Helgarpósturinn - 26.09.1996, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 26.09.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1996 \ Mikill titringur hefur veriö meðal yfirmanna Stöövar 2 undanfarna mánuöi vegna heimildaþáttagerðar Sigursteins Mássonar um Geirfinnsmálið - meö þeim afleiðingum að honum hefur nú verið sagt upp störfum. Elín Hirst, fréttastjóri stöðvarinnar, taldi hann ekki geta sinnt starfi sínu af nægu kappi. Þessu vísar Sigursteinn alfarið á bug og telur að maðkur sé í mysunni... „Þáttur Elínar Hirst einkennilegur“ Það var engin skýring eða fyrirvari gefinn á brott- rekstrinum í uppsagnarbréfi. Ég veit hins vegar að forsvars- mönnum fyrirtækisins mislík- aði greinilega að ég samdi við RÚV en ekki þá um gerð tveggja heimildaþátta sem ég var að vinna að um Geirfinns- málið. Menn verða síðan að ráða í það hvort uppsögnin hafi verið ákvörðun Elínar Hirst fréttastjóra eða ein- hverra annarra í fyrirtækinu,“ sagði Sigursteinn Másson fréttamaður í samtali við HP. Honum var sagt upp störfum á fréttastofu stöðvarinnar síð- astliðinn þriðjudag. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur Sigursteinn Másson, fréttamaður á Stöð 2 til margra ára, unnið að gerð tveggja þátta heimildamyndar um svonefnt Geirfinns- og Guðmundarmál; sakamál sem vakti gríðarlega athygli á átt- unda áratugnum og mikill styr hefur staðið um æ síðan. Sigur- steinn hóf undirbúning að gerð myndarinnar síðastliðinn vet- ur og hefur verið í launalausu leyfi undanfarna mánuði við undirbúning hennar, en hann kemur ekki fram í þáttunum sjálfur. Við upphaf verksins leitaði hann til dagskrárstjóra Stöðv- ar 2, Páls Baldvins Baldvins- sonar, um styrk. Þann stuðn- ing hlaut Sigursteinn ekki en Páll taldi sig vanhæfan um að taka ákvörðun um málið vegna þess að hann er tengdasonur Hallvarðs Einvarðssonar rík- issaksóknara, sem kom mjög við sögu Geirfinnsmálsins á sínum tíma. Engu að síður var áhugi innan fyrirtækisins á verkefninu og átti það að koma í hlut manna eins og Magnúsar Kristjánssonar markaðsstjóra að ná samningum af hálfu Fjöl- miðlunar hf., en fyrirtækið rek- ur útvarpsstöðina Bylgjuna og sjónvarpsstöðvarnar tvær, Sýn og Stöð 2. Páll Baldvin gat ekki samið vegna tengsla við Hallvarð Einvarðsson Á vormánuðum fékk Sigur- steinn fjármagn hjá Menning- arsjóði íslenskra útvarps- stöðva, eina milijón króna, til að ljúka gerð heimildamyndar- innar. Sigursteinn, sem hafði að öðru leyti unnið að gerð þáttanna af eigin rammleik, taldi sig ekki skuldbundinn Stöð 2 og leitaði eftir tilboðum frá báðum sjónvarpsstöðvun- um. Samkvæmt heimildum blaðsins var hins vegar ekki vilji af hálfu Páls Baldvins til að sýna þættina á Stöð 2 og vildu forsvarsmenn fyrirtækisins þess í stað sýna þá á sjón- varpsstöðinni Sýn. Slíkt kom hins vegar aldrei til greina af hálfu Sigursteins, sem vildi að þættirnir yrðu frumsýndir ann- aðhvort á RÚV eða á Stöð 2. Af þeim sökum sigldu samninga- viðræður forsvarsmanna Stöðvar 2 og Sigursteins fljót- lega í strand. Hann náði aftur á móti samningum við RÚV, sem tók að sér meðframleiðslu á þáttunum. Að sögn Sigursteins ríkti al- menn óánægja með samnings- slitin meðal ýmissa forsvars- manna fyrirtækisins, sem héldu því fram að hann hefði haldið samningum sínum við RÚV leyndum. „Að lokum var svo komið að ég fór fram á fund með Jóni Olafssyni síð- astliðinn mánudag. Á fundin- um bar Jón það upp á mig — og hafði það eftir Magnúsi og Hreggviði — að ég hefði hald- ið samningaviðræðum mínum við RÚV leyndum. Fyrst svo var komið sá ég ekki annan kost í stöðunni en að kalla þá Magnús og Hreggvið inn á fundinn. Þessi fundur stóð í um klukkutíma og urðu þar nokkuð snarpar umræður en lauk að því er virtist í bróð- erni.“ Daginn eftir, þegar Sigur- steinn kom til vinnu, fór hann á fund Elínar Hirst sem afhenti honum uppsagnarbréf án frek- ari skýringa að hans sögn. „Á þeim fundi játaði Elín hins veg- ar fyrir mér að forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu verið óánægðir með að ég væri í við- ræðum við RÚV og þjónaði þarafleiðandi tveimur herrum. Þessir svokölluðu forsvars- menn fyrirtækisins hafa greini- lega talað tungum tveim í þessu máli, því á sama tíma vændu þeir mig um óheilindi í samningaviðræðunum. Þá finnst mér þáttur Elínar ein- kennilegur, því hún hafði fram til þessa stutt mig í þessu máli og ekki gert neinar athuga- semdir við störf mín. Ég vil þó taka fram að ég ber engan kala til hennar þrátt fyrir það sem á undan er gengið.“ Sigursteinn segist hafa við- haft fullkomna hreinskilni gagnvart forsvarsmönnum beggja sjónvarpsstöðvanna og hann hafi alðrei leynt neinum viðræðum. Þá hafi hann, um leið og samningar náðust við RÚV um meðframleiðslu á þáttunum, lagt fram bréf til for- svarsmanna Fjölmiðlunar hf. þar sem hann lýsti ástæðum þess að samningum var slitið. Ég get ekki séð aðra ástæðu fyrir uppsögninni en þá að for- svarsmönnum fyrirtækisins líkaði ekki að ég ynni fyrir RÚV. Þess eru fjölmörg dæmi að fréttamenn starfi að ein- stökum verkefnum bæði á eig- in vegum eða á öðrum fjölmiðl- um. Það var heldur ekkert sem bannaði mér það samkvæmt starfssamningi að vinna að af- mörkuðum verkefnum fyrir annan miðil.“ Aðspurður hvað tæki við sagði Sigursteinn að hann mundi halda sínu striki og klára gerð heimildaþáttanna tveggja með þeim hætti að hann og aðrir sem að verkinu stæðu gætu verið stoltir af. „í bili hugsa ég ekki lengra en það,“ sagði Sigursteinn Más- son. Blaðið reyndi að ná tali af Magnúsi Kristjánssyni dag- skrárstjóra, en hann vildi ekki tjá sig neitt um málið. Elín Hirst jafn valdamikil og Valtýr Björn! Fyrir skömmu voru gerðar skipulagsbreytingar innan Stöðvarinnar þar sem frétta- stofa og íþróttadeild voru færðar undir dagskrárstjórann Pál Baldvin. Samkvæmt heim- ildum blaðsins gætir talsverðr- ar óánægju meðal starfsmanna með breytingarnar, sem þeir telja að hafi fært fréttastofuna neðar í valdapýramída fyrir- tækisins svo Elín Hirst frétta- stjóri sé nú ekki valdameiri en Valtýr Björn Valtýsson, yfir- maður íþróttadeildar. Heim- ildamaður blaðsins sagði að Sigursteinn nyti stuðnings fréttamanna, en mál þetta væri enn eitt dæmið um afstöðu for- svarsmanna fyrirtækisins til þeirra. Starfsfólk lifði í ótta um starfsöryggi sitt og þrátt fyrir fögur orð forsvarsmanna um að starfsfólkið væri það mikil- vægasta í fyrirtækinu hafði annað komið á daginn. -gþ Elín: „Það er alltaf mjög erfitt og sárt að segja upp starfsfólki." ,/Jgjörlega mín ákvörðun“ „Sigursteinn bað um fund með mér á þriðjudaginn, þar sem ég afhenti honum uppsagnarbréfið. Ég hafði reyndar hugsað mér að tilkynna honum þessi tíðindi í lok mánaðarins, þegar hann kæmi aftur úr launalausu leyfi, en vildi ekki draga málið á langinn. Uppsögn Sigursteins er algjörlega mín ákvörðun þrátt fyrir að það hafi verið reynt að setja málið í annað samhengi. Með- al annars hefur verið talað um að uppsögn- in sé til komin vegna samstarfs hans við RÚV. Slíku fer fjarri. Starf fréttamanns krefst einfaldlega mikillar atorku og ég gat hrein- lega ekki látið Sigurstein sinna því um leið og þetta stóra verkefni hans átti hug hans allan..Ég gat þarafleiðandi ekki látið annað starfsfólk bæta við sig verkefnum á meðan.“ Elín sagði að hún hefði í sumar- byrjun boðað Sig- urstein á sinn fund vegna þess að henni fannst hann áhugalaus og frumkvæðislaus í starfi. „Ég taldi þá að sennilega væri hann einfald- lega upptekinn af þessu verkefni, en þá var það á byrjunarstigi. Og nú, þegar það er komið á fullt, má fastlega búast við að hann geti ekki sinnt starfi sínu á fréttastofunni sem skyldi. Það er alltaf mjög erfitt og sárt að segja upp starfsfólki, ekki síst þegar sam- starfsmaður til margra ára á í hlut,“ sagði Elín Hirst, fréttastjóri Stöðvar 2.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.