Helgarpósturinn - 07.11.1996, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 07.11.1996, Blaðsíða 22
22 RMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1996 Rómantík John Lanchester Picador 1996 Matur með söguþræði Pótt The Debt to Pleasure sé yfir- full af frábærum mataruppskrift- um þá er hún ekki matreiöslubók í þeim skilningi. Sagan er sögö í fyrstu persónu og er sögumaöurinn Tarquin mikill áhugamaöur um matargerö. Sagan er aö miklu leyti byggð upp af matseðl- um og virka þeir sem tenging á milli sögukafla. Listir og listamenn eru einnig höfundi hugleiknir og er hann greinilega mjög vel aö sér I þeim efn- um. The Debt to Pleasure er iangt frá því aö vera heföbundin í byggingu, hún hefst sem nokkurs konar blanda af æviminningum í bland viö afar vel framsettar uppskriftir. En smátt og smátt veröur lesandinn þess áskynja aö á meöan hann telur sig vera aö lesa fallegar æviminningar og girni- legar uppskriftir þá kraumar mikil spenna undir og ágerist eftir því sem llöur á bókina. Hvernig höfundur not- ar mataruppskriftirnar sem yfirskin er þaö sem umfram annaö gerir hana listræna og áhugaverða aflestrar. Stíll sögunnar er svolítið yfirdrifinn á köflum og kannski snobbaöur á breska vísu. Bókin er þó í marga staöi afar athyglisverö, ekki síst fyrir þá sem unna góöum mat, dýru víni og fögrum listum. Höfundurinn John Lanchester er starfandi ritstjóri London Review of Books, en hann starfaði einnig um þriggja ára skeiö sem veitingahúsa- gagnrýnandi timaritsins Observer. Bókin er 232 síður, fæst hjá Máli og menningu og kostar 995 krónur. Spenna THE MAN WHO LIED TO WOMEN The Man Who Lied to women Carol O’Connell Arrow Books 1996 Maðurínn sem laug að konum! Lögreglukonan Kate Mallory rann- sakar dularfullt morö á ungri konu í nýútkominni bók Carol O'Connor sem hlotiö hefur heitiö The Man Who Lied to Women. Þetta er önnur skáld- saga O'Connor, sem starfaöi sem listamaður og prófarkalesari í New York en tók upp á því á miðjum aldri aö skrifa bækur. Aödáendur reyfara geta þakkað fyrir þaö. Aöalsöguhetjan Kate Mallory er ekkert venjuleg lögreglukona, hún á sér skuggalega fortíö þar sem hún eyddi barnæsku sinni heimilislaus á strætum New York-borgar þangað til góöviljaöur lögregluforingi, Louis Markowitz, tók hana upp á arma sína. Á heimili lögregluforingjans nam Kate góöa siöi en skuggaleg fortíöin hefur sett mark sitt á persónu henn- ar. Þrátt fyrir aö Kate virki gróf og jafnvel grimm þá er ekki hægt annaö en að kunna vel viö hana. Þótt sagan sé skrifuö af konu um konu þá er aö- alsöguhetjan alltaf séð meö augum karlmanna, sem gerir hana enn dular- fyllri. I upphafi bókar er Kate fengin rannsókn morös sem viröist afar tor- ráöiö og hún veit aö til þess aö koma upp um moröingjann veröur hún aö leggja llf sitt aö veði, en hún er sem fyrr köld sem stál. O'Connor tekst dæmalaust vel að halda lesandanum I heljargreipum og erfitt er aö leggja frá sér bókina fyrr en sagan er öll. Bókin er 298 síður, fæst hjá Máli og menningu og kostar 995 krónur. Hefðbundln hræsni í heiðri höfð Fjölmiðlar Halldór Halldórsson skrifar AStöð tvö tók fréttamaður það sérstaklega fram, að embættismaður sem var að hætta störfum hefði átt við áfengisvandamál að stríða. Þetta var tekið fram eftir að greint hafði verið frá því, að viðkomandi hefði óskað eftir því að vera fluttur úr starfi. Satt að segja var þetta ákaflega undarleg athugasemd og ekki fór hjá því, að maður velti vöngum yfir tilgangi þessarar athugasemdar. Meðal sumra hlustenda olli þetta mikilli hneykslan. Sjálfur varð ég undrandi, en ekki hneykslaður. Fyrsta og síðasta skylda fréttamanns er að segja sann- leikann. Vandamál opinbers embættismanns var kjarnaat- riði í þessari frétt. Átti frétta- maðurinn að segja hálfsatt, fara í kringum sannleikann, eins og venjan hefur verið í ár- anna rás á íslandi? Ég hallast að því, að fréttamaðurinn hafi gengið of langt í þessu tilviki. Það má aldrei gleyma því, að friðhelgi einkalífs er ríkari hér- lendis en annars staðar vegna smæðar samfélagsins. Hvað kemur það almenningi við þótt tiltekinn embættismaður eigi við áfengisvandamál að stríða? Friðhelgin ríkari á íslandi í þessu dæmi um áfengis- vandann hljótum við að velta vöngum yfir því, að það sem hét drykkjuskapur eða drykkjumennska í gamla daga heitir nú áfengissýki. SÁÁ hef- ur sannfært þjóðina um, að áfengisdrykkja sé góður og gildur sjúkdómur. Engin ástæða sé til að vera feiminn yfir því. Menn fái þessa sýki á beztu bæjum. Þrátt fyrir þetta virðist fólk vera þeirrar skoð- unar, að sjúkdómur sem þessi, geðveila og annað í þeim dúr séu friðhelgir kvillar, sem eigi ekki að nefna á nafn í fréttum. Raunar má færa rök fyrir því, að töluverðra fordóma gæti í garð þessa fólks. Á hinn bóg- inn gæti það þjónað göfugu markmiði að nefna áfengissýki sem ástæðu starfsloka, dregið úr drykkju. Að öllu jöfnu er ég þeirrar skoðunar, að hérlendis skuli gilda sjónarmið smæðar- innar og ekki skuli nefna í frétt- um vandamál einstaklinga á borð við áfengisvandamál. Heppilegasta lausnin á þess- um vanda fréttamanna er sennilega sú, að halda í heiðri þá hefðbundnu hræsni sem er í gildi um þessi mál hérlendis að segja grimmt frá drykkju- sýki útlendinga en hlífa land- anum. Síðast heyrði ég fréttir á Rás tvö, þar sem greint var frá undrun manna á vali á fót- boltamannsins Gascoigne í landslið Englendinga, þar sem sögur segðu að hann hefði bar- ið konu sína og ætti við drykkjuvandamál að stríða. Þá voru nefndir tveir aðrir valdir menn í sama landslið og við- líka undrun, þar sem þeir ættu við áfengisvandamál að stríða! Ekkert hik hér. „Mannorðsmorð" á bak við tjöldin Viðurkennt er, að svokallað- ar opinberar persónur njóti takmarkaðrar friðhelgi vegna „Siðferðileg álitamál. Um slík efni hefur oft verið fjallað í íslenzkum fjölmiðlum, þ.e. siðferðileg álitamál annarra en fjölmiðla og fjölmiðlunar.“ stöðu sinnar og hlutverks í samfélaginu. Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra kvartaði reyndar í sjónvarpi undan því að hægt væri að fjalla um sig nánast takmarka- laust í skjóli þessarar hugsun- ar. í Dagsljósi spurði Logi Bergmann m.a. Sonju B. Jóns- dóttur og fleiri álits á meint- um mannorðsmorðum blaða- og fréttamanna: Sonja, sem nú er ritstjóri kvennablaðsins Veru, kvaðst á sínum tíma hafa orðið daglega vitni að mannorðsmorði í Hafskips- málinu fyrir einum áratug! Þetta kom mér á óvart, því ég minntist ekki þess, að aðilar þess máls hefðu hlotið um- fjöllun í fjölmiðlum umfram það sem efni stóðu til. Þau voru reyndar ærin. Þess vegna spurði ég Sonju sérstaklega hvað hún hefði átt við. Skýringin var sú, að á þessum tíma hefði hún starf- að á fréttastofu Ríkissjón- varps. Þar hefðu tveir menn gengið daglega fram og aftur og velt upphátt vöngum yfir því hvað væri hægt að finna á Hafskipspiltana fyrir kvöldið! Þetta munu hafa verið Ingvi Hrafn Jónsson og Hallur Hallsson!! Þessi athugasemd Sonju segir náttúrlega ekkert, ef mið er tekið af fréttaflutn- ingi Ríkissjónvarpsins. Haf- skipsmálið var tekið mildum tökum á þeirri stöð. Þetta passar illa, ef mið er tekið af sjálfum fréttunum. Þetta hlýt- ur að hafa verið eins konar „teater“ af hálfu þeirra félaga. Hvað um það, í Hafskipsmál- inu voru aldrei framin mann- orðsmorð, ávallt farið varlega og aldrei fjallað um þá sem seka menn, heldur sakborn- inga. Sonja var að segja frá óverj- andi afstöðu tveggja manna innan veggja fréttastofu en alls ekki opinberum mann- orðsmorðum í fréttatímum. Á þessu verða fréttamenn að gera greinarmun. Annað er villandi. Siðferðileg álitamál. Um slík efni hefur oft verið fjallað í ís- lenzkum fjölmiðlum, þ.e. sið- ferðileg álitamál annarra en fjölmiðla og fjölmiðlunar. Á meðal íslenzkra blaða- og fréttamanna er fréttasiðferðið yfirleitt I góðu lagi. Hins vegar eru íslenzkir blaðamenn ekki almennt vanir því að fjalla um siðfræðileg efni sem lúta að þeim sjálfum. Þeir hafa ekki fengið neina þjálfun í slíku. Það skortir á hina heimspeki- legu æfingu. , Bókmenntagetraun Þeir sem vita nafn höfundar textans hér til hliðar ættu að senda okkur línu, annaðhvort í pósti til HP Borgartúni 27, 105 Reykjavík, eða í myndrita s. 552 2311, og láta nafn og heimilisfang sendanda fylgja. Dregið verður úr réttum lausnum og vinningshafa send bókin Blóðakur eftir Ólaf Gunnarsson, sem Forlagið gefur út. I síðustu viku spurðum við um tvo höfunda. Vísan var eftir Steph- an G. Stephansson (íslenska þokan í ljóðasafninu Andvökumj og Vig- dís Grímsdóttir var höfundur textabrotsins (Kaldaljós). Vinningshaf- inn er Hulda Gunnarsdóttir, Sörlaskjóli 29, Reykjavík, og fær hún senda bókina Undir huliðshjálmi eftir Dóru S. Bjamason. Hver skrifadi? Síðastur í þessu göfuga föruneyti gekk tignarmaður einn kyr í fasi, hugull og sjálfumnægur. Þessi maður var vel á sig kom- inn og erfitt að segja aldur hsns, slétt farinn í andliti og réttnefj- aður, munnsvipurinn í senn mjúkur og dapur, aitaðþví kvenleg- ur og þó án hviklyndis. Hinar settu hreyfingar vitnuðu um lánga tamningu. En þótt augnaráð hans væri fast og kyrt voru augun full viðkensla, stór og skýr og því líkust sem sjónflöturinn væri víðari en annara manna svo færra leyndist fyrir þeim. Eminent Europeans Personalities who shaped contemporary Europe Ritstjórar: Martyn Bond, Julie Smith og William Wallace The Greycoat Press Evrópusambandiö er tilraun stóru meginlandsþjóðanna til aö ná samkomulagi um varan- legan friö. Eftir tvær heimsstyrj- aldir á fyrrihluta aldarinnar varö til Stál- og kolabandalagið, sem síðar þróaöist og varö aö ESB eins og viö þekkjum þaö í dag. I þessari stórpólitísku atvika- röö komu margir einstaklingar viö sögu og þeir voru ekki allir þjóöhöfðingjar eöa þekktir stjórn- málamenn. Til að mynda er vandséö aö Evrópa liti út eins og hún gerir í dag án tilstillis Frakk- ans Jeans Monnet. í þessari bók er sagt frá Monnet og það gerir ævisöguritari hans, Francois Duchéne. Kaflinn um Monnet er tæpar tuttugu blaösíöur sem þýöir aö á innan viö hálftíma get- ur maöur kynnst einum helsta frumkvööli ESB. Aörir bókarkaflar eru ekki síður áhugaveröir, t.a.m. um frumherja „Evrópu- hugsunarinnar" á Bretlandi og þátt viöskiptajöfra í mótun ESB. Þá er fjailað um hlut bandarískra stjórnmálamanna og afstööu Austur-Evrópumanna, t.d. Vacl- avs Havel í Tékklandi, til sam- runaþróunarinnar. Bókina þarf aö sérpanta. Fjölmiðlar í tölum Fleiri sjón- varpsstöðvar enmiimi Pbreytaii Eftir þvf sem framboð sjón- varpsefnis hefur aukist með tilkomu nýrra sjónvarpsstööva sem keppa um sama hóp áhorf- enda er Ríkissjónvarpið orðið æ líkara Stöð 2 í efnisvali. Enn má þó greina mun á milli stöðvanna hvað framboð efnis varðar. Þetta á einkum við um fréttir og frétta- tengt efni sem og íþróttir. Á með- an Ríkissjónvarpið reynir að vera trútt þeirri skyldu sinni að höfða til óltkra hópa á meðal áhorfenda og sýna upplýsandi efni leggur Stöð 2 allt kapp á að ná sem flestum áhorfendum með skemmtun og afþreyingu í formi bíómynda og framhaldsþátta. Útsendingartlmi sjónvarpsstööva á viku 1984 1988 1990 19931995 RÚV 26 41 48 52 59 Stöö 2 — 72 79 80 85 Sýn — — — — 31 Stöö 3 — — — — 65 Efni sjónvarpsstööva (hlutfall) RÚV 1984 1988 19931995 Fréttir og tengt efni 22 16 12 14 Afþreying 39 . 16* 39 37 íþróttir 18 19 10 13 Barna- og ungl.efni7 16 20 16 * Aðeins blómyndir og leikrit, annaö skemmtiefni ótaliö áriö 1988 Stöð 2 1988 19931995 Fréttir og tengt efni 6 7 8 Afþreying 68 63 61 Iþróttir 5 6 7 Barna- og ungl.efni 10 15 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.