Helgarpósturinn - 23.04.1997, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 23.04.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1997 tm Jón Baldvin verdur geiKHien'n í Washington Davíð og Halldór losa sig við fimasta keppinautinn Jón Baldvin Hannibalsson, alþingismaður og fv. utan- ríkisráðherra, hættir í haust sem þingmaður Alþýðuflokks- ins og verður skipaður sendi- herra íslands í Bandaríkjunum. Helgarpósturinn hefur traustar heimildir fyrir þessari frétt í ríkisstjórn íslands. í fyrstu stóð ekki til að Jón Baldvin færi til Washington, en hann mun ekki hafa léð máls á öðru en að gegna sendiherraemb- ætti í Bandaríkjunum. Þá hefur HP heimildir um að erlendur þjóðarleiðtogi hafi staðfest á ráðstefnu erlendis að Jón Bald- vin færi vestur til Washington. Það fylgdi sögunni að hann hefði heimildir fyrir þessari frétt á æðstu stöðum á Islandi. Lausafregnir hafa verið á kreiki um langa hríð þess efnis að í haust taki Jón Baldvin við embætti sendiherra íslands í Bandaríkjunum. Enn neita þar til bærir menn að staðfesta þessa fregn opinberlega, en ónafngreindir heimildamenn Helgarpðstsins segja það full- víst að Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra skipi fv. for- mann Alþýðuflokksins sendi- herra íslands í Washington. Leiðtogar stjórnarflokkanna, Davíð Oddsson og Halldór Ás- grímsson, tóku þessa ákvörð- un í sameiningu og eru sagðir telja þessa ráðstöfun hyggi- lega á ýmsa lund. Einar Benediktsson sendi- herra í Washington er vænt- anlegur heim í sumar og fljót- lega upp úr því er búist við að Jón Baldvin fari vestur. Meginástæða þess að ekki hefur verið greint formlega frá þessu mun helgast annars veg- ar af þeim afleiðingum sem brotthvarf Jóns Baldvins mun hafa í Alþýðuflokknum og hins vegar þarf utanríkisráðherra að afla ákvörðun sinni skiln- ings innan utanríkisráðuneyt- isins, en þar mun vera nokkur órói vegna þessa máls og ann- arra. Akkur að Jóni Baldvini í utanríkisþjónustunni Það var alsiða, einkum fyrr á árum, að verðlauna gamla stjórnmálamenn með því að skipa þá sendiherra, en síð- ustu ár er ekki nema eitt dæmi eða tvö um slíkt. Þá var verið að leysa pólitískt vandamál. Rökin fyrir skipan Jóns Bald- vins Hannibalssonar í fiagg- embætti utanríkisþjónustunn- Alþýðufiokkurínn mun sakna Jóns Baldvins Hannibalssonar þegar hann hættir á þingi og verður sendiherra. ar á erlendri grund eru önnur. Þau eru sögð eiga rætur í þeim sið sem Jón Baldvin var frum- kvöðull að í tíð sinni sem utan- ríkisráðherra. Hann fólst í því að setja hæfileikamenn í sendi- herraembætti án þess að þeir hefðu gengið hina hefðbundnu skyldubraut embættaflakks ævidiplómata eða heyrðu til svokölluðum „réttum“ flokk- um. Halldór Ásgrímsson álítur það geta orðið styrk fyrir ís- land að skipa Jón Baldvin, mann sem gegnt hafi embætti utanríkisráðherra með sóma og þannig að eftir honum var tekið á erlendri grund. Á hinn bóginn er einnig rætt um að framsóknarmenn, en einkum þó sjálfstæðismenn, sjái sér akk í þessum ráðahag, þar sem stjórnarflokkarnir báðir vængstýfi með þessu fimasta fjandmann sinn í pólit- íkinni. Ekki er fráleitt að draga þá ályktun eftir samtöl HP við all- marga krata að kratar viti minna um væntanlega þróun mála en forystumenn stjórnar- flokkanna. Allir höfðu þeir heyrt frásögur af sendiherra- tign Jóns Baldvins, en meira kváðust fæstir vita. Þó er öll- um þingmönnum krata og fleiri valdamönnum í flokknum ljóst að Jón Baldvin hverfur af þingi í haust. Jón Baldvin hefur gert félögum sínum í flokknum það ljóst. Við tekur Ásta B. Þor- steinsdóttir varaþingmaður. Hvernig sem mál veltast eru það alþýðuflokksmenn sem hafa mestar áhyggjur af brott- hvarfi Jóns Baldvins. Þar ræð- ur mestu pólitísk snerpa og innsæi gamla formannsins, að mati viðmælenda HP í Alþýðu- flokknum og utan, sem segja að í þingflokki krata sé enginn þingmaður eða þingkona sem komist með tærnar þar sem Jón Baldvin er með hælana. Kratar sjá eftír Jóni — bjargaði flokksstjórn frá hneyksli! Á liðnum vetri hefur Jón Baldvin Hannibalsson ekki haft sig sérlega í frammi og sinnt ýmsum áhugamálum sínum, s.s. sjónvarpsþáttagerð fyrir Stöð 2. Þó hafa verið undan- tekningar frá því, t.d. vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar um lífeyrissjóðina. Forsagan að sérstökum afskiptum Jóns Baldvins er ekki beinlínis upp- örvandi fyrir Sighvat Björg- vinsson, nýjan formann flokks- ins. Eigi fyrir alls löngu var hald- inn flokksstjórnarfundur, þar sem Magnús Norðdahl, for- maður flokksstjórnar, gerði grein fyrir frumvarpinu og skýrði. Sem þingmaður var Jón Baldvin búinn að lesa þennan texta og þóttist heyra falskan tón í málflutningi Magnúsar. Fór hann í pontu og leiðrétti málflutninginn í bak og fyrir. Á fundinum kom að því að flokksstjórnarformaðurinn við- urkenndi að hann hefði ekki haft tíma til að lesa frumvarpið nægilega vel áður en hann kom á fundinn! Áður en Jón Baldvin bað um orðið hafði enginn óskað eftir því að gera athugasemdir og segja menn sem sátu fundinn að þetta mál hefði sloppið í gegnum flokksstjórn án at- hugasemdar um brotthvarf frá samtryggingu þjóðarinnar í átt að mesta fjármagnstilflutningi frá fátækum til ríkra, sem um gæti í sögu þjóðarinnar! Við eðlilegar kringumstæður fengi svona formaður fiokks- stjórnar, næstæðsti embættis- maður flokksins, að fjúka í hvelli — að minnsta kosti að fjúka. „í ljósi þessa má segja að Jón Baldvin sé ómissandi fyrir Al- þýðuflokkinn, þótt nóg sé af hæfileikafólki í flokknum," sagði stólpakrati við Helgar- póstinn. Jón Ólafsson kærir til Sam- keppnis1 stofaunar Jón Ólafsson, stjórnarformaður Stöðvar 2, kærír til Samkeppn- isstofnunar texta í dreifibréfi HP þar sem ítök Jóns í fjölmiðl- um eru gerð að umtalsefni. Stjórnarformaður Stöðvar 2, Jón Ólafsson, hefur kært Helgarpóstinn til Sam- keppnisstofnunar vegna dreifibréfs HP þar sem ítök Jóns í fjölmiðlum landsins koma við sögu. í dreifibréfi HP er m.a. fjall- að um valdasamþjöppun á fjölmiðlamarkaði og hvaða áhrif hún hefur á fréttaflutn- ing. „í haust sögðu fjölmiðlar frá uppsögn Elínar Hirst, fréttastjóra Stöðvar 2, en HP fór dýpra og sagði frá því sem fram fór á bakvið tjöldin. Núna þegar Jón Ólafsson, stjórnarformaður Stöðvar 2, er kominn með ítök í flestum fjölmiðlum landsins er ekki við því að búast að kafað verði í máiefni fjölmiðlarisans standi HP ekki vaktina," segir í dreifibréfinu. Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarmaður Stöðvar 2 og lögfræðingur, kærir seinni setninguna í tilvitnuninni í bréfi til Samkeppnisstofnunar fyrir hönd Jóns Ólafssonar. „ Jón Ólafsson telur að með tilvitnuðum orðum sé það fullyrt að hann stýri því í krafti eignahlutar sín [sic] í Fjölmiðlun hf. hvað birtist í fréttum þeirra miðla, sem Fjölmiðlun hf. á og rekur eða á hlutdeild í,“ skrifar Sigurður og vitnar til tveggja greina í samkeppnislögum er taka til góðra viðskiptahátta og ófull- nægjandi eða villandi upplýs- inga í auglýsingum. Jón Ólafsson hefur viður- kennt að hafa skipt sér af fréttaflutningi Stöðvar 2. í eft- irmálum af uppsögn Elínar Hirst á Stöð 2 sendi Jón frá sér yfirlýsingu þar sem hann kvaðst hafa sagt við Elínu að frétt um meint vanhæfi Pét- urs Kr. Hafstein hefði verið „tilefnislaus, ósmekkleg og út í hött“. Elín sagði aðra sögu af við- skiptum þeirra. „Þann fyrsta október síðastliðinn [1996] sagði Jón Ólafsson orðrétt við mig þegar ég innti hann eftir ástæðum þess að hann vildi skipta um fréttastjóra; að honum líkaði ekki minn stíll sem fréttastjóri, þar sem ég hugsaði ekki nóg um hags- muni fyrirtækisins. Hann nefndi dæmi um tvær fréttir sem hefðu kostað Stöð 2 tugi milljóna króna í auglýsinga- tekjur...“ sagði í yfirlýsingu Elínar. Sameignars j óð- irmeð hærri áiiöxtunen séreignasjóðir Lífeyrissjóðir verkalýðsfé- laganna, SAL-sjóðirnir, skil- uðu hærri ávöxtun en sér- eignasjóðirnir, samkvæmt skýrslu bankaeftirlits Seðla- bankans. Lífeyrissjóðir verkalýðs- hreyfingarinnar eru sameign- arsjóðir með skylduaðild en séreignasjóðirnir auglýsa sína þjónustu á markaði. Ávöxtun lífeyrissjóðanna hefur áhrif á greiðslugetu þeirra. Meðal þeirra sjónarmiða sem komið hafa fram í umræðunni um breytingar á lögum um lífeyris- sjóði er að aukin samkeppni þeirra á milli sé sjóðsfélögum til hagsbóta. í skýrslu bankaeftirlits Seðla- bankans um starfsemi lífeyris- sjóða fyrir árið 1995 kemur fram að SAL-sjóðirnir skiluðu 6,95 prósentum í hreinni raun- ávöxtun en séreignasjóðirnir 6,43 prósentum. SAL-sjóðirnir eru 24 en séreignasjóðirnir 12. Séu allir sameignarsjóðir taldir saman er hrein raunávöxtun þeirra ívið betri en séreigna- sjóðanna eða 6,58 prósent. .ukkupottur HP Hér tekur Klara Arnarsdóttir við þriggja mánaða korti í Aerobic Sport úr hendi Berglindar Óskar Einarsdóttur. Tilkynnt verður um vinningshafa þessa mánaðar í næsta tölublaði HP.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.