Helgarpósturinn - 26.09.1996, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1996
Þótt Górillufélagarnir gömlu
Jakob Bjamar Grétarsson
og Davíð Þór Jónsson hafi ítrek
að látiö í Ijós óánægju sína
með stefnu dag-
skrárstjóra Rásar
2, einkum sá s!ð-
arnefndi, láta þeir
það ekki aftra sér
frá því að vinna
við stofnunina.
Samkvæmt heim-
ildum HP ætla þeir
félagar í vetur að
sja um
nokkurra
klukku-
stunda út-
varpsþátt
á laugar-
dögum á
Rás 2 og
mun þáttur-
inn bera
nafnið
Sleggjan. Af nafngiftinni að
dæma verður stutt í Górilluna
hjá þeim Hafnfirðingum...
Nokkrar íslenskar karlfyrirsætur
eru farnar að gera þaö gott úti
í heimi. í þeim hópi er strákur að
nafni Styrmir Karlsson (Karls og
Esterar í Pelsinum), sem er á skrá
hjá einu helsta útflutningsfyrirtæki
hérlendu í þransanum í dag; Es-
kimo Models. Frá því Styrmir fór
fyrst utan á vegum módelskrifstof-
unnar hefur hann verið á stans-
lausu flandri milli New York og ís-
lands og hefur, að sögn kunnugra,
gert þaö ansi gott. Nýjasta tilboö-
ið frá New York er um að koma
fram í
tónlistar-
mynd-
bandi hjá
Dolly
Parton.
Sam-
kvæmt
upplýs-
ingum frá
Eskimóa-
módelum er okkar maður enn að
kanna hvað sú brjóstastóra vill
borga...
Einn mesti maður íslands ______heimildum HP
að burðum, Guðjón Sig- ætlar hann í
mundsson, betur þekktur f/ i # Jj vetur að kom-
sem Gaui litli og kenndur W "j ast undir
við samnefnda kvikmynda- j jj ' j hundrað kílóin;
gerð, hefur í mörg ár hald- fjr .1 J verða nákvæm-
ið svipaðri líkamsþyngd, W /» vj lega 99 kíló. Það
verið tæp 160 kíió að F/ f mun hann þó
þyngd og vakið mikla at- I M ekki ætla að
hygli fyrir og ekki síður JW\ gera einn í sínu
fyrir skrautlegan klæða- L—horni heldur
burð að auki. Gaui litli hefur með aðstoð
nú loks ákveðið að standa þeirra sem hyggjast fylgjast
undir nafni, því samkvæmt með Dagsljósi í vetur...
HP fór í myndasafnið og
fann Þór í ótrúlegustu
stellingum á ýmsum
skemmtistöðum
borgarinnar.
*
im að Herra Island
nektardansari“
egir einn dómnefndarmanna
Þór Jósefsson, nýkrýndur „Herra ísland", er eins
og sést á þessum myndum liðtækur strippari.
Mörgum finnst það skjóta skökku við að fyrrverandi
nektardansari skuli fá að taka þátt í fegurðarsam-
keppni sem þessari, hvað þá að hann haldi titlinum.
Hingað til hefur það verið viðtekin venja í fegurðar-
samkeppnum kvenna erlendis að komist það upp að
konurnar hafi sýnt á sér beran kroppinn opinberlega
fá þær alls ekki að taka þátt í fegurðarsamkeppni.
Frægasta dæmið er þegar ameríska fegurðardísin Va-
nessa Williams þurfti að skila kórónunni vegna þess
að upp komst að hún hafði látið taka af sér nektar-
myndir.
HP talaði við
Elsu Þorkelsdótt-
ur, framkvæmda-
stjóra Jafnréttis-
ráðs, og Þórarin
J. Magnússon, rit-
stjóra Mannlífs og
einn dómenda, og
innti þau álits á
stripli Þórs.
„Eg hef ekki
heyrt um að kon-
ur hafi verið svipt-
ar titlinum ef upp
kemst að þær hafi
komið fram nakt-
ar, en ef það er
satt þá finnst mér
að það sama ætti
að ganga yfir herr-
ana,“ segir Elsa.
„Ef það eru ein-
hver velsæmisvið-
miðunarmörk í
fegurðarsam-
keppnum kvenna
Skord
— ógeðslega gott
Það hefur hingað tii ekki verið
hægt að gæða sér á gómsæti
eins og engisprettum og möðk-
um í íslensku sælgæti, en við
rákumst nýlega á það sem verð-
ur sannarlega að teljast nýmæli í
framboði á slíkum vörum, nefni-
lega sleikibrjóstsykur sem inni-
heldur alvöru skordýr í fullri
stærð. Hægt var að velja um
maðkinn Tenibro Molitor eða
girnilega engisprettu. Sömuleið-
is var hægt að velja um mismun-
andi bragðtegundir og leist okk-
ur langsamlega best á tequila-
bragð, — það hlýtur að vera æð-
islega gott á sunnudagsmorgn-
um eftir skrall.
Eins og svo margar skrýtnar
hugmyndir á þessi nýlenda ræt-
ur að rekja til Kaliforníu, þar
sem þetta er mjög vinsælt. Inn-
flytjandi á íslandi er Hans Peter-
sen, sem flutti inn eina sendingu
til að athuga viðbrögð. Viðbrögð
landlæknis létu að minnsta kosti
ekki á sér standa. Hann fór strax
fram á stöðvun innflutnings á
meðan málið yrði rannsakað til
hlítar út frá heilbrigðissjónar-
miði.
Sala á skordýrasleikjóum hef-
ur verið gríðarlega góð í Skand-
inavíu og ekki gengið illa að fá leyfi fyrir
pöddunamminu hjá heilbrigðisyfirvöldum
þar, enda víst um sauðmeinlausar pöddur
að ræða. Fyrir þá sem þurfa endilega að
prófa þetta vitum við að enn eru til nokkur
-stykki í söluturn
inum Donald á
Hrísateigi.
Flýtið ykkur!
að þær megi ekki taka þátt í keppninni ef
þær hafa komið fram naktar þá eiga sömu
viðmiðunarmörk að gilda hjá körlum.“
„Við vissum að Þór hefði verið nektar-
dansari en töldum það ekki skipta máli í
keppni sem þessari,“ segir Þórarínn J.
Magnússon, ritstjóri Mannlífs, en hann átti
sæti í dómnefndinni. „Keppnin um „Herra
ísland“ er módelkeppni en ekki þessi venju-
lega fegurðarsamkeppni eins og „Ungfrú ís-
land“ og gerólík í eðli sínu. Ungfrú ísland er
á vissan hátt sendiherra íslands í útlönd-
um, hún tekur þátt í „Miss World“-keppn-
inni og getur lent í því að ferðast erlendis,
til að mynda á vegum Barnahjálpar Samein-
uðu þjóðanna. Það eina sem Herra ísland
gerir er að taka þátt í módelkeppninni
„Herra Evrópa". Þór var einfaldlega flottast-
ur í keppninni, af mörgum góðum. Þess
vegna völdum við hann og auðvitað heldur
hann titlinum.
Það hefur ekki tíðkast hingað til að spyrja
stelpurnar sem taka þátt í „Ungfrú ísland“-
keppninni hvort þær hafi hreint sakavott-
orð eða hvort þær hafi komið naktar fram.
Við erum að stíga inn í nýja öld með nýjum
viðhorfum og það er ekki talið dauðasynd
þótt einhver hafi fækkað fötum einhvern
tímann, — sérstaklega ef viðkomandi er
flottur,“ segir Þórarinn og hlær.
Innan bráðar verður áhorf mitt að engu
Væntanlega hafa flestir þeir
sem eiga sjónvarpstæki
tekið eftir því hvað skermur-
inn er fljótur að safna á sig
ryki. Að vísu greinist það illa
þegar tækið er í gangi en þegar
slökkt er á því og dagsbirtan
fellur á það er stundum erfitt
að koma auga á skerminn fyrir
grárri rykslæðunni. Jafnvel
þótt maður hafi þurrkað af því
í sömu vikunni. En það er al-
kunna að hlutir sem ekki eru
mikið notaðir safna meira ryki
en þeir sem eru í stöðugri
notkun og þar af leiðandi
neyðist maður til að játa fyrir
sjálfum sér að maður horfir
ekki nógu mikið á sjónvarp.
Eða hefur tækið ekki í gangi
jafnlengi og dagskráin býður
upp á. En það er ekki sjálfum
manni að kenna heldur liggur
sökin að öllu leyti hjá þeim
sem ráða því hvað er sýnt á
skerminum.
Nú er ég farinn að nöldra og
ætla að halda því aðeins
áfram. En að loknu nöldrinu
verð ég allur hinn jákvæðasti.
Það vita náttúrlega allir að
Ríkissjónvarpið er léleg sjón-
varpsstöð. Og það er ekki bara
eitthvað sem allir vita heldur
finnst það öllum líka. Mér þyk-
ir það heldur leiðinleg stað-
reynd vegna þess að ég er á
þeirri gamaldags skoðun að
ríkið eigi að halda áfram að
reka sína fjölmiðla. Og gera
það vel. Ekki einu sinni selja
Rás tvö heldur bara endurnýja
plötusafnið þar og hleypa inn
yngra fólki en er þar fyrir. Því
miður hef ég ekki enn aðgang
að öðrum sjónvarpsstöðvum
en þeirri elstu en þessi leiðindi
með hana, sem ég talaði um,
hafa þó einn ótvíræðan kost í
för með sér. Hann er sá að fólk
— og þá er ég ekki bara að tala
um mig — binst tækinu sínu
ekki of tryggum böndum, held-
ur leyfir sér að standa upp, þó
það hafi formlega verið boðið
velkomið að skjánum, og fer
að gera eitthvað annað. Til
dæmis að hlusta á útvarp. Eða
setur á sig heyrnartól og hlust-
ar á nýjustu plötuna með Paui
Anka. Eða les nýjustu bókina
eftir Indríða G. Eða hreinlega
sökkvir sér ofan í þriðjudags-
útgáfu Morgunblaðsins til að
grennslast fyrir um hvað hefur
gerst í heiminum síðan á laug-
ardagskvöld, eða frá því blaðið
kom síðast út. Möguleikarnir
eru óteljandi. Fólk gæti meira
að segja farið að metast um
hver hefði safnað mestu ryki á
skjáinn.
Ég geri mér grein fyrir að
það er óskaplega hallærislegt
að hvetja fólk tii að horfa ekki
á sjónvarp. Sjálfur sogast ég að
því eins og naut að flagi. En ég
er líka viss um að einn daginn
verður það jafnvel enn hallær:
islegra að horfa á sjónvarp. í
rauninni er hið svokallaða
sjónvarpsáhorf óskaplega hall-
ærislegt nú þegar. Eg tala nú
ekki um þegar þulan býður
mann velkominn að skjánum,
eins og maður hafi lagt á sig
ómælt erfiði til að nálgast
hann.
Að mínu viti — sem er jafn-
framt það sem mér finnst —
eru tveir góðir fjölmiðlar rekn-
ir á íslandi. Eða réttara sagt,
manni nægir að nota tvo fjöl-
miðla, fyrir utan auðvitað Al-
þýðublaðið og mánudagsút-
gáfu MB. Það eru Rás eitt og X-
ið. Ég sé ekki ástæðu til að rök-
styðja það fagurfræðilega álit,
en það sem er svo skemmtilegt
við þessar stöðvar er að í út-
sendingum Rásar eitt á eitt-
hvað sér stað von bráðar en á
X-inu gerast hlutirnir innan
bráðar, eins og ég heyrði sagt
þar um daginn. Og þetta er ein-
mitt kosturinn við þessi
„svart/hvítu“ menningarappa-
röt; annað þeirra sendir út á
gamalli norsku en hitt á alfarið
nýrri íslensku. Og þau heyrast
jafnt á sunnudögum sem
mánudögum þegar stærsta
dagblað landsins er í fríi.
Það hefur oft reynst mér vel,
þegar ég er að hlusta á gufuna
eða X-ið á góðum degi, að
bleyta upp í gömlum Lesbók-
um til að strjúka af gamla Fin-
lux-skerminum mínum.