Helgarpósturinn - 07.11.1996, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 07.11.1996, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1396 17 ert í skapi til þess. d) Velur lög sem í raun eru of erfið fyrir þig og þú getur ein- ungis náð valdi á með gífurlegri fyrirhöfn. LESTU ÞETTA AÐUR EN. ÞU FERÐ YFIR SVORIN ÞIN Eftirfarandi atriði teljast skipta meginmáli varðandi auk- inn tiifinningaþi'oska. * Að þekkja sínar eigin tilfinn- ingar og nota þá þekkingu til að taka ákvarðanir um líf sitt, ákvarðanir sem auðvelda til- veruna. * Að hafa stjórn á tilfinning- um sínum en ekki öfugt. Að lamast ekki af áhyggjum sem kunna að skjóta upp kollinum eða missa alla stjórn á sér þeg- ar maður reiðist. * Að gefast ekki upp þótt á móti blási heldur vera þess megnug(ur) að veita tilfinning- um sínum í þann farveg að þær hjálpi til að ná settu marki. * Að vera fær um að skynja og veita eftirtekt tilfinningum annarra án þess að sagt sé frá þeim berum orðum. * Að þekkja og vera fær um að takast á við vandamál sem skapast við tilfinningaleg tengsl, — geta til dæmis orðað ákveðna tilfinningu sem ríkir hjá hópi fólks þótt enginn hafi haft orð á henni. Flettu, svörln eru á næstu siöul Þér hefur kannski gengið ágætlega í skóla. Þú ert með stúd- entspróf eða jafnvel há- skólagráðu. Þú hefur ef til vill farið í eitt af þessum hefðbundnu greindarpróf- um og staðið þig vel. Hver veit nema það megi jafn- vel flokka þig með gáfuð- ustu sonum eða dætrum þjóðarinnar. Til hamingju! Þetta kemur sér vafaiaust ljómandi vel hvort heldur þú ert í starfi eða skóla. En hversu skarpgreind(ur) ertu utan veggja vinnunnar eða skólans? Hvemig gengur þér að greiða úr flækjum og vandamálum daglegs lífs? TAKTU TILFINNINGAPROFIÐ Til er aragrúi greindarprófa en ennþá hefur reyndar ekki verið fundin nein skotheld að- ferð til að mæla tilfinnaþroska eða „tilfinningalega greind" — tilfinningapróf. Þær spurning- ar sem hér fara á eftir ættu þó að geta gefið þér nokkra vís- bendingu um þroskastig þitt á tilfinningasviðinu. Bíddu augnablik, — gáfna- ljós! Svaraðu af heiðarleika. Krossaðu við eins og þú mynd- ir bregðast við í raun og veru. Farðu ekki að velta fyrir þér skynsamlegasta svarinu eða beita útilokunaraðferðinni eða öðrum „trixum" sem kunna að hafa bjargað þér í gegnum prófin í skólanum. 1. Þú ert í flugvél. Skyndilega verður veruleg ókyrrð í lofti og vélin titrar, hossast og skekst. Hvernig bregstu við? a) Heldur áfram að lesa bók- ina eða blaðið eða horfa á myndina sem verið er að sýna og lætur sem ekkert sé. b) Óttast að neyðarástand sé að skapast, fylgist nákvæm- lega með öllum hreyfingum flugfreyjunnar og ferð að lesa neyðarleiðbeiningarnar. c) Þú blandar saman við- brögðum a) og b). d) Þú getur ekki svarað þess- ari spurningu. — Þú hefur aldr- ei veitt þessu eftirtekt. 2. Þú ferð út á leikvöll með nokkur fjögurra ára börn. Eitt barnið verður útundan í hópn- um og fer að gráta vegna þess að það fær ekki að vera með. Hvað gerir þú? a) Lætur þetta afskiptalaust og leyfir börnunum að ráða sjálfum fram úr þessu vanda- máli. b) Þú talar við barnið og hjálpar því til að finna leið til að fá að vera með í leiknum. c) þú segir barninu blíðlega að vera ekki að gráta. d) Þú reynir að leiða huga barnsins að einhverju öðru sem það geti leikið sér við. 3. Þú ert skólanemi og hafðir vonast eftir að fá yfir 9 í ákveðnu fagi. Einkunn þín á fyrri önn reynist vera 5. Hvern- ig bregstu við? 9. Þriggja ára sonur þinn er mjög hlédrægur. Eiginlega allt frá fæðingu hefur hann virst óeðlilega viðkvæmur og jafnvel sýnt óttamerki gagnvart kring- umstæðum og fólki sem hann þekkir ekki. Hvað gerir þú? a) Slærð því föstu að dreng- urinn sé feiminn að eðlisfari og reynir að vernda hann gegn að- stæðum sem þú telur honum ofviða. b) Leitar hjálpar hjá barna- sálfræðingi. c) Þú kemur barninu viljandi í erfiðar aðstæður, ferð með það á nýja staði og kynnir það nýju fólki, til að það komist yfir þennan ótta. d) Þú skipuleggur heila röð atburða og atvika sem þú álítur viðráðanleg, þar sem barnið þarf að takast á við þetta vandamál. 10. Þig hefur árum saman langað til að læra að leika á hljóðfæri sem þú hafðir lítils háttar vanist í bernsku. Nú hef- urðu loksins látið verða af því, vissulega einungis til gamans en þú vilt engu að síður ná sem bestum árangri á sem skemmstum tíma. Hvað gerir þú? a) Finnur þér ákveðinn æf- ingatíma daglega og heldur fast við hann. b) Velur þér lög sem eru í erf- iðari kantinum fyrir þig. c) Æfir þig einungis þegar þú a) Sest niður og gerir ná- kvæma áætlun um hvernig þú getir bætt einkunnina fyrir vor- ið, harðákveðin(n) í að standa við þessa áætlun. b) Ákveður að standa þig betur í framtíðinni. c) Segir við sjálfa(n) þig að það skipti svo sem ekki öllu máli hvernig útkoman verði í þessu fagi en einbeitir þér í staðinn að þeim fögum sem liggja betur fyrir þér. d) Ferð til kennarans og reynir að sannfæra hann um að þú eigir skilið að fá hærri einkunn. 4. Þú vinnur við að selja tryggingar gegnum síma. Hvað gerirðu þegar fimmtán manns í röð hafa sagt þvert nei eða jafnvel skellt á þig? a) Lætur þetta gott heita í dag og vonast eftir betri árangri á morgun. b) Veltir fyrir þér hvort ein- hverjir eiginleikar í fari þínu eða framkomu geri þér erfitt fyrir að ná árangri í sölu. c) Reynir breytta aðferð í næsta símtali og heldur ótrauð(ur) áfram. d) Veltir fyrir þér að skipta um starf. 5. Þú ert yfirmaður í stofnun sem er ætlað að auka jafnrétti kynjanna. Þú heyrir einn undir- sáta þinna á vinnustað segja brandara sem þér finnst niðr- andi fyrir annað kynið. Hvað gerir þú? a) Lætur sem ekkert sé. Þetta var bara brandari. b) Kallar viðkomandi inn á skrifstofu þína og veitir áminn- ingu. c) Lætur til þín heyra á stundinni og segir að brandar- ar af þessum toga verði ekki liðnir á þessum vinnustað. d) Stingur upp á því við við- komandi að hann eða hún fari á námskeið um fordóma. 6. Þú situr í bíl hjá kunningja þínum. Bíll sveigir skyndilega inn á akreinina rétt fyrir fram- an ykkur. Kunningi þinn reiðist og æsir sig upp. Þú vilt róa hann niður. Hvernig ferðu að því? a) Segir honum að láta ekki svona, ekkert hafi komið fyrir og þetta sé ekkert stórmál. b) Stingur uppáhaldskassett- unni hans í tækið og reynir að leiða huga hans að öðru. c) Tekur undir með honum og skammast út í ökumann hins bílsins. d) Segir honum frá svipuðu atviki sem eitt sinn kom fyrir þig. Þú fokreiddist, segirðu við hann, en komst svo að raun um að bílstjórinn sem svínaði svona á þér var á hraðferð á sjúkrahús. 7. Þú hefur lent í hávaðarifr- ildi við maka þinn. Þið verðið sífellt æstari og eruð farin að öskra hvort á annað. í ákafan- um eruð þið bæði farin að bera fram ásakanir sem þið meinið í rauninni ekki. Hvernig er best að bregðast við? a) Taka sér 20 mínútna hlé og halda síðan áfram að ræða málið. b) Hætta einfaldlega. Þagna og segja ekki orð í viðbót, sama hvað makinn gerir. c) Biðjast afsökunar og fara fram á að makinn geri slíkt hið sama. d) Þagna um stund og hugsa málið en reyna síðan að skýra þína hlið málsins eins ná- kvæmlega og unnt er. 8. Þér hefur verið falið að veita forstöðu vinnuhópi. Þessi vinnuhópur á að leysa vandamál sem verið hefur til sífelldra leiðinda á vinnustaðn- um. Á hverju byrjar þú? a) Setur upp eins konar dag- skrá og áætlar tíma fyrir um- ræður um hvern einstakan lið vandamálsins til að nýta tím- ann sem best. b) Gefur fólki þann tíma sem það þarf til að kynnast betur. c) Biður hvern og einn að skýra frá hugmyndum sínum um lausn vandamálsins, á meðan þær eru ferskar. d) Byrjar „stormsveips- fundi“ þar sem þú hvetur hvern og einn til að láta allt flakka, hversu langsótt sem það kann að vera. Ertu - Hver er tilfinningaþroski þinn?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.