Helgarpósturinn - 07.11.1996, Blaðsíða 18
18
FIMIVmJDAGUR 7. NÓVEMBER1996
Sveitó vestri?
Dead Man
★★★★ y
Aðalleikendur: Johnny Depp, Gary Farmer,
Lance Henríkson, Robert Mitchum og fleiri.
Handrít og leikstjóm: Jim Jarmusch.
að þykir ekkert fréttnæmt
að heyra að nýjasta mynd
Jims Jarmusch sé skrýtin;
engin af myndum hans hefur
getað talist eðlileg og er Dead
Mart engin undantekning. Hún
gerist í villta vestrinu en fjallar
ekki um kúreka og tónlistin er
mestöll spiluð á einn raf-
magnsgítar. Bærinn sem
myndin gerist í er ógeðslegur
forarpyttur og algjörlega á
skjön við bæi gömlu kúreka-
myndanna. Inn í þennan við-
bjóðslega sveitó bæ kemur
menningarlega sinnaður mað-
ur sem leikinn er af Johnny
Depp. Hann er þó ekki lengi að
lenda í klandri og áður en hann
veit af er hann eftirlýstur fyrir
morð af grimmum verksmiðju-
eiganda, sem Robert Mitchum
leikur.
Jarmusch kýs að hafa mynd-
ina í svart/hvítu eins og tvær
bestu myndir hans, Stranger
Than Paradise og Down By
Law, voru. Á það vel við hinn
sérkennilega stíl myndarinnar
sem og hinar furðulegu per-
sónur sem skjóta sífellt upp
kollinum. Ein af þeim er indíán-
inn Nobody sem leikinn er af
Gary Farmer. Hann er án efa
skemmtilegasta týpa myndar-
innar fyrir utan furðulega
ferðalanginn, sem Iggy Pop
leikur. Það er án efa ein fyndn-
asta og ógeðfelldasta persóna
Jarmusch til þessa.
Myndataka Robbys Muller
er mjög góð og sérstök hvað
varðar lýsingu og andstæður.
Jarmusch sjálfum hefur tekist
að skapa verk sem er bæði
skemmtilega ótrúlegt og sér-
stakt en um leið svo raunsætt
að það hefði mátt halda að
myndin væri tekin á tímum
villta vestursins. Persónurnar
eru allar mjög ólíkar og eftir-
minnilegar auk þess sem sagan
sjálf gæti ekki verið betri. Dead
Man er sennilega besta mynd
Jarmusch, því hún hefur til að
bera alla hans kosti. Myndin er
fyndin, alvarleg, býr yfir mjög
góðum samtölum og er svo
náttúrulega alveg stórfurðu-
leg.
Eyj a Dr. Brando
The Island of
Dr. Moreau
★
Aðalleikendun Marion Brando, Val Kilmer,
David Uiewlis, Fainiza Balk og fleiri. Leik-
stjórn: John Frankenheimer.
Hinn stórgóði höfundur
H.G. Wells samdi sögu ár-
ið 1896 sem fjallaði um eyju
þar sem óður vísindamaður
gekk of langt og braut lögmál
náttúrunnar með hræðilegum
afleiðingum. Sagan var á sínum
tíma ekki bara spennandi vís-
indaskáldskapur heldur líka
áhrifamikil dæmisaga. Nú hef-
ur leikstjórinn John Franken-
heimer fært sögu Wells yfir á
hvíta tjaldið og má þar glögg-
lega greina afturför hjá leik-
stjóra sem var eitt sinn mjög
fær.
Frankenheimer byrjar mynd-
ina á hafi úti þar sem við fáum
að kynnast aðalpersónunni
sem leikin er af David Thewlis.
Thewlis lék eins og margir
muna aðalpersónuna í mynd
Mikes Leigh, Naked, og býst ég
við að eftir að hafa séð hana þá
geti manni ekki þótt mikið til
Thewlis koma í þessari mynd.
Val Kilmer leikur klikkaðan að-
stoðarmann Moreaus, Montg-
omery, hasshaus sem hefur
mikið dálæti á því að prófa lyf
dýranna sjálfur. Kilmer hefur
oft sýnt það og sannað hversu
fær leikari hann er, en honum
mistekst herfilega hér. Brando
sjálfur er hálfhlægilegur sem
brjálaði vísindamaðurinn sem
telur sig vera guð. Hann er
klæddur upp eins og keisari og
gengur um í slopp og með hatt
sem er fullur af klökum og kæl-
ir hausinn á honum. Dýrin eru
furðuleg blanda af hinum og
þessum kvikindum sem maður
hefði frekar átt von á að sjá í
StarWars-mynd. Gervin eru þó
góð, enda er það brellumeist-
arinn Stan Winston, sem hann-
aði skímslið í Aliens, sem býr
til skepnurnar og þó að frá
tæknilegri hlið séu þær vel
unnar, þá eru þær bara svo
hlægilegar að þeim tekst ekki
að vekja neina spennu. Og það
er, þegar á heildina er litið, að-
algalli myndarinnar. Þrátt fyrir
góða leikara, góðan brellu-
meistara og góðan leikstjóra
þá er myndin hvorki dæmisaga
né er hún spennandi.
EltM
SVÖRIN:
1. Öll svör eru jafngild nema
D. Hafirðu merkt við D bendir
það til að þú sért ekki nógu
vakandi fyrir þínum eigin við-
brögðum undir álagi. A=20,
B=20, C=20, D=0.
2. B er besti kosturinn. For-
eldrar sem búa yfir miklum til-
finningaþroska nota tækifærið
þegar barnið lendir í vandræð-
um til að kenna því að skilja til-
finningar sínar og finna ráð til
lausnar vandanum. A=0, B=20,
C=0, D=0.
loft og vinna gegn fordómum
er að lýsa því afdráttarlaust yf-
ir að slíkt orðalag líðist ekki á
vinnustaðnum. A=0, B=0, C=20,
D=0.
6. D. Rannsóknir á reiði og
aðferðum við að róa reiða ein-
staklinga hafa sýnt að árang-
ursríkasta aðferðin er fólgin í
því að leiða hugann frá ástæðu
reiðinnar, auðsýna skilning og
stinga loks upp á öðru og mild-
ara sjónarhorni gagnvart hinni
upphaflegu ástæðu reiðinnar.
3. A. Að vera fær um að gera
sér áætlun um að leysa vand-
ann og fylgja henni er einmitt
merki um sjálfsþroska. A=20,
B=0, C=0, D=0.
4. C. Hæfileg bjartsýni er til
marks um tilfinningalegan
þroska og verður til þess að
maður lítur á mótlæti sem
áskorun og mistök sem holla
lexíu. Hæfileg bjartsýni felur í
sér að reyna nýjar aðferðir
fremur en að gefast upp, ásaka
sjálfan sig og leggjast í þung-
lyndi. A=0, B=0, C=20, D=0.
5. C. Árangursríkasta aðferð-
in til að skapa rétt andrúms-
7. A. Gerðu að minnsta kosti
20 mínútna hlé. Það tekur að
minnsta kosti þann tíma fyrir
líkamann að komast í samt lag
eftir heiftarlega reiði. Reiðin
leiðir hugann afvega og eykur
líkurnar á ósanngjörnum árás-
um. Eftir að reiðin hefur sjatn-
að er mun líklegra að þið getið
rætt málið og náð árangri með
samtalinu. A=0, B=5, C=5,
D=20.
8. B. Hópstarf gengur best
þegar allir hafa náð að kynnast
og er farið að líða vel í návist
hinna. Undir slíkum kringum-
stæðum getur hver og einn
lagt mest af mörkum. A=0,
B=20, C=0, D=0.
9. D. Feimni barna er iðulega
unnt að lækna ef foreldrarnir
vinna skipulega að því að
skapa aðstæður sem krefjast
þess af barninu að það takist á
við vandann en eru á hinn bóg-
inn ekki of erfiðar. A=0, B=5,
C=0, D=20.
10. B. Með því að takast á
við hæfilega krefjandi verkefni
er líklegast að þér takist að
skapa það hugarástand og vel-
líðan sem auðveldar þér bæði
nám og frammistöðu. A=0,
B=20, C=0, D=0.
HVERNIG ÁTTU
SVO AÐ TULKA
STIGAFJOLDA ÞINN?
200 — Tilfinningaþroski
þinn er allt að því ofurmann-
legur. (Með öðrum orðum: Þú
svindlaðir.)
175 — Þú hefur meiri tilfinn-
ingaþroska en flest þau stór-
menni sögunnar sem einkum
hafa getið sér orð fyrir sálar-
legt jafnvægi.
150 — Þú getur borið þig
saman við sjálfan Mahatma
Gandhi.
125 — Þú getur borið þig
saman við Sigmund Freud.
100 — Tilfinningaþroski
þinn er í meðallagi.
75 — Hefur þér dottið í hug
að leita til sálfræðings?
50 — Þú átt í erfiðleikum á
tilfinningasviðinu.
25 — Að því er tilfinninga-
þroska varðar stendur þú á
sama stigi og Neandertals-
maðurinn.
0 — Um tilfinningaþroska
þinn er ekkert að segja. Hann
er sem sé enginn. (En það er
auðvitað líka hugsanlegt að þú
hafir ætlað að vera sniðug(ur)
og svindla — með þessum
hrapallegu afleiðingum!)
Tilfinningaþroski skapar þér
betri stöðu í samkeppni við
aðra. Jafnvel á vinnustöðum
þar sem allir eru vel gefnir
sýna kannanir að það eru ekki
endilega þeir sem hafa hæsta
greindarvísitölu sem afkasta
mestu eða skila bestum
árangri í starfi, heldur fremur
hinir sem búa yfir þroskuðu
tilfinningalífi. Há greindarvísi-
tala getur vissulega gagnast
þér vel ef þú starfar að fræði-
legum rannsóknum en þrosk-
að tilfinningalíf er til dæmis
líklegra til að skila þér árangri
ef þú ætlar að reyna fyrir þér I
stjórnmálum eða fjölmiðlun.
Umburðarlyndi og svipaðir
eiginleikar, sem iðulega eru
taldir búa í hjartanu fremur en
heilanum, auka líkur á að
hjónaband þitt verði farsælt.
Það er skortur á þessum eigin-
leikum sem skýrir hversu
hrapallega fólki getur mistek-
ist að stjórna eigin lífi þrátt
fyrir himinháa greindarvísi-
tölu.
Rannsóknir á fólki með háa
greindarvísitölu en lítt þrosk-
að tilfinningalíf sýna einmitt
hinn dæmigerða leiðindapúka.
Þetta fólk er óhemju gagnrýn-
ið á aðra, vanafast og sýnir
ógjarnan tilfinningar né heldur
er það reiðubúið að taka við
tjáningu annarra á tilfinninga-
sviðinu. Fólk með þroskaðar
tilfinningar er svo þvert á móti
opnara, binst öðru fólki auð-
veldlega tilfinningaböndum og
leggur iðulega á sig vinnu í
þágu einhvers málstaðar.
Þetta fólk á auðvelt með að
auðsýna samúð en jafnframt
er tilfinningalíf þess í góðu
jafnvægi. Því líður vel og það
er ánægt með sjálft sig, aðra
og tilveruna yfirleitt.
Há greindarvísitala gerir þig
vissulega að gáfumenni — en
ekki endilega að góðmenni.
Ari Eldjárn
skrifar um
kvikmyndir
Bíóin í
bænum
DOásföáiDgiM^
The Nutty
Professor
★
Murphy eins og hann gerist verstur.
Horfíð frekar á frummyndina eöa ieig-
iö „Eddie Murphy Delerious’.
The Arrival
★
Handritið er fáránlega paranoid, leik-
stjðrnin slðpp og geimverumar hlægi-
legar.
Djöflaeyjan
★★★★
íslensk kvikmyndagerð á uppieiö.
Vonandi koma fleiri svona.
Jerusalem
★★★
Bille August í góöu formi. Sagan er
dramatísk og Maria Bonnevie skarar
fram úr.
§Á\ffiffl=[8)fiá)ÍDD
A Time To Kill
★★★
Effektift réttardrama meO góOum leik-
urum. Matthew McConaughey er
bestur.
Phenomenon
★★
Myndin byijar vel og fyrri helmingur-
inn er skemmtilegur en hún klúörast
gjörsamlega eftir hlé.
Trainspotting
★★★★★
Besta mynd ársins. Sprenghlægileg
og viöbjóösleg á köflum og sjónræn
veisla.
Eraser
★★
Meöalgóö spennumynd. Slökktu á
heilanum og gleymdu allri skynsemi
og þá hefuröu gaman afþessu.
©■^©fPODQDlMá)
Djöflaeyjan
(Sjá Háskólabíó)
Multiplicity
★★★
Sprenghlægileg gamanmynd meö Mi-
chael Keaton í aðalhlutverki.
Sunset Park
0
Nei hættiöi nú alveg! Dangerous
Minds á körfuboltavelli?
ILsiBDlsirásMá
Striptease
★★
Ekkert hræöileg og ekkert frábær.
Burt Reynolds er fyndinn en endirínn
absúrd.
Escape from LA
★
John Carpenter vinnur greinilega bara
vel meö litla peninga á milli hand-
anna.
K^ŒÍbOgDDDOí]
Striptease
(Sjá Laugarásbíó)
Girl 6
★
Hvaö er Spike Lee aö hugsa? Ein-
hvers staöar innan um þrautleiöinleg
símavændisatriði leynist siöferöis-
saga.
ID4
★
Þjóöremba og tölvubrellur.
The Great White
Hype
★
Nokkur fyndin atriöi en slæmur endir.