Helgarpósturinn - 26.09.1996, Blaðsíða 13
FIMIVnUDAGUR 26. SEPTEMBER1996
13
X
Forljót fegurð
rýpan tekur við af
barbídúkkunni
Hægfara bylting hefur
átt sér stað í furðu-
veröld ofurfyrirsæt-
anna á undanförnum
misserum, þar sem hlut-
irnir hafa meira og minna
verið við það sama í tugi
ári, að undanskildum ein-
staka beinagrindum eins
og Twiggy og Kate Moss.
Það hefur þó aldrei gerst
áður að fílabeinsfegurð
kvenna sé á fallanda fæti
fyrr en einmitt nú á allra
síðustu misserum. Það
þýðir að drottningar á
borð við Cindy Craw-
ford, Naomi Campbell,
Claudiu Schiffer og
Lindu Evangelista, fyrir-
sætur níunda áratugar-
ins, eiga í harðri sam-
keppni við konur sem áð-
ur þóttu ekki boðlegar
fyrir framan myndavél-
ina, konur sem tilheyra
áður ótilgreindu fegurð-
armati.
Hin nýja fegurð sem
heillar heiminn í dag er
síberískt útlit Irenu,
ójarðneskur litarháttur
Michelle Hicks og skakk-
ur munnur og nánast
engar augabrúnir Kristen
McMeany. Allar hafa þær
til að bera „ófullkomna
fegurð“. Konur sem eru
karakterar eru að sögn
sérfræðinga heitastar;
konur sem á nokkrum
mínútum geta brejdt sér
úr forljótum fjósgellum í
gullfallegar gyðjur.
Dæmi um íslenskar fyr-
irsætur sem falla undir
þessa nútímaskilgrein-
ingu er Nína Gunnars-
dóttir, sem datt í lukku-
pottinn á síðasta ári og
var tekin fram yfir hundr-
uð erlendra fyrirsætna
sem allar vildu taka þátt í
herferð fyrir Levi’s-galla-
buxnaframleiðandann.
Vissulega þykir hún mik-
ill sjarmör og hún mynd-
ast vel, en flestir eru
sammála um að hún hafi
mjög sérstakt útlit, — sé
eiginlega hvítur svert-
ingi. Önnur íslenk stúlka
af sama kalíberi sem er
að gera það gott erlendis
er Júlía Björgvinsdóttir.
Hún þykir fjarri því að
hafa þessa svokölluðu
fílabeinsfegurð til að
bera, en er engu að síður
orðin afar eftirsótt ytra.
FORUÓT FEGURÐ
„Klassísk andlit eru og
verða, en til okkar leitar í
æ meira mæli fólk sem
þorir að velja þá sem
ekki teljast beint fríðir en
eru engu að síður karakt-
erar. Fólk með mikið og
sterkt andlit verður æ
eftirsóttara. Sumar fyrir-
sætanna geta meira að
segja verið forljótar,"
sagði Jóna Lárusdóttir
hjá Módel ‘79 aðspurð
um hvort þessi nýja feg-
urðartíska hefði teygt
anga sfna til íslands.
Jóna hefur fram að
þessu flutt út stúlkur
með staðlaða fegurð,
stelpur á borð við Birnu
Rut Willardsdóttur og
Elísabetu Davíðsdóttur,
sem báðar hafa hampað
Fordtitlinum. Þá má geta
þess að Nanna Guð-
bergsdóttir, sem einnig
telst í hópi hinna klass-
ísku, hefur haft nóg að
gera í Þýskalandi og er
nú á leið til Parísar. „Eina
íslenska fyrirsætan með
sérstakt útlit sem hefur
náð mjög langt erlendis
er Brynja Sverrisdóttir.
Hún myndi seint teljast
fegurðardís en er mjög
sérstök með sína mjólk-
urhvítu húð og svarta
hár,“ segir Jóna og bend-
ir á að Brynja hafi ef til
vill verið ein þeirra sem
ruddu brautina fyrir
„öðruvísi fyrirsætur“ fyr-
ir nokkrum árum.
Það fyrirtæki sem Jóna
telur hafa haft hvað mest
áhrif á breytingarnar
sem nú eru að eiga sér
stað er Benetton. „Þeir
byrjuðu á að nota venju-
legt fólk og fóru oft yfir
strikið en vöktu athygli.
Út á það gengur málið.
Það er orðið eiginlega í
tísku að vera týpa, sér-
staklega meðal unga
fólksins.“
STRÁKARNIR ENN
KLASSÍSKIR
Ásta hjá Eskimóamódel-
um tekur í sama streng
og Jóna og segir breyt-
ingarnar mjög miklar,
sérstaklega á fyrirsætun-
um sem hún sendir til
London. „Þú sérð það
bara á blöðum eins og
Face og ID, — ekki eru
þau að flagga neinum feg-
urðardísum. Hins vegar
er Ameríka söm við sig
og vill enn bara pjúra feg-
urð og glamor."
Að sögn Ástu er líka
enn mikið um mjónur á
markaðnum. Ekki þó
mjónur sem þurfa að
hafa fyrir því að vera
mjóar, heldur þær sem
hafa tæringarlúkkið frá
náttúrunnar hendi.
Strákarnir séu hins vegar
enn klassískir, að
minnsta kosti þeir frá
Eskimóamódelum sem
verða hvað vinsælastir.
Það var sjálfur Karl
Lagerfeld sem fyrstur
flaggaði „ljótleikanum" á
jafnáberandi tískusýn-
ingu og hjá tískuhúsi
Chanel þegar aðalfyrir-
sætan hans var Stella
Tennant. Hún þykir
slánaleg, með ólögulegar
línur og skrýtin hlutföll.
Hún hefur afar einkenni-
legt andlit en samt er
eitthvað við hana. Hún er
með öðrum orðum ekki
eins og nein önnur. Og
þannig hefur hver fyrir-
sætan á fætur annarri
komið fram á sjónarsvið-
ið upp á síðkastið.
Nína Gunnarsdóttir var tekin fram yfir mörg fílabeinsandlitin þegar hún
fékk vinnu við nýjustu Levi’s-herferðina, en þær augtýsingar eru nú fam-
ar að sjást um allan heim. Hún þykir hafa mjög sérstakt útlit; líkist einna
helst hvítum sverfa'ngja og myndast mjög vel.
Fyrirsætur tíunda áratugarins em með skakkan munn og skrýtin hlutföll. Og eitt er víst; Enginn ruglar
þeim saman við aðrar. Stella Tennant sló endanlega í gegn hjá Chanel er nýjasta lína þeirra var kynnt.
$^Vn™SmsÍóríge£,l!ri 'í"5*3"öðn«
-a/ismðandi.-JSreÖ.^