Helgarpósturinn - 26.09.1996, Blaðsíða 9
RMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1996
9
Erfiðleikar í rekstri Stöðvar 3 virðast engan
enda ætla að taka. HP kannaði fjárhag
stöðvarinnar það sem af er þessu ári...
Samkvæmt milliuppgjöri
Stöðvar 3 fyrir fyrstu sjö
mánuði ársins hefur fyrirtækið
tapað nær 40 milljónum á
hverjum mánuði. Reyndar hef-
ur fyrirtækið tapað álíka fjár-
hæðum frá því að það hóf
rekstur og nú reyna forsvars-
menn að afla nýs hlutafjár
þrátt fyrir mótbyr á síðasta
framhaldsaðalfundi.
Eins og nýlega kom fram
lögðu forsvarsmenn Stöðvar 3
mikla áherslu á að fá nýtt
hlutafé inn fyrir framhaldsað-
alfund íslenska sjónvarpsins
hf., rekstrarfélags Stöðvar 3.
Það tókst ekki, en samkvæmt
Viðskiptablaðinu vantaði tæp
10% af þeim 300 milljónum
sem átti að auka hlutaféð um.
Frá því fyrirtækið hóf rekstur
hefur það verið nær tekju-
laust, en tapaði á síðasta ári
tæplega 40 milljónum á hverj-
um mánuði. Ástæðan fyrir tap-
inu er sú að ekki tókst að af-
henda afruglara á réttum tíma.
Þrátt fyrir að fyrstu afruglar-
arnir væru afhentir í júní síð-
astliðnum hefur fyrirtækið
haldið áfram að tapa. Sam-
kvæmt milliuppgjöri fyrir
fyrstu sjö mánuði þessa árs
kom í ljós að tap íslenska sjón-
varpsins hf. var um 268 millj-
ónir eða tæplega 40 milljónir á
hverjum einasta mánuði.
Þrátt fyrir mikinn mótbyr
eru Stöðvar 3-menn ekki búnir
að gefast upp og vonast til að
nýir hluthafar leggi á næstunni
til það fé sem þarf.
í dag verður haldin fyrsta málstofa sinnar tegundar
um slys og sjálfsmorð íslenskra sjómanna, sem eru
nærri helmingi tíðari en meðal annarra starfandi
stétta í landinu
Sjómenn í sálarkreppu
Löng fjarvera frá fjölskyldu
og vinum virðist hafa mikil
áhrif á líðan sjómanna til hins
verra, ef marka má rannsókn
sem gerð var á vegum Vinnu-
eftirlits ríkisins fyrir fáeinum
árum. Þar kemur meðal annars
fram að dauðaslys sjómanna
utan vinnutíma eru mun tíðari
en hjá öðrum íslenskum karl-
mönnum og eins eru sjálfs-
morð tæplega helmingi algeng-
ari meðal sjómanna en ann-
arra karlmanna.
Um þessi málefni verður í
fyrsta sinn rætt opinberlega á
vettvangi sjómanna í dag. Fyr-
ir málstofunni, sem verður í
húsakynnum Farmanna- og
fiskimannasambandsins í
Borgartúni, stendur auk Far-
manna- og fiskimannasam-
bandsins Sjómannasamband
íslands. Fjalíað verður eins og
fyrr segir um sálarlíf sjómanna
og verður farið í hver áhrif
langrar fjarveru á sjónum eru
á sjómenn og fjölskyldur
þeirra. Meðal þeirra sem flytja
erindi í málstofunni er Vil-
hjálmur Rafnsson, læknir
Vinnueftirlits ríkisins, en hann
gerði fyrrnefnda rannsókn.
„Sjómenn vinna hættulega
vinnu og dauðaslys eru, því
miður, of algeng á sjónum.
Eins eru sjómenn í mun meiri
hættu en aðrir íslendingar
hvað varðar dauðaslys utan
vinnu,“ segir Vilhjálmur
Rafnsson. Rannsóknin náði
til yfir 27.000 sjómanna og
samkvæmt henni kom fram
marktækur munur á tíðni
dauðaslysa meðal sjó-
manna og annarra íslenskra
karlmanna, utan vinnutíma.
„Við vissum að það væri
hættulegt að vera á sjó, en
að sjómönnum skyldi vera
hættara við dauðaslysum í
landi en öðrum fannst okk-
ur skrýtið og kom okkur j
mjög á óvart.
Ekki er enn vitað ná-
kvæmlega af hverju
dauðaslys sjómanna utan
vinnutíma eru algengari
en hjá öðrum karimönnum, en
við komumst að því að því
lengur sem menn eru á sjó
þeim mun meiri hætta er á
dauðaslysum utan vinnu-
tíma. Það fékk okkur til að
hugsa um hvort hegðun
manna sem vinna hættu-
lega vinnu breyttist þegar
vinnu lyki. Þeir væru ekki
eins varkárir og pössuðu
sig ekki eins vel og aðrir.
Menn væru einfaldlega slysa-
gjarnari af því að þeir ynnu
hættulega vinnu. Það sem
styrkir þessa kenningu er að
samkvæmt rannsókninni kom í
ljós að því lengur sem maður
var á sjó því meiri virtist þessi
hætta vera.“
GF
Hvaö fínnst þér
um dóminn sem
Finnur Jóhanns-
son, handknatt-
leiks- og frjáls-
íþróttamaður; fékk
á sig nú á dögun-
um?
Guðmundur Karls-
son, þjálfari Umf. Selfoss:
„Mér finnst þessi dómsúr-
skurður hdlfloðinn og ég skil
hann ekki alveg, þvíþegar
þeir tala um lágmarksrefs-
ingu eiga þeir eingöngu við
lágmarksrefsingu í frjálsum
íþróttum. “ Það sem skiptir
máli fyrirFinn er að hann fœr
hámarksrefsingu hjá ÍSÍ, sem
er að mér skilst tvö ár, þann-
ig að hann getur ekki keppt í
handboltanum, sem er hans
aðalíþrótt. Þessi tvö ár sem
hann fékk eru að mínu viti
mjög ósanngjam dómur, því
þeir viðurkenna að neysla
hans liafi ekki verið œtluð til
að ná betri íþróttaárangri. Ég
erþví mjög ósáttur við dóms-
niðurstöðuna. Mérfinnst
þetta í alla staði leiðinlegt
mál og það kemur sér illa fyr-
ir okkur hér á Selfossi, því
Finnur er góður handknatt-
leiksmaður og það hafa aldr-
ei verið nein vandrœði með
hann. “
Knútur Óskarsson
framkvæmdastjóri Frjáls-
íþróttasambands íslands:
Knútur var einn þeirra sem
áttu sœti í nefndinni sem
dœmdi Finn í keppnisbann.
Hann segir að í einu og öllu
hafi verið farið eftir lögum í
máli Finns. „Mál hans á líka
efir að koma fyrir sérstakan
frjálsíþróttadómstól, en þar
er lágmarksrefsing fjögur ár.
Sá dómur verður kveðinn
upp á nœstu vikum. Lág-
marksrefsing hjá ÍSÍ er tvö ár,
þó að vísu sé hœgt að dæma
menn til lœgri refsingar ef að-
stœður bjóða upp á það. Því
var ekki að heilsa í þessu
máli. “
Ellert B. Schram
íþróttafrömuður:
„Það er
óskaplega
sorglegt að
svona lagað
skuli gerast, “
segirEUert.
„Mér sýnist nú
á öllu að
hann hafi ekki
verið að taka þessi lyfvegna
þátttöku sinnar í íþróttum,
þannig að þetta kemur eftil
vill íþróttum lítið við. Þetta er
bara einn anginn afmiklum
þjóðfélagsvanda. En ég er
samþykkur því að það eigi
að dœma frá keppni íþrótta-
fólk sem er undir áhrifum
fíkniefna í keppni. “
íþróttasamband íslands dæmdi í vikunni
Finn B. Jóhannsson, handknattleiksmann
á Selfossi, i tveggja ára bann frá þátttöku
á fþróttamótum á vegum allra sérsam-
banda innan ÍSÍ eftir að i Ijós kom að
hann hafði neytt etturiyfja.