Helgarpósturinn - 07.11.1996, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 07.11.1996, Blaðsíða 16
FlMIVmJDAGUR 7. NÓVEMBER1996 16 Puccini heitir nýtt kaffihús í landvinninga á Norðuriöndum Sextíu tegundir af kaffi og sama magn af tei, auk tíu kakó- tegunda, má fá á hinu spánnýja og snotra kaffihúsi Kaffi Puccini við Vitastíg. Leitin að hinu mna Kann að búa til kaldan búðing! í mat hjá... Guðmimdi Arna Stefánssyni ■^au eru ekki mörg kaffihúsin B^hérí borg sem tekist hefur aö sneiða hjá barmenningunni. Eigendur snoturs kaffihúss, Kaffi Puccini, sem var opnaö á dögunum viö Vitastíg, eru staö- ráðnir í aö einbeita sér að kaffi- menningunni, enda ekki stætt á ööru sem hluta af risavaxinni kaffihúsakeöju, „Fyrir um þaö bil tveimur árum var ég staddur í Orlando i Bandarikjunum og rakst þar í einu „mollinu" á litla kaffibúö, sem ég varð strax pínulitiö skotinn í. Ári síöar fór ég aftur á sömu slóðir og varð enn skotnari og kannaði í fram- haldi af því hljóöið i eigendum Barney’s Coffee and Tea Comp- any, sem er alþjóðanafn keöj- unnar. Fyrr en varöi var ég kom- inn með umboöið og ekki bara fyrir Island, heldur fylgdu öll hin Noröurlöndin meö í pakkanum," segir Öm Þorvaröarson, sem ásamt bróöur sínum Hjalta og fjöiskyldum þeirra rekur nú kaffi- húsið, sem reyndar er einnig kaffibúö. „Það ernúþannig með migaðþegarég ferút að borða eðaí ueislur—sem gjarn- an fylgir starfinu — þá missi égyfirleitt matarlystina. “ Guðmundur Árni Stefánsson segist vera slakur kokkur og reynir því frek- ar að standa sig í uppvaskinu. Satt að segja eru það bara einföldustu réttir sem ég kann skil á eins og pylsur, hafragrautur, bjúgu og kartöfl- ur, eða það sem bara þarf að sjóða. En þar sem ég er svo slakur í matseldinni reyni ég að standa mig í uppvaskinu,“ sagði Guðmundur Ámi Stefánsson, þing- maður og vara- formaður Al- þýðuflokks- ins og for- mannsfram- bjóðandi, aðspurður um hvernig matarmenn- ingunni væri háttað á heim- ili hans. Auk uppvasks- ins segist Guðmund- ur Árni stöku sinnum grípa í innkaup, en hlýtur oft og iðulega miklar skammir fyrir. „Skammirnar fæ ég fyrir að kaupa of mikið , # og of dýra vöru, því ég kann ekki að greina á milli _ §| - gæða og verðs. Með öðr- um orðum er eig- inkonan sérfræð- ingurinn í þessum málum á heimilinu, enda verið heimavinnandi og rekið stórt heimili til langs tíma. Hún fylg- ist til dæmis mjög vel með verð- lagi; tilboðum og öðru slíku.“ Veistu hvað fjölskyldan eyðir miklu í mat á mánuði? „Ja, sú upphæð er að minnsta kosti óhugnanlega há og kemur manni alltaf á óvart um hver mánaðamót. Samt leyfum við okkur ekki mikið. Sex manna heimili tekur sinn toll. Þess vegna hef ég oft verið að velta því fyrir mér og hreinlega skil ekki hvernig fólk getur látið enda ná saman á þessum lágu launum — sem eru auðvitað hrein og klár þjóðarskömm. Ég bara fæ ekki dæmið til að ganga upp.“ Hvernig er annars að versla í Hafnarfirði? „Þar eru hæg heimatökin því við erum hér með mjög góðar verslanir eins og Fjarðarkaup, Bónusbúðirnar og Tíu-ellefu.“ Þú hlýtur að eiga að minnsta kosti einn rétt sem þú ert sérfrœðingur í? „Nei, veistu, ég held ég verði bara að neita því. Og þó, ég hef verið að kenna sonum mínum það sem ég lærði á mínu heim- ili, en það er að búa til kaldan búðing. Þá hellir maður í skál hálfum lítra af mjólk, búðings- duftinu út í og hrærir. Síðan læt ég búðinginn stífna í tíu mínút- ur í ísskáp. Nú og svo hef ég verið að kenna strákunum mín- um uppvaskið líka.“ Guðmundur Árni segist ekki vera mikill sælkeri. „Það er nú þannig með mig að þegar ég fer út að borða eða í veislur — sem gjarnan fylgir starfinu — þá missi ég yfirleitt matarlystina. Umfangið og umstangið í kring- um slíkar veislur gera það að verkum að ég missi áhugann á matnum. Ég hef langtum betri matarlyst og nýt þess miklu betur að borða þegar ég er heima hjá mér.“ Hver er uppáhaldsmatur- innþinn? „Ég er mikið fyrir hangikjötið, sem ég borða oftar en einu sinni á ári. En þar sem það er svo dýrt er það ekki á borðum mjög oft — eiginlega bara til hátíðabrigða." Guðmundur segist þó ekki það heimóttarlegur að hann hafi ekki einhvern áhuga á fram- andi mat. „Ég neita því ekki að ég hef mikinn áhuga á kínversk- um og indverskum mat. Alltaf þegar tækifæri gefst reyni ég að komast í slíkan mat og er það helst á ferðalögum okkar er- lendis sem við hjónin sækjum slíka staði. Nú og svo eldar frú- in stundum framandi mat.“ GK Kiúklingaréttur Jónu Dóru r því Guðmundur Arni sá sér ekki fært að leggja til uppskrift — ja, nema búðing- inn — varð ekki hjá því komist að leita á náðir eiginkonu hans, Jónu Dóru Karlsdóttur, sem er að sögn Guðmundar sérfræðingur í heimilishaldi, hvort heldur er í innkaupum eða eldamennsku. Eftirfarandi kjúklingaréttur var á borðum þeirra hjóna síðastliðinn laug- ardag og fullyrðir Jóna að hann sé í uppáhaldi hjá eigin- manninum, auk þess sem hann fellur börnunum líka mjög vel í geð. Sannkallaður fjölskyldu- réttur: Þaö er því meiningin aö fara út í landvinninga þegar fram T sækir og veröa þeir fyrstu aö sögn Arnar aö öllum líkindum í Noregi næsta vor. „Markmiö þessarar keöju er ekki aö beita þrýstingi og setja skilyröi um aö eftir svo og svo langan tíma veröum viö aö vera búnir aö opna þetta mörg kaffihús, held- ur fær hver og einn þvert á móti þann tíma sem þarf. Það er í takt viö markmiö þeirra sem kaffihúss og verslunar, sem er leitin aö hinum fullkomna kaffi- bolla." Fyrirtækiö rekur þegar eitt hundraö kaffihús víöa um Bandaríkin og flytur út kaffi til Rússlands, Japans, Brasilíu. Mexíkó og Belgíu og ætlar aö auki von bráöar aö opna tugi kaffihúsa í Evrópu. „Barney's er margverölaunaö fyrir mjög strangt gæöaeftirlit og gott þró- unarstarf. Til marks um þaö hef- ur fyrirtækið á sinni könnu tugi kaffisérfræöinga sem eru i fullri vinnu viö aö feröast um heimínn og gera samninga viö elnstaka plantekrur," bætir Örn viö. Frá Barney’s eru nú á mark- aðnum sextíu tegundir af kaffi og aörar sextiu af tei, auk þess sem búöir á vegum fyrirtækisins bjóöa upp á tfu kakótegundir. Og þó aö ekki sé um bar aö ræöa má samt fá sér llkjörsglas meö eö,* 2 unghænur (eöa einn stór kjúklingur) vænn skammtur af brokkkáli 1 dós Campbell’s, rjómalöguð sveppasúpa 1 dós Campbell's, rjómalöguö kjúklingasúpa 1 lítil dós majónes karrí eftir smekk (ein eöa tvær teskeiöar) salt og pipar 3 tsk. nýkreistur sítrónusafi ostur, rifinn eöa niöursneiddur Chicken stuffing mix; rasp frá Paxo meö kryddjurtum fáeinar klípur af smjöri Jóna Dóra mælir eindregið með að keyptar verði heldur unghænur, þar sem þær séu margfalt ódýrari og ekki síðri í þennan einstaka rétt. Unghæn- urnar þarf að sjóða í þrjá til fjóra tíma. Allt nýtilegt kjöt er rifið af en sjálft skinnið er ekki notað. Brokkkálið er soðið, sett neðst í eldfast mót og kjötinu dreift yfir. Súpur, majones, sítrónusafi og krydd hrært vel saman og hellt yfir brokkkálið og unghænuna. Osti, sneiddum eða rifnum, er stráð yfir. Síðan er raspinu stráð mjög vel yfir og loks nokkrar smjörklípur settar hér og þar. Bakað í ofni þar til far- ið er að krauma vel í, eða í tæpan hálftíma. „Þennan rétt ber ég fram með hrísgrjónum, sojasósu og hvítlauksbrauði og þetta er hryllilega gott,“ segir Jóna Dóra Karlsdóttir, húsmóðir með meiru. Jólaepli fyllt með pecanhnetum Iu er runninn upp sa ars- tími þegar fólk langar helst il að leggjast undir feld og láta sig dreyma ljúfa dag- drauma, svona að minnsta kosti fram eftir niðdimmum skammdegismorgnum. Best fyrir sálina á þessum árstíma er að mínum dómi að leggjast í góðar bækur — helst góðar skáldsögur og girnilegar mat- reiðslubækur — og fara bók- staflega inn í annan heim. Þetta minnir mann bara á að jólin nálgast óðfluga. Það er líka á þessum tíma sem fólk um fimmtugt og yfir næstum fellur í trans yfir hinum magn- aða eplailmi sem leggur að vit- um þess í flestum kjörbúðum. Minnir á æskuna þegar ekkert var jólasælgætið en þess í stað safarík eplin. Nóg er að minnsta kosti úrvalið úti í búð af eplum, sem sjaldan eru bragðbetri. Við þau má gera ým- islegt annað en borða þau bara eins og þau koma af skepn- unni, til dæmis þetta: Forhitið ofninn í 170". Skerið efsta hlutann af eplinu, hreins- ið úr kjarnann og gerið dágóða holu. Notið til þess beittan hníf 4 stór og safarík rauö epli 2/3 b. saxaðar pecanhnetur 1/3 b. rúsínur 1/4 b. kókosmjöl msk. hreint hlynsíróp (maple syrup) 1 tsk. rifinn sítrónubörkur 1/4 tsk. kanill 1/4 tsk. múskat 1 b. eplasafi 2 msk. smjör svo þið tætið ekki eplið upp, — það á að líta vel út. Blandið sama pecanhnetum, rúsínum og kókosmjöli í matvinnsluvél. Færið í litla skál og blandið svo saman við sírópi, sítrónu- berki, kanil og músk- ati. Fyllið eplið með blöndunni. Til að eplið velti ekki í eldfasta mót- inu verðið þið að skera bita af því neðst svo það verði flatt. Setjið hattinn sem þið skáruð und- an eplinu aftur yfir eftir að eplið hefur verið fyllt. Stráið svo afgabginum af fyli- ingunni ofan á eplið. Hitið því næst eplasafa og smjör saman á pönnu þar til smjörið er bráðið. Hellið yfir eplin í eldfasta mótinu og lokið því með álpappír. Bakið í 30 mínútur. Takið þá alpappírinn af og bakið uns eplin verða mjúk. Það tekur um 35 mínútur til viðbótar. Ausið sósunni yfir á um það bil tíu mínútna fresti. Berið eplin fram heit, hvort sem er í morgunmat eða eftir- rétt með eplasósunni. Smá- rjómasletta fer afskaplega vel VÍð. Guðrún Krístjánsdóttir

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.