Helgarpósturinn - 26.09.1996, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1996
t.
27
Hvíl
Hinn nýfrelsaði Páll Rósinkrans, fyrrverandi
söngvari Jet Black Joe, er um þessar mundir í
hljóðveri að taka upp gospel-geisladisk sem
kemur út fyrir jól. Guðbjartur Finnbjörnsson
sló á þráðinn til Páls og spurðist fyrir um nýja
diskinn.
Fingralangir templarar?
segir ran KosuiKrans
Undarlegt rán
var framið hjá ís-
lensku kvikmynda-
samsteypunni nú í
vikunni. Ræningj-
arnir námu á brott
fatahengi og gamla
ryksugu en litu ekki við brennivíni sem stóð þar á borðum...
Eitthvert handahófskenndasta innbrot sem
framið hefur verið á þessum áratug átti sér
stað í húsakynnum íslensku kvikmyndasam-
steypunnar síðustu helgi. Lítið er enn vitað um
hverjir frömdu verknaðinn, nema hvað laganna
verðir þykjast þess fullvissir að einn þeirra hafi
verið í hermannaskóm númer 45. Fengurinn
var margvíslegur og samanstóð meðal annars
af sígildum ránsfeng eins og tölvubúnaði, ávís-
anaheftum og myndbandstækjum, en svo virð-
ist sem nýr myndlesari hafi ekki vakið áhuga
þjófanna, né heldur farseðlar og erlendur gjald-
eyrir sem lágu tilbúnir á borði á skrifstofunni.
Þess í stað skrúfuðu þeir niður fatahengi af
vegg og námu á brott, auk þess að stela gamalli
og lúinni ryksugu sem dæmd hafði verið ónýt.
Myndbandsspólur úr einkasafni Friðriks Þórs
urðu einnig fyrir valinu, gamlar vísindaskáld-
sögur sem erfitt er að komast yfir.
Verst þótti Samsteypumönnum auðvitað að
missa tölvurnar sínar, sem innihalda viðamikl-
ar upplýsingar tengdar starfsemi fyrirtækisins,
svo sem handrit, samninga, tilbúnar myndir og
auglýsingar til birtingar í blöðum vegna frum-
sýningar á nýjustu mynd þeirra, Djöflaeyjunni.
Nú eru tölvurnar hins vegar komnar í leitirnar.
Friðrik Þór var spurður hvort farnar hefðu ver-
ið löglegar leiðir við að endurheimta þær og
svaraði hann því til að vafalaust hefði lögregl-
an gert sitt besta við að hafa uppi á tölvunum!
Má af svarinu ráða að leitað hafi verið niður í
undirheima borgarinnar til að nálgast hin verð-
mætu tæki.
Það gæti hjálpað lögreglunni í rannsókn
þessari að þeir sem frömdu verknaðinn virðast
vera bindindismenn, að minnsta kosti létu þeir
áfengisflöskur sem lágu þarna á glámbekk al-
veg í friði... Gæti þrengt hringinn!
Efni nýja disksins verður að
sögn Páls hreinræktuð go-
spel-tónlist og stærstur
hluti hennar svokallað „cover“-
efni, þ.e.a.s. lítið af frumsömdu
efni. „Það verður þarna til að
mynda lag eftir Bob Dylan, en
hann gaf út fjórar gospel-plötur
á sínum tíma,“ segir Páll. „Go-
speltímabilið var að vísu ekkert
mjög vinsælt tímabil í tónlistar-
sögu Dylans en plöturnar voru
að mínu mati góðar. Annars er
ég að taka upp gömul og góð
gospel-lög. Lög sem ég hef
þekkt í mörg, mörg ár og jafnvel
alist upp við. Þetta verður ekk-
ert í líkingu við það sem Jet
Black Joe var að gera, - sú tón-
list var meira „experimental“.
Þessi plata verður í hefðbundn-
um stíl, eins og ég sagði áðan,
gömul og góð gospel- tónlist.
Og þetta verður sólóplata
mín þó svo að hún muni ekki
heita Páll Rósinkrans. í dag
kalla ég þetta verkefni Christ
Gospel Band. Ég hef jafnvel ver-
ið með hugmynd um að kalla
þetta Joe and the Christ Gospel
Band,“ segir Páll og hlær.
Ráðgert er að diskurinn komi
út í nóvember og gefur Spor
hann út. „Það er í sjálfu sér
merkilegt að þeir skuli gefa
hann út, því plötufyrirtæki hér
á landi hafa almennt ekki verið
mjög hrifin af gospel-tónlist.
Það virðist vera að verða ein-
hver breyting þar á, ef til vill
vegna gospelplatna Bjögga
Halldórs, en þær hafa selst
mjög vel. Það virðist því vera
mikill uppgangur í þessari teg-
und tónlistar. Að vísu
er mín plata öðruvísi
en plöturnar hans
Bjögga. Hann var
heldur „sálmaðri“ og
ljúfari en ég verð.
Platan mín verður
meiri stemmningar-
plata, í ætt við það
sem við sjáum og
heyrum í negramess-
um úti. Við erum nátt-
úrulega ekki negrar
þannig að við náum
þeim fíling ekki alger-
lega. Það má kannski
segja að við spilum
negratónlist á hvítan
máta,“ segir Páll að
lokum.
Hvaö-heföi-gerst-ef-þessi-hefði-ekki-klúðrað-þessu?
að er eins og við mann-
inn mælt; maður hefur
ekki fyrr komið sér
huggulega fyrir með rjúkandi
kaffibolla og teppi fyrir framan
sjónvarpið en gusað er framan í
mann hreint ótrúlega líflegu og
fjölbreyttu úrvali af íþróttum.
Byrjum á fréttunum, en þar er
auðvitað stiklað á stóru, sagt
frá helstu viðburðum á íþrótta-
sviðinu á óaðfinnanlegan hátt
og í kaupbæti fylgja vangavelt-
ur um hvað-hefði-gerst-ef-þessi-
hefði-ekki-klúðrað-þessu. Eg
man þá tíð að einu sinni þótti
lítið varið í annað en að fylgjast
svolítið með ensku knattspyrn-
unni, þá var Bjarni Fel. konung-
ur íþróttafréttaritara og inn-
lendar íþróttafréttir voru
skornar við nögl, að minnsta
kosti miðað við
það sem nú
þekkist. Þetta
var góður tími
fyrir anti-sport-
ista eins og mig,
því þá gat mað-
ur með góðum
fyrirvara skipu-
lagt þennan
sjónvarpstíma í
eitthvað sem
manni fannst
sjálfum skemmtilegra og látið
þar við sitja. Ég hef nefnilega
ekkert á móti því að fólk hafi
gaman af íþróttum, ég reyni
bara að vera ekki fyrir. En í dag
er maður hvergi óhultur. Á lík-
legustu sem
ólíklegustu
stöðum í sjón-
varpsdag-
skránni er skot-
ið inn hinum og
þessum syrp-
um, jú, við þurf-
um auðvitað að
fylgjast með því
sem er að ger-
ast í fótboltan-
um í Evrópu og
eru þar fá lönd undanskilin: Ég
sé undan teppinu mínu „flott-
ustu“ mörkin í belgísku, hol-
lensku, ítölsku, spænsku deild-
unum, jú og gott ef Portúgal
hefur ekki nýlega bæst í hóp>-
inn. Og þá er bara ein íþrótta-
greinin upp talin. í fríðri fylk-
ingu fylgja allar hinar, mis-
spennandi í mínum óíþrótta-
mannslegu augum, allt frá golfi
eldri borgara til frjálsra íþrótta
í aftakaveðri. Sá hryllilegi grun-
ur læðist að mér að ef ég léti til
leiðast og spilaði einn körfu-
boltaleik við vini mína, þá yrði
hann sennilega tekinn upp og
sjónvarpað á besta tíma. Þó
slekkur maður ekki, sem væri
náttúrulega auðveldasta lausn-
in, því enn heldur maður remb-
ingsfast í þá daufu von að á
milli hrina detti einhverjum í
hug að senda út venjulegt sjón-
varpsefni. Það hýrnar því að-
eins yfir mér þegar ég sé sjö
hundruð hestafla jeppaskrímsli
spóla upp brekkur, en sú gleði
er skammvinn, því að á tuttug-
asta jeppanum er mesti glans-
inn farinn af þessu annars
ágæta sjónarspili. Innst inni á
ég bágt með að neita því að ég
hef lúmskt gaman af viðtölum
við afreksfólk okkar í íþróttum.
Þar kemur fátt á óvart. Frétta-
maður spyr: „Hvernig leggst
leikurinn í þig, heldurðu að þið
getið unnið þetta?" Og ég hreyfi
varirnar með löðursveittum
íþróttamanninum þegar hann
svarar á hógværan og íþrótta-
mannslegan hátt: „Ég veit það
ekki, þeir eru harðir andstæð-
ingar, envið munum gera okkar
besta." Ég tárast næstum af
gleði þegar ég sé glaðhlakka-
lega þulu kynna heimildamynd
um krabbamein, sem er þó að
minnsta kosti fróðlegt. Maður
er nefnilega búinn að gefa upp
alla von um að sjá góðar bíó-
myndir á Rúvinu og lítur á svo-
leiðis kraftaverk sem óvæntan
glaðning. Kaffið er orðið kalt og
ég sit enn með skelfingarsvip á
andlitinu. Á síðustu stundu
hleyp ég út í rigninguna og næ
mér í spólu.
Pétur S. Jónsson
„Ég tárast næstum af
gleði þegar ég sé glað-
hlakkalega þulu kynna
heimildamynd um
krabbamein, sem er þó
að minnsta kosti
fróðlegt.11