Helgarpósturinn - 07.11.1996, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1996
9
Vika á
Kanari
19. nóvember frá kr.
29.900
Nú bjóðum við þér hreint ótrúlegt
tilboð í solina a Kanari í glæsilega
vikuferð, þar sem þú tekur þátt í
spennandi dagskrá alla daga, hvort sem er kvöldvökur
eða spennandi kynnisferðir og nýtur traustrar þjón-
ustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Nú getur
þú tryggt þér spennandi tilboð: Þú bókar ferðina í
dag eða á morgun á tilboðsverði og viku fyrir brottför
staðfestum við gististaðinn, góðan
gististað á Ensku ströndinni.
HEIMSFERÐIR
Skyldi það ennþá vera karlmannsverk að kaupa bíl og kvenmannsverk að velja þvottavél? Blaðamaður
Helgarpóstsins fór á stúfana og komst að því að heimilisfjármálin eru fyrst og fremst á ábyrgð kvennanna.
Þær virðast hafa töglin og hagldirnar þegar kemur að fjárfestingum og sparnaði fyrir fjölskylduna.
Þorfinnur: Konan miklu skynsamari en ég í fjármálum.
búnir að taka meiri áhættu en
þær konur sem komi. „Hins
vegar, ef fólk er með eitthvert
fé að ráði á milli handanna, þá
finnst mér algengara að hjón
taki sameiginlega ákvörðun
um stóru fjárfestingarnar."
En er það bara starfið sem
réð því að þú tókst að þér
peningamálin?
„Nei, ég er miklu samvisku-
samari og á auðveldara með
að halda utan um þessa hluti
og taka ákvarðanir," segir
Anna Karen. „Ég held að það
sé mjög algengt með konur að
þær leyfi körlunum aðeins að
koma að hlutunum til að þeir
haldi að þeir hafi ráðið ein-
hverju, en á endanum taka þær
ákvarðanirnar. Þær fara bara
fínt í það.“
Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562 4600
Pað sama uppgötv-
aði breski blaða-
maðurinn Beverly
D’Silva sem kannaði
málið fyrir helgarblað
Independent. „Það eru
konurnar sem hand-
fjatla heimilispening-
ana, fjárfestingar
heimilisins eru undir
styrkri kvenlegri
stjórn," segir Beverly
og bendir á að rann-
sóknir hafi sýnt að eig-
inkonan stjórni fjár-
málum heimilisins,
hver svo sem vinni fyr-
ir peningunum. Þrátt
fyrir að karlar séu í
stjórnunarstöðum á
flestum sviðum utan
heimilisins og hafi um-
sjón með fjármálunum
í fyrirtækjum og stofn-
unum, nefndum og
ráðum, þá láta þeir
fjármálin í hendurnar
á eiginkonunni þegar inn fyrir
dyrastafi heimilisins er komið.
Konurnar
eru íhaldssamari
Grundvallarmunur á skap-
gerð kynjanna ræður því
hversu tilbúin þau eru til að
taka áhættu með peninga og
leggja í fjárfestingar sem stefnt
gætu sambandinu í voða. Karl-
ar og konur reynast hafa jafn-
mikið vit á fjármálum en karl-
arnir láta sem þeir viti meira,
konurnar sem þær viti minna.
Þær eru óragari við að spyrja
spurninga sem gætu virst ein-
feldningslegar en eru þó nauð-
synlegar til að átta sig á þeim
skuldbindingum sem fjárfest-
ingunni fylgja. Þetta staðfesta
starfsmenn fjárfestingarfyrir-
tækja, bílasalar og bankastjór-
ar sem dags daglega vinna við
að lána fé eða útvega fjárfest-
ingar.
Þessi grundvallarmunur
veldur því að peningar eru ein
meginástæða þess að fólk fer
fram á skilnað að því er hjóna-
bandsráðgjafar á Bretlandi
halda fram, og þar með setja
þeir peningana í sama flokk og
deilur um barnauppeldi og
pirring út í tengaforeldra. Ráð-
gjafarnir segja að ágreiningur
um fjármál endurspegli oft
önnur vandamál í samband-
inu, parið sé kannski ekki nógu
náið og skuldbindingar óveru-
legar. Og peningarnir geta orð-
ið að beittu vopni; ef eiginmað-
urinn hefur orðið uppvís að
framhjáhaldi getur konan farið
að vera kærulaus með peninga
til að hefna sín.
Það er greinilegt, segja þess-
ir sömu ráðgjafar, að fólk sem
átt hefur sína eigin reikninga
og sinn eigin sparnað áður en
það byrjaði saman getur átt
erfiðara með sameiginlegu fjár-
málin en foreldrarnir.
Peningar, barnauppeldi
og tengdaforeldrar
Bilið milli kynjanna er gleitt
þegar kemur að fjárfestingum
því konur vilja hafa allt á
hreinu og spila upp á öryggið
en karlar mæna á hagnaðar-
vonina án þess að taka tillit til
Verð kr.
29.930
M.v. hjón með 2 börn,
2-11 ára, 19. nóv., 7 nætur.
Verð kr.
39.960
M.v. 2 í íbúð, 19. nóv.,
7 nætur, skattar innifaldir.
Anna Karen: Á endanum eru það konurnar sem ráða fjármálum heimilisins.
áhættunnar. Þeir láta glepjast
af gylliboðum um svimandi
háa vexti í vafasömum erlend-
um fjárfestingarsjóðum meðan
konurnar velja stöðugleikann
og öryggið í bönkunum heima
fyrir.
Starfsmenn íslenskra verð-
bréfafyrirtækja taka undir
þetta. „Karlmennirnir sem
leita hingað eru miklu áhættu-
fíknari en konur,“ segir karl
sem selur hiutabréf. „Konur
eru yfirhöfuð jarðbundnari
þótt erfitt sé að alhæfa. En það
er merkilegt að maður sér jjað,
einkum á fólki sem gengur
menntaveginn, að konan er
miklu íhaldssamari.”
Kona sem starfar sem ráð-
gjafi hjá verðbréfasjóði fullyrð-
ir hins vegar að munurinn sé
breytilegur eftir aldri fremur
en kyni, yngra fólkið sé frekar
tilbúið til að freista þess að fá
betri ávöxtun og taka áhættu.
„Eldra fólk ætti reyndar ekki
að taka áhættu með fjármuni,"
segir hún. „En þetta er misjafnt
eftir því hvort það er upp-
sveifla í þjóðfélaginu. Þegar vel
gengur koma bæði kynin jafnt
en þegar ekki gengur vel í þjóð-
félaginu er það frekar kvenfólk-
ið sem kemur og vill vera for-
sjált."
Engar
skuldbindingar fyrr en...
Karlar eru ekki feimnir við
að viðurkenna hvernig þessum
hlutum er háttað á heimilinu. í
könnun sem breskt trygginga-
fyrirtæki lét gera meðal hjóna
kom í ljós að annar hver karl
sagði að konan væri betri í að
fara með peninga heimilisins
og að tveir af hverjum þremur
karlmönnum taka ekki ákvarð-
anir um fjárfestingar án þess
að konurnar hafi farið yfir og
útskýrt fyrir þeim skuldbind-
ingarnar sem fylgja samningn-
um.
íslenskir karlmenn eru engin
eundantekning. Ingólfur V.
Gíslason, starfsamaður karla-
nefndar Jafnréttisráðs, er að
vinna úr niðurstöðum jafnrétt-
iskönnunar sem hann gerði
meðal karlmanna. Hann spurði
meðal annars að því í þessari
karlakönnun hvernig málum
væri háttað á heimilinu þegar
ákvarðanir væru teknar um
meiriháttar fjárfestingar. Að
sögn Ingólfs sögðu flestir við-
mælenda hans að þau hjónin
tækju jafnan þátt, en þó sýnd-
ist sér vera örlítil tilhneiging í
þá átt að konan ýtti frekar á
um að ákvörðun væri tekin.
Síðan settust þau niður og
tækju ákvörðunina í samein-
ingu. „Það er með þetta eins og
aðra þætti heimilislífsins, að
það er alveg Ijóst að þetta er
ábyrgðar- og stjórnunarsvið
konunnar, hvort sem hún er
þvinguð til þess vegna ábyrgð-
arleysis karlsins eða hún tekur
þetta að sér ótilneydd." Ingólf-
ur segir að þess vegna væri
eðlilegt að draga þá ályktun að
það væri konan sem sæi um
fjármálin, þótt hann hefði ekki
spurt um annað en stærstu
fjárfestingarnar.
Hún er fjármálastjórinn
Anna Björg Petersen og
Magnús Pálmi Ömólfsson eru
bæði í háskólanámi og hafa bú-
ið saman í tvö ár. Anna Björg
verður fyrir svörum og segist
sjá um fjármál heimilisins.
„Það er ég sem sé um að borga
reikningana á réttum tíma,
þótt við leggjum bæði til pen-
ingana,“ segir hún. „Ég hugsa
meira um hagkvæmni í rekstri,
— þótt Magnús sé að læra hag-
fræði og ætti því frekar að hafa
áhuga á þessu.“ Anna segir að
þetta eigi bæði við um dagleg-
an rekstur heimilisins og
stærri fjárfestingar á borð við
bílinn sem keyptur var í sum-
ar. Hún segir að þau hafi legið
lengi yfir dæminu með bílinn
áður en þau létu verða af kaup-
unum og á endanum hafi hún
tekið ákvörðun um fjárfesting-
una. „Ég held að það sé
kannski frekar að konurnar ýti
á eftir karlmönnum að taka
ákvarðanir, ekki endilega að
þær taki ákvarðanirnar einar,“
segir Anna Björg.
Hvers vegna heldur þú ut-
an um fjármálin?
„Er það ekki yfirleitt konan
sem man eftir því að
fara í bankann og
borga reikningana,"
spyr Anna á móti.
„Mamma sér alveg
um þetta til dæmis.“
En er Magnús
ekkert að taka
völdin af fjármála-
stjóranum eftir því
sem hann kemst
lengra í náminu?
„Hann kannski
kemur með
gáfulegri at-
hugasemdir,"
segir Anna
Björg hlæjandi.
Er hann
kannski á öðr-
um nótum,
heldurðu að
hann myndi
taka meiri
áhœttu?
Anna segist
efast um það.
„Við erum mjög svipuð
með þetta,“ segir hún.
„Við tókum reyndar einu
sinni áhættupróf upp úr
einni kennslubókinni hans
og það kom þannig út að
ég væri miklu meiri
áhættufíkill en hann, samt
er ég ábyrgari venjulega."
Konan er
atvinnumaðurinn
Þorfinnur Ómarsson,
framkvæmdastjóri Kvik-
myndasjóðs, segir að sér
sé bæði ljúft og skylt að
láta konnunni sinni eftir
að ráða flestu á þessu
sviði. „Hún vinnur náttúr-
lega í fjárfestingabransan-
um þannig að hún er at-
vinnumaðurinn,” segir
hann, „svo er hún bara
miklu skynsamari en ég!
Við tökum í sjálfu sér allar
ákvarðanir saman ef það
er eitthvað af viti en í
smærri verkefnum reyn-
um við að vera dálítið
sjálfstæð, gerum stundum
það sem okkur sýnist."
Þorfinnur segist efast um
að nokkur munur sé á
þeim hvað áhættu varðar
og segir að engir árekstrar
séu til staðar um fjármál-
in.
En hvað með leiðin-
legu gluggabréfin?
„Svo lengi sem við eig-
um fyrir þeim fer hún með
reikningana, enda er hún
að vinna í verðbréfafyrir-
tæki þar sem banki er inn-
anhúss, svo það er þægi-
legra fyrir hana að sjá um
bankaferðirnar."
Anna Karen Hauksdótt-
ir, eiginkona Þorfinns, er
ráðgjafi hjá Verðbréfa-
markaði íslandsbanka.
Hún tekur undir með Þor-
finni og segir að öll fjármál
heimilisins séu á sínum
herðum, og að þannig sé
það mjög víða, — konan
sjái um heimilispening-
ana. Anna Karen segir þó
að enn séu karlmenn í
meirihluta viðskiptavina
fyrirtækisins og það sé
greinilegt að þeir séu til-
Konur hafa
meira fjármálavit
en karlar