Helgarpósturinn - 07.11.1996, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 07.11.1996, Blaðsíða 15
15 FIMMTUDAGUR 7. NOVEMBER1996 ■■I Vandræðalegur trúðaskól i Leikhús Kormákur Bragason skrifar Trúðaskólinn eftir Friedrich Karl Waechter Þýöing og aölögun: Gísli Rúnar Jónsson eftir enskri útfærslu Kens Campell Leikstjóri: Gísli Rúnar Jónsson Útsetning tónlistar: Vilhjálmur Guöjónsson Lýsing: Lárus Björnsson Búningar: Helga Rún Pálsdóttir Leikmynd: Steinþór Sigurösson * 1/2 Leikritið Trúðaskólinn fer fram í skólastofu þar sem prófessor Blettaskarpur (Bessi Bjarnason) leiðbeinir fjórum verðandi trúðum, Lævís (Hall- dóru Geirharðsdóttur), Belg (Eggerti Þorleifssyni), Bólu (Helgu Brögu Jónsdóttur) og Dropa (Kjartani Guðjónssyni) í spunaæfingum fyrir trúða. Það er kannski ekki alveg rétt að tala um verðandi trúða því að persónurnar eru kynntar til leiksins í trúðsgervinu og hverfa á braut í leikslok án telj- andi breytinga, bæði varðandi hin einstöku trúðsgervi og innri persónu. Áhugi ungu trúðanna á náminu er heldur ekkert yfirþyrmandi, enda snýst leikurinn helst um aga- vandamál prófessorsins eða þá hrekki og ofbeldi sem trúð- arnir geta beitt hver annan. „Hvað kallast svona leik- hús?“ spyr Jakob þegar við stígum út í nístingskaldan laugardaginn. „Fyrir mér er þetta blanda af öllu mögu- legu,“ heldur hann áfram, „þar sem enginn veit hver tilgangur- inn er með sýningunni. Hvers vegna er verið að leika þetta verk? Hvað er verið að reyna að segja með svona uppsetn- ingu? Mér finnst leikstjórinn og aðlagarinn einfaldlega vera að klúðra ágætismöguleika til að gera skemmtilega trúðasýn- ingu þar sem nokkrir af bestu grínleikurum leikhússins hefðu getað þróað spennandi, hreinar persónur. Trúða, sem höfða til tilfinninga barnanna og vekja samúð þeirra eða skilning á einhverju. Burt með leikmyndina, burt með leik- hljóðin, burt með ragtime- músíkina og nær með trúðinn. í það minnsta hefði mátt taka ákvörðun um það hvort áhorf- endur ættu að vera með eða ekki og svo var þetta allt of langt — punktur basta.“ Trúðaskólinn er eflaust af hálfu höfundar fyrst og fremst hugsað sem barnaleikrit þótt flest í leikritinu minni á teikni- myndaupprunann. Persónurn- ar eru tvívíðar og án dýptar. Leikmyndin er líka eins og klippt út úr myndabók eða öllu heldur eins og þessar gamal- dags myndabækur þar sem myndirnar reisa sig upp sjálf- ar. Betur útfærð í þeim stíl hefði hún líka getað verið skemmtileg, t.d. með einhverj- um sniðugum stólum fyrir ungu trúðana í stað þess að láta þá flatrassa á gólfinu alla sýninguna út í gegn. Stólar eru líka einhver vinsælustu hjálp- artæki trúða, þannig að skort- urinn á þeim í skólastofunni er sláandi. Það má þó vera rétt hjá Jakobi að leikmyndin sé óþörf, enda hvetur hún meir til farsakenndra hurðarskella en að hún á nokkurn hátt styðji við bakið á leikurunum í per- sónusköpun sinni. Þá væri ef- laust miklu einfaldara að fara með þessa sýningu í leikferð um landið eða í skólaheim- sóknir ef leikmyndinni væri sleppt. Sama gildir um leik- hljóðin, sem eru dæmigerð teiknimyndahljóð. Því miður eru þau ekki alltaf í takt við þá hreyfingu, sem leikaranum er ætlað að framkvæma, og það Leikhúsgesturinn Jakob Kristjánsson meö Kormáki Bragasyni á frumsýningu Borgarleik- hússins á Trúöaskólanum. hlýtur að vera ákaflega trufl- andi fyrir leikarana þegar slík- ar tæknibrellur virka illa eða ekki. Hvað varðar leikinn þá byrj- ar allt vel og blaðran í höndum Halldóru átti stórleik á frum- sýningunni. Halldóra náði auk- inheldur nokkru forskoti á hina trúðana með gáskafullum leik og búningur hennar er mun betur nothæfur í trúðs- hlutverkið en hinna. Hins veg- ar var úr henni allur vindur eft- ir hlé eins og reyndar sýning- unni í heild. Það var líkt og all- ir leikararnir hefðu misst þráð- inn, urðu vandræðalegir og flýttu sér að ljúka sýningunni án nokkurrar niðurstöðu. Kannski uppgötvuðu þeir áhugaleysið í húsinu. Börnin í kringum mig höfðu mun meiri áhuga á þeim sælgætisbirgð- um sem þau höfðu komið sér upp í hléinu. Slitróttar tilraunir trúðanna til að virkja salinn breyttu engu um það, enda í hróplegu ósamræmi við allar æfingarnar í kringum ótta trúð- anna við áhorfendur. Óöryggi og ósamkvæmni leikaranna á köflum verður hins vegar fyrst og fremst að skrifast á leik- stjórnina. Væri ekki miklu betra að þétta og stytta sýn- „Það var líkt og allir leikararnir hefðu misst þráðinn, urðu vandræðalegir og flýttu sér að ljúka sýningunni án nokkurrar niðurstöðu. Kannski uppgötvuðu þeir áhugaleysið í húsinu. Börnin í kringum mig höfðu mun meiri áhuga á þeim sælgætis- birgðum sem þau höfðu komið sér upp í hléinu.“ inguna, sleppa t.d. langþreytt- um Bjarna Fel- og Jóns Viðars- bröndurum og þvílíku, ein- angra einkenni hvers trúðs fyr- ir sig og tengja trúðaklisjurnar karakternum? Dropi (Kjartans) er t.d. allt of meðvitaður um hæfileika sína sem töframanns og dettur út úr karakternum. Ungu trúðarnir eru líka á óræð- um aldri og vita sjaldnast sjálf- ir hvort þeir eru smábörn eða á skólaaldri. Þannig er margt einkennilegt við leikgerðina eins og hún birtist okkur á fjöl- um Borgarleikhússins. Hvers vegna eru trúðarnir t.d. stund- um hræddir við áhorfendurna en stundum ekki? Það er al- gjörlega óljóst hvort það er eitthvað við áhorfendur sem veldur þessum ótta. Jafn óljós er ofurást Bólu á sömu áhorf- endum eða ástæðan fyrir ill- kvittni ungu trúðanna í garð prófessorsins. Hvað hefur hann svo sem til unnið? Að ósekju hefði svo mátt sleppa lírukassatónlistinni. Mun skemmtilegra hefði verið að heyra leikarana syngja og spila „life“ heldur en þessa „semi play back“ spiladósaútgáfu. Þessar teiknimyndahljóðaeftir- líkingar höfða kannski til ungu sjónvarpskynslóðarinnar en í líflegri flóru leikrita og leikhús- verka í höfuðborginni mun Trúðaskólinn tæplega eiga langt blómaskeið* i Sktíli Bjðni Guiiuani.suii LÍFSKLUKKAN nærtækara að hafa dauðann í heiti bókarinnar. í ljósi þessa er ekki hægt að tala um að bók- in sé beinlínis skemmtilestur. Það er þó ljóst að efnið getur verið áhugavert. Þær sögur sem eru áhugaverðastar að mati þess sem þetta skrifar eru sögurnar úr fyrstu árstíðinni, haustinu. Hér er sérstaklega mælt með sögunni Rósir. Hún hefur greinilega afmörkun í upphaf, miðju með átökum og endi og persón- urnar sem koma við sögu taka á sig skýra mynd. Þarna er einnig notast við táknmál sem áherslustílbragð. Það er ekki úr vegi að taka dæmi úr sög- unni: „Regnið streymir niður úr loftinu og ég er orð- inn holdvotur. Fram undan frakkanum dreg ég rauða rós. Velti henni milli handanna og kreppi síðan þá vinstri utan um stilkinn. Þyrn- arnir stingast gegn- um húðina í lófa og á fingrum svo að blóð sprettur fram. Ég krýp við legsteininn og læt blóðið drjúpa á hann þar til stafirnir eru orðnir rauðir. Þá legg ég rósina á leiðið, stend upp og geng burt eftir malar- stígnum. Á legsteininum hreinsar regnið stafina þar til marmarinn er aftur orðinn hvítur." Þótt þessi saga sé tek- in út úr eru aðrar vissulega frambærilegar. Og þótt efnið sé dapurlegt má hafa ánægju af lestri þessarar bókar. Engar smá smásögur ★★ og hálf Andri Snær Magnason á eina af þremur bókum í flokki skáldsagna eftir unga rit- höfunda sem Mál og menning gefur út. Hér eru á ferð smá- sögur eins og titillinn gefur til kynna, Engar smd sögur. Þetta eru sex sögur alls, svipaðar að lengd, utan sú síðasta, sem er sýnu lengst. Flestar eru sög- urnar ýkjusögur en tvær þær síðustu má kalla súrrealískar. Það sem einkennir stíl höf- undarins öðru fremur er húm- or og þá eiga allar sögurnar það sameiginlegt að þar eru vísanir títt notað stílbragð. Oftar en ekki fer þetta tvennt saman. Hér má tiltaka dæmi úr sögunni Vísundur, um vísinda- frömuðinn Andra(!): „Þó var eitt skrítið við þennan fagra dag. Lóan var vissulega búin að kveða burt snjóinn á lág- lendi en í fyrsta sinn virtist henni hafa tekist að kveða burt leiðindin líka.“ (bls. 17) Og frumlegt myndmál er líka að finna hér: „Snjórinn í bænum var allur bráðnaður og horfinn á vit feðra sinna í himnaríki þar sem hann beið næsta til- verustigs og endurholdgunar." (bls. 17) Gras er heiti einnar sögunn- ar sem er jafnframt hvað best og er hún í heild sinni vísun í goðsöguna um Óðin og skálda- mjöðinn, uppfærð til nútímans í áðurnefndum ýkjustíl. Og húmorinn nýtur sín vel hér. Gunnlöð hin nýja táldregur sögumann, skáldbróður Óðins. „Svei mér þá ef hún var ekki að reyna við mig konan. Bara af því hún var nokkuð falleg átti ég að hoppa upp í rúm til hennar eins og hver önnur grúppía. Ég lokaði augunum. Taldi upp að tíu. Taldi upp að tuttugu. Hugsaði um útflutning landbúnaðarvara." (bls. 33) Þá er ástæða til að minnast á söguna Þögn er gulli betri þar sem fræðistörf bókmennta- manna éru sýnd í spéspegli og höfundurinn gerir grín að koll- egum sínum. Magni íslensku- fræðingur hefur ritað fjögur bindi um verk bókmennta- fræðingsins Péturs Jónssonar sem hafði það að ævistarfi að fjalla um verk Árna Stefánsson- ar sem stundaði rannsóknir á rómantíska skáldinu Sigurði Jónassen... Fræðimennska Magna beinist nú að því að rannsaka sannleiksgildi ís- lenskra málshátta og það er gefin skýring á því: „Magni neyddist þó til að hætta að rannsaka bókmenntafræð- ingana, einkum vegna þess að yngri menn voru búnir að panta sér flesta þá bitastæðustu. Það var samt nokkur sárabót og kitlaði hégómagirnd hans þegar hann frétti að einn nemandi væri að skrifa lokaritgerð sem fjallaði um verk Magna um verk Pét- urs.“ (bls. 39) Eins og áður segir eru tvær síðustu sögurnar í bókinni súrrealískar, eink- um sú síðasta, sem skipt- ist í fimm undirkafla. Þar tekst höfundinum síður upp en í fyrri sögunum, þær eru ekki nógu smelln- ar. Hér má reyndar undan- skilja lokaþáttinn í Lög- múli drstíðanna, síðustu sögunni. Þar er á ferð tilbrigði við söguna Palli vareinn íheim- inum. Þar má finna sama frum- leika og húmor og í fyrstu sög- unum. Hvað sem því líður er heildarútkoman hér mjög þokkaleg. Vonandi verður ferill- inn lengri hjá rithöfundinum Andra. Fríða í Svíþjóð Skáldsagan / luktum heimi eftir Fríðu Sigurðardóttur kom út hjá Forlaginu fyrir tveimur árum. Bókin var ný- lega gefin út í Svíþjóð í þýð- ingu Inge Knutsson hjá forlag- inu Rabén Prisma. Sænskir gagnrýnendur hafa hlaðið söguna lofi eins og orðalag þeirra ber vitni um; „heillandi lestur", „frábært verk“, „nautn að lesa“ og „metnaðarfullt skáldverk“. Fékk sagan svona góðar viðtökur hér á landi? Oddgeir Eysteinsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.