Helgarpósturinn - 07.11.1996, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 07.11.1996, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1996 19 v F orsetakosningamar í Nikaragua og mikilvægi granna Iýafstaðar forsetakosning- ar í Nikaragua eru þriðju lýðræðislegu forsetakosning- arnar á öldinni. Þeir frambjóð- endur sem börðust um sigur- inn voru fyrrverandi forseti landsins, vinstrimaðurinn Daniel Ortega, og hægrimað- urinn Amoldo Alemán. Valið var erfitt fyrir þorra þjóðarinn- ar og tvísýnt um niðurstöður fram á síðustu stundu. Ortega boðaði enduruppbyggingu heilsugæslu og menntakerfis og baráttu gegn fátækt. Ale- mán er á hinn bóginn ný-frjáls- hyggjumaður og boðaði að jörðum smábænda yrði skilað til stórlandeigenda frá Somoza-tímanum. Alemán sigraði með upp undir helm- ingi atkvæða. Hvað veldur? Svarið er að miklu leyti falið í velþóknun Bandaríkjanna á Alemán umfram Ortega og áhrifum þeirrar velþóknunar á líf almennings í Nikaragua. Nikaragua er í Mið-Ameríku, rétt sunnan við Mexíkó. Það liggur bæði að Atlantshafi og Kyrrahafi, er frjósamt og auð- ugt að náttúruauðlindum. Þrátt fyrir það er uppundir helmingur landsmanna með litla eða enga vinnu, þrjú af hverjum fjórum heimilum í landinu undir fátæktarmörk- um og heilsugæsla og mennta- kerfi í molum. Þó er ekki langt síðan Nikaragua var fyrirmynd annarra landa í rómönsku Am- eríku í menntamálum, atvinnu- málum og húsnæðisuppbygg- ingu og var kallað „fyrirmynd- arland í heilbrigðismálum“ af Alþjóðaheilbrigðismálastofn- un Sameinuðu þjóðanna, WHO, vegna stórkostlegrar uppbyggingar í heilsugæslu og árangurs við bólusetningar. Sviptingarnar í lífi almenn- ings í Nikaragua síðustu tutt- ugu ár eða svo hafa verið ótrú- legar. Á fjórða áratugnum komst Somoza-fjölskyldan til valda og rak landið eins og fjöl- skyldufyrirtæki fram til 1979 þegar henni var steypt í al- mennri byltingu. Somoza-fjöl- skyldan hafði dafnað vel undir verndarhendi Bandaríkjanna og haft greiðan aðgang að þró- unaraðstoð sem fór að mestu til einkanota. Þegar fjölskyldan flúði svo til Bandaríkjanna eftir byltingu skildi hún við landið í skuldafeni. En þar sem bylting- arstjórnin naut velvildar og stuðnings hvaðanæva úr heim- inum, og hlutleysis frá Banda- ríkjunum, fékk hún aðstoð við að reisa landið úr rústum. Aðstoð við umbætur Fyrst var ráðist í lestrarher- ferð því lestrarkunnátta var réttilega álitin forsenda þess að aðrar umbætur gætu átt sér stað. Heilsugæsla hafði vart verið til staðar nema fyrir ríka borgarbúa en á skömmum tíma tókst að byggja upp öfl- uga, almenna heilsugæslu sem átti ekki sinn líka í þessum heimshluta, nema ef til vill á Kúbu. Gífurlegur fjöldi sjálf- Hvar eru íþróttirnar? Sigurður Ágústsson íþróttafrétta- maður HP forfallaðist í þessari viku vegna veikinda. Við óskum Sigurði góðs bata og gerum ráð fyrir honum í næsta tölublaði. boðaliða frá Evrópu, Kanada og rómönsku Ameríku gerði þessa umbyltingu mögulega. Þessi uppgangstími stóð þó ekki lengi, því skömmu eftir að Ronald Reagan varð forseti Bandaríkjanna gerbreyttist stefna þeirra gagnvart Nikar- agua. Áhrifavald Bandaríkj- anna í Mið-Ameríku hafði minnkað á áttunda áratugnum og því skyldi breytt. Banda- ríska leyniþjónustan þjálfaði og fjármagnaði Contra-skæru- liða sem börðust gegn sandin- istastjórninni, fyrst í þeim til- gangi að fella hana en þegar ljóst varð að það gengi ekki var markmiðið að valda sem mest- um skemmdum. Contrar lögðu megináherslu á að eyðileggja skóla og heilsugæslustöðvar og brenna uppskeru. Við þess- ar efnahagshörmungar bættist viðskiptabann Bandaríkjanna, sem kom sér einstaklega illa fyrir Nikaragua þar sem allt vélknúið — allt frá rafmagns- rakvélum til risaþotna — var bandarískt. Auk þessa beittu Bandaríkin áhrifum sínum í al- þjóðlegum lána- og þróunar- stofnunum til að koma í veg fyrir að Nikaragua fengi frekari fyrirgreiðslu. Ofsóknirnar gengu svo langt að Alþjóðadómstóllinn í Haag dæmdi Bandaríkin í sekt fyrir að rjúfa ítrekað lofthelgi Nikar- agua og fyrir að loka aðalhöfn þeirra með tundurduflum. Al- þjóðadómstóllinn fyrirskipaði að Bandaríkin skyldu láta af slíkum aðgerðum. Ekkert var þó að gert þegar bandarísk stjórnvöld hunsuðu dóminn. Bandaríkin indar styðja kommúnista Fyrstu lýðræðislegu kosn- ingarnar á öldinni voru haldn- ar í Nikaragua 1984 þar sem stjórn sandinista var fest í sessi með glæsilegum sigri. Aðrar kosningar voru haldnar samkvæmt áætlun sex árum seinna, árið 1990. Þá var efna- hagslegur árangur byltingar- innar að mestu genginn til baka; helmingur þjóðartekna fór til hermála og gífurlegt mannfall hafði orðið í barátt- unni við Contra-skæruliða. Sagt var að hver einasta fjöl- skylda í Nikaragua hefði misst ástvin í stríðinu. Ekkert lát virt- ist vera á hörmungunum og ljóst að Bandaríkin mundu aldrei láta af ofsóknum sínum meðan sandinistar væru við völd. Bandarísk stjórnvöld beittu sér fyrir því að fjórtán flokkar, sem börðust gegn sandinist- um, mynduðu með sér kosn- ingabandalagið UNO og buðu fram hægrikonuna Violetu Chamorro til forseta. Hún hafði reyndar verið meðlimur í fyrstu byltingarstjórn sandin- ista en fljótlega snúið baki við félögum sínum. Sandinistar buðu fram Daniel Ortega sem áður. Kosningasigurinn áfall Þrátt fyrir allan mótbyrinn var sandinistum hvarvetna spáð öruggum sigri í kosning- unum. Allar skoðanakannanir, nema ein sem birtist í dagblaði' UNO, voru samhljóða — ekk- ert virtist geta ógnað stöðu sandinista. Vissa manna um niðurstöður kosninganna var svo mikil að á kosninganóttina voru bandarísk yfirvöld tilbúin með fréttatilkynningu þar sem þau lýstu kosningarnar ógildar sökum kosningasvindls. Það var því reiðarslag fyrir þjóðina þegar í ljós kom að UNO hafði sigrað naumlega. Var áfallið slíkt að stuðningsmenn UNO fögnuðu ekki einu sinni og göt- ur borga og bæja voru auðar eftir að úrslitin höfðu verið kynnt. Þeir einu sem brugðust við voru bandarísk yfirvöld, sem í snatri skrifuðu nýja fréttatilkynningu þar sem kosningarnar voru lýstar lýð- ræðislegar og heiðarlegar og nýr forseti og þing boðin vel- komin til starfa. Nú hefði betri tíð átt að blasa við fyrir Nikaragua. Contra- skæruliðar voru hættir að berjast og nutu ekki lengur stuðnings Bandaríkjanna, við- skiptabanni Bandaríkjanna hafði verið aflétt og alþjóðleg- ar lánastofnanir opnuðu fyrir lán á ný. Hlutirnir voru samt ekki svo einfaldir. Sandinistar voru enn langstærsta og best skipulagða fjöldahreyfingin í Nikaragua með tögl og hagldir bæði í verkalýðshreyfingu og her. Brestir voru komnir í bandalag UNO jafnvel fyrir kosningar og fljótlega eft- ir þær fór að fækka í hópnum. Áður en kjör- tímabilið var hálfnað hafði helmingur flokk- anna, sem upphaflega stóð að UNO, yfirgefið bandalagið. Helsta ágreiningsefnið var sam- vinna Chamorro við sandinista — hún þótti sýna þeim of mikla lin- kind. Sandinistar notuðu áhrif sín til að reyna að koma í veg fyrir að land væri tekið af smábænd- um og fært aftur stórland- eigendum sem átt höfðu það fyrir byltingu, en út- hlutun lands til smá- bænda hafði verið lykill- inn að efnahagsumbótun- um í Nikaragua. Allt eins og áður UNO reyndist ófært um að standa við kosninga- loforðin. Contra-skæru- liðar, sem lagt höfðu nið- ur vopn eftir kosningarn- ar, tóku upp vopn á ný, í þetta sinn þó án stuðn- ings Bandaríkjanna, og hópur sandinista hefur líka tekið upp vopn. Þrátt fyrir að viðskiptabann Bandaríkjanna hafi verið fellt niður eru þau ekki eins örlát á aðstoð og ætla mætti. Þau setja sí- fellt strangari skilyrði fyr- ir aðstoð, krefjast sölu ríkisfyrirtækja og að gróðanum verði ráðstaf- að til að borga þeim bandarísku ríkisborgur- um sem misstu eigur sín- ar í byltingunni skaða- bætur. Mánaðarlega er gefinn út listi yfir þá sem eiga að fá skaðabæturnar og á honum er að finna alla helstu glæpamenn Somoza-stjórnarinnar. Chamorro hefur þó náð miklum árangri í að end- urskipuleggja og fá felldar niður erlendar skuldir landsins. Rússland var stærsti lánardrottinn landsins — arfur þess frá Sovétríkjunum — en rétt fyrir forsetakosningarnar í Rússlandi í sumar felldi Boris Jeltsín niður 90 prósent skuldarinnar. Ekki er ólíklegt að það hafi staðið í sambandi við stuðningsyfirlýsingar Bandaríkjanna við fram- boð hans til forseta. Á sex ára valdatíma UNO hefur lítið breyst til batnaðar í Nikaragua. Erlendar skuldir hafa minnkað eitthvað, en enn er barist, menntakerfið er hrunið, sem og heilsugæslan. Nikaragua er á ný orðið næst- fátækasta land rómönsku Am- eríku, á eftir Haiti. Við þessar aðstæður var boðað til þriðju kosninganna í röð. Með byssu undir koddanum Þetta er valið sem íbúar Nik- aragua stóðu frammi í kosning- unum: Hægrimaður sem nýtur blessunar Bandaríkjanna og gæti því tryggt frið jafnvel þótt fátæktin ykist eða vinstrimað- ur sem Bandaríkin eru andsnú- in og gæti því átt óhægt um vik þrátt fyrir góðan vilja. Eitt hef- ur þó ekki breyst þrátt fyrir kosningaúrslitin: Sandinistar eru enn stærsta skipulagða fjöldahreyfingin í landinu, studdir af stærstum hluta verkalýðshreyfingar og hers. Þessi stuðningur, og það vald Vinstrímaðurínn Daniel Ortega tapaði fyrir ný-frjálshyggjuframbjóðandan- um Arnoldo Alemán, þvert ofan í kosningaspár. Kosninganóttina voru bandarísk yfirvöld tilbúin með tilkynningu um að svindl hefði ráðið úrslit- um. Þegar á daginn kom að Alemán hafði sigrað var ný fréttatilkynning samin þar sem úrslitunum var fagnað og nýr forseti og þing boðin vel- komin til starfa. sem hann skapaði, dugði sand- inistum til að milda stjórn- valdsaðgerðir UNO-stjórnar- innar, en nú má búast við að stjórnvöld bregðist af fullri hörku við verkföllum og mót- mælum eftir að hreinsanir hafa átt sér stað í hernum. Skáldið og sandinistinn Borges sagði fyrir kosningar að ef Alemán ynni færi hann aftur að sofa með riffilinn undir koddanum. Spurningin sem vaknar er sú af hverju þetta litla land, sem engum ógnar, fær ekki frið til að velja sér stjórn og stefnu. Nikaragua er skólabókardæmi um það hvernig óheppni með nágranna getur haft úrslita- áhrif á það hvort þjóð getur þróast á eigin forsendum. Gerður Gestsdóttir Afmælismarkaður BÓKAV ÖRÐUNNAR 20 ára Skemmtilegasta bókabúð landsins er 20 ára um þessar mundir. Þess vegna efnum við til gríðar- legs bókamarkaðar í 10 daga. NOKKUR DÆMI: 1400 íslenskar ævisögur 500 erl. og ísl. orðabækur 400 erl. og ísl. bækur um náttúrufræði 1200 íslenskar bækur um héraðasögu og ættfræði 1500 bækur um ísl. og erl. sögu og stjórnmál 1800 bækur um norræn og íslensk fræði 1100 íslenskar skáldsögur 1200 erlendar skáldsögur á íslensku 800 bækur um blandaðar fagurbókmenntir 700 ævisögur frægs fólks 800 bækur um guðfræði og trúmál 900 bækur um guðspeki, lífsspeki og skyld efni 3000 íslenskar Ijóðabækur og leikrit 800 erlend leikrit 20.000 rit og bækur af ýmsu tagi óteljandi aðrar bækur. Nœstu 10 dagana seljum við allar bœkur í búðinni með 50% afslœtti og gildir það um allar bœkurnar; dýrar sem ódýrar. Bókavarðan - bækur á öllum aidri - Vesturgötu 17-Reykjavík Sími 552 9720

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.