Helgarpósturinn - 26.09.1996, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 26.09.1996, Blaðsíða 21
FHVHVTTUDAGUR 26. SEPTEMBER1996 i 21 isráðherralaus þjóð í nokkur ár. Ólafur Ragnar hefur fram- tíðarsýn. Hann er réttur maður á réttum tíma. Malbikum Barðaströndina! Hefjum veiðar með Internetum! Hefur okkur þá skort fram tíðarsýn ? Við höfum verið of upptekin af því að rækta fortíðina, og rækta tíðina úr forinni, gæta tungu okkar í stað þess að nota hana og vera menningar- leg afturábak. Ýtum á „fast for- ward“! Er gamla þjóðerniskennd- in þá að deyja drottni sín- um? Maður er náttúrulega alltaf og verður mikill íslendingur. Það er þessi Jónas í manni (hvalnum) sem útlendingar „Plakatið fyrir Djöflaeyjuna er algjör stæling á Trainspotting- auglýsingunni. Þetta er óþarfi strákar. Meira sjálfstraust!“ munu aldrei fatta eins og Guð- mundur Andri hefur bent á. Þetta gerði mann alltaf nokkuð geðklofinn hér áður fyrr. Mér fannst það óbrúanlegt bil að hafa verið í sveit í Skagafirði og vera nýbúinn að yrkja sonn- ettu um Glóðafeyki þegar mað- ur stóð kannski á opnun í New York að ræða við Jeff Koons um listrænar lýtalækningar. Það bara kom alls ekki heim og enn síður saman. Maður fór alltaf klofinn niður í herðar heim í Subwayinum. En ein- hvern veginn tókst manni með árunum og gallharðri þraut- seigju að sameina þetta tvennt. Maður hætti að hugsa um innanlandsmarkað annars vegar og erlendan hins vegar. Hér hefur líka hjálpað til þessi niðurgírun á menningarlegri mishröðun sem ætíð ríkti á milli okkar og meginlandsins. Við vorum alltaf tíu árum á eft- ir. Það var alltaf þessi hái toll- ur á tímanum. En nú hefur hann blessunarlega verið felld- ur niður, þökk sé EES-samn- ingnum. Það hefur verið leyfð- ur innflutningur á samtíman- um. 16 sögur eftir enn Hefurðu sett stefnuna á eitthvað ákveðið? Ég hef alltaf sett stefnuna beint á Menningarverðlaun DV. Ég segi það nú bara eins og það er. Eg ætla bara að vona að mér endist aldur og heilsa til að hreppa það hnoss. Og ég vona líka að ég lendi á góðu ári í verðlaunagripum. Þeir hafa verið dáldið stífir á keramykj- unni og ég hef nú aldrei verið mikið fyrir hana. Enda ekki beint viðeigandi að verðlauna skáld með leir. Þannig að ég hef verið að reyna að halda svona frekar aftur af mér. En um leið og þeir koma með æðri málma, eins og silfur svo ég tali nú ekki um gull, þá setur maður auðvitað allt í botn og fer að gera betri hluti. Ég vona að ég eigi eftir að skrifa 16 skáldsögur í viðbót. Ég held að það sé ekki hægt að taka mark á rithöfundi fyrr en hann er kominn með dálítið rit- safn. Menn verða að halda sig við efnið og sýna úthald. Það er nokkuð sem íslendinga hef- ur löngum vantað. Þeir eru allt- af góðir í að byrja á hlutunum en að fylgja þeim eftir, það er önnur saga. Það er alltaf þessi fíni fyrri-hálfleikur. Þetta er náttúrulega landnemaþjóðfé- lag og því fylgir kraftur og bjartsýni en það gengur út í öfgar þegar fólk er að byrja upp á nýtt á hverjum einasta degi. Á hverjum degi vaknar fólk upp eins og það hafi aldrei verið til áður, eins og gærdag- urinn hafi verið þurrkaður út. Og aldrei skortir hugmyndir: í dag ætla ég að opna bar, eða byrja nýtt líf og skella mér út í nám, eða kaupa Helgarpóstinn á 10 milljónir, eða skrifa skáld- sögu, eða gefa út sólóplötu... Þetta er mjög slítandi og mikil orkueyðsla. Okkur skortir langtímasýn og kúnstina að byggja upp, hægt og rólega. Hvað áttu við með að við byrjum alltaf upp á nýtt? Ég vil nú bara minna blaða- mann á það að hér sitjum við á síðum nýs og betri Helgar- pósts undir sjötta ritstjóra frá því á sama tíma í fyrra. Og að auki sitjum við hér á Hótel Borg. Hér var eitt sinn aðal- ballstaður borgarinnar. Um leið var þetta kaffihús og hótel. Svo var innréttað upp á nýtt og allt í einu var kominn hér sússí-bar. Ég veit ekki hvernig veitingastaður þetta er núna en í þessum töluðum orðum eru þjónarnir að setja upp hljómsveitarpall hérna í horn- inu og í kvöld breytist staður- inn í djass-klúbb. Svo á morg- un verða kannski einhverjir papar að spila hérna og kom- inn Guinness-bjór á kranann. Þessi líka írska stemmning. Nú og svo koma stuttmyndadagar og lettlenskir dagar og danskar vikur og ítölsk ár... Er þetta ekki fjölbreytileik- inn sem við smáþjóðin þurf- um á að halda? Þetta er kostur okkar og galli. Við þurfum alltaf að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. íslendingar geta ekki haldið fundi því þeir eru svo rosalega skemmtilegir að þeir eyða öll- um tímanum í að segja góðar sögur þannig að öll áform hverfa eins og heilu tónlistar- húsin inn í ráðuneyti. Við þetta sama borð þinguðu myndlist- armenn á hverjum laugardegi í fjögur ár og töluðu um að koma út tímariti. Það var mikið tímadrit. Menn eru náttárulega allt- afað segja sögur... Jájá, við erum sagnaþjóðin. Besta starfsumhverfi í heimi fyrir rithöfund. „Ég veit ekki betur en þeir Loftkastalamenn eyði öllum sínum kvöldum á Kaffibarn- um, en það er samt alltaf þessi Jagúar í stæðinu fyrir utan.“ Þú ert að predika íhalds- samara líf? Neinei. Ég veit ekki betur en þeir Loftkastalamenn eyði öll- um sínum kvöldum á Kaffi- barnum, en það er samt alltaf þessi Jagúar í stæðinu fyrir ut- an. Þeir reistu sína skýjaborg og hún stendur enn, heilu ári síðar. Hugsaðu þér. Hvenœr kemur bókin svo át? Hún ætti að koma um eða — vonandi — fyrir miðjan nóv- ember. Hvernig vinnurðu bók eins ogþessa? Eg gíra mig upp með því að hugsa um væntanlega bók í kannski hálft ár. Þá er ég mjög líklega að mála en einhvers staðar „á bakvið minnið“ er væntanlegur söguþráður, aðaÞ persóna og tónninn í bókinni. í þessu tilfelli skrifaði ég megnið af bókinni í Brooklyn í New York. Ég byrjaði á því að fá mér kapalsjónvarp og alfræði- orðabók um rokk, því aðalper- sónan horfir svo mikið á sjón- varp og er rokkheili en ég er hinsvegar ekki mjög sterkur í þeim gráu geirum. Svo las ég „The Rolling Stone Encyclo- paedia of Rock & Roll“ með öðru auganu og horfði á sjón- varp með hinu í hálfan mánuð. Settist síðan við tölvuna. Erþetta full vinna? Mjög full vinna. Ég sit við frá 10 á morgnana til 12 á kvöldin, með hléum þó, samkvæmt staðli frá evrópska rithöfunda- sambandinu. Það er alltaf freistandi að sitja fram yfir miðnætti því þreytan rambar oft á hina gulu molana, en maður getur ekki gert það of lengi, þá dettur morgundagur- inn út í þynnku. Ég vinn sem- sagt mjög reglulega, sest við tölvuna og bíð eftir að fá málið. Síðan skrifar maður bara eins og ritari eftir röddunum í hausnum. Þetta er eiginlega komið um leið, allt skrifað í beinni útsendingu, eins og fundargerð. Hvaðan koma þessar raddir í hausinn á þér? Þetta eru gamlar upptökur. Þú margskrifar ekki síð- urnar? Það er ekkert annað en hreint svindl ef rithöfundur breytir textanum eftir á. Og alls ekki í anda samkeppnislag- anna. Hefurðu undan að skrifa, þ.e.a.s. nœrðu að bóka allar þessar raddir? Þetta væri verra ef ég væri betri í vélritun, þá yrði bæk- urnar eflaust lélegri. Ég er mjög lélegur í vélritun, það bjargar mér. Ég fer þetta á puttanum. Þannig hittir maður líka fleira fólk á leiðinni. Gengurðu með margar sögur í maganum í einu? Eg einbeiti mér að einni í einu, það kemst ekkert annað að. Ég er samt kominn með hugmynd að næstu bók. Mig langar að fara aftur í fortíðina og skrifa sögulega skáldsögu. Um hvað þá? Ömmu mína, tuttugustu öld- ina. Úr torfkofum í teppaland. Úr hraungjótu í Toyótu. Þú notar meira að segja stuðla og rím eins og lög gera ráð fyrir... Ég er mjög hefðbundinn. Til dæmis er byggingin á nýju bókinni mjög hefðbundin; drama á la Shakespeare svona leikhúslega séð. Síðan hleð ég utan á það mýgrúti af smáat- riðum og fyndni, fyndnin er fit- an utan á beinagrindinni. Kúnstin er að hafa hana mátu- lega. Ekki akademíska anorex- íu og heldur ekki barokk- brokkandi appelsínuhúð. Mig langaði til þess að þessi bók yrði eins og hyldjúpt kviksyndi sem á yfirborðinu væri þakið glitrandi smágróðri, öllum þessum smáatriðum: Kvik- syndi þakið sindrandi orðum. Lesandinn sökkvir sér ofan í bókina/kviksyndið og hverfur, sést ekkert til hans meir. Hœttuleg lesning! Einn vinur minn sem las hana fékk martröð nóttina eft- ir. Ég var mjög ánægður með það. Teiknimyndafígúra? Ég segi það ekki. Ég gekk reyndar stundum fram af sjálf- um mér í þessari bók. Ég var eins og persóna í teiknimynd sem hleypur fram af bjargbrún og spólar þar í lausu lofti. Ég passaði mig bara á því að ýta á „pause“ áður en ég féll niður í hyldýpið. Það varstu líka á myndlist- arsýningunni... Já. Ég er víst búinn að gera mig að teiknimyndafígúru með þessari sýningu. Það er nú bara eins og það er. Ingólfur Arnarson myndlistarmaður „íslenskir listamenn eru hvalir. Þeir silast um í sínum kalda sjó og hafa þróað mjög fullkomið merkjakerfi á milli sín en eru mjög feimnir við útlendinga sem koma hingað í hvalaskoðun: Þeir rétt skjóta svona upp kryppunni fyrir þá og hverfa svo aftur í kaf.“ sagði mér um helgina að hann sæi mig ekki lengur, heldur GRIM. Það var svolítið mikið skref fyrir mig að gera sjálfan mig að fígúru, mér fannst að þar með myndi ég vera að tak- marka sjálfan mig og steypa mig í eitthvert ákveðið mót sem ég yrði síðan alltaf þekkt- ur fyrir; ég yrði kannski alltaf kallaður GRIM. Á meðan ég vann verkin hljómaði í hausn- um á mér þessi setning: „Is it me or is it him? — No, it’s GRIM!“ Það merkilega var að þótt sýningin hafi kannski frekar vakið hlátur en djúphuga spurningar þá fannst mér þetta dýpsta tjáning á sjálfum mér sem ég hef náð. Þetta voru mín Hamskipti á la Kafka. Vinur minn sem skoðaði sýninguna sagði að hún væri „sorgleg". Ég. var mjög ánægður með það. En hvers vegna teikni- mynd? Þetta er kannski mjög tákn- rænt núna þegar Disney er að fá þann status að vera Michel- angelo 20. aldarinnar með Mikka mús sem sinn „Davíð". Þetta form hefur alltaf verið sterkt í mér síðan ég sem ung- lingur fór vikulega niður í bókabúð Máls og menningar og stal Mad-bókum og fór svo heim og teiknaði alveg „mad“ upp úr þeim. Don King var meistarinn þá. Draumurinn var alltaf að búa til teiknimyndafíg- úru sem væri mín eigin sköp- un. Ég glímdi lengi við þetta en það tókst aldrei, þangað til 15 árum síðar. Þá allt í einu spratt hún fram án þess ég væri neitt að pæla í því. Hvað er svona heillandi við Mikka? Mér hafa alltaf fundist þessir hvítu hanskar hans Mikka al- veg yfirnáttúrulegir og ómót- stæðilegir og engin leið að orða það frekar. Eg hef alltaf fundið þörf í mér til að vera með svona hanska. Hanskarnir hafa heillað fleiri... Já. Ég er náttúrlega líka for- fallinn Michael Jackson-aðdá- andi, og þar er maður sem hef- ur gengið lengst allra í að um- breyta sér. Ég veit engan lista- mann sem fórnar sér svo gjör- samlega fyrir listina eins og hann. Hann fórnar lífi sínu fyrir okkur öll. Hann er hinn mikli meistari, Mozart okkar tíma. Mozart fæddur í Motown ‘58 en ekki Salzburg ‘56. Hann sameinar allt; mússíkkina, dansinn, lúkkið, myndböndin... geðveikina... ... geðveikina og perversítet- ið sem er of mikið fyrir heila púritanska Ameríku að kyngja, þess vegna er hann núna vin- sælastur í austantjaldslöndun- um. Ég byrja hvern dag á því að spila lag með honum. Það er aðdáunarvert að geta verið svo persónulegur og glóbal í senn. Einnig er glæsilegt hvað hann hefur mikið úthald, hætt- ir aldrei og er alltaf að finna nýjar leiðir. Meira að segja gallhörðustu framúrstefnu- hljómsveitir eins og Kraftwerk leita ráða hjá honum varðandi nýtt sánd. Það hefur enginn haft eins mikil áhrif á mig og Michael Jackson, fyrir utan Jónas. Jónas Hallgrímsson? Já. Hann birtist mér í anda- glasi og sagði mér að fara að skrifa. Þetta er allt honum að þakka. En er ekki of langt á milli Jónasar og Jacksons til að þeir geti báðir verið fyrir- myndir? Það er jafnlangt á milli þeirra og úr Öxnadal til Neverlands. Eða frá Jeff Koons að Glóða- feyki. Eða úr Grímsnesinu til Súdan. Sem er nokkurn veginn jafnlangt æðakerfinu í manni. Ég gerði einu sinni tilraun til að heimsækja Jackson þegar ég var í Los Angeles. Michael bjó þá enn í móðurhúsum, í Encino í San Fernando Valley. Ég hringdi þar á bjöllu en líf- vörður svaraði mér með skæt- „Hann (Michael Jack- son) fórnar lífi sínu fyrir okkur öll. Hann er hinn mikli meistari, Mozart okkar tíma. Mozart fæddur í Motown ‘58 en ekki Salzburg ‘56.“ ingi. Tómum skætingi. En þetta var á sunnudagskvöldi og fjölskyldan líklega á kafi í sunnudagslærinu. Maður verð- ur víst bara að láta sér nægja að öfunda Önnu MjöII. Þú lítur sem sagt ekki á Mi- chael sem kynferðisglœpon? Michael Jackson er heilagur maður. Ég held að hann sé „castrato". Það er kannski það sem gerir hann svo ómót- stæðilegan. En í raun veit eng- inn hvernig hann er. Hann er ráðgáta. Og það er lykillinn að velgengni hans. Hann veitir engin viðtöl. Já... hann veitir engin viðtöl... En hin fyrirmyndin, Jónas. Dreymir þig um að detta í stiga og deyja á toppnum eins og hann? Ég er búinn að reyna það. Ég reyndi það í Washington í vet- ur, fótbrotnaði í núverandi höfuðborg okkar íslendinga. Gekk ekkert að fá sýkingu í sárið? Þetta var ekki opið brot. Gerðist það við svipaðar aðstœður og hjá Jónasi, á einhverju skralli? Heyrðu. Ætli það hafi ekki verið það sem ég klikkaði á? Það verður enginn ódauðlegur á tveimur rauðvínsglösum. Ekki fremur en af einu anda- glasi. Þar þarf meira til.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.