Helgarpósturinn - 26.09.1996, Blaðsíða 10
10
FlMIVmJDAGUR 26. SEPTEMBER1996
Heimur bandaríska klámmyndabransans er flestum landsmönnum hulinn en sennilega þekkja fáir íslendingar
hann jafnvel og Þorsteinn Ragnarsson (Steini Rambó) sem hefur starfaö viö gerö tuga slíkra mynda þar í landi.
GísliÞorsteinsson ræddi viö kappann og skyggndist inn í grjótharöan heim bandarískra klámmynda...
j
Við erum stödd inni í lítilli
leikmynd sem er útbúin
eins og svefnherbergi og
það er verið að búa til klám-
mynd. Inni er myndatökumað-
ur og annar til sem situr á
stóru, vel fjaðrandi rúmi og
bíður þess sem verða vill. Fyrir
utan bíður stúlka sem er að
gera sig klára. Ljósabúnaður-
inn er til og kvikmyndatöku-
maðurinn gefur nú fyrirskipun
um að stúlkan megi ganga inn í
herbergið. Um leið fer kvik-
myndatökuvélin í gang. Karl-
maðurinn stendur upp um leið
og stúlkan gengur inn og tekur
vel á móti henni. Þau heilsast
með djúpum kossi og fyrr en
varir eru þau farin að láta vel
hvort að öðru. Eitt leiðir af
öðru og leikurinn æsist. Þau
klæða sig úr um leið og þau
ganga að rúminu. Ástaratlot
parsins stigmagnast; þau leggj-
ast í rúmið og þá þarf ekki að
spyrja að leikslokum. Þau
framkvæma ótrúlegustu æfing-
ar af mikilli leikni og fyrr en
varir hafa þau lokið sér af.
Slökkt er á myndavélinni og
„leikararnir“ stíga upp úr rúm-
inu og ganga út úr leikmynd-
inni.
Þetta gæti verið uppákoma í
kvikmyndaverinu í Los Ange-
les þar sem íslendingurinn
Þorsteinn Ragnarsson vinnur
við gerð leikmynda til nota í
klámmyndum. Þar í borg er
klámmyndabransinn hvað
blómlegastur í Bandaríkjunum
og stærð getnaðarlimsins og
brjóstamál skipta öllu máli.
Gera sér upp fullnægingu
Þorsteinn, eðaSteini Rambó
eins og íslenskir vinir hans
kalla hann síðan hann var í
vaxtarræktinni hér á landi í
gamla daga, hefur unnið við
gerð yfir fjörutíu klámmynda
ytra. Hann segist upphaflega
hafa byrjað að vinna við mynd-
irnar vegna þess að hann vant-
aði fyrir salti í grautinn, eins
og hann orðar það við blaða-
mann. „Aðalvinna mín er að
búa til leikmyndir fyrir auglýs-
ingar og kvikmyndir, en þegar
það er lítið að gera á þeim vett-
vangi tek ég að mér verkefni
fyrir vin minn sem á kvik-
myndaverið.“
En hvernig er að starfa við
leikmyndagerð í klámmynd-
um? „Það er auðvelt starf og
sæmilega borgað. Ég þarf ekki
að gera mikið, enda er formið á
slíkum myndum alltaf eins.
Stundum er helsta vinnan að
búa til leikmynd fyrir þau at-
riði sem tengja kynlífssenurn-
ar saman. Já, þótt ótrúlegt
megi virðast er söguþráður í
mörgum þessara mynda en lít-
il hugsun liggur þar að baki og
sumar þeirra eru lélegar eftir-
líkingar frægra Hollywood-
kvikmynda. Oftast eru atriðin
hins vegar tekin upp á
skemmtistöðum eða skrifstof-
„Ég átti í miklum erfiðleikum með mig fyrstu dagana,
ekki síst í kaffipásum, en þá settust kviknaktar píur hjá manni
og fóru að spjalla um heima og geima.“
um — það er ódýrara. Síðan er
klippt og næst sjást leikararnir
í leikfimiæfingum í svefnher-
berginu. Þá fyrst þarf fólkið að
sýna fram á hæfileika sína;
konurnar gera sér upp hverja
fullnæginguna á fætur annarri
og karlarnir berjast við að
halda vininum grjóthörðum í
gegnum allt atriðið. Ef allt
gengur upp náum við yfirleitt
að klára eina mynd yfir daginn.
Annars getur myndatakan
dregist fram eftir öllu, ekki síst
ef leikararnir eru illa fyrir kall-
aðir.“
Stelpurnar viljja frekar
leika á móti öorum
stelpum
„Öll atriðin ná hámarki þeg-
ar leikarinn fær fullnægingu og
sprautar vökvanum frá sér,
oftast í andlit leikkonunnar.
Svoleiðis endir finnst Amerík-
önum rosalega flottur og það
kveikir einhvern neista í þeim.
Það er auðvitað alltaf ein og
ein pía sem vill ekki fá gumsið í
andlitið á sér, en það eru yfir-
leitt nýgræðingar. Þær eru
feimnar í byrjun og vilja þess í
stað oftast leika á móti öðrum
stelpum. Það tekur þær smá-
tíma að komast inn í þennan
bransa og kynnast gaurunum.
Þegar þær eru síðan búnar að
leika í nokkrum myndum
hverfur feimnin og þær láta
hafa sig út í flest.“
Steini segir að þegar hefð-
bundnu atriði lýkur fari leik-
konan yfirleitt fram og þrífi
andlitið á sér en þætti karlleik-
arans er alls
ekki lokið.
„Hann verður
nú að leika
fullnægingar-
atriðið aftur,
því yfirleitt er
notuð aðeins
ein kvik-
myndatöku-
vél, sem er
beint að and-
liti leikkon-
unnar í lok at-
riðisins. Leikarinn verður því
að standa einn, með linan lim-
inn, og gera-sér upp fullnæg-
ingu fyrir framan suðandi
myndavélina sem er beint að
andlitinu.“
Erfitt að halda honum uppi
„Þótt ótrúlegt megi virðast
eiga sumir karlarnir erfitt með
að halda „reisn" eða fá úr hon-
um, enda eru píurnar stundum
ekkert augnayndi. Um daginn
var verið að taka tvær myndir;
önnur með konum yfir fertugt
en hin var með 150 kílóa konu í
aðalhlutverki. Karlleikararnir í
þessum myndum áttu í veru-
legum erfiðleikum með að
ljúka sér af og skyldi engan
undra. Þeim tókst þó að ljúka
verkinu að lokum. Ef leikarinn
getur ekki lokið sér af er ein-
hver fenginn til að hlaupa í
skarðið fyrir hann. Fyrir
nokkru fengum við til dæmis
myndatökumann í kvikmynda-
verinu til að taka við af leikara
sem náði ekki
að fá úr hon-
um. Kvik-
myndatöku-
manninum
brást ekki
bogalistin og
leysti verk-
efni sitt af
stakri prýði.
— Annars
koma þess
konar vandamál sjaldan upp
og flestir þessara leikara eru
sannkallaðir galdramenn á
sínu sviði. Þeir geta fengið það
hvenær sem er og hafa ótrú-
legt úthald,“ segir Steini og
það er ekki laust við að blaða-
maður greini aðdáun í rödd-
inni.
Harður heimur
Aðspurður segist Steini hafa
verið rosalega spenntur þegar
hann byrjaði að vinna í kvik-
myndaverinu innan um allar
þessar gullfallegu stelpur. „Ég
átti í miklum erfiðleikum með
mig fyrstu dagana, ekki síst í
kaffipásum, en þá settust kvik-
naktar píur hjá manni og fóru
að spjalla um heima og geima.
Ég vissi varla hvaðan á mig
stóð veðrið, enda eru þessar
píur gullfallegar og hrikalegir
kroppar. Það er rosalega gam-
an að vera innan um þær, en
mér hefur nokkrum sinnum
hlotnast sá heiður að fara út
að borða
með þeim
ásamt eig-
anda kvik-
myndafyrir-
tækisins. Ég
nýt mín vel á
slíkum kvöld-
um, enda
ekki amalegt
að vera í
fylgd með
n o k k r u m
ljóshærðum
og léttklæddum klámmynda-
leikkonum með rosa sílikon-
brjóst. Ég efast ekki um að
margir vildu vera í mínum
sporum. Ég hef ennfremur far-
ið á svokallaða kynningu þar
sem allir leikarar og framleið-
endur koma saman og kynnast
nýjum aðilum í bransanum.
Þarna gengur fólk á milli og
skiptist á nafnspjöldum. Sumir
framleiðendur eru jafnframt
með polaroid- myndavél og
biðja konurnar að fletta sig
klæðum og taka myndir af
þeim til að muna betur eftir
þeim þegar kemur að næstu
mynd,“ segir Steini og hlær.
Fá 70 þúsund fyrir eitt
atriði
Steini segir að þótt ótrúlegt
megi virðast séu flestir leikar-
ar í klámmyndum ekkert öðru-
vísi en annað fólk. Sumir eru í
námi og eru einfaldlega að
drýgja tekjurnar. Margar af
þessum stelpum vinna sem
nektardans-
meyjar og
leika í klám-
myndum í
hjáverkum.
Þær kaupa
síðan mynd-
irnar sínar af
kvikmynda-
verinu fyrir
lítinn pening
og selja æst-
um áhorfendum á strippbör-
unum á háu verði. Klám-
myndaleikur er þó eini starfs-
vettvangur flestra sem við þær
fást og það þykir ekkert stór-
mál í Bandaríkjunum. Viðhorf-
ið til þeirra sem leika í slíkum
myndum hefur breyst mikið á
undanförnum árum, en hér áð-
ur þótti það hneykslanlegt að
fólk léki í slíkum myndum. Þá
átti það ekki möguleika á að
hasla sér völl á öðrum starfs-
vettvangi, svo sem í venjuleg-
um kvikmyndum. En viðhorfið
er allt annað í dag og nú hefur
klámmyndaleikkona nokkur,
„Leikarar í klám-
myndum eru ekkert
öðruvísi en annað fólk.
Sumir eru í námi
og eru einfaldlega að
drýgja tekjurnar.“
„Stelpurnar fá
ýmiskonar bónus,
ekki síst ef þær eru
tilbúnar í eitthvað
óvenjulegt...“