Helgarpósturinn - 23.04.1997, Page 14

Helgarpósturinn - 23.04.1997, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1997 Konditorí er nokkuö sem viö íslendingar þekkjum varla nema af afspurn. ffEru þetta ekki bakarar?“ gætu sumir sagt, en svo er ekki og konditorar vilja ekki láta kalla sig kökugeröarmenn. Aö minnsta kosti ekki samkvæmt konditorunum Þormari Þorbergssyni og Tine Buur Hansen, en þau hafa nýlega opnaö konditorí á Suöur- landsbraut 4 í dönskum stíl, CaféKonditori Copenhagen. Blaðamaöur HP brá sér í kaffi til þeirra og gæddi sér á kökunum. „Konditor er aðeins öðruvísi en bakari þó svo að þetta séu skyldar greinar,“ segir Þormar. „Konditorar sérhæfa sig í kök- um, kökuskreytingum og vinna með sælgæti og súkkulaði svo dæmi séu tekin. í raun er erfitt að útskýra í stuttu máli hver munurinn er nákvæmlega á bakara og konditor, því það er engin skörp lína á milli þessara atvinnugreina. Segja má að konditorí sé sérhæfing innan bakstursgeirans." Er ekki til íslenskt orð yfir konditor? Tine hlær og segist finnast það skrýtin tilhneiging hjá ís- lendingum að vilja íslenska allt. „Konditor er konditor og bager er bager,“ segir hún á dönsku, enda dönsk. „Margir halda því fram að konditor þýði kökugerðarmaður,“ segir Þormar. „Það er vitleysa. Ef' á að þýða kökugerðarmaður yfir á dönsku þá er það eitthvað í líkingu við „kagemager". Málið er að maður þýðir ekki orðið konditor yfir á íslensku. Kondi- tor er bara konditor rétt eins og rakari er rakari. Þetta nám er ekki til á ís- landi, en menn hafa haldið því fram að það sé ekki markaður fyrir menntaða konditora hér á landi. Það er að mörgu leyti rétt, en það sem þarf að gera er að búa til markað fyrir þessa stétt og það teljum við vera hægt. Það er enginn mun- ur á íslendingum og Dönum hvað varðar neyslu á brauði. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 14. útdráttur 4. flokki 1994 - 7. útdráttur 2. flokki 1995 - 5. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. júní 1997. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar þennan stutta tíma sem við höfum haft opið og við erum í raun mjög bjartsýn á framtíðina," segja þau Þormar Þorbergsson og hin danska Tine Boor Hansen. og kökum, en það er engin hefð fyrir sérstökum konditorum.“ Vaxandi atvinnugrein hér á landi Afhverju fóruð þið út í konditornám ? „Ég hafði nú alltaf hugs- að mér að verða kokkur," segir Tine. „Svo kynntist ég konditorínáminu í skól- anum, varð strax hugfang- in og ákvað að skella mér í það. Mér finnst mjög gam- an að fá sérstakar pantanir um kökur og skreytingar og geta jafnvel leikið mér svolítið við að búa kökurn- ar til og skreyta þær. Þetta verður á vissan hátt svolít- ið listrænt," segir Tine. „Ég var bara eins og margir íslenskir unglingar, sautján ára og vissi ekkert hvað ég vildi gera í fram- tíðinni," segir Þormar. „Foreldrarnir hvöttu mig til að fara að gera eitthvað, prófa eitthvað. Þá datt mér í hug að gerast bakari. Ég fór því að vinna í bak- aríi. Þar kynntist ég manni sem var útlærður konditor og fékk strax mikinn áhuga á því sem hann var að gera. Þetta gerði að verk- Markmiðið með þessum stað er að þeir sem koma hingað séu ekki að- eins að fá sér þetta hefðbundna— snúða, kleinur og vínarbrauð. Fólk á að sjá eitthvað sem það hefur ekki séð áður og geta leikið sér aðeins með bragðlaukana. 44 um að ég ákvað að skella mér út til Danmerkur að læra þetta fag. Ég fór því út og ætlaði að sjá til hvernig gengi. Þar var ég í tæp fimm ár og útskrifaðist loks sem konditor. Fékk meira að segja konu í kaupbæti," seg- ir Þormar, horfir á Tine og hlær, en hann og Tine kynnt- ust úti á meðan á námi stóð og felldu hugi saman. Tine horfir blítt til kærastans og brosir. Eru margir konditorar á íslandi? „Nei, þeir eru ekki mjög margir,“ segja þau. „í fyrsta lagi er ekki hægt að taka kondi- tornám hér á landi ennþá, að minnsta kosti ekki verklega hlutann. Ætli fyrstu konditor- arnir hafi ekki verið hér fyrir seinni heimsstyrjöldina, en í raun gerist ekki mikið í þess- um málum fyrr en árið 1990, svo ég viti til. Þá mennta nokkrir íslendingar sig sem konditorar og þá fyrst fer mað- ur að heyra um þetta fag hér á landi af einhverju viti. Þróunin er því hæg, en trúlega á kondi- torí eftir að verða vaxandi at- vinnugrein hér á landi á næst- unni.“ Leikið með bragðlauk- ana Eftir útskrift ferðuðust þau Þormar og Tine örlítið um Evr- ópu og fengu sér meira að segja vinnu í Vínarborg í Aust- urríki sem konditorar. I stuttan tíma að vísu, því launin voru lág og rétt dugðu til að borga rándýra leigu. Þau ákváðu því að fara til íslands og freista gæfunnar sem konditorar hér á landi. Að þeirra sögn virtust íslenskir bakarar ekkert sér- lega áhugasamir um sérþekk- ingu þeirra og því var ákveðið að opna eigin stað og kynna danska konditormenningu fyr- ir íslendingum. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar þennan stutta tíma sem við höfum haft opið og við erum í raun mjög bjartsýn á framtíðina," segja þau. „Þeir sem hafa komið hingað eru mjög jákvæðir gagnvart þessum stað og finnst hann öðruvísi,“ segir Tine. „Markmiðið er að þeir sem koma hingað séu ekki að- eins að fá sér þetta hefð- bundna — snúða, kleinur og vínarbrauð. Fólk á að sjá eitt- hvað sem það hefur ekki séð áður og geta leikið sér aðeins með bragðlaukana," segir Þor- mar. Hvað bjóðið þið upp á í konditoríinu? „Við bjóðum upp á veislu- þjónustu fyrir öll tækifæri. Svo erum við með aðstöðu fyrir hátt í tuttugu manns hér á staðnum og bjóðum upp á heimamalað kaffi og sitthvað gott með því. Kökur, konfekt og ýmislegt annað sem fæst hvergi annars staðar en hér. I sumar ætlum við að hafa þetta sígilda danska „smprrebrpd". Má segja að reksturinn sé sam- bland af kaffihúsi, konditoríi og veisluþjónustu og allt í dönskum stíl.“ íslendingar góðir í dönsku I lokin. Hvernig er að flytja frá Danmörku hingað á skerið, Tine? „Ég hef verið hér í rúmt ár og er mjög ánægð með dvölina,“ segir Tine. „Eg hef þó fundið fyrir miklum mun á Dönum og íslendingum. Til að mynda er erfitt að kynnast ungu fólki hér á íslandi, að minnsta kosti í samanburði við Dani. Eins er mun meiri hraði í þjóðfélaginu hér en heima og allir að flýta sér. En hér er gott að vera og ég er ekki með neina heimþrá," segir Tine og hlær. Hvernig gengur með ts- lenskuna? „Mér finnst það ganga bara ágætlega, ég skil íslenskuna vel og get bjargað mér á henni. Það sem hjálpaði mér einna mest var að ég fór í nám í ís- lensku fyrir útlendinga í Há- skólanum." Tala íslendingar dönsku við þig? „Jájá, þið virðist nokkuð vel að ykkur í dönskunni.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.