Helgarpósturinn - 07.11.1996, Blaðsíða 12
12
ana
FlMIVmJDAGUR 7. NÓVEMBER1996
í þessari umfjöllun um Intemetið ætla ég að byrja á
að skoða íslenska hornið á Netinu; þessu lyrirbrigði
sem er svo lofað í ræðu og riti að fólki er talin trú um
að án þess geti það ekki lifað. Þessi umfjöllun hefur
álíka mikið sanleiksgildi og'kvikmyndagagnrýni sem
gæfi öllum myndum fullt hús stjarna eða orð trúboða
um himnaríki og eilíft líf. En ég er ekki trúboði og þetta
fyrirbrigði er bara eins og það er; hvorki merkilegra né
verra en nokkurt annað fyrirbrigði í mannheimum.
Þessir pistlar eru settir á Netið á slóðina
„this.is/net“, en það er grunnvefurinn sem hýsir
http: / / this. is / net
bæði netútgáfu þessa pistils og eins netútgáfu út-
varpsþáttanna „Netlíf“ á Rás 2. í sameiningu ætlum
við, stjórnendur þess þáttar og ég, að búa til einn
stað á íslenska Nethorninu þar sem umfjöllun um
Netið fer fram. Við tengjum þrjá miðla saman á einn
stað; prentmiðil, útvarp og Netið. Þetta er það sem
koma skal. Mörkin milli miðlanna eru að bresta og
menn eru þegar farnir að gera tilraunir með þetta víðs
vegar í heiminum.
Hvað er raunverulega
Það er alltaf vel þegið að fá ábendingar, bæði um það
sem miður fer og þó sérstaklega það sem vel er gert,
og því vil ég benda fólki á að netfang Netpóstsins er
np@this.is. Hvergi í þessum skrifum hér er getið
slóða á þá vefi sem til umfjöllunar eru, heldur er
fólki bent á að heimsækja netútgáfuna á
„http://this.is/net" og þar eru allar slóðir þeirra
vefja sem um er rætt hverju sinni. Eins verður
þessum skrifum haldið til haga svo ekki eru hundrað
í hættunni þótt fólk missi úr, — það er allt á Netinu.
Eða hvað?
á íslenska Nethominu
Ráðamenn fjalla fjálglega
um Internetið og þátt Is-
lendinga í því. Á þeim má skilja
að íslendingar séu með
fremstu þjóðum á Netinu. Og á
hverju byggja þeir það? Ja,
mér er spurn. Og af hverju sér
maður þess engin merki? Hvar
eru þessir merkilegu, fram-
sæknu vefir? Eru þeir kannski
þarna úti en ég veit bara ekk-
ert af þeim? Ef svo er, hvað
hefur þá klikkað í kynningunni,
eru íslendingar kannski að
gera stórmerka hluti sem eng-
inn veit af?
15. september
á íslenska horninu
Ég ákvað að kanna þetta.
Komast eins nærri um það og
ég gæti hvað er á íslenska Net-
heimahorninu og leyfa ykkur
að dæma sjálfum um hversu
framarlega íslendingar eru í
Netmálum.
Til að nálgast þetta notaði ég
HotBot-leitarvélina sem sagði
mér að í gagnabanka sínum
geymdi hún 46.889 síður frá
svæðinu .is (sem sagt íslandi).
En er þetta það sem er á Net-
inu hér? Svarið er nei, ekki al-
veg. Ég fékk næst lista yfir allar
nýjar og breyttar síður sem
HotBot hafði fundið 15. sept-
ember síðastliðinn og liðaði þá
úttekt í sundur.
Þennan dag sagðist HotBot
hafa fundið 264 síður sem
skiptast þannig: (sjá töflu)
Svo virðist sem HotBot telji
sjálfuppfærðar síður í hvert
skipti sem leitarvélin kemur,
svo þessi tala, 46.889, að frá-
dregnum 37,5%, ætti að gefa
okkur sennilegri mynd. En þá
eru á íslenska Nethorninu um
30.000 síður eftir þessum út-
reikningum. Dágóð tala þetta,
en inni í þessu eru ekki vefir
sem kaupa þarf aðgang að eins
Netpósturinn
Bragi Halldórsson
netfang Netpóstsins er: np@this.is
og vefur Morgunblaðsins og
DV, enda vart hægt að tala um
þá vefi sem part af upplýsinga-
hraðbrautinni. Það er að
minnsta kosti minn skilningur
að þær síður, sem þú getur
ekki komist inn á aðeins með
ARCTIC l.MAGES
▲ i ■ ,
i
mfmm
Limited to domains: i2
D&te is aíteroron September 15, 1996
Retumed 264 matches.
Internetþjónusta
sími 561-6699
iíAi fcsi fcm tui ííi a^i si mi
______________________________&l I Hfigto.lUjfeMs
yeitirigMteðir | Intemet tnonwn»ði)ar | gtiomgvglvstol'nerúr
Yeíiir og vefbiónw & taltmdi
letum to the University of Akureyri. nóv. ,
;e.htm, 600 bytes, 15Sep96
m place
Síður sem tölvur INTÍS og annarra Fjöldi síðna %
vefþjóna uppfæra sjálfkrafa daglega 100 37,5
Heimasíður einstaklinga 46 17,5
Netfangasíður Treknet 26 10,0
Skólar og menntastofnanir 24 9,0
Tölvufyrirtæki 22 8,5
Útgefendur að setja efni sitt á vefinn 17 6,5
Félagssamtök 16 6,0
Fyrirtæki önnur en tölvufyrirtæki 7 2,5
Leikir 6 2.5
Samtals 264 100,0
því að fara inn á Netið, teljist
ekki með og séu ekki til um-
ræðu hér, enda tilvist þeirra
raunveruleiki sárafárra. Hér er
aftur á móti til umræðu raun-
veruleiki allra Netverja.
Eins bað ég HotBot um allar
síður sem fundust frá 1. til 15.
september og voru þær 2.451,
sem aftur gefur okkur að að
meðaltali komi inn um eitt
hundrað nýjar og breyttar síð-
ur eftir að við höfum dregið frá
sjálfuppfærðar breytingar.
Internetið á íslandi
borið uppi af einstak-
lingum í sjálfboðastarfi
Þegar maður lítur á þessar
tölur og gefur sér þær for-
semdur að þetta sé dreifingin
að jafnaði dag hvern og að
þessi skipting gefi mynd af
skiptingu íslenska Nethornsins
þá vekur eftirtekt hversu stór
hluti er heimasíður einstak-
linga. Ég heimsótti flestar
þessar síður og af öllum þess-
um síðum voru aðeins tveir
stórir einstaklingsvefir áhuga-
verðir. Annars vegar vefur ljós-
myndarans Ragnars Th. „Arct-
ic Images" og hins vegar vefur
sem innihélt upplýsingar um
hljómsveitir sem viðkomandi
einstaklingur dáði. Þessir vefir
báru það með sér að vera unn-
ir af dugnaði og áhuga. Upplýs-
ingagildi? Það verður hver að
heimsækja þá og dæma
sjálf/ur. Eins er líklegt að flest-
ir vefir félagssamtaka séu unn-
ir af einstaklingum af áhugan-
um einum saman.
En hvar eru fagmennirnir?
Hvar er þessi mikli framsækni
netheimur sem menn lofa svo
mjög í ræðu og riti? Með fullri
virðingu fyrir því sem sett var
inn á íslenska nethornið 15.
september síðastliðinn, þá sé
ég þess ekki merki. Ekkert af
þessu getur talist byltingar-
kennt né af kalíberi sem rétt-
lætir þetta oflof. En þetta er
það sem þetta er og góðra
gjalda vert sem slíkt. Því vil ég
fjalla um það sem er á Netinu
raunverulega frekar en taka
þátt í þessu hástemmda tali,
hér í þessum pistlum.
„En hvar eru
fagmennirnir? Hvar
er þessi mikli framsækni
netheimur sem menn
lofa svo mjög í ræðu
og riti?“
Stærsti vefur á íslandi
Athyglisvert er að sjá af
þessu að sjálfsagt er netfanga-
síðuvefur Treknets stærsti vef-
ur á íslandi og ekki þarf þar að
velkjast í vafa um upplýsinga-
gildi, það er ótvírætt. Þeir eru
með á skrá 4.514 netföng og er
ein síða undir hvert, svo að
með yfirsíðum er þetta um
4.600 síðna vefur. Ef þessi tala
sem reiknuð er út frá upplýs-
ingum HotBot er rétt, þá er
hann um 15% af öllu íslenska
horninu. ímyndið ykkur ef
símaskráin væri 15% af bóka-
kosti landsmanna? Hvílíkt
bókasafn eða hitt þó heldur.
Ég er ekki að kasta rýrð á net-
fangavef Treknets með því að
segja þetta, engan veginn, að-
eins reyna að sýna hlutföllin
eins og þau líta út. Og þau líta
ekki neitt of vel út. Ef þetta er
nærri lagi hvað skiptingu varð-
ar er ekki að furða þótt íslensk-
ir Netverjar streymi úr landi og
að skoðun á íslenskum vefjum
sé eins lítil og raun ber vitni.
Það lætur nærri að hingað til
lands sé aðeins sótt ein síða á
móti hverjum tíu sem íslend-
ingar sækja út. Og af hverju,
eru þetta svona lélegir vefir?
Er þetta eðlilegt vegna þess að
megnið af þessu er á íslensku?
En af hverju skoða þá íslend-
ingar svona lítið íslenska vefi
sjálfir? Hefur kynningin
gleymst? Þessum spurningum
verður ekki svarað hér heldur
haldið áfram í næstu viku og
þá spurt: „Hvernig finn ég
nokkuð á þessu íslenska horni
Internetsins? Þarf ég virkilega
að notast við erlenda gagna-
banka til að finna netsíðu sem
er kannski bara í næsta húsi
við mig?“
np@this.is
Mönnum þótti skrítiö aö sjá
grein samgönguráöherra, Hall-
dórs Blöndal, í Morgunblaðinu á
dögunum um „samkeppni" Pósts
& síma viö INTÍS á íslenska Inter-
netmarkaönum. Þarna reyndi
æösti yfirmaöur og fulltrúi „eig-
enda“ P & S aö færa rök fyrir því
aö ekkert væri athugavert viö
þessa samkeppni, aö hér sætu
menn viö sama borö í heiöarlegri
og eðlilegri samkeppni. Almennir
notendur Internetsins á íslandi
hafa barist fyrir því aö koma upp
þessu sambandi og eru INTÍS
samtök stærstu endurseljend-
anna. En INTlS er ofurselt því aö
versla viö P & S (alveg eins og ég
og þú). Þaö bjóöast ekki aörir val-
kostir, því þaö er engin sam-
keppni á fjarskiptasviöi á íslandi.
Og á hverju ári borgum við P & S
1,4 milljaröa! fyrir aögang aö Net-
inu. Meö því aö segja aö ein skrif-
stofa P & S „versli" viö aöra, al-
veg eins og INTÍS „neyöist" til aö
gera, þá sé „eölileg og heiöarleg"
samkeppni tryggöl Þetta eru rök
sem standa þversum í hálsinum á
manni...
Það telst til mikilla viðburða þegar erlendar hljómsveitir troða upp á íslenskri grund og landinn gerist æ vandlátari á tónleika
hann kýs að sækja. En þeir sem ekki fóru í Tunglið síðasta fimmtudagskvöld misstu af stórgóðum tónleikum. Var það ekki síð-
uríslensku upphitunarsveitunum að þakka en aðalsveit kvöldsins, Super Furry Animals. — Svana Gísladóttirvar á staðnum...
íslenskir hæfileikar
Upphaflegur tilgangur tón-
leikanna var, auk þess
augljósa, að gefa ellefu manna
sendisveit Creation-útgáfufyr-
irtækisins kost á að heyra í
efnilegasta tónlistarfólki lands-
ins, og það kom í hlut Maus,
Kolrössu krókríðandi og Botn-
leðju að stíga á stokk. Maus
startaði tónleikunum og var
þétt að venju, enda skartar
sveitin afburðagóðum trymbli.
Á hæla þeirra fylgdi Kolrassa
krókríðandi og lék lög af nýút-
kominni plötu sinni; Köld eru
kvennaráð. Var það mál manna
að Rössurnar hefðu aldrei ver-
ið betri, en þær voru í miklu
stuði og munar þar mest um
söngkonuna Elísu, sem er
hreint frábær á sviði. Botn-
leðja rak endahnútinn á ís-
lenskan kafla þessa kvölds, en
þeir drengir eru einnig að gefa
út nýja plötu sem mun bera
heitið Fólk er fífl. Botnleðja var
kraftmikil og þétt að venju og
það er ljóst að ásamt Kolrössu
skipar sveitin sérstakan sess í
íslensku tónlistarflórunni.
Margir voru þeirrar skoðunar
að þær hefðu hreinlega verið
betri en velska sveitin Super
Furry Animals og má sjálfsagt
finna á því margar skýringar.
Creation-menn
óstundvísir
Það verður að segjast að
Super Furry var ekki upp á sitt
besta í Tunglinu ef marka má
ágæta plötu þeirra; Fuzzy Log-
ic, og báru sveitarmenn við
ýmsum erfiðleikum því til af-
sökunar. Mestum vonbrigðum
olli þó títtnefnd sendinefnd frá
Creation, sem af einhverjum
ástæðum kom of seint til leiks
og náði aðeins lokalögum
Botnleðju en missti algjörlega
af hinum tveimur. Kannski
gleymdu þeir að færa klukkur
sínar fram um einn tíma, en
vonbrigðin eru þeirra, við hin
áttum gott tónlistarkvöld!
Eftir tónleikana náði blaða-
maður tali af kollega sínum
Johnny Cigarette hjá breska
tónlistartímaritinu Vox, sem
þarna var staddur til að skrifa
um íslandsförina. Lýsti hr. Cig-
arette leiða sínum yfir að hafa
misst af „kvennasveitinni", en
kvaðst hafa orðið hrifinn af því
sem hann heyrði til Botnleðju.
Hyggst hann jafnvel skrifa
stuttlega um sveitina í Vox.
Vilja
koma aftur
Drengirnir í
Super Furry Ani-
mals voru mjög
ánægðir með
dvöl sína hér á
landi og hafa
mikinn áhuga á
að koma aftur
þegar hlýna fer í
veðri.