Helgarpósturinn - 07.11.1996, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 07.11.1996, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1996 14 Pt»Wípp» UtýKiHifv Bráöum koma blessuð jólin. Flestir sem á annað borð líta í bók fá aðkenningu eftir væntingar og spennu á þessum tíma árs. Sem betur fer hefur bókaútgáfa á öðrum árstíma aukist heldur, en aðalvertíðin er eftir sem áður nóvember og desember. Foreldrar, kennarar og aðrir sem sinna börnum velta fyrir sér hvað verði á boðstólum fyrir börn og unglinga. Anna Dóra Antonsdóttir stakk sér á kaf í barnabókaflóðið... □ □ D 0 D Gttníib Bctgstfttm bækur Eins og allir vita eru bækur í harðri samkeppni við aðra miðla nútímans, ekki síst barnabókin. Hún keppir um at- hygli barna við ofursterka fjöl- miðla og heldur sínu, eða hvað? Til að standast þessa samkeppni þarf barnabókin að vera vel úr garði gerð og vand- að til verka, allt frá samningu til sölu. Að hverju leitar fólk þegar það velur bækur fyrir börn sín eða annarra? Ef til vill hvort þær eru þýddar eða íslenskar, hvort höfundar séu þekktir, það er hugað að útliti, mynd- efni, leturgerð og -stærð og mörgu fleiru. Það má ekki gleymast að fjölmörg börn eiga í erfiðleikum með lestur og því fleiri bækur við allra hæfi, þeim mun betra. í öllu fárinu verður bókin að vekja athygli til að seljast og máttur auglýsinga er mikill. Þannig er ekki gefið að merki- legasta bókin seljist best. Metnadur fyrir hönd barna Því verður ekki neitað að heldur er hlutur íslenskra barnabóka rýr, miðað við þýddar bækur. Bækur fyrir yngri börn eru dýrar í fram- ieiðslu. Þar eru meiri kröfur um myndefni, þær þurfa að verðleggjast hátt og dýrar bækur seljast illa. Mun ódýr- ara er að þýða og gefa út er- lendar bækur. Utgefendur kvarta einnig undan því að lítið sé skrifað á íslensku sérstak- lega ætlað unglingum. Það ætti að vera metnaður íslenskra rithöfunda að semja meira fyrir börn og unglinga. Vissulega er margt vel gert og má ekki vanþakka það, en bet- ur má ef duga skal. Þarna er kjörið fyrir rithöfunda og út- gefendur að taka höndum sam- an og bæta um betur. Einu sinni var... Ævintýrabækur fljóta stund- um með í flóðinu sem betur fer. Svo er einnig að þessu sinni en mætti vera meira. Og hvað með íslensku þjóðsög- urnar? Að mestu leyti eru þær óplægður akur og fjarska óað- gengilegar nútímabarninu, þótt fátt hafi börn meira gam- an af að heyra en þjóðsögurn- ar okkar með öllum sínum minnum, dulúð og þjóðhátta- lýsingum. Rammíslenskar draugasögur eru kannski ekk- ert verra lestrarefni fyrir börn en erlendur afþreyingariðnað- ur. Einstaka barnabókahöfund- ur hefur nýtt sér efni þjóð- sagna, s.s. huldufólks- og álfa- sögur, í bækur sínar en mætt- um við fá meira að heyra! íslenskar bækur 1996 — stiklað á stóru Haft var samband við nokk- ur útgáfufyrirtæki til að fá for- smekk þess sem er komið eða væntanlegt á markað á næst- unni og flokkast undir barna- og unglingabækur. Eðlilega leggja stærstu forlögin mest til barnabóka. Mál og menning gefur út ríflega þrjátíu titla undir þessum hatti, endurút- gáfur ekki taldar með. Þar af eru þrettán bækur eftir ís- lenska höfunda. Þar má nefna tvær unglingabækur, Ég get svarið það eftir Þorstein Mar- elsson og Geta englar talað dönsku? eftir Þórð Helgason, Hér á reiki eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur, Sól yfir Dimmu- borgum eftir ungan mann, Úlf- ar Harra Elíasson og Leikum leikrit, leikritasafn fyrir börn, sem inniheldur að auki hagnýt- ar leiðbeiningar fyrir unga leik- ara. Himinninn litar hafið blátt er ný bók eftir Sólveigu Traustadóttur og Hraunið er nokkurs konar jarðsaga fyrir v itli íundi DANiELA KULOT-FRISCH VcVCl °9 l T*" o C • • • « o • o o börn eftir Guðmund Pál Ólafsson. Einnig er Mál og menning með Prakk- arasögu, táknmálsbók fyrir heyrnarlaus börn, og er það nýlunda. Ekki er hægt að sleppa því að nefna endurútgáfur á perlunum Lísu í Undra- landi og Litla prinsinum, sem ugglaust verða mörgum hugarléttir í skammdeginu. Vaka-Helgafell er á þessu ári með 34 titla alls í barna- og unglinga- flokknum, þar af tólf inn- an bókaklúbba. Að sögn er þetta ívið minna en stundum áður. Þarna kemur ný bók eftir Guðrúnu Helgadóttur, Ekkert að marka, verðlaunasagan Grillaðir ban- anar eftir Ingibjörgu Möller og Fríðu Sigurðardóttur, Saltfisk- ur í strigaskóm eftir Guðrúnu Eiríksdóttur og Hlini kóngsson. Vaka-Helgafell er líka með for- vitnilega bók, Vér unglingar, nokkurs konar alfræðibók fyrir unglinga. Skjaldborg býður tólf nýja titla í barna- og unglingageir- anum og talsverða endurút- gáfu. Á lausu er ný unglinga- bók eftir Smára Frey og Tómas Gunnar, Jói Jóns, Kiddý Munda og dularfullu skuggaverurnar er bók fyrir börn upp að fermingu eftir Kristján Jónsson og Stafa- karlarnir er stafabók fyrir börn eftir Bergljótu Amalds. Þess má geta að Skjaldborg er með nýja bók um Bert — Játningar Berts, en bækurnar um Bert hafa verið metsölubækur und- anfarin ár þótt minna sé úr því gert ef barnabók fer hátt í sölu. Barnabók eftir Vigdísi Iðunn er að þessu sinni með þrjár barna- og unglingabæk- ur, allar eftir íslenska höfunda. Þetta eru unglingabókin Þoku- galdur eftir Iðunni Steinsdóttur, Raggi litli og Pála kanína, bók ætluð yngri börn- um eftir Harald S. Magnússon, og barnabókin Gauti vin- ur minn eftir Vigdísi Grimsdóttur og verð- ur gaman að sjá hvernig til tekst eins og ævinlega þegar kunnir höfundar taka sig til og sinna lestrar- þörf barna. Bókaútgáfan Bjart- ur sendir frá sér eina barnabók eftir Illuga Jökulsson, Silfur- krossinn. Hún fjallar um unga fjölskyldu sem flytur í nýtt hverfi í borg- inni og þarf að takast á við ým- is vandamál í framhaldi af því. Ormstunga gefur út barna- bók eftir Vestur-íslendinginn William Valgarðsson. Hún heitir Thor og er verðlaunabók frá Kanada. Einnig er Orm- stunga með unglingabókina Fjölmóðssögu föðurbetrungs eft- ir sjálfan Kristin R. Ólafsson í Madrid. Frá Fjölva koma teikni- kennslubækurnar Lœrum að teikna dýrin í sveitinni og Lœr- um að teikna gœludýrin okkar. Áætlað er að gefa út fleiri bæk- ur í þeim flokki og eflaust geta þær orðið kennurum haukar í horni. Ennfremur koma frá Fjölva Óþekktarormarnir Benni og Binni eftir Gerði Bemdsen, myndabók eftir Áshildi Har- aldsdóttur og aðdáendum Tolkiens skal bent á að þótt ekki komi bók eftir hann kem- ur út bók um hann, Hugarlend- ur Tolkiens, í þýðingu Þor- steins Thorarensen. Forlagið gefur út bókina Beinagrind með gúmmíhanska eftir Sigrúnu Eldjám og endur- útgefur Gleym mér ei með myndum Sigrúnar og texta Þórarins Eldjára. Barnabókaútgáfan sendir á almennan markað fjórar bæk- ur fyrir yngri lesendur. Það er lofsvert framtak, því alltaf vantar lesefni af þessu tagi. Þær heita Hjördís, Dagur í lífi Skarpa, Fílön frá Alexandríu og Veðurtepptur. Allar eftir ís- lenska höfunda og íslenskir listamenn myndskreyta sög- urnar. Hér hefur verið stiklað á stóru og margt er ótalið. Ætlun Helgarpóstsins er að fjaila um nýjar barnabækur eftir því sem þær berast og tök verða á. Bókaþjóðin reynir að standa undir nafni og muna að grunn- ur að bóklestri er lagður á barnsaldri. Aldahvörf á íslandi Lífið bæði og lánið ervalt... ★★ og hálf lvis er í hernum og Buddý í gröfinni." Þetta eru upp- hafsorð sögunnar Draumar und- ir gaddavfr eftir Elías Snæland Jónsson. í inngangskafla eru raktar áfram ýmsar sögulegar staðreyndir um ísland og um- heiminn og sæmilega upplýst- um lesanda er ljóst að tími sög- unnar er árið 1959. Hér er sögð saga 14 ára pilts, Jóns Mikaels, og sumarlangrar dvalar hans í ónafngreindu plássi á Suðurnesjum. Mannlíf- ið litast af nábýlinu við herstöð- ina, sem er hinum megin við gaddavírinn. Þetta er þunga- miðja sögunnar. Fortíð Jóns Mikaels er einnig rakin. Sú saga er sögð í seinni hluta hvers kafla með skáletri. Þar kemur fram að hann er prestssonur úr norðlenskri sveit og var sendur á berklahæli þar sem hann hef- ur dvalið í tvö ár. Þaðan er hann nýkominn þegar sagan hefst. Allt í kringum Jón Mikael á sér stað togstreita sem á rætur að rekja til herstöðvarinnar. Vinnufélagarnir úr bæjarvinn- unni, sem allir eru karlmenn, rífast um pólitík. Þar sker sig úr Jóhann ísidór, helsti félagi Jóns Mikaels, sem er kommi og for- aktar Kanann. Aðrir vinnufélag- ar eru á annarri línu í pólitík, ekki síst Sæmi. Hann hefur hins vegar verið kokkálaður af amer- ískum hermanni og félagarnir núa honum því stöðugt um nas- ir. Söguhetjan Jón Mikael hefur húsaskjól hjá frændfólki, í sam- býli við þrjár konur, mæðgurn- ar Sigrúnu og Viggu og utanbæj- arstelpuna Sissu. Sigrún vinnur á Vellinum og Sissa á amerískan kærasta sem hún hefur tekið fram yfir áðurnefndan Sæma, vinnufélaga Jóns Mikaels. Ná- býlið við kvenfólkið kveikir í Jóni Mikael auk þess að skerpa á pólitískum andstæðum. Sam- bönd Sissu leiða líka til upp- gjörs þar sem sagan nær há- punkti. Dvölin á berklahælinu er ekki síður mótunartími fyrir sögu- hetjuna. Dauðinn er stöðugt ná- lægur og undir lok dvalarinnar sér hann á bak sálufélaga og föðurímynd sem kallar sig raun- ar fóstbróður hans. Átökin um herstöðina ná raunar einnig inn fyrir veggi hælisins og undir- strika hvaða þunga málið hefur í þjóðfélagi kaldastríðsáranna. Áður er minnst á andstæður í sögunni. Þær liggja einnig í því að tefla gamla tímanum gegn þeim nýja. Jón Mikael er sveita- piltur. Þegar hann kemur á Suð- urnes hrekkur hann jafnan í kút þegar herflugvélarnar fljúga yf- ir. I lokin kippir hann sér ekkert lengur upp við flugvélagnýinn. Nýi tíminn hefur haldið innreið sína, gamli tíminn er horfinn. Á þessu er einnig hnykkt með samskiptum Sissu og föður hennar. Hann kemur að vestan til að sækja hana. Hún getur ekki farið heim, þangað er ekk- ert að sækja. Þróuninni verður ekki snúið við. Og það er tím- anna tákn að eftir sumardvölina fer Jón Mikael til Reykjavíkur. Foreldrar hans eru fluttir úr sveitinni. Sagan er sögð í þriðju per- sónu en þó þannig að hugsanir söguhetjunnar skjóta stundum upp kollinum. Þá er sagan sögð í nútíð, hvort heldur er sagan af Suðurnesjum eða sú af hælinu. Þessi aðferð skilar sér vel, les- andinn lifir sig meira inn í sög- una fyrir vikið. Þá er ástæða til að geta þess að sögusviðin tvö eru tengd saman innan hvers kafla þannig að frásögnin af hælinu hefst með sama orða- lagi og Suðurnesjasagan endar. Persónur sögunnar eru misjafn- lega veigamiklar. Bragi, fóst- bróðirinn á hælinu, og vinnufé- laginn Jóhann ísidór eru skýr- ustu manngerðirnar. Aðrar eru óljósari og hefðu að ósekju mátt fá skýrari mótun. Aðal- söguhetjan virkar t.d. heldur aðgerðarlítil. Það má þó skýra með því að Jón Mikael er „sak- laus áhorfandi", barn sem upp- lifir það sem fyrir augu ber án þess að taka beinan þátt í at- burðunum. Útkoman í heild er annars góð, hvað sem öðru líður. Les- andinn upplifir þennan tíma sterkt í gegnum söguna. Það er heldur ekki reynt að klæða hann í rósrauðan búning nost- algíunnar. Þetta var sannarlega mikill átaka- og umbrotatími í íslenskri sögu. En það er engin ástæða til að sakna hans fremur en kalda stríðsins. Oddgeir Eysteinsson ★ ★★ tfsklukkan tifar heitir verð- launabók úr fyrstu sam- keppni um Bókmenntaverð- laun Halldórs Laxness hjá Vöku-Helgafelli. Höfundurinn er 26 ára gamall austanmaður, Skúli Bjöm Gunnarsson. Hér eru á ferð smásögur, tólf tals- ins og skiptast í fjóra hluta sem hver hefur yfirskrift sinn- ar árstíðar. Sögunum er skipt jafnt á árstíð þannig að hver þeirra fær þrjár sögur í sinn hlut og ber fyrsta saga hvers hlutar raunar titil viðkomandi árstíðar. Sögurnar tvær sem eftir koma eiga sér og stað í andblæ hverrar árstíðar. Þetta er nokkuð óvenjulegur rammi. Sögurnar tengjast ekk- ert innbyrðis en skapa eigi að síður ákveðna heildarmynd. Sögurnar eru mislangar og „inngangssögurnar“ eiga það sameiginlegt að vera örstuttar. Það er spurning hvort hægt er að tala þar um sögur í eiginleg- um skilningi. Með þetta í huga þarf það ekki að koma á óvart að stíll höfundarins er mjög knappur en jafnframt hlaðinn merkingu víðast hvar. Þá er ná- kvæmni einnig einkenni á frá- sagnarhætti hans. í sumum sögunum er notast við fyrstu- persónufrásögn en þriðjuper- sónufrásögn í öðrum, ýmist hlutlæga eða með alvitrum höfundi. Fyrsta saga hverrar árstíðar er náttúrulýsing sem undir- strikar hvaða árstíð er á ferð- inni. Fulltrúi haustsins er söln- að laufblað, mús fyrir veturinn, þrjár rjúpur kynna vorið og kóngafiðrildi er málsvari sum- arsins. Þá er það athygli vert að hjá öllum þessum fulltrúum árstíðanna kemur barn við sögu, ýmist drengur eða stúlka. Sögurnar innan hverrar árstíðar tengjast ekki en þó er ástæða til að nefna að báðar „sumarsögurnar“ gerast í út- löndum að inngangssögunni undanskilinni. Flestar sögurnar eru harm- rænar; dauðaslys, sjálfsmorð, lömun og eyðni er m.a. umfjöll- unarefni þeirra. Maðurinn and- spænis dauðanum er því við- fangsefni þeirra flestra. Það má e.t.v. spyrja sem svo hvort sú staðreynd sé ekki í mótsögn við titilinn, hvort ekki væri

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.