Helgarpósturinn - 26.09.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1996
7
Samtalsrásin Kidsexpics
Viltu skipta á myndum?
Það var blaðamanni HP fremur auðvelt
verk að komast inn á spjallrás sem bar nafn-
ið Kidsexpics og eins og nafnið gefur til
kynna var verið að skiptast á myndum.
Fljótlega bauð einhver með dulnefninu Pan-
ic blaðamanni að fara inn á lokaða rás.
Hann sagðist vera frá Þýskalandi og fannst
mikið til þess koma þegar undirritaður
sajgðist vera frá íslandi. „Er ekki gott að búa
á Islandi?" spurði Panic og blaðamaður gat
ekki annað en jánkað því. Aður en hægt var
að spyrja næstu spurningar birtist önnur
spurning frá Panic á skjánum. „Viltu skipt-
ast á myndum?“
„Ég á þvf miður engar myndir,“ sagði
blaðamaður.
„Hvað ertu þá að gera inni á þessari rás?“
spurði Panic og var ekki ánægður með þró-
un mála.
„Ég er blaðamaður og er að skrifa grein
um barnaklám." Nú leið nokkur stund og
undirritaður hélt að Panic væri farinn af
rásinni þegar eftirfarandi skilaboð birtust á
skjáborðinu:
„Ertu að skrifa um miðaldra perverta?“
„Já, meðal annars. Hvað finnst þér um
þá?“
„Mér finnst svo sem ekki mikið til þeirra
koma.“
„Þekkirðu einhverja sem vilja stunda kyn-
líf með börnum?"
„Nei og ég vil ekki þekkja svoleiðis
gaura.“
„Hefurðu gaman af að skoða myndir af
börnum."
„Já, en bara myndir af stelpum 16 til 20
ára. Ég geri það þegar kærastan mín er ekki
heima.“
„Veit hún að þú ert að skoða myndir af
börnum?"
„Nei, ég vil heldur ekki að hún viti af
þessu.“
„Færðu mikið af myndum í gegnum Net-
ið?“
„Já, það er allt vaðandi í klámi á Netinu.
Aðallega hefðbundnar myndir en jafnframt
myndir af börnum."
„Er fólk ekki hrætt við að senda slíkar
myndir frá sér?“
„Nei, þetta er lítið mál. Þú ferð bara inn á
einhverja samtalsrás og biður einhvern að
skipta.“
„Eru margir furðufuglar á irkinu?"
„Ég veit það ekki, prufaðu bara.“
„Ertu stelpa?“
„Góða kvöldið, hvað segir þú gott?“
spurði blaðamaður þegar náungi sem kall-
aði sig sexy guy bauð honum inn á lokaða
samtalsrás. Sexy guy skeytti engu um kveðj-
una og kom sér beint að kjarna málsins.
„Ertu stelpa?"
„Nei, reyndar ekki. Ertu hrifinn af stelp-
um?“
„Já, ef þær eru heitar. Áttu myndir til að
senda mér?“
„Nei.“
„Viltu fá myndir, þær eru góðar?“
„Nei, ég held ekki,“ og lengra komst
blaðamaður ekki því nú sleit sexy guy sam-
bandinu.
Samtalsrásin Younggirlsex
. étt’ann sjálfur“
Á samtalsrásinni younggirlsex var að
finna 24 ára karlmann sem kallaði sig Beow-
ulf [Bjólfur, söguhetjan í Bjólfskviðu] og
vildi ólmur ræða við blaðamann og kanna
hvort hann ætti myndir.“
„Nei, því miður. Ég á engar myndir,“ svar-
aði blaðamaður. „Hvaðan ert þú?“
„Frá Texas. En þú?“
„Frá íslandi."
„Á hvaða aldri ertu?“
„Ég er á þrítugsaldri.“
„Ertu karl eða kona?“
„Karl, er eitthvað mikið af konum á svona
rásum,“ spurði blaðamaður.
„Já, það er alltaf eitthvað um að þær
slæðist hingað."
„Ertu hrifinn af myndum af ungum stelp-
um.“
„Já, en þú?“
„Nei.“
„Hvað ertu þá að gera á þessari rás?“
„Ég er blaðamaður og er að skrifa um irk-
ið,“ sagði blaðamaður og sló á staðfestu-
takkann.
„Og hvernig líst þér á það?“
„Ég veit hreinlega ekki, ég er nýbyrjaður
að skoða það.“
„Það er sko mikið af brjáluðum gaurum
hérna á þessum rásum.“
„Er það?“
„Já, kannaðu málið."
„Finnst þér það veiki að skoða myndir af
ungum stelpum?" sagði Bjólfur og skeytti
engu um svar blaðamanns. Áður en hann
gat haldið samtalinu áfram ruddist einhver
að nafni Crass inn á svæðið og spurði hvort
blaðamaður vildi skiptast á myndum.
„Nei, ég á engar myndir.“
„O étt’ann sjálfur. Hvernig hefur þú það í
kvöld?“ birtist á skjánum á hinu ástkæra yl-
hýra. Hér var greinilega íslendingur mættur
á younggirlsex-rásina.
„Hvað ertu að gera á þessari rás?“ spurði
Crass.
„Ég er að skrifa grein um barnaklám á irk-
inu.“
„Er það vísindalegt eða til að fá eitthvað
sexúelt út úr þessu?"
„Ég fæ ekkert sexúelt út úr þessu, það get-
urðu bókað.“
„Ertu þá að fordæma þessa perra.“
„Að vissu leyti. Hefur þú gaman af að
skoða myndir?"
„Ég veit ekki, ég hef að minnsta kosti gam-
an af fallegum myndum.“
„Þú ert semsagt hrifinn af þessu?“
„Hrifinn og ekki hrifinn. Annars hleypir
svona umræða illu blóði í mig.“
„Finnst þér Netið þá fá slæma umfjöllun í
fjölmiðlum?"
„Við vitum orðið allt um Netið, en irkið er
órannsakaður heirnur."
„Ertu oft á irkinu?"
„Svona flest kvöld, enda eru hér um 2.000
rásir af ýmsu tagi. Og klámið er í miklum
minnihluta."
„Jæja, ég þarf að fara að drífa mig. Það
var gaman að tala við þig.“
„Sömuleiðis. Blessaður."
Connection closed.