Helgarpósturinn - 07.11.1996, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 07.11.1996, Blaðsíða 21
FlMIVmjDAGUR 7. NÓVEMBER1996 21 Meðlimir Ríó tríósins (sem eru eins og fyrri daginn fleiri en þrír) halda enn, eftir öll þessi ár, hópinn. Þeir skáluðu á föstudagskvöld heima hjá Helga Pé til þess að fagna fyrirfram nýrri plötu sinni, sem ku vera með afar írskum áhrifum. Svo verður sjálfagt skálað þegar píatan kemur út. Já, það er alltaf tilefni til að skála smá. Ræktin, líkamsræktarstöð forseta íslands, stóð fyrir uppákomu um helgina og bauð þeim sem mikið hafa lagt á sig að undanförnu upp á mat og með því og víst er að það var sko ekkert megrunarfæði. Eigandi Ræktarinnar, Hallgrímur Jónsson, passar upp á að pyls- urnar grillist báðum megin. Pylsuparb' í Ræktmni Sævar Karl (með nýju gleraugun) ásamt listakonunni Sigrúnu Ólafsdótt- ur, sem opnaði sýn- ingu í gallerínu á föstudag, og eigin- konunni Erlu. Sumar hj á Sævari Karli Fjöldi uppákoma var um helgina í herbúðum Sævars Karls, sem jafnt rekur fata- og listagallerí. Á föstudag var opnuð þar myndlistarsýning en á laug- ardaginn kynnti Sævar næstu vor- og sumartísku, sem virðist vera nokkuð spennandi, þótt maður hafi reyndar nóg með að klæða af sér kuldann þessa dagana. Fegurðardisin Svala Björk, sem stödd var hjá Sævarí á laugardaginn, hirtir drenginn lítillega. Einn skemmtilegasti tónlistarmaður landins, Gunnar Bjarni Ragnarsson, stóð fyrir útgáfu- partíi ásamt hljómsveit sinni Jetz í Tetriz á laugardagskvöld. Þar voru eins og við var að búast samankomnar allar sætustu stelpur Hafnarfjarðar. Fyrrverandi kærustuparið úr Hafnarfirði; Gunnar Bjarni, allt í öllu í Jetz, og Tinna Steinsdóttir. Hverjir voru c) hvar Gestir í útgáfupartíi Dav- íðs Þór Jónssonar, sem nýlega steig á stokk sem rokksöngvari, voru mest- allt fornfrægir Hafnfirð- ingar auk Skara skrípó; Jakob Bjarnar Grétars- son Sleggjufélagi Davíðs, foreldrar hans og Radíus- félagi til margra ára Steinn Ár- mann Magn- ússon — því- líkt vel greidd- ur að annað eins hefur vart sést. Þar var líka Hafdís Huld GusGus- mær, ritstjór- ar Séð og heyrt og fleira fólk. Á nýrri súperbúllu út- varpskonunnar Lísu Páls og Bögga eiginmanns hennar, Bar í strætinu í Austurstræti, var fjöl- mennt á föstudagskvöld, enda svokallað plebbak- völd þar sexn upp tröðu Rögnvaldur hinn gáfaði Akureyringur, Mörður Ámason KR-ingur og Skari skrípó töframaður á heimsmæli- kvarða. Fjöl- menni frá Ríkisútvarp- inu lét sjá sig, bæði fréttamenn og aðrar gufu-stjörn- ur, auk Karls Th. Birgis- sonar forsetabókarritara og Braga Ólafssonar skálds. Kaffibarinn var þéttsetinn um helgina, eins og allar aðrar helgar. Á laugar- dagskvöldið litu inn Þór- haliur Eyþórsson málvís- indamaður, skáldhjónin ungu Gerður Kristný og Kristján B. Jónasson sem voru bæði að senda frá sér bók, Stefán Hrafn Hagalín ritstjóri Tölvu- heims, Daníel Ágúst Har- aldsson í Gusgus, Þór Eldon gítarleikari Ununar, Dr. Gunni poppstjarna og allar hinar stjörnurnar í bænum auk Kaupmanna- hafnarfaranna, sem voru rétt í þessu að ienda eftir Hafmeyjufjörið frá helg- inni áður. Á Kaffi List sat hins vegar listamannatvíeykið Bjami Þórarinsson og Birgir Andrésson, Pétur S. Jónsson auglýsingagerð- armaður, galdramaðurinn Óskar Jón- asson, Eva María Jónsdóttir aðstoðar- kona hans, hjónin Birt- íngur og Kerling eða Gunnar Heigason og Björk Jakobsdóttir, Þor- finnur Ómarsson fram- kvæmdastjóri Kvik- myndasjóðs og Eduardo Perez ásamt Súkkatféiög- um og Völu Þórs sem fyrr um kvöldið frumsýndu í Kaffileikhúsinu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.