Helgarpósturinn - 26.09.1996, Blaðsíða 24
24
RMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1396
Þegar einungis ein umferö er eftir af íslandsmótinu er
ekkert liö falliö en fjögur liö í fallhættu. Svo er þaö nátt-
úrulega leikur aldarinnar á Skaganum, ÍA-KR. Bjarni
Jóhannsson veltir vöngum.
ALLT GETUR GERST
Maður er náttúrulega
steinhissa á hversu illa
áÆaganum og KR hefur gengið í
lok móts. Annað hvort liðið
ætti náttúrulega að vera búið
að klára þetta mót. Það hefur
komið á óvart að yfir svona
reynslumikium liðum skuli
ekki vera meiri reisn. Þeir eiga
að vera vanir að berjast þarna
á toppnum."
Það hefur einmitt verið
einkenni á liðum Guðjóns
að þau eru gríðarlega sterk
á endasprettinum.
„Já, það hefur yfirleitt verið
góður skriður á liðum Guðjóns
í lok móta. Það sama má segja
um Grindavíkurliðið þegar
Kostic þjálfaði það. Þess vegna
kemur það á óvart að ekki
skuli vera meiri vilji til að klára
mótið. Það er langt síðan mót-
ið hefur unnist á svona fáum
stigum."
Gegndarlaus barátta á
botninum
Hvað um botnbaráttuna?
„Á botninum er mjög mikil
barátta og ljóst að allt getur
gerst. Öll botnliðin eru að spila
við lið sem eru á þægilegu róli
og það hefur sýnt sig að liðin í
þægilegu sætunum hafa tapað
stigum til botnliða í lokaum-
ferðunum. Það má segja að
botnbaráttan verði gegndar-
laus um helgina. Þetta er bara
spurning um dagsformið og
liðið sem undirbýr sig best fyr-
ir þessa leiki heldur sæti sínu
og þar er ég að tala um and-
lega þáttinn. Þetta er spurning
um hugarfar, því öll liðin geta
bjargað sér með sigri. Það
skiptir öllu að vera rétt
stemmdur."
Rikki Daða, Heimir, Her-
mann eða Alexander?
Nú hefur þú rétt tyllt þér á
„grjótið helga“ í sumar og
fylgst vel með. Stendur ein-
hver einn leikmaður upp úr
eða hefur meðalmennskan
ráðið ríkjum?
„Ég veit ekki hvað skal segja,
mér finnst þó Ríkharður Daða-
son hafa spilað geysivel eftir
að hann kom inn í KR-liðið. Svo
eru náttúrulega menn eins og
Heimir, sem vissulega hefur
spilað vel fyrir KR, en mér
finnst samt sem fjölmiðlar hafi
hampað honum meira en góðu
hófi gegnir. Heimir á allt gott
skilið, það er ekki málið, en
mér finnst oft sem blöðin taki
menn upp á arma sína.“
Hefur enginn staðið sig
áberandi vel á Skaganum?
„Sá sem hefur spilað einna
jafnast í Skagaliðinu er Alex-
ander Högnason. Svo finnst
mér Hermann Hreiðarsson
hafa spilað vel og átt góða leiki
með IBV, hann er ótrúlega
stöðugur í leik sínum af ekki
eldri leikmanni að vera.
Gummi Ben. er náttúrulega
búinn að vera góður, en hann
hefur verið mikið meiddur.“
Hann œtti eiginlega að fá
bikar fyrir að vera besti
meiddi leikmaðurinn í mót-
inu...
„Það má segja það já. En um
Leiftursliðið má segja að það
hafi verið brokkgengt en
Gunnar Oddsson hefur spilað
ágætlega."
Skallarnir vel að sætinu
komnir
Hvað með aðra deild?
„Mér sýnist þetta vera svolít-
ið sanngjarnt, að minnsta kosti
á toppnum. Skallagrímur vann
Gáfuleg ummæli!
Atli Eðvaldsson og KR-hjartað.
Sigurður Baldursson hjá ís-
lenskri getspá fékk einn á lúð-
urinn þegar ÍBV vann ÍA í Eyj-
um á laugardag. Það var svo
sem nógu vitlaust að ætla
einu liði að fara út á völl og
ætla að tapa, en að segja það
upphátt og láta hafa eftir sér,
— það er náttúrulega forkast-
anlegt. Lundarnir, sem áttu
harma að hefna, unnu og
settu sjálfa sig reyndar í hálf-
gerða klemmu. Því var athygl-
isvert að sjá ummæli Atla Eð-
valdssonar þar sem hann
sagði KR-hjartað sterkara en
vonina um að komast í Evr-
ópukeppnina. Annaðhvort
kann ég ekki að lesa, blaða-
menn DV hafa ekki rétt eftir
eða allir í Eyjum eru brjálaðir.
Ekki veit ég hvað það er, en
það hlýtur að vera krafa að
hagsmunir liðsins sem við-
komandi þjálfar gangi fyrir.
Það er ekki víst að sprangar-
arnir úr Herjólfsdal verði jafn-
óheppnir með mótherja í
næstu keppni. Annars hefur
því verið fleygt að vegna
tengsla Kjartans Mássonar
við Eyjaliðið geti leikur Kefla-
víkur og ÍBV ekki verið á
Lengjunni. Það er ekki rétt að
Eyjamaðurinn Kjartan sé
ástæðan, það eru miklu frek-
ar vinabæjatengslin, sem
myndast fyrstu helgina í ág-
úst ár hvert, sem valda.
Leikur KR upp
á jafntefli?
Eins og alþjóð veit nægir KR
jafntefli gegn Skaganum. Hitt
er svo annað mál að það er erf-
itt að sækja til þeirra stig og
segir mér svo hugur að þeir
telji sig þegar hafa tapað of
mörgum stigum heima. KR-ing-
ar búa vel; eiga sterkasta leik-
mannahóp á landinu og gríðar-
legt úrval varnarmanna. Það er
svo spurning hvort það sé
hyggilegt að hræra með liðs-
uppstillingu í svona mikilvæg-
um leik. Tapi menn eftir svo-
leiðis fléttur eiga þeir sér varla
viðreisnar von, en vinni þeir
þá eru þeir djarfir dánumenn.
Skaginn tapaði síðasta leik
gegn ÍBV og er í fríi fram að
leiknum góða gegn KR. Aðdá-
enda rauða ljónsins bíður hins
vegar að skreppa til Svíþjóðar
og spila mikilvægan leik gegn
AIK; leik sem gæti unnist ef
rétt er á spilum haldið. Það er
svo aftur spurning hverju er
fórnandi fyrir að komast áfram
í Evrópukeppninni. Mér er
held ég óhætt að segja að KR-
ingar verði ekki Evrópumeist-
arar bikarhafa, þótt þeir kæm-
ust í næstu umferð. Hvort þeir
eyða of mikilli orku í Svíþjóð
verður fróðlegt að sjá. Annað
athyglisvert er að Einsi Dan.
fékk að rýna í rauða kortið hjá
félaga Gylfa Orra og verður
því ekki með gegn Skaganum.
Steini Jóns er líklegur til að
fara á vinstri vænginn og það
gæti orðið fróðlegt, því hann
var öflugur á vængnum bæði
hjá FH og áður hjá Þór.
Markvarðaeinvígi
Líklega mun mikið mæða á
markvörðum beggja liða og fái
annar hvor þeirra á sig klaufa-
mark geta þeir huggað sig við
að allir íslendingar til sjávar og
sveita eru að horfa á þá og
verða ósparir á að minna á
mistökin. Bæði Þórður og
Stjáni eru afbragðsmarkmenn
og það væri leiðinlegt ef annar
hvor fengi á sig klaufamark.
Ýmsir eru þeirrar skoðunar að
það eigi að gefa Þórði séns
með landsliðinu og væntan-
lega vill hann ekkert frekar en
sýna að hann sé traustsins
verður.
Þá er ekki síður gaman að
velta því fyrir sér hvernig and-
inn hjá stuðningsmönnum
beggja liða verður í rokinu á
Skaganum (það er jafnoft logn
þar og það er fært til Vest-
mannaeyja). Það verður met-
aðsókn, svo mikið er víst, og
gamlar og nýjar knattspyrnu-
kempur eru þegar farnar að at-
huga ferðaáætlun Boggunnar.
„Heimir á lof
skiíið, en samt er
eins og fjölmiðlar
hafi hampað
honum umfram
aðra.“
„Gummi Ben. er
einstakur
meiðslagemsi, en
frábær fót-
boltamaður."
„Hermann Hreið-
arsson hefur
spilað jafnt og
vel í liði ÍBV.“
„Ríkharður
Daðason hefur
spilað geysivel
eftir að hann
kom inn í KR-lið-
ið, — jafnvel
betur en maður
átti von á.“
„Alexander
Högnason hefur
verið jafnbestur
Skagamanna."
náttúrulega innbyrðis viður-
eign við Þrótt og það gerði
gæfumuninn. Ég held að Skall-
arnir hafi verið vel að þessu
komnir. Frammarar voru þó
með áberandi sterkasta liðið í
annarri deild.“
En þessi lið munu þurfa
að styrkja sig?
„Já, en það er bara eðlilegt.
Frammararnir eru einfaldlega
þannig lið að þeir sætta sig
ekki við að vera í ströggli í
fyrstu deild að ári og þeir
munu fá mannskap. Þeir sætta
sig ekki við neitt annað en
toppárangur. Skallagrímur
þarf að styrkjast verulega, en
aðallega þurfa þeir að stækka
hópinn því þeir eru að fara í
miklu grimmari baráttu en þeir
stóðu í í sumar, þar sem lítill
hópur getur orðið að falli.“
Heldurðu að einhverjir
leikmenn annarrar deildar
sem ekki fóru upp með liði
sínu verði í fyrstu deild að
ári?
„Heiðar Sigurjónsson í
Þrótti er mjög athyglisverður
leikmaður, eins Guðni Rúnar
Helgason hjá Völsungi og Þor-
valdur Makan KA-maður.
Þetta eru allt góðir strákar sem
myndu sóma sér í fyrstu deild.
Þessir þrír eru langathyglis-
verðustu leikmennirnir sem
maður veltir fyrir sér hvort
muni verða í efstu deild að ári.
Það verða án efa miklar hrær-
ingar eftir mót. Það er engin
nýlunda að leikmenn hugsi sér
til hreyfings í lok móts. Oftar
en ekki færa þó færri þjálfarar
sig um set en um er rætt í blöð-
um, þannig að það er erfitt að
segja fyrir um hvernig hlutirnir
verða eftir mót.“ - six
Gaui í Garðabæinn?
- Luca á Skagann og Atli í Vesturbæinn?
Fátt er umtalaðra þessa dag-
ana en hugsanlegar þjálfara-
breytingar hjá liðunum. Það er
altalað að Atli verði ekki ann-
að ár í Eyjum, enda er hann
störfum hlaðinn; þjálfari U-21
og ÍBV auk þess að vera í
tryggingabransanum.
Það er skiljanlegt að hann
geti ekki með góðu móti sinnt
öllu 100%, því eins og alþjóð
veit eru ferðir til Alcatraz bara
endrum og eins. Atli sagði ný-
lega að í honum slægi KR-
hjarta og menn leiða að því lík-
um að hann verði næsti þjálf-
ari KR-inga. Þess er kannski
ekki langt að bíða að blaða-
mannafundir verði haldnir í
Frostaskjóli...
Gaui af Skaganum?
Þrátt fyrir óumdeilda yfir-
burðahæfileika til að þjálfa
knattspyrnulið tekst Gauja að
koma sér í klandur ár eftir ár.
Lætur nærri að hann sé umtal-
aðasti Skagamaður frá því Jón
Hreggviðsson á Rein var og
hét. Skagamenn og hann lentu
í krísu í sumar eftir að til
handalögmála kom í búnings-
klefa á Olafsfirði eftir tap gegn
Leiftri. Gaui er með fjögurra
ára samning og er sá samning-
ur þannig að hann er vart rift-
anlegur. Stjörnumenn sjá sér
leik á borði og hyggjast tryggja
sér krafta hans fyrir næsta
tímabil og veðja á að með til-
komu hans takist að rífa Garð-
bæinga upp á rassg... og efla
klúbbinn. Þar á bæ ætla menn
að fylgja eftir ágætum árangri í
sumar.
Heim á fornar slóðir
Frá því að Luka Kostic fór að
verða fjölmiðlamatur hérlend-
is hefur hann varla opnað
munninn án þess lofsyngja
Skagann og Skagamenn. Hann
er dáðadrengurinn sem hjálp-
aði til við að tryggja titilinn eft-
ir árs veru í annarri deild.
Fróðir menn telja að „Kole“ sé
því velkominn þar og verði
væntanlega tekið opnum örm-
um. Þeir sem hgfa fengið boð
um taka að sér þjálfun á Skag-
anum hafa sjaldan neitað og
Vanda Sigurðardóttir verð-
ur án efa eftirsóttur þjálfari,
en hún mun ekki þjálfa
Breiðablik að ári. Líklegt er
talið að hún taki við KR-lið-
inu, en það hefur hvorki ver-
ið fugl né fiskur í sumar og
vilja sumir kenna þjálfaran-
um um.
Telja fróðir menn og konur
— þær eru líka víða — að
Vöndu verði boðinn álitlegur
samningur fyrir að gera KR
að stórveldi í kvennaboltan-
um. Það verður að teljast
verðugt verkefni fyrir Vöndu,
en hún er sigursælasti þjálf-
bjóði Skagamenn Luka samn-
ing mun hann væntanlega færa
sig um set.
ari í knattspyrnu hérlendis
síðastliðna mannsaldra.
Hvort Vanda tekur einhverja
leikmenn með sér frá Blikum
er óvíst, en það er ekki ótrú-
legt að einhverjar stelpur vilji
fylgja þjálfarunum fyrir
„bensínpeninga". Heyrst hef-
ur að forráðamönnum
kvennaknattspyrnu í Vestur-
bænum sé svo umhugað um
að fá Vöndu að til hennar
verði sendur boðberi með
eftirfarandi þulu: „We’re
gonna make you an offer you
can not refuse." Þar hafið þið
það.
Vanda í KR?
Dýrt
spaug
Það liggur ljóst fyrir að
þriðjudeildarfélög koma til með
að eiga erfitt sumar á næsta ári,
í það minnsta fjárhagslega. Tvö
austanlið fóru upp úr fjórðu
deild, en reyndar féllu „leik-
menn Hötts“ (eins og þulurinn
á leik HK og Hattar sagði í vor).
Það verða því ekki mörg félags-
lið af stór-Reykjavíkursvæðinu í
þriðju deild að ári og ferða-
kostnaðurinn verður gífurlegur
fyrir öll lið. Reyndar verður
fróðlegt að sjá hvernig menn
ætla að fara að þessu. Það er
orðin lenska að mæta til leiks
lágmark tveimur tímum áður
en flautað er til leiks, það er að
segja ef það er flogið — annars
aðeins fyrr. Það verður sömu-
leiðis fróðlegt að sjá hvernig fé-
lögin ætla að fóðra leikmenn
sína, því einhver verður að
borga vinnutapið og atvinnu-
rekendur eru misgírugir að
hleypa mönnum snemma úr
vinnu.
Sparkfræðingar hafa spáð því
að önnur deildin verði sérlega
sterk að ári en sú þriðja að
sama skapi slök, en mörg
fjórðudeildarlið ættu að græða
talsvert á þessu, þar sem
marga sæmilega leikmenn
hryllir við að þurfa að ferðast
um langan veg í marga leiki.
Það er bitur staðreynd, en engu
að síður sönn, að ansi mörg fé-
lög eru illa stödd fjárhagslega
og sérstaklega er talað um að
Fjölnir, HK og Víkingur standi
höllum fæti.
Annars er þetta umtal um erf-
itt ár í þriðju deild bara tómt
píp. Landsbyggðarliðin í fyrstu
og annarri deild hafa þurft að
fara um langan veg í alla útileiki
sína og ekki kvartað þrátt fyrir
þessi erfiðu rekstrarskilyrði.
Það eru Reykjavíkurfélögin sem
reka upp ramakvein þegar þau
þurfa að fara út fyrir suðvestur-
hornið til að spila.