Helgarpósturinn - 26.09.1996, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1996
3
HSK
Metnaðarfyllsta bókaútgáfa landsins, eins og gagnrýnendur kölluðu
forlagið Bjart á síðasta ári, gefur út sex bækur fyrir jólin. Gceludýrin
er vinnuheiti skáldverks eftir Braga Ólafsson, fyrrverandi Sykurmola, 111-
ugi Jökulsson verður með barna- og unglingabókina Silfurkrossinn og
Jón Kalman Stefánsson á bókina Skurðirírigningu. Auk þess gefur Bjart-
ur út tvær þýddar bækur. í fyrsta lagi bók eftir Kazuo Ishiguro sem nefn-
ist Óhuggandi. Kazuo er enskur Japani sem varð frægur fyrir metsölu-
bókina Dreggjar dagsins, sem síðan var kvikmynduð með Anthony Hopk-
ins og Emmu Thompson í aðalhlutverkum. Hin þýdda bókin er Beint afaugum eftir Raym-
ond Carvers í þýðingu Sigfúsar Bjartmarssonar, en hún hefur einnig verið kvikmynduð.
Short Cuts var hún kölluð og varð geysivinsæl á sínum tíma. Loks gefur bókaútgáfan Bjartur
út klassískt ljóðasafn eftir Rilke í þýðingu Kristjáns Árnasonar.
Islendingar ætla að taka hinu nýja bílatryggingarfyrirtæki Lloyds og FIB mjög vel, ef marka
má þann ótrúlega fjölda símhringinga sem það fær. Rúm vika er síðan fyrirtækið hóf starf-
semi og hafa allar símalínur verið rauðglóandi síðan. Þeir hjá FÍB hafa mælt hversu mörg
símtöl þeir fá og kemur í ljós að yfir þrjú þúsund íslendingar hringja þangað dag hvern.
Flestir trúlega til að fá upplýsingar um verð en stór hluti til að verða sér úti um tryggingu.
Því má ætla að á fyrstu vikunni hafi nokkur þúsund íslendingar fært bílatryggingu sína yfir
til nýja félagsins. Gömlu íslensku tryggingafélögin ættu að vera ánægð með það, því hafa
þau ekki alla tíð sagst tapa á bílatryggingum?...
Flestum er í fersku minni rjómabolluævintýri Samsölubakarísins fyrr á árinu, þegar tugir
manna lögðust í svæsna matareitrun eftir bolludaginn. Eitrunin var rakin til óhreinlætis
starfsmanna bakarísins, sem missti í kjölfarið tiltrú almennings og fólk hélt einna helst að
það myndi lognast út af. En nú hafa hlutir heldur betur breyst og markaðsfræðingar Sam-
sölubakarís hljóta að fá kauphækkun, því nýjasta afurðin, Krakkabrauð, hefur slegið svo-
leiðis í gegn að skólakrakkar líta varla við öðru brauði í nestið. Til marks um það er að
seinnipart mánudags ætlaði kona nokkur að kaupa hleif af þessu brauði og fór í sex eða sjö
stærri búðir, en alls staðar uppselt...
Barnamyndatökur
Litur og svart/hvítt
Tilboðsverð í september
Nánari upplýsingar í síma 587 8044
Kristján Sigurðsson ljósmyndari
HUGSKOT h/f
Nethyl 2, 110 ReykjavÍK
sími 587-8044
HVORT VltTU 0ORGA
mo,-
KK.
rntiR mm m
???
0 0 0
Viljirðu borga 27.900,- komdu þá til okkar!
Orbitel PPU 905
er öflugur GSM-sími, sem er hlaSinn
innbyggðri - stillanlegri þjónustu, s.s.
símaskrá með nöfnum , símtalsflutningi,
stillanlegri hringingu, 10 númera
endurvalsminni, 25 tíma rafhlöðu (120 mín.
i stöðugri notkun), sem tekur aðeins 100
mín. að hlaða, föstu loftneti sem ekki þarf
að draga út, hnappalás, hægt að sjá úr
hvaða númeri hringt er, og ýmsu fleira
Þyngdiner aðeins 215 gr.
Cellphone
* F.T0B1LE uri íC!:|_
Timaritið What Cellphone gefur Orbitel 905:
Léttleiki notkunar Vf vfVf
Innbyggðir möguleikar
Sendigæði
Móttökugæði
Heildarmat
I Lliir»TUiíjtLili i_f t_ ■ ,ja LuTjlrKimBinn ^
nraopionusia vio lanaiDygyojna:
Graont númor:
800 8 888
(Kostar innanbœjarsTmtal og
^ vönxnor eru sendor somdœgurs) ^
B Ú Ð I R N A R
Skipholti 19 Grensásvegi 11
Sími: 552 9800 Sími: 5 886 886
AUK/Ð ÚRVAL - BETRA VERÐ /
Skrifstofur, afgreiðsla og áskriftarsími 552 2211
Ritstjóm: 552 4666 • Fréttaskotið: 552 1900 • Símbréf: 552 2311 • Auglýsingar: 552 4888