Helgarpósturinn - 26.09.1996, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 26.09.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1996 HELGARPÓSTURINN Útgefandi: Útvörður ehf. Útgáfustjóri: Arnar Knútsson Ritsyóri: Guðrún Kristjánsdóttir Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Hið ósýnilega útvarpsráð í vikunni sem leið urðu þau tímamót í sögu Helgar- póstsins að skipt var um eigendur. Og það ekki í fyrsta sinn. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum er nýr en væntanlega tímabundinn eigandi HP prentsmiðjan Oddi. í kjölfar eigendaskiptanna hefur verið varpað fram nokkrum vangaveltum um það hvort blað eins og Helgarpósturinn hafi enn í dag einhvern tilgang. Er þá HP nútímans gjarnan borið saman við HP eins og það var á sokkabandsárum sínum. Til upprifjunar má geta þess að Helgarpósturinn var stofnaður fyrir hálfum öðrum áratug af Alþýðuflokknum með það fyrir aug- um að stinga á kýlum í samfélaginu. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar og flett hefur verið ofan af ýms- um miður fallegum spillingarmálum sem aðrir fjöl- miðlar höfðu til þessa leitt hjá sér. Framan af var HP eitt um hituna. Nú er annað upp á teningnum. Nánast hver einasti fjölmiðill á landinu sem vill láta taka mark á sér hefur tileinkað sér gamla og nýja fréttasiði Helgarpóstsins, hver með sínu nefi. Margt vantar þó upp á að vel sé. Svo dæmi séu tekin er Mogginn enn samur við sig og hefur ekki meiri fréttametnað en svo að segja aldrei fréttir af neinu fyrr en flestir aðrir fjölmiðlar eru bún- ir að segja allt sem segja þarf; DV gerir út á táraflóð og mannlegan harmleik í sósíalpornógrafískum anda — sem seint getur talist til góðrar fréttamennsku; Al- þýðublaðið lætur oft of náin tengsl sín við viðfangs- efni hlaupa með sig í gönur; og Dagur-Tíminn er dag- blað í augljósri tilvistarkreppu. En þrátt fyrir oft bágan fjárhag og styr um Helgarp- óstinn á hann á góðum dögum og undir sterkri stjórn réttsýnna manna það enn til að kafa dýpra og gera flest betur en aðrir prentmiðlar. Ef til dæmis HP hefði það sama að markmiði og Kvennalistinn; að gera sjálfan sig óþarfan, væri enn langt í land. Og fyrst út í þá sálma er farið er varla til sá fjölmið- ill hér á landi sem ekki hefur sinn djöful að draga. Öll- um er kunnugt um sameiginlegt eignarhald Stöðvar 2, DV og Dags-Tímans, sem allir þurfa að glíma við hið ósýnilega útvarpsráð — eins og greint er frá í forsíðu- frétt blaðsins; fréttastofa RÚV er undir hælnum á pól- itískt kjörnu útvarpsráði; Alþýðublaðið á í ástarsam- bandi við Alþýðuflokkinn og svo mætti áfram telja. HP er sem betur fer laus úr öllum slíkum viðjum. Guðrún Kristjánsdóttir Helgarpósturinn Borgartúni 27, 105 Reykjavík Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 5524666, símbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 5524777, auglýsingadeild: 5524888, símbréf: 552-2241, dreifing: 5524999. Áskrift kostar kr. 800 á mánuði efgreitt er með greiðslukorti, en annars kr. 900. Hræringar og Helgarpósturinn átti sá flokkur aðild að rekstri blaðsins í upphafi (Vilmundur Gylfason var guðfaðir blaðs- ins). En rétt er að benda Al- þýðublaðsmönnum á, að Helg- arpósturinn nýtur ekki skatt- fríðinda eins og dagblöðin og hefur ekki aðgang að skattpen- ingum almennings til þess að gefa út blaðið. Þá þarf að minna ritstjórn Al- þýðublaðsins á það, að lang- flestir blaðamenn, sem hafa Útgáfusaga Helgarpóstsins einkennist af miklum átökum og sveiflum. Ég hef tilhneig- ingu til að halda, að örvænting eigenda hafi oftar en ekki kom- ið blaðinu í koll. Þannig hygg ég, að brottrekstur alltof margra ritstjóra blaðsins í ár- anna rás hafi verið vanhugsað- ur. Tímabundið andlát blaðs- ins í lok síðasta áratugar og lögbrot því tengd eru kapítuli út af fyrir sig. Síðar fór útgáfan „Eg leyfi mér að halda því fram, að engum fjölmiðli á íslandi hafi tekizt að hlíta lögmálum blaða- mennskunnar í þeim mæli, sem HP gerði á sinni beztu tíð: að segja sannleikann.11 Verulegar hræringar hafa verið í fjölmiðlaheiminum hérlendis undanfarin misseri, bæði á ljósvakamiðlum og prentmiðlum. Breytingar hafa orðið á eignarhaldi Stöðvar tvö, Stöð þrjú hefur bætzt við, vænn slatti af tónlistarútvarpi heldur velli, nýtt tímarit um fólk hefur bætzt við, annað um tölvuheiminn og loks má nefna, að tvö lítil dagblöð voru sameinuð nýlega, Dagur-Tím- inn. Útgefendum blaðsins, sömu aðilum og útgefendum DV, tókst að skapa spennu og eftirvæntingu vegna nýja blaðsins, en mér hefur heyrzt á blaðsölustöðum, að góð sala í upphafi hafi dregizt allveru- lega saman. Af ofangreindu er sennilega áhugaverðast að fylgjast með því hvernig til tekst hjá Stöð 3 að koma á fót fréttastofu, en það mun hafa verið krafa nýrra hluthafa í fyr- irtækinu. Án fréttastofu hygg ég, að Stöð 3 hefði staðið illa að vígi í samkeppni við hinar sjónvarpsstöðvarnar, einkum Stöð 2. En ekki má gleyma þessu blaði, Helgarpóstinum. í liðinni viku missti blaðið góðan og gegnan ritstjóra eftir skamma viðdvöl í erfiðu starfi. Hann neitaði að sætta sig við drátt á greiðslu launa. Stundum vill það gleymast, að ritstjórar og blaðamenn eru ekki sjálfboða- liðar, — enda þótt þeir vinni hjá fjárhagslega fötluðum blöðum. Reynsla Sæmundar Guðvinssonar er því miður ekki einstök. Aliir ritstjórar, blaðamenn og starfsmenn Helgarpóstsins frá upphafi hafa þurft að sýna einu sinni eða oftar biðlund í þessum efn- um. Þetta fyrirkomulag var og er ekki til fyrirmyndar. Starfs- andinn verður slappur og um leið verður blaðið slappt. Á hinn bóginn er hægt að búa við svona ástand um stund. Þeir sem voru á blaðinu frá upphafi og fyrstu árin gengu til starfa með allt öðru hugarfari en venjulegir launamenn. Við vorum reknir áfram af hug- sjón. Hugsjónin var að koma „barninu“ til manns. Siðleysi blankra blaða Alþýðublaðið, málgagn Al- þýðuflokksins, hefur skiljan- lega mikinn áhuga á „þrauta- göngu Helgarpóstsins" enda starfað á litlu flokksblöðunum, sem sum eru horfin af sviðinu, hafa þurft að upplifa „siðleysi" síðbúinna launagreiðslna. Er þetta óþekkt fyrirbæri á Al- þýðublaðinu nú? Sjálfur vann ég ungur á Alþýðublaðinu og í „den tíð“ fékk ritstjórnin laun- in í mörgum, litlum skömmt- um. Þetta er ekki sagt til að af- saka þennan plagsið, heldur vil ég að ung ritstjórn Alþýðu- blaðsins kynnist sögulegum staðreyndum um siðleysi af þessu tæi. Þótt það sé ekki í mínum verkahring að leiðrétta rangan fréttaflutning um HP hlýt ég samt að benda á, að Al- þýðublaðið segir ranglega, að Sæmundur og starfsmenn hafi verið beðnir að afsala sér ógreiddum launum. Hinu er ekki að neita, að óþægileg óvissa ríkir um skuldaskil fyrr- verandi útgefenda, sem er að sjálfsögðu óþolandi. á flakk um alllangt skeið með vanhugsuðum hliðarsporum, sem endurspeglast í nöfnum blaðanna Pressunnar, Eintaks, Morgunpóstsins. Undanfarin misseri hefur drjúgur hluti aflatekna HP farið í greiðslu gamalla skulda. Fyrir vikið hef- ur ritstjórnin verið undir- mönnuð og rekin af vanefnum. „Lögmál blaðamennsku ráða — ekkert annað“ í fyrstu forystugrein Helgar- póstsins þ. 6. apríl 1979 var stefnu blaðsins lýst svo: „Helgarpósturinn hyggst hafa nútíma viðhorf og vinnu- brögð í blaðamennsku að leið- arljósi. Við munum reka frjáls- lynda og sjálfstæða ritstjórnar- stefnu, þar sem lögð verður áhersla á áreiðanleika og fjör- lega framsetningu. Blaðið mun ekki taka flokkspólitíska af- stöðu í neinu máli, sem þýðir þó ekki að blaðið muni engar skoðanir hafa. Við ritstjórn Helgarpóstsins verður leitast við að láta lögmál blaða- mennskunnar ráða og ekkert annað.“ Þessar grundvallarreglur voru hafðar að leiðarljósi þann tíma, sem hinn upprunalegi Helgarpóstur var gefinn út og þangað til hann var settur á hausinn eftir níu ár. Blaðið stakk á kýlum. Helgarpóstur- inn var og er ekki neitt venju- legt blað, heldur nauðsynleg rödd, varðhundur, frjáls og óháður eftirlitsaðili með sam- félaginu og^ lýðræðislegum leikreglum. Ég leyfi mér að halda því fram, að engum fjöl- miðli á íslandi hafi tekizt að hlíta lögmálum blaðamennsk- unnar í þeim mæli, sem HP gerði á sinni beztu tíð: að segja sannleikann. Flestir ef ekki allir fjölmiðlarnir hafa tekið upp vinnubrögð Helgarpóstsins, fréttamat og framsetningu. Ennþá láta þeir þó furðuoft framhjá sér fara fréttir — oft- ast vegna annarlegra sjónar- miða litla nándarsamfélagsins. Oft þarf hugrekki til að segja sannleikann, þótt hann sé sagna beztur. Ein ástæða þess, að rekstur- inn er mjög sveiflukenndur, er sú, að Helgarpósturinn er viku- blað, sem selzt fyrst og fremst í lausasölu. Það sem skort hef- ur á Helgarpóstinum er fjár- hagslegt úthald. Góð ritstjórn er forsenda góðs blaðs. Sparn- aður á þeim vettvangi getur snúizt í höndum útgefandans, eins og dæmin sanna. Einstaklingsfrelsi—jafnrétti í reynd — í átt til frjálslynds femínisma Um hvað snýst jafnréttisbar- áttan í dag? Hvað hefur áunnist og hvert stefnum við? Ef við lítum á lagalega réttar- stöðu okkar kvenna, þá er það nefnilega svo að konur eru þar mjög vel staddar og vart unnt að finna dæmi um lagalega mis- munun milli kynjanna sem er körlum í hag. Þetta hefur þó ekki skilað sér í aukinni þátt- töku kvenna í stjórnunarstöð- um í fyrirtækjum og í stofnun- um og einnig erum við mun færri í pólitískum ábyrgðar- stöðum, t.d. sem þingmenn og ráðherrar. Markmiðinu um sambærileg laun fyrir sambæri- leg störf hefur heldur ekki verið náð. Reyndin er einfaldlega sú að viðfangsefni og eðli jafnrétt- isbaráttunnar hafa breyst gríð- arlega á þessari öld og þær breytingar sem hafa átt sér stað á þessari öld á réttarstöðu kvenna eru orðnar sjálfsagður hlutur tilveru okkar. Það sem við eigum við að etja í dag er allt annars eðlis; í dag erum við að fást við vandamál sem kom- ið hafa upp í samskiptum kynj- anna vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Því er nauðsyn- legt að staldra við og skilgreina: Hverju er nauðsynlegt að berj- ast fyrir í dag? Ég vil fullyrða að í dag sé þetta spurning um við- horfsbreytingu. Viðhorfsbreyt- ingu til hinna hefðbundnu kyn- hlutverka. Að mæta viðhorfum sem grundvallast á kynferði einu saman er óásættanleg fé- lagsleg mismunun sem kemur einmitt skýrast fram í ríkjandi viðhorfi til hlutverka kynjanna. Ljóst er að þær aðferðir sem beitt hefur verið í jafnréttisbar- áttunni síðustu áratugi gagnast ekki lengur; nauðsynlegt er að breyta áherslunum frá róttæk- um vinstri femínisma, sem hef- ur Verið alls ráðandi í umræð- unni um jafnréttismál síðast- liðna áratugi, í átt að frjálslynd- um femínisma. Frjálslyndur femínismi á rætur að rekja til helstu hugsuða frjálshyggjunn- ar, eins og Johns Stuart Mill og Adams Smith, þar sem hug- myndir um frelsi og jafnrétti eru í öndvegi. Frjálslyndir fem- ínistar leggja því á það aðal- áherslu að konur njóti sömu tækifæra og karlar og telja ríkj- andi ástand ekki einungis brjóta í bága við frjálslyndar og lýðræðislegar hugmyndir um frelsi og réttindi allra einstak- linga, heldur einnig vera óhag- stætt þar sem einungis helm- ingur mannauðs er nýttur til fulls. Frjálslyndir femínistar telja einnig umfangsmikil af- skipti ríkisvaldsins hefta fram- gang raunverulegs jafnréttis, sem byggi fremur á breytingum á ríkjandi viðhorfum og gildis- mati en lagabókstöfum. Mark- miðið er ekki að breyta ríkjandi kerfi eða þjóðskipulagi, sökum þess að það henti ekki konum, heldur að tryggja að konur hafi sömu tækifæri til að velja sér farveg og taka þátt í samfélagi samkeppninnar og karlar. Allt of lengi hefur umræðan verið föst í viðjum vinstrisinn- aðra hugmynda, sem mun í framtíðinni fátt tryggja nema að konum verði hjálpað enn frekar að skríða undir feld ríkisins. Hið opinbera getur aldrei brúað bilið milli ójafnrar stöðu kvenna og karla. Undirstaðan verður að vera traustari og slíkt felst fyrst og fremst í viðhorfum og gildum einstaklinganna sem samfélagið móta. Til að svo megi verða þarf almenna við- horfsbreytingu og hún fæst ekki nema jafnréttismál hverfi af braut forsjárhyggju og hóp- hyggju yfir á braut frjálshyggju og einstaklingsfrelsis. Höfundur er stjórnmálafræðinemi og félagi í SUS.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.