Helgarpósturinn - 26.09.1996, Blaðsíða 28
HELGARPOSTURINN
26. SEPTEMBER 1996 38. TBL. 3. ÁRG. VERÐ 250 KR.
Heyrst hefur að forsetaembættið sé á höttun-
um eftir matreiðslumeistara til að malla ofan
í forsetann og hans fólk í nýja húsiriu á Bessa-
stööum. Að sjálfsögðu hæfir embættinu ekkert
nema það besta og þá kemur aöeins einn til
greina; maestro Siggi Hall...
Meira um forsetann. Eins og allir vita lögðu menn nótt við
dag að gera forsetaþústaðinn kláran áður en nýr forseti
tæki við völdum og hvergi til sþarað. Þó er einn
stór galli á gjöf Njarðar: í húsinu ku vera svo
hljóðbært að fólk hefst þar varla við og er forseta-
frúin, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, sögð sér-
íega viðkvæm fyrir þessu. Búið er að dreifa alls
kyns mottum um öll gólf en allt kemur fyrir ekki; ennþá hljómar
minnsta hvískur eins og rándýrsöskur. Verkfræðingar: Takið
upp teikniblokkina og bjargið þessu...
Þessa dagana má sjá menn íklædda málningargöllum
mæna þiðjandi til himins á götum Reykjavíkur. Ástæðan er
sú að varla hefur séð til sólar undanfarnar vikur hér á suðvest-
urhorninu. Má reyndar segja að nær samfelld rigning hafi verið
í Reykjavík frá því um miðjan ágústmánuð, eftir þurrkatíð fyrri-
hluta sumars. Málarar eru orðnir uggandi um sinn hag því
margir hverjir hafa varla getað snert á pensli undanfarið vegna
vætutíðarinnar. Hálfmáluð hús sjást nú hér og hvar í Reykjavík
og ef ekki fer að sjá til sólar er hætta á að ekki verði-hægt aö
Ijúka við aö mála þessi hús fýrr en næsta vor. Á meðan híða
málarar og vona að birti til...
Tölvufyrirtækið Softís er um þessar mundir að koma sér fyrir
á Bandarikjamarkaði og virðast horfur góðar. Sigurður
Björnsson, framkvæmdastjóri Softís, og Indríði Bjömsson,
tæknistjóri fyrirtækisins, eru nýkomnir frá San Diego i Kaliforn-
íu þar sem þeir kynntu hugbúnaðarforritið Louis, sem Softís-
menn þróuðu fyrir nokkrum árum. Bandarikjamenn hafa sýnt
forritinu mikinn áhuga og eru margir væntanlegir kaupendur að
athuga málið eftir að hafa skoðað hugbúnaðarkerfi Softís. Að
sögn þeirra Softísmanna hefur þó ekki verið gengið frá neinum
samningum, mikil vinna sé framundan og lítið hægt að segja
um framvinduna. Þeir eru samt bjartsýnir og segja horfurnar
góðar...
Ingvar Þórðarson, einn þeirra sem stóðu fyrir Bowie-tónleik-
unum hér á landi, er á leið til London þar sem hann ætlar að
freista þess að komast í kynni við fleiri stórstörnur með það í
huga að fá þær til landsins. Ingvar mun þó ekki verða einmana
í Lundúnum, því ákveöið er að hann spili þar
knattspyrnuleik með strákunum í Blur og eftir því
sem HP kemst næst hefur honum llka verið boðið
í einkapartí til fyrrverandi forsætisráðherra Bret-
lands, sjálfrar járnfrúarinnar Margrétar Thatch-
Meira af þeim félögum Ingvarí Þórðarsyni og
Damon Albam. Þegar sá síðarnefndi var
staddur hér á landi í tilefni tónleikanna var mikil
gleði dag og nótt. Segir sagan að kvöld eitt í miðri
viku hafi Ingvar og Damon verið á íeið í partí T
ákveðnu húsi í Grafarvogi. Nema hvað þegar þeir komu á stað-
inn mundu þeir ekki alveg hvar partíið var nákvæmlega og sirk-
uðu út dyrabjöllu til að hringja á. Það var röng bjalla. Þetta fór
þó betur en á horfðist, því þarna bjó hress einstæð móðir sem
bauð þeim inn í te. Svo vel skemmtu strákarnir sér að þeir
sátu á spjalli við móðurina langt fram eftir morgni...
Anæstu vikum gefst bíógestum tækifæri til að
sjá þrjár stuttmyndir í öllum bíóhúsum borgar-
innar á undan aðalmynd dagsins sem fjalla um
fíkniefni og hættuna af þeim. Saga film framleiðir
myndirnar fýrir SÁÁ. Leikstjóri er Hilmar Odds-
son og Páll'Pálsson handritshöfundur. Leikarar í myndunum
eru ungir edrú alkar og félagar í SÁÁ...
Þú fyllir huga þinn af þekkingu
þar til þú veist þú getur
allt sem þú vilt.
PIZZAHUSIÐ
Suðureyri
Flateyri
Þingeyri
Bíldudalur
Tálknafjörður
Patreksfjörður
*® Reykhólasveit
Grundarfjörður
Ólafsvík
Þórshöfn
Bakkafjörður
> Vopnafjörður
Egilsstaðir 3
Hellissandur
Akranes 3
Kjalarnes
*^* Mosfellsbær 3
Seltjarnarnes 3
Reykjavík 84
Garður
Sandgerði
Keflavík 4
Njarðvík
*sj* Vogar
Grindavík
’ Hafnarfjörður 7
Kópavogur 11
Borgarfjörður eystri
Seyðisfjörður
Neskaupstaður
Eskifjörður
Reyðarfjörður
Fáskrúðsfjörður
Stöðvarfjörður
205 möguleikar
til að nálgast milljónir!
Lottósölustaðimir eru tvöhundruð og fimm.
= Lottósölustaður
-draumurinn gæti orðið að veruleika
Fáðu þér miða fyrir kl. 20.20 á laugardaginn.
VJS / aiSQH VIJAH