Helgarpósturinn - 23.04.1997, Síða 9

Helgarpósturinn - 23.04.1997, Síða 9
MHDVIKUDAGUR 23. APRÍL1997 9 V Flestir hafa bara gefiö unglingabækur en ekki lesiö þær. Svanbjörg H. Einarsdóttir komst aö því aö mikiö af „bráöskemmti- legu þroskasögunum“ sem hún haföi gefiö í jóla- og afmælisgjöf heföu aldrei átt aö komast í bókabúöir og enn síöur í hendur unglinganna argervi Undanfarið hef ég lesið ein- hver býsn af unglingabók- um. Það var skrítin lesning og heldur dapurleg, með nokkr- um undantekningum þó. Ræð ég öllum frá því að leggja svip- aða þrekraun á sig. Það sem ég hafði helst upp úr lestrin- um er samviskubit yfir því hvað ég hef verið gefa ungling- unum í lífi mínu ömurlegar bækur. Ég sem hef litið á það sem menningarlega skyldu mína sem meðlimur bók- menntaþjóðarinnar miklu að halda bókum að unglingunum. Ég held að um næstu jól verði myndbandsspóla eða tölvu- leikur frekar fyrir vaiinu! Þetta var einkennilegt hugs- aði ég með mér eftir allan lest- urinn. Nóg er til af góðum barnabókum en þegar kemur að unglingabókum virðast höf- undar glata allri eðlilegri sjálfsrýni og útkoman er oft á tíðum skelfileg. Kannski mætti frekar halda því fram að bóka- útgefendur glati allri sjálfsrýni því þeir virðast gefa út hvaða rusl sem er undir þeim for- merkjum að hér sé á ferð bráðskemmtileg þroskasaga! Skýringin er auðvitað sú að unglingar eru auðveldur mark- hópur og fyrir þau er búin til þörf fyrir sérstakar bækur á sama hátt og og fyrirþau er búin til sér fatatíska. I sjáifu sér er það ekki vitlaust að gefa út sérstakar unglingabækur, því líklega er betra að brúa bil- ið yfir til fullorðinsáranna með unglingabókum en að sökkva sér í heim ástfanginna kennslukvenna á síðustu öld eða ástir flugfreyju og flug- manns, að ekki sé minnst á ástamál læknisins og hjúkrun- arkonunnar, líkt og ég gerði á mínum unglingsárum. Góðar unglingabækur hljóta að vera miklu betri kostur. Að vísu slysuðust stundum með heimsbókmenntir sem ég í fá- visku minni hélt að væru ást- arsögur. Til að mynda las ég Frú Bovary tólf ára gömul. Mér þótti bókin að vísu eilítið sér- kennileg ástarsaga en það er önnur saga. Börn og unglingar lesa minna segir tölfræðin. Af góð- um barnabókum er heilmikið til en eftir unglingabókalestur- inn skil ég betur lestrarfælni unglinga. Höfundarnir eru vöru- merki bókanna Unglingabækur eru gjarnan markaðssettar á þann hátt að höfundurinn og hans fyrri fer- ill og frami er settur í öndvegi. Þorgrímur Þráinsson hafði gott veganesti, því hann er íþróttahetja og að auki bind- indismaður. Eðvarð Ingólfs- son bauð líka af sér góðan þokka, bindindissamur og trú- aður. Kolbrún Aðalsteinsdótt- ir var fyrirsæta og rak tísku- skóla og hlaut því að vera álit- legur kostur. Það hvort þetta ágæta fólk kann listina að segja góða sögu er fullkomið aukaatriði. Þau eru öll mark- aðssett af því sem þau eru en ekki af því sem þau skrifa. Með öðrum orðum: þau eru vörumerki. Metsöluhöfund- arnir Smári Freyr og Tómas Gunnar hlutu náð fyrir augum útgefanda sökum ungs aidurs, sem útgefendur hafa veðjað á að myndi höfða til ungdóms- ins. Það undarlega — og dap- urlega vil ég leyfa mér að segja — er að krökkunum finnst bækur þeirra félaga hin besta ■ „Því þarf að koma unglingabókum á það plan að því sem er lé- legt sé komið fyrir á réttum stað; í ruslinu. Þannig gætu góðu bæk- urnar fengið að njóta sannmælis en ekkivera settar á bás sem hvert annað drasl.“ skemmtun og vekur það óneit- anlega ugg í brjósti mínu! Ég spurði nokkra krakka hvað væri skemmtilegt við þessar bækur og svarið var að þær lýstu svo vel unglingum og að húmorinn í bókunum væri al- veg „ógeðslega" góður. Ég ætla að gefa ykkur agnarlítið dæmi um þennan stórgóða húmor þeirra félaga úr bók- inni Á lausu. Aðalsögupersón- an kynnist ástkonu föður síns sem er að mati piltsins „hrylli- lega feit og með brjóst sem lafa alveg niður að nafla“. Sök- um ólánlegs vaxtarlags kýs strákurinn að kalla hana kransakökuna, sem reyndar er svolítið skondin samlíking. Pilturinn veltir því fyrir sér hvers vegna faðir hans kýs að vera með svona ógeði: „Þetta gæti nottla verið út af því að pabbi vill lifa svo rosalega fjöl- breyttu kynlífi... Og þegar hann er með kransakökunni og kemur fullur heim, þá þarf hann ekki að leita að rétta gat- inu, hann tekur hana bara á milli fitulaga! Ojjjjj“. Tökum annað dæmi, úr bókinni Blaut- ir kossar eftir sömu höfunda, sem að vísu er ekki jafn slá- andi fyndið! Söguhetjan og kærastan eru í sundi og sitja í heita pottinum. „Það er ekkert smá ótrúlega róandi að sitja svona í pottinum og tala sam- an. Að vísu gátum við ekkert rabbað, því í pottinum voru tvær gamlar kerlingar sem töl- uðu svo hátt að það heyrðist um allt höfuðborgarsvæðið. Ég stóð upp og gekk hálfur í kafi að feitari konunni, bank- aði í öxlina á henni og sagði hátt og snjallt: „Hækkaðu í heyrnartækinu“!“ Auðvitað er húmor bráð- nauðsynlegur í unglingabæk- ur, því að kímnigáfan er hluti af lífinu og því að verða skemmtileg manneskja og flest viljum við að börnin okkar verði það. En lágkúrulegur húmor getur aftur á móti verið mannskemmandi og hreinlega alið á fordómum og þröng- sýni, eins og í fyrrgreindum dæmum. Klisjur en ekki bókmenntir Það er með ólíkindum hvað margir höfundar unglingabóka falla í þá gryfju að skrifa tómar klisjur og hreinlega gleyma til- ganginum, sem á að vera að segja skemmtilega og vel skrif- aða sögu. Stór hluti bókanna fjallar í stuttu máli um það að sögupersónan, sem oftast er strákur, byrjar með stelpu, fer í sleik, káfar á brjóstum, stendur, fær svo allt í einu bólu, búið. Inn í þetta bland- ast smásamskiptaörðugleikar við foreldra. Það er eins og menn missi sjónar á því að það eru til ýmsar bókmennta- greinar heldur sjái bara fyrir sé; einhverja formúlu þegar kemur að unglingabókum. Til að mynda mætti nota „krimmaformið" meira en gert er, því það vill gleymast að það er bráðnauðsynlegt að hafa „plott“ í bókum. Það næg- ir ekki að setja smáslatta af klisjum og gefa bókina út sem trúverðuga lýsingu á lífi ung- linga. Þetta er auðvitað hrein- asta vanvirðing við ungling- ana. Þau eru afgreidd sem gagnrýnislaus markhópur sem megi bjóða upp á hvaða rusl sem er. Gagnrýnis- I lausir gagn- rýnendur Þegar jóla- i| bókaflóðið hell- ist yfir legg ég stundum á mig að lesa bók- menntagagnrýni og það á líka við um unglingabækur, þ.e. ef maður rekst á gagnrýni. Ein- hverra hluta vegna virðast gagnrýnendur veigra sér við að taka á unglingabókum eins og öðrum bókum. Þeir verða að hafa kjark til að segja: Þessi bók er ömurleg og vekja meiri athygli á vel skrifuðu og vönd- uðu bókunum. Þeir sem kaupa bækur fyrir unglinga lesa þær sjaldnast sjálfir og því er þetta enn nauðsynlegra, því allar eru bækurnar gefnar út sem gæðabækur. En af hverju er gefið svona mikið út af slæmum unglinga- bókum og af hverju fá góðu bækurnar ekki meiri athygli? Ein ástæðan gæti verið sú að góðir höfundar vilji ekki fá á sig unglingabókastimpil, því að hjá menningarkreðsum eru þetta ekki álitnar par fínar bókmenntir. Því skrifi þeir ekki unglingabækur eða þá að bækur sem gætu hentað þeim aldurshóp eru ekki markaðs- settar sem slíkar. Því þarf að koma unglingabókum á það plan að því sem er lélegt sé komið fyrir á réttum stað; í ruslinu. Þannig gætu góðu * bækurnar fengið að njóta sannmælis en ekki vera settar á bás sem hvert annað drasl. Það hefur til að mynda tekist ljómandi vel til með barna- bækur og þær hafa hlotið þá viðurkenningu og sess sem þær eiga skilið. Unglingabæk- ur eru sjaldnast lesnar í skól- anum, væntanlega á þeirri for- sendu að þær séu lélegar. Inn á milli eru þó prýðisbækur sem vert er að gefa gaum og mætti gjarnan kenna í ung- lingadeildum. Það myndi að sama skapi kenna krökkunum að gera greinarmun á drasli og því sem skilur eitthvað eftir. Gróðalöngun útgefenda Sannast sagna þá eru bæk- urnar um ísfólkið hreinlega betri lesning en stór hluti ís- lenskra unglingabóka, þar er að minnsta kosti verið að segja sögur og bækurnar bara þokkalega skrifaðar. Líklega með skárri sjoppubókmennt- um. En það er einmitt þar sem alltof stór hluti unglingabóka ætti best heima; í hillum sjoppanna. Góðu bækurnar ■ „En þaðsemeftil vill er þyngst á metun- um er að sá sem ekkert les, eða les eingöngu lélegar illa skrifaðar bækur, þroskar ekki málþroskann og það skilar sér í lélegri námsárangri.11 mætti þá selja í bókaverslun- um og hinar væru þá ekki að villa á sér heimildir sem góðar þroskasögur í dýru bandi. Að vel hugsuðu máli ættu þær lík- lega enn betur heima í endur- nýtingu á pappír, þær væru ágætis eggjabakkar. En þetta er kannski óþarflega þungur dómur því enn og aftur; það eru til góðar unglingabækur þó að þær séu færri en þær slæmu. En útgefendur þurfa að líta í eigin barm og átta sig á þeirri ábyrgð sem þeir bera. Unglingabækur seljast — sama hvort þær eru góðar eða vondar — og þeim virðist standa á sama svo fremi þær skili inn gróða. Þetta er ekkert nema ábyrgðarleysi og græðgi. Enginn lestur = verrí námsárangur En eru unglingabækur nauð- synlegar? Þeir sem eru yfir þrí- tugt komust flestir þokkalega til manns, með nokkrum und- antekningum, án þess að lesa eina einustu unglingabók. Geta krakkarnir ekki bara lesið íslendingasögurnar og Lax- ness eða gert eins og ég, sem ekki var svo fljúgandi klár; gengið í gegnum ástar- og spennusagnatímabilið? Niður- staðan hlýtur að vera sú að þeir sem eru svo klárir að ráða við íslendingasögurnar á þessum aldri geri það áfram og að fyrir hina sé miklu betra að lesa góða unglingabók en að velta fyrir sér ástarraunum amerískrar hjúkrunarkonu. En unglingabókin verður að vera góð, því öðruvísi tekst ekki að koma yfir til næstu kynslóða gildi bóklestrar. Þó ekki sé nema vegna þeirrar yndislegu tilfinningar að geta sökkt sér í einhvern allt annan heim. Bókin er líka mótvægi við allan hraðann og tíma- skortinn í samfélaginu. En það sem ef til vill er þyngst á met- unum er að sá sem ekkert les, eða les eingöngu lélegar illa skrifaðar bækur, þroskar ekki málþroskann og það skilar sér í lélegri námsárangri. Það er verið að taka frá manni verk- færið til að hugsa með, sjálft móðurmálið. Bókmenntaþjóð í dauða- teygjum Persónulega myndi ég held- ur kjósa að horfa á góða bíó- mynd en að lesa lélega ung- lingabók. Enda horfa unglingar mikið á sjónvarp, bíómyndir og leika sér í tölvum. í sjálfu sér er óþarfi að sjá ofsjónum yfir því að þessir miðlar séu í samkeppni við bókina, því t.d. bíómyndir uppfylla á margan hátt sömu þörfina — að láta segja sér sögu. Hvaða bóka- ormur minnist ekki þess að hafa heyrt setningar á borð við: „Vertu ekki að hanga yfir þessum skræðum, farðu held- ur út að leika þér!“ Núna segj- um við hvassyrt: „Hættu að leika þér í tölvunni“ eða „Slökktu á myndbandstækinu og farðu út að leika þér“. Við verðum því kannski að varast það að gera bókina háheilaga og æðri öðrum miðlum. Hitt er svo annað mál að þegar við horfum á mynd þá er heimur sögunnar sjaldnast íslenskur heldur amerískur og tungumálið er enska. En skiptir það þá einhverju máli þótt við týnum málinu? Með því glötum við náttúru- lega tengslunum við uppruna okkar og menningu og þá er spurning hvort við eigum ein- hverja framtíð sem þjóð. Kannski skiptir það heldur ekki máli, fólk verður auðvitað að vega það og meta. Við höf- um hingað til hreykt okkur af því að vera bókmenntaþjóð. Það er bara ekki svo einfalt lengur og enn síður ef við vöndum ekki til verkanna.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.