Helgarpósturinn - 07.11.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1396
7
SS
ritað er af einum af starfs-
mönnum ÁTVR fyrir vheil-
brigðisgeirann", segir að ÁTVR
hafi jafnan litið svo á að hverri
nýrri tegund fylgi kynning,
öðru nafni sölumennska.
Óbeinar og jafnvel allt að því
„þráðbeinar“ áfengisauglýsing-
ar hafa færst mjög í vöxt á und-
anförnum árum og hver veit
nema tóbaksinnflytjendur fari
að grípa til „kynninga“ og ann-
arra svipaðra bragða. Þá má
benda á augljósar auglýsinga-
leiðir sem gætu haft nokkur
áhrif á íslandi, svo sem auglýs-
ingar í tímaritum sem njóta
vinsælda hér og auglýsingar á
íþróttaleikvöllum sem vænta
má að sjáist í sjónvarpi hér á
landi.
Reyndar mun þess vart að
vænta að Philip Morris og um-
boðsaðilinn hér, íslensk-amer-
íska, þurfi að hafa verulegar
áhyggjur af að falla út af mark-
aðnum eftir að hafa einu sinni
komist inn. Þær tegundir sem
ekki ná 0,5% markaðshlutdeild
á níu mánaða reynslutíma falla
út og verða ekki teknar inn aft-
ur fyrr en í fyrsta iagi eftir eitt
ár. Marlboro-sígaretturnar
voru á sínum tíma allvinsælar
á íslandi og varla ástæða til að
ætla annað en þær muni þegar
í upphafi ná þessari markaðs-
hlutdeild.
Ekki er vitað hversu stórri
markaðshlutdeild forsvars-
menn Íslensk-ameríska versl-
unarfélagsins reikna með að
ná. Helgarpóstinum tókst
hvorki að ná sambandi við
Bert Hansson forstjóra né Egil
Ágústsson framkvæmdastjóra,
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Hins vegar má benda á að síg-
arettur frá Philip Morris (og þá
einkum Marlboro) eru með
hátt í fimmtungshlutdeild í síg-
arettusölu í fríhöfninni í Kefla-
vík. í Evrópulöndum mun
markaðshlutdeildin víða vera
á bilinu 20-30% og allt upp í
45% í Sviss.
Peningar í húfi
Heildarsala tóbaks nam ná-
lægt fjórum og hálfum milljarði
króna á síðasta ári og sígarett-
ur eru langstærsti liðurinn í
þeirri sölu. Stór hluti þessara
fjármuna rennur til ríkisins en
það eru þó engir smápeningar
sem eru í húfi fyrir umboðsað-
ila þeirra tegunda sem mestra
vinsælda njóta.
„Komdu til Marlborolands." Þessi
auglýsing frá Philip Morrís-fýrir-
tælú'nu birtist á baksíðu Time á
svipuðum tíma og umboðsmenn
fyrírtækisins gengu á fund for-
stjóra ÁTVR þeirra erinda að knýja
hann til að hefla söiu á Mariboro.
Nú benda líkur til að íslendingum
gefist eins og öðrum kostur á
þessu „fyrirheitna landi“.
Tóbaksrisamir svífast einskis
— Sylvester Stallone fékk hálfa milljón dollara fyrir að nota ákveöna sígarettutegund í kvikmyndum og Marlboro fékk að vera með í Súperman II
Bandarísku tóbaksrisarnir
hafa áratugum saman háð
harða baráttu fyrir veldi sínu
og enn sem komið er oftast
farið með sigur af hólmi. Nú
eru að verða liðin 40 ár síðan
fullsannað þótti að reykingar
væru helsti orsakavaldur
krabbameins í lungum. Síðan
hafa fjöldamargir aðilar höfð-
að mál á hendur tóbaksfram-
leiðendum en undantekningar-
lítið tapað. Svo sterk ítök hafa
bandarísku tóbaksfyrirtækin
haft í þjóðfélaginu að nánast
ótrúlega lítið hefur borið á
umræðu um skaðsemi reyk-
inga. Tóbaksrisarnir hafa stutt
kosningasjóði stjórnmála-
manna sem þar af leiðandi
hafa ekki lagt sig í framkróka
við að berjast gegn reyking-
um. Fjölmiðlar hafa heldur
ekki þorað að taka af skarið af
ótta við að tapa auglýsinga-
tekjum. Raddir baráttumanna
gegn reykingum hafa þvl
lengst af verið hjáróma, enda
ekkert til sparað af hálfu þess-
ara stórfyrirtækja til að þagga
niður í þeim sem eitthvað hafa
haft út á reykingar að setja.
En nú virðist sem þetta sé
að breytast. Clinton, sem var
endurkjörinn forseti Banda-
ríkjanna á þriðudaginn, mun
vera fyrsti Bandaríkjaforset-
inn sem hefur baráttu gegn
reykingum á stefnuskránni.
Bob Dole, frambjóðandi repú-
blikana, er á hinn bóginn sagð-
ur tengdur tóbaksframleið-
endum eins og margir aðrir
stjórnmálamenn. Tóbaksfram-
leiðendur töpuðu sem sagt
forsetakosningum.
Reykingar drepa fleiri en
öll önnur erturlyf
Talið er að tóbaksreykurinn
verði hátt í hálfri milljón
Bandaríkjamanna að bana ár-
lega og sé þannig skæðara og
stórvirkara vígtól en áfengi,
heróín, kókaín og öll önnur eit-
urlyf til samans. Það er því
ekki að ástæðulausu að Lyfja-
stofnun Bandaríkjanna rihe
Food and Drug Administrati-
on) vill skrá nikótín sem eitur-
lyf. Til nýrra tíðinda telst líka
að bandaríska dómsmáilaráðu-
Heimspekingur
við Ijósritunarvél
Undarlegt og ófyr-
irséð atvik varð til
þess að bréf frá Syl-
vester Stallone —
þar sem hann þáði
hálfa milljón doliara
fyrir að nota sígarett-
ur frá ákveðnu fyrir-
tæki — komst alla
leið á Internetið. í
Bandaríkjunum eins
og annars staðar eru
dæmi þess að há-
skólamenntað fólk fái
ekki atvinnu. Einn
siíkur, reyndar með
doktorsgráðu í heim-
speki, varð að gera
sér að góðu að þekkj-
ast starf sem ljósrit-
ari á lögmannastofu
sem vann fyrir tób-
aksframleiðendur.
Honum ofbauð inni-
hald minnisblaðanna
sem hann ljósritaði
og ákvað að brjóta
trúnaðarheit sem
hann hafði undirritað
þegar hann var ráðinn til starf- Bandarísk sígarettuauglýsing frá fjórða áratugnum.
ans. Hann tók aukaljósrit af baráttumanni gegn reykingum, háskólans I Kcdiforníu. Glanz
þúsundum skjala og sendi þau Stanton Glanz, við læknadeild kom gögnunum á bókasafnið
Blessun páfans
Það eru ótrúleg-
ustu aðilar sem hafa
góðfúslega þegið
fjárframlög frá tób-
aksframleiðendum.
Philip Morris-fyrir-
tækið lagði á sínum
tíma fram sjö millj-
ónir dollara til
stuðnings Vatíkan-
inu þegar það var að
afla fjár til viðgerða
á listmunum. Þetta
framlag var þó talið
margborga sig, því
með þessu vannst
velvilji kirkjunnar og
blessun sjálfs páf-
ans. Slík blessun er
ekki ónýt „sölu-
mönnum dauðans“.
Á barnaveiðum!
Tóbaksrisarnir
vilja auðvitað síst af
öllu viðurkenna að markaðs-
setning þeirra höfði til ungs
fólks, unglinga og jafnvel
neytið hefur hafið
rannsókn á því hvort
framámenn tóbaks-
iðnaðarins hafi ekki
gerst sekir um mein-
særi þegar þeir hafa
haldið því fram fyrir
rétti að nikótín sé
ekki vanabindandi.
Tóbaksrisarnir
hafa einskis svifist til
að koma vöru sinni á
framfæri. Einkar
góða raun hefur það
gefið þeim að kaupa
sig inn í kvikmyndir
með vinsælustu
stjörnunum eða nota
ímyndir úr vinsælum
kvikmyndum. Öllum
slíkum samningum
var að sjálfsögðu
haldið vandlega
leyndum og óvíst að
peningarnir hafi ver-
ið gefnir upp til
skatts.
og eftir að dómstóll
hafði synjað lög-
mannastofunni um
að fá þau afhent tók
fyrirspurnum um
þau að rigna yfir
bókasafnið. Þetta
var meira en unnt
var að anna og málið
var ieyst með því að
veita aðgang að
þeim á Internetinu.
Nú hefur Kaliforníu-
háskóli gefið út úr-
val þessara skjala í
540 blaðsíðna bók
sem nefnist Sígar-
ettuskjölin „The Cig-
arette Papers."
Árið 1980 greiddi
Philip Morris 42 þús-
und dollara fyrir 22
innskot sem sýndu
Marlboro-vörumerk-
ið í kvikmyndinni
Superman II. í tveim-
ur tilvikum hafði Lo-
is Lane Marlboro á
skrifborðinu sínu og
blés frá sér sígar-
ettureyk glaðleg á
svip.
barna. í nýlegri bók eftir
Philip Hilt, sem alllengi hefur
skrifað um tóbaksrisana fyrir
New York Times, kemur hins
vegar fram að stórum hluta af
markaðsaðferðum tóbaksris-
anna er einmitt ætlað að ná til
ungmenna. Rannsóknir sýna
að fólk sem ekki byrjar að
reykja fyrr en eftir 21 árs ald-
ur hættir yfirleitt fljótlega aft-
ur. Það eru þeir sem byrja að
reykja á unglingsaldri sem
sitja fastir og geta ekki hætt.
Hilt segir í bók sinni Smok-
escreen: The Truth Behind the
Tobacco Industry Cover up:
„Fyrirtækin... verða að ná
árangri meðal ungmenna á
aldrinum 12-18 ára. Þannig
verður þessi vani inngróinn
hluti af sjáifsímynd þeirra...
Þessa freistingu þarf að leggja
fyrir ungmennin meðan þau
eru í mótun, einmitt þegar
barnið er að byrja að horfast í
augu við heiminn af alvöru."
Edison á móti reykingum
Eins og vikið var að í upp-
hafi virðist sem tak tóbaks-
framleiðendanna kunni að
vera að linast á bandaríska
markaðnum. Baráttan hefur
staðið lengi. Sem dæmi má
nefna að sá merki uppfinn-
ingamaður Thomas Alva Edi-
son réð ekki reykingamenn í
vinnu. Hann var reyndar ekki
alls kostar einn á báti. Framan
af öldinni voru reykingamenn
t.d. ekki vel séðir hjá bílafram-
leiðendum á borð við Ford og
Cadillac.
Fari svo að bandarískir bar-
áttumenn gegn reykingum
vinni verulega á og sala í
Bandaríkjunum fari að drag-
ast saman er ekki að efa að
þessir auðhringir munu verða
enn ófyrirleitnari í markaðs-
sókn sinni annars staðar,
sennilega einkum í þróunar-
ríkjunum. Dæmi um slíkt eru
þekkt. Þannig mun mæðrum í
allmörgum þróunarríkjum tal-
in trú um jjað í auglýsingum
og áróðri að þurrmjólk fyrir
börn sé mun hollari en móð-
urmjólkin.
(Byggt á „The New
York Review")