Helgarpósturinn - 23.04.1997, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 23.04.1997, Blaðsíða 4
MfÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1997 Eins og flestir vita eru reyk- ingar eitthvert mesta heil- brigöisvandamál heimsins í dag. Árlega deyja þúsundir ef ekki milljónir vegna þess aö eitraöur reykur í lungun er líf þeirra og yndi. Baráttan viö þessa voldugu nautn er i al- gleymingi og nú er svo komiö aö maöur hálfskammast sín fyrir aö kveikja í rettu á al- mannafæri. Stoppleik- hópurinn, sem hefur feröast í grunnskóla landsins meö fikniefnaleikrit- iö Skiptistöðin, hefur nú frum- sýnt leikritiö Á kafi, en þaö fjallar einmitt um reykingar. Leikritiö veröur sýnt í grunn- skólunum og er Valgeir Skagfjörð höfundur og leik- stjóri verksins. Boðskapnum lætt bakdyramegin „Leikritið heitir Á kafi og íjallar um skaðsemi tóbaks- reykinga," segir Valgeir Skag- flörð, höfundur og leikstjóri. „Verkið er ætlað 8. bekk grunn- skólans sem varnaðarorð gegn reykingum. Þetta er lítil 35 mínútna leiksýning, en Krabba- meinsfélagið leitaði til Stopp- lelkhópsins um að gera þetta. Ég var nýbúinn að skrifa leikrit fyrir Stoppleikhópinn um fíkni- efni sem heitir Skiptistöðin. Það verk hefur gengið mjög vel og er nú búið að sýna það yfir fimmtíu sinnum í grunnskólum landsins og er enn að. Ég var sem sagt beðinn að taka að mér þetta verkefni en vissi ekki alveg hvernig.ég ætti að taka á því. í Skiptistöðinni er eiturlyfjaneysla tekin nokkuð föstum tökum og verkið allt mjög dramatískt. Mér fannst erfitt að nota sömu aðferðir við tóbaksreykingarn- ar. Það fyrsta sem mér datt í hug var að gera þetta á húm- ornum. 1 kjölfarið á því fórum við og töluðum við nokkra 8. bekki í grunnskólanum og feng- um að heyra í krökkunum sjálf- um, hvað þeim fannst um þetta. Þá sannfærðist ég um að það þýddi ekkert að reyna að predika yfir þeim. Ég fór frekar þá leið að skrifa leikritið í öfug- mælaformi og reyndi að velta upp eins mörgum flötum og ég mögulega gat hvað varðar ung- linga og tóbaksreykingar. Út- koman varð léttleikandi sýning með boðskap sem er lætt inn svolítið bakdyramegin.“ Það eru aðeins tveir leik- *ndur í verkinu... „Jú, þau Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir ieika allar persónur verksins, sem eru þó nokkrar. Ætli þær séu ekki sex- tán.“ Helduröu að leikritið geti haft einhver áhrifá ung- linga og reykingar þeirra? „Já, ég hugsa það. Við höfum sýnt verkið nokkrum sinnum og unglingunum finnst þetta voða fyndið, sjá sjálf sig í verk- inu og sjá hvað þetta er asna- legt. Maður snýr svolítið upp á raunveruleikann og þau fatta hvað það er í raun og veru fá- ránlegt að reykja. Það eru ef til vill fimm-sex í einum bekk byrj- uð að fikta við reykingar, en svo eru margir á þessu gráa svæði sem hugsa sig vonandi um eftir að hafa séð þetta leik- rit. Ég gæti trúað því að þessi leið væri nokkuð góð í að fá unglinga ofan af því að byrja að reykja, þetta er að minnsta kosti öðruvísi leið. Þau sögðu það meira að segja sjálf þegar við ræddum við þau að þau væru orðin leið á að fá einverja frá Krabbameinsfélaginu með fyrirlestra um skaðsemi reyk- inga. Þau vita að reykingar eru hættulegar, það þarf alls ekki að segja þeim það. Leikhúsið hefur sýnt sig að vera mjög góður miðill í þessu augna- miði. Gott dæmi er ef til vill Skiptistöðin, en það verk hefur gengið mjög vel í unglingana," segir Valgeir að lokum. ■Eœ^Kpi Sundlaugargestum í Laugardalslauginni brá heldur betur í brún fyrir stuttu þegar þeir horfðu upp á rottu synda makindalega í lauginni. Margir eiga sér þá martröð að þegar þeir setjast á klósettið sé rotta þar ofan í. Fyrir suma hefur þessi martröð orðið að veruleika. HP ræddi við Guðmund Þorbjörn Rjörnsson, verkstjóra Meindýravarna Reykjavíkurborgar, um dýr holræsanna — rotturnar. Reykjavík „Hlutverk Meindýravarna Reykjavík- urborgar er að sjá um útrýmingu á rott- um og músum eða kannski maður segi heldur fækkun eða að halda í skefjum. Útrýming er alltaf frekar skelfilegt orð, þó svo að ef til vill vilji menn heyra um útrýmingu á rottum,“ segir Guðmund- ur. Er hœgt að útrýma henni? „Rottan er víða í borginni og holræsa- kerfið orðið stórt og mikið. Menn kom- ast aldrei yfir að eitra svo hratt að rott- urnar nái ekki að fjölga sér á milli. Við erum með, að mig minnir, ellefu þús- und holræsabrunna sem eitrað er í ein- hvern tímann um sumarið." Að sögn Guðmundar eru fjórir starfs- menn starfandi hjá Meindýravörnum Reykjavíkur yfir vetrartímann en yfir sumarið er þeim fjölgað í tíu. „Eitrað er í holræsabrunnana til að halda stofnin- um niðri en ekki til að útrýma rottunni. Það er nokkuð sem ekki er hægt að gera,“ segir Guðmundur. „Annars er hlutverk okkar að sinna kvörtunum borgarbúa ef þeir verða varir við rottur eða mýs eða verða fyrir ónæði af ein- hverjum öðrum dýrum, svo sem kött- um, dúfum og öðrum fuglum og svo minkum.“ Er einhver minkur innan Reykja- víkursvœðisins? „Undanfarin ár hafa um sjötíu minkar náðst innan borgarmarkanna. Þeir nást meðal annars úti á Granda, við Reykja- víkurtjörn, í Skerjafirði og á Laugarnes- tanga en mest eru þeir við Elliðaár og Elliðavatn og í Viðey, það er að segja í útjaðri borgarinnar. Um ketti er það að segja að ef fólk kvartar undan ágangi katta, til dæmis ef þeir koma inn um glugga, þá komum við og fjarlægjum kettina og förum með þá upp í Kattholt. Ef þeir eru svo ekki sóttir innan viss tíma er þeim lógað.“ Er mikið um kvartanir? „Ætli við höfum ekki fengið frá 700 upp í 900 kvartanir á ári undanfarin ár. Þá eru það oftast rottur og mýs.“ Fjaran var iðandi í rottu Guðmundur segir nokkur hverfi borg- arinnar laus við rottur og nefnir þar Breiðholt og Grafarvog. Ástæðan er meðal annars sú að holræsakerfin þar eru ekki tengd við kerfin í bænum. En hefur rottum fækkað á höfuðborgar- svaeðinu? „Áður en holræsin voru lengd og þeg- ar frystihúsin voru á Kirkjusandi og lUedanmáls sláturhúsið á Skúlagötunni var fjaran í Reykjavík full af mat,“ segir Guðmundur. „Þá var fjaran iðandi í rottu. Nú er varla hægt að sjá rottu í fjörunni. Það eru til að mynda tveir eða þrír mánuðir síðan ég sá rottu síðast og er ég þó að vinna hérna. Hér áður fyrr sáu menn rottu og fannst það alls ekkert mál. Þá voru rottur út um allt. Þegar maður sér dýr út um allt verður það ekkert mál, þær bara eru þarna og í raun hluti af umhverf- inu, alveg eins og kettirnir og dúf- urnar í dag. Svo var farið að taka hart á þessu, til dæmis með reglu- bundnum eitrunum í holræsa- brunna, menn eru ráðnir í fulla vinnu við að sinna þessu, farið í fjörurnar og eitrað, útrásum hol- ræsa er breytt og þau lengd, mat- vælafyrirtækin flytja, þannig að það dregur úr öllum mat. Eins eru öll fyrirtæki farin að snyrta mun betur sitt nánasta umhverfi, en ef rottur eru á svæðinu sækja þær þar I sem drasl er. Þær sækja í skjól og mat. En þetta átak allt ger- ir það að verkum að rottur eru orðnar mun færri en áður. í dag er það þannig að ef menn sjá rottu er næstum hægt að bóka að það er hringt til okkar alveg um leið. Nú eða þá í fjölmiðiana til að fá ein- hvern fimmþúsundkall fyrir frétta- skotið," segir Guðmundur og hlær. „En viðbrögðin eru snögg ef sést til rottu og það er mjög mikilvægt að halda þessum vágesti í algjöru lág- marki. Hún er til og verður trúiega til næstu árin, en við getum haldið henni í skefjum.“ Brotin holræsalögn oft ástæða rottugangs „Rottugangur tengist oftast bil- un í skolplögn. Rottan sjáif iifir ekki í holræsalögninni, hún býr fyrir utan hana. Það má segja að hún sæki matinn í lögnina, fer eftir lögninni. Ef einhvers staðar er brotið rör, þá grefur hún sig þar út og er með heimilið þar. Víða þar sem fólk verður vart við rottur sér það holur úti í garði en það er eng- in mold í kring. Þá þýðir það að rottan hafi grafið sig upp frá brot- inni holræsalögn en ekki að rottan hafi grafið sig þangað niður, eins og margir halda fram. Fólk hringir „Hann sagðist hafa verið í partíi á laugardagskvöldið og verið vel í glasi. Hann fór á klósettið til að sinna þörf- um náttúrunnar. Þegar hann lyftir upp setunni sér hann hvar rotta situr ofan í klósettinu. Honum brá mikið og skellti lokinu á. Þegar hann lyfti því upp aftur var rottan farin. Hann spurði mig hvort þetta gæti staðist, því annars hefði hann trúlega verið með tremma. Hann varð mjög ánægður þegar ég sagði honum að þetta gæti hugsanlega hafa gerst.“ hingað alveg brjálað og segir að borgin eigi að bjarga málunum. Vandamálið er bara hjá fólkinu sjálfu. Þetta er inni á þeirra lóð og það á að láta laga lögnina. Ef þetta gerist fyrir utan lóðina þá sér borgin um málið og ber ábyrgðina. Við sjáum ekki oft dauðar rottur. Við eitrum í brunnana, þar drepast þær og skolast það- an í sjóinn. Ef bilunin verður inni í húsi, opin niðurföll og því- umlíkt, setjum við gildru og ná- um þeim þannig. Það er þó sjaldan sem við náum þeim lif- andi.“ Þannig að það eru aldrei nein slagsmál við rotturnar? „Nei, enda yrðu það aldrei nein stórsiagsmál. Það endar alltaf á einn veg. Greyin verða undir. Ef rotturnar verða varar við mannaferðir reyna þær allt- af að flýja heim til sín aftur, nið- ur í ræsið. Rottan ver sig ef þú króar hana af og ef hún hefur enga undankomuleið." Rotta í klósettinu Nú eru til margar sögur um að rottur komi upp um kló- settin. Er það algengt? „Það kemur fyrir og er í raun- inni alls ekki skrýtið, því að það er lítill vatnsiás á klósettunum og rottan getur í raun verið hin- um megin við. Svo er það spurning hvort hún stingur sér í gegn. Þetta er ekki mjög algengt en við heyrum alltaf eitthvað um þetta. Eitt sinn hringdi til mín maður á mánudegi, eftir „góða“ helgi. Hann sagðist hafa verið í partíi á laugardagskvöld- ið og verið vel í glasi. Hann fór á klósettið til að sinna þörfum náttúrunnar. Þegar hann lyftir upp setunni sér hann hvar rotta situr ofan í klósettinu. Honum brá mikið og skellti lokinu á. Þegar hann lyfti því upp aftur var rottan farin. Hann spurði mig hvort þetta gæti staðist, því annars hefði hann trúlega verið með tremma. Hann varð mjög ánægður þegar ég sagði honum að þetta gæti hugsanlega hafa gerst. En upp úr klósettunum komast þær ekki.“ Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sóknarprestur í Þykkvabæ og eitt biskupsefna okkar, varð sextug síðastliðinn mánudag. „Mér finnst þetta engin tímamót í mínu lífi. Lífið var skemmtilegt í gær og vonandi verður lífið skemmtilegt á morgun líka,“ segir Auður á af- mælisdegi sínum. Hvaða listamaður hefur haft mest áhrifá þig? Jóhannes Kjarval. Hvaða stjórnmálamaður lifandi eða látinn er í mestu uppáhaldi hjá þér? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hvaða skáldsagnapersónu vildirðu helst líkjast? Ef ég lít yfir þær skáldsögur sem ég hef lesið heföi ég helst viljaö líkjast Sandhóla-Pétri. Hvaða persóna mannkynssögunnar vildirðu helst hafa verið? Veistu, aö ég sætti mig vel viö að vera ég sjálf. Efþú fengir að lifa lífinu aftur myndirðu þá breyta einhverju? Örugglega. Hverju ég myndi breyta veit ég ekki. Hver er merkilegasti atburður sem þú hefur upplifað? Ætli þaö hafi ekki veriö 17. júní á Þingvöllum 1944. Hver er merkilegasti atburður sem þú œtlar að upplifa? Aö vakna á morgnana, þetta dagsdaglega og hversdagslega. Hvaða atburður, verk eða manneskja hefur mótað lífsviðhorf þitt framar öðru? Foreldrar mínir, Inga Árnadóttir og Vilhjálmur Þ. Gíslason; maðurinn minn, Þóröur Örn Sigurösson; og síöast en ekki síst dætur mínar, þær Dalla, Yrsa, Elín Þöll og Þjóöhildur. Ef þú œttir kost ú að breyta einu atriði í þjóðfélaginu eða umhverf- inu, hvað yrði fyrir valinu? Meira jafnrétti milli kynja. Sérðu eitthvað sem ógnar samfélaginu öðru fremur? Dómgreindarleysiö. Mottó? Notum trú okkar og njótum lífsins.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.