekki börn og þess vegna get ég ráðið þessu alveg sjálf, en ég myndi kannski ekki hafa börnin mín á neinu grasa- fæði. Ég á hins vegar góðan vin og hann æfir líkamsrækt," seg- ir Margrét. Konuhaus á sverum karlmannsbúk „Við höfum akkúrat ekkert að gera út,“ segir Nína aðspurð um hvort þær hafi reynt fyrir sér erlendis. „Ég fór til Tyrklands á Evr- ópumót, alveg hrikalega skorin með þverrákir á rassinum," segir Margrét. „Það var of- boðslega heitt og ég svitnaði mikið fyrsta daginn, en ég var síðan sett í gufu þar sem ég var tólf tíma að missa þrjú kíló af vatni á einum degi. Þær voru rosalegar sumar stelpurnar í keppninni. Stundum sá maður glitta í flottar og sverar karl- mannslappir og leit síðan upp og horfði í augun á konu.“ „Ég vona að þessi áhersla á meiri vöðva fari að breytast, þá eigum við kannski einhverja möguleika," segir Nína. Daudaganga, drunibalyfta, trukka- dráttur og krossfesting Af hverju er vaxtarræktar- fólk oft svona lágvaxið? „Það er auðveldara að ná upp vöðvum þegar þú ert lág- vaxinn," svarar Nína. „í mínum flokki úti í Tyrk- landi náðu flestar stelpurnar mér í axlir,“ segir Margrét. „Núna erum við báðar að fara að keppa í maí um titilinn „Sterkasta kona landsins“. Það verða svona tíu til tólf konur sem taka þátt í keppninni og það verður keppt í dauða- gangi, drumbalyftu, trukka- drætti og krossfestingu og síð- an á maður víst að draga á undan sér bíl,“ segir Margrét. „Þetta er í fjórða skipti sem keppnin er haldin og sú sem á titilinn keppir ekki núna.“ „Ég ætla nú bara að gera mitt besta," segir Nína. „Hvernig í ósköpunum ætt- irðu líka að geta gert betur en það?“ spyr Margrét. „Það er bara hreinlega ómögulegt." Og nú er bara að sjá, þegar stundin rennur upp, hvor þeirra hefur meiri krafta í kögglum. þká

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.