Helgarpósturinn - 07.11.1996, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 07.11.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1996 V i Sölumenn dauðans hótuðu ráðherra Stærsti tóbaksauðhringur veraldar, Philip Morris, beitir nú öllum brögðum og sparar ekki hótanir til að koma Marlboro- sígarettum aftur inn á íslenska markaðinn. Lög- menn umboðsaðila hafa meira að segja hótað fjármálaráð- herra lögsókn. Þessi sami auð- hringur neitaði á sínum tíma að hlíta íslenskum lögum um merkingar á sígarettupökkum og dró sig fyrirvaralaust út af íslenska markaðnum, eftir að ljóst varð að lögunum yrði ekki haggað. Nú gilda ekki lengur séríslenskar reglur um þessar merkingar, heldur hinar sömu og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu. Það er Íslensk-ameríska verslunarfélagið hf. sem hefur umboð fyrir Philip Morris á ís- landi. í mars 1995 neitaði ÁTVR að taka Marlboro- og L&M-sígarettur frá Philip Mor- ris í sölu. Ástæður neitunar- innar voru í bréfi ÁTVR eink- um tilgreindar tvær. Annars vegar hefur sala á tóbaki dreg- ist saman um allnokkurra ára skeið og ÁTVR taldi ekki ástæðu til að fjölga tegundum á markaði. Að hinu leytinu var vísað til þess „óöryggis“ sem gætt hefði í viðskiptunum við Philip Morris. í ágúst á síðasta ári gengu Bert Hansson, forstjóri Is- lensk-ameríska verslunarfé- lagsins, og Egill Ágústsson framkvæmdastjóri á fund Höskuldar Jónssonar, for- stjóra ÁTVR, þeirra erinda að fá hann til að falla frá ákvörðun sinni. Á þessum fundi ítrekaði Höskuldur þá afstöðu sem hann hafði áður kynnt þeim bréflega, en til viðbótar mun hann við þetta tækifæri hafa greint Jæim frá |dví að sú af- staða ATVR að fjölga ekki teg- undum á markaði tæki einnig mið af tóbaksvarnarsjónarmið- um, enda er ÁTVR samkvæmt lögum skylt að hafa samráð við tóbaksvarnarnefnd um stefnumörkun varðandi inn- flutning og verðlagningu tób- aks. Hótanir skila árangri Nú er þess engu að síður að vænta að Marlboro-sígarettur komi á íslenskan markað innan skamms. Eftir nánast stöðug bréfaskipti milli lögmanna ís- lensk-ameríska og fjármála- ráðuneytisins — þar sem ráðu- neytinu var m.a. hótað mál- sókn og skaðabótakröfum — er ráðuneytið nú búið að stað- festa reglur sem gera ÁTVR ókleift að neita að taka nýjar tegundir í reynslusölu. Fjöldi nýrra tegunda verður þó tak- markaður við 30% af fjölda fastra tegunda. Reglurnar hafa vakið hörð viðbrögð, m.a. á Al- þingi, þar sem þær komu til umræðu síðla í síðasta mán- uði. Af hálfu umboðsaðilans, ís- lensk-ameríska, hefur málinu verið fylgt eftir af fyllstu hörku. Lögmenn fyrirtækisins voru nánast strax látnir annast samskiptin við ÁTVR og fjár- málaráðuneytið. Lögmanna- stofa sú sem hér um ræðir heitir Lögmenn Höfðabakka. Og einn af lögmönnum þar er Hreinn Loftsson sem eitt sinn hafði umsjón með áformum um einkavæðingu ríkisstofn- ana. Það er þó ekki Hreinn sem skrifar undir bréfin til fjármála- ráðuneytisins heldur Þórður S. Gunnarsson. Ráðherra beðinn að tyfta Höskuld Eftir synjun ÁTVR, fyrst bréf- lega en síðan á fundinum í ág- úst, voru lögmenn settir í mál- ið og þeir sneru sér til fjár- málaráðuneytisins, að því er virðist fyrst til Indriða Þor- iákssonar en fljótlega var bréf- um lögmannanna stefnt hærra og þann 8. desember í fyrra barst ráðuneytinu bréf, stílað á aðstoðarmann fjármálaráð: herra, Steingrím Ara Arason. í þessu bréfi fóru lögmennirnir fram á að ráðuneytið beinlínis ógilti ákvörðun ÁTVR og skip- aði fyrirtækinu að ganga til samninga við Íslensk-ameríska verslunarfélagið. í þessu bréfi lögmannanna kemur ákveðið fram sú skoðun þeirra að tóbaksvarnarsjónar- mið geti ekki talist ástæða fyrir synjun. Þá er því einnig haldið fram að ákvörðun Höskuldar Jónssonar, forstjóra ÁTVR, Philip Morris, stærsti tóbaks- framleiðandi veraldar, hætti fyrirvaralaust viðskiptum við ÁTVR og þrýsti þar með á ís- lensk stjórnvöld til að haga löggjöf að vilja fyrirtækisins. Þessi gjörð gat bakað ÁTVR fjárhagstjón og alið á óánægju neytenda gegn frumvarpi og lögum um tóbaksvarnir. Má jafna henni til aðferða sem beitt hefur verið til kúgana vegna stjórnmálaskoðana." Það er ekki algengt að sjá eða heyra embættismenn í kerfinu taka þannig upp í sig. Höskuldur Jónsson segist þó í samtali við Helgarpóstinn standa fyllilega við þessi orð. „Ég tel að það hljóti augljós- lega að hafa áhrif á viðskipta- sambönd þegar annar aðilinn beitir slíkum aðferðum,“ segir hann. Að öðru leyti telur Höskuldur rétt að skoða um- mæli sín í þessu bréfi í ljósi þeirra alvarlegu ásakana sem lögmennirnir höfðu skömmu áður borið fram í bréfi til að- stoðarmanns fjármálaráðherra og raktar eru hér að framan. Höskuldur Jónsson, forstjórí ÁTVR, verður að líkindum senn að bæta Maríboro inn í verðlistann sinn. Fríðrík Sophusson taldi, að fengnu lögfræðiáliti, ekki stætt á öðru en setja sérstakar innkaupareglur fyrir ÁTVR. jafngildi því „að byggja íþyngj- andi stjórnvaldsákvörðun á stjórnmálaskoðunum". Skoðanakúgun segir Höskuldur Svo er að. sjá sem þessar harkalegu ásakanir hafi hleypt illu blóði í forstjóra ÁTVR. í bréfi sem Höskuldur skrifaði ráðuneytinu 5. janúar á þessu ári rekur hann sögu málsins og meðal annars samskipti Philip Morris-fyrirtækisins og ÁTVR. Höskuldur er í þessu bréfi ekk- ert að skafa utan af hlutunum. „Staðreynd þessa máls er að Persónuleg óvild? Ráðuneytið sendi lögmönn- um Íslensk-ameríska afrit af bréfi Höskuldar og í bréfi lög- mannanna til ráðuneytisins, sem dagsett er 21. mars á þessu ári, gera lögmennirnir því skóna að Höskuldur Jóns- son beri persónulega óvild til Philip Morris-fyrirtækisins og reyndar er gefið í skyn í bréfi lögmannanna að sú óvild hafi ítrekað verið látin í ljós áður. í bréfi lögmannanna segir nefni- lega: „I bréfi ÁTVR frá 5. janúar kemur enn og aftur skýrt fram að umrædd kaup- synjun ÁTVR er reist á óvild í garð fram- leiðanda þeirrar vöru sem ÍA óskaði eftir að keypt yrði.“ Það er svo út af fyrir sig athyglisvert að lögmennirnir skuli hér nota skammstöfunina ÍA um Íslensk-ameríska verslunarfélagið, en sú skammstöfun er eins og allir vita þekktari í samhengi við annað en tóbaksreykingar. Verslunarráð: Ekki refsa fyrir lögbrot! Reglurnar sem koma til framkvæmda 1. febrúar á næsta ári eru unnar af ÁTVR en staðfestar af fjármálaráðu- neytinu. Þessar reglur eru vægast sagt umdeildar. Tób- aksvarnarráð hefur mótmælt þeim harkalega og fylgjendur tóbaksvarna á Alþingi áttu á dögunum í snörpum orða- skiptum við fjármálaráðherra vegna þeirra. Bæði í þeim um- ræðum og annars staðar hefur komið fram að fjármálaráðu- neytið taldi sér ekki stætt á öðru en að setja þessar inn- kaupareglur vegna jafnræðis- reglu í stjórnsýslurétti. Verslunarráð íslands og Fé- lag íslenskra stórkaupmanna hafa einnig mótmælt reglun- um, en á gjörólíkum forsend- um. Það vekur í þessu sam- bandi sérstaka athygli að Verslunarráðið gerir athuga- semd við það ákvæði f inn- kaupareglunum að ÁTVR sé heimilt að hætta viðskiptum við fyrirtæki sem brjóti lög um bann við tóbaksauglýsingum. Þetta ákvæði telur Verslunar- ráðið ekki standast ákvæði í stjórnsýslurétti. Þá má einnig geta þess að þegar nýju innkaupareglurnar voru samþykktar á stjórnar- fundi ÁTVR skilaði stjórnarfor- maðurinn, Hildur Petersen, framkvæmdastjóri Hans Peter- sen hf., séráliti þar sem hún lét í ljósi þá skoðun að engar tak- markanir ættu að vera á að- gengi tóbakstegunda að reynsluflokknum í upphafi. Þess má geta að Hildur Peter- sen átti sæti í stjórn Verslunar- ráðs íslands 1990-’92. Nýjar tegundir í febrúar Nú eru hér á markaði einar 36 sígarettutegundir. Þessi fjöldi myndar svonefndan „kjarna" í þessum vöruflokki. Samkvæmt nýsettum og um- deildum innkaupareglum verð- ur nú boðið upp á fleiri tegund- ir til reynslu, samtals 30% af fjölda þeirra tegunda sem mynda kjarnann. Þetta þýðir að 1. febrúar, þegar reglurnar komast til framkvæmda, bæt- ast 10-11 nýjar tegundir við. Að sögn Höskuldar Jónssonar, forstjóra ÁTVR, er þó ekki al- veg sjálfgefið að Marlboro verði í þeim hópi. Verði ásókn mikil verður nefnilega dregið um það hvaða nýjar tegundir verði teknar með. Eru „tóbakskynningar" á næsta leiti? Tóbaksauglýsingar eru bannaðar samkvæmt íslensk- um lögum en það þýðir ekki sjálfkrafa að innflytjendur eða framleiðendur geri ekki neitt til að auglýsa vöru sína. í óop- inberu innanhússplaggi, sem

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.