Helgarpósturinn - 23.04.1997, Side 24

Helgarpósturinn - 23.04.1997, Side 24
HELGARPÓSTURINN 23. APRÍL 1997 16. TBL. 4. ÁRG. VERÐ 250 KR. Þeir sem ætluöu aö kynnast starfi umferðardeildar borgar- verkfræöings í opnu húsi embættisins stöastliðinn sunnu- dag, t tilefni af tæknidegi verkfræðinga, fóru t geitarhús að leita ullar. Enginn starfsmaöur deildarinnar var á vettvangi á meðan gatnámálastjóri, garðyrkjudeild og byggingardeild höfðu mannskap í Skúlatúni 2 til að fræða og upplýsa borgarbúa... Ahverfafundum borgarstjóra, Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, er mestur áhugi fyrir um- ferðarmálum og töldu sumir að skýringin á fjarveru starfsmanna umferðardeildar væri snemmbúið framlag Stefáns Hermannssonar borgarverkfræð- ings til kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins. Svo mun þó ekki vera heldur er skýringanna að leita í valdatogstreitu umferðardeildar. Formlegur yfirmað- ur deildarinnar er Baldvin Baldvinsson en Stefán A. Finnsson hefur með vitund og vilja nafna sfns Hermannssonar borgarverkfræðings smátt og smátt tekið við ábyrgð Baldvins... Tilfærslan á völdum til Stefáns var auðvelduð með því að borgarstjórn ákvað að sameina um- ferðar- og skipulagsnefnd í haust og þá þurfti að stokka upp starfið í umferðardeild borgarverkfræð- ings. Margrét Sæmundsdóttir var formaður um- ferðarnefndar en Guðrún Ágústsdóttir er formað- ur sameinuðu nefndarinnar... Jón Ólafsson, stjórnarformaður Stöðvar 2, var í gær kjörinn varamaður í stjórn lífeyrissjóðs Blaðamannafélags íslands en mótframbjóðandi hans var Ámi Bjöm Ómarsson, framkvæmda- stjóri HP. Jón Ólafsson var kjörinn með rúmlega 80 prósentum atkvæða og segir það nokkuð um stöðu fjölmiðlarisans... Þetta var ekki eina upphefðin sem Jón Ólafsson hlaut T vik- unni. Hann fékk að vera með í stofnun HBS-klúbbsins á ís- landi, en klúbburinn er fyrir þá sem hafa lokið námi í Harvard Business School í BandarTkjunum. Jón hefur sótt sumarnámskeiö í Harvard og hefur vafalaust notið félaga sinna á Stöð 2, þeirra Hreggviðs Jónssonar og Jóhanns J. Ólafssonar, til að verða fullgildur meðlimur. Stofnendur klúþþs- ins eru sex og fer vel á því að helftin komi frá Stöð 2 en mark- mið HBS-klúbbsins er m.a. að kynna svokallaða „case study“- aðferð... HBS-klúbburinn minnir á annað frægt skólafélag fyrrverandi nemenda London School of Econ- omics sem Ármann Reynisson, kenndur við verð- bréfasjóðinn Ávöxtun, stofnaði á síðasta áratug með pomp og prakt án þess að neinn spyrði hann um prófgráðuna frá LSE... mi Samúelsson, bfókóngur og eigandi útvarpsstöðvarinn- ar FM, og þeir Aðalstöðvar-bræður Baldvin og Þormóður Jónssynir standa nú T viðræðum um sameiningu útvarpsstöðvanna. Eigendur vilja sem minnst um málið segja annað en að verið sé að skoða spilin og kanna hvort samvinna sé möguleg. Þetta er ekki í fýrsta sinn sem Aðalstöðin á í viðræðum um samruna við aðra fjölmiðla. Er skemmst að minn- ast viðræðna þeirra við Viðskiptablaðið síðastliðið haust... Hann var heldur óheppinn fornleifafræðingurinn á Þjóöminja- safninu sem brá sér um nokkurra mánaða skeið til útlanda og uppgötvaði sér til skelfingar þegar hann kom til baka að tölvan hans var horfin. Viðkomandi starfaði við fornleifaupp- gröft síðastliðið sumar. Þegar haustaði settist fornleifafræðing- urinn niöur á Þjóðminjasafninu til að vinna úr rannsóknum sumarsins. í fyrstu gekk honum erfiðlega aö fá tölvu til starf- ans, en eftir nokkurt þóf var útveguð handónýt tölva sem kom aö litlum notum. Loks sá einhver aumur á vesalings fornleifa- fræðingnum og var tölva sem enginn notaði fengin að láni frá annarri deild innan safnsins. Fornleifafræðingurinn skráði síð- an úrvinnsluna T tölvuna sína eins og venja er aö fólk geri. Síð- an bar það til að hann þurfti að bregða sér utan í nokkra mán- uði. Þegar hann kom til baka vartölvan hans með öllum niður- stöðunum og vinnu haustsins horfin! Hún hafði verið seld, fyrir einhverja smáupphæö, með öllum gögnum fornleifafræðings- ins... Fimmfaldi lottóvinningurinn gekk ekki út í síðustu viku en það munaði mjóu. Miði með réttu lottótölunum var keyptur á ónefndum sölustað. Hvort sem þaö hefur nú verið vegna 565 1515 ’íff'S'oe/HJfi/' Siipur, licitar samloktir, fisk- oj» kjötróttir á vcrdi frá Tilboð Þú kaupir Stóra pizzu með 3 óleggsteg. 2 Itr. Pepsi ö aðeíns kr. Y«499<»- Tilboð Þú kaupir 2 pastarétti, stóran skammt af hvítlauksbrauði* og 2 Itr. Pepsi o aéeins kr. íÆm* * Ef þú vilt ost ó hvitlauksbrauðið kostar tiiboðið kr. 1.600.* TILBOÐ p0 S/EK'R Þú kaupir pizzu og stóran skammt af hvítlauksbrauði - sækir pizzuna, þá færðu aðra pizzu fría. þess að kaupandanum leist ekki á tölurnar eða af einhverjum öðrum ástæðum er staðreyndin sú að hann hætti við og lét ógilda miöann T stað þess að borga hann og varðveita síðan á örugg- um stað. Þessi óheppni kaupandi vissi það auð- vitað ekki en þetta eina, stutta andartak í lífi sTnu hélt hann í höndunum ávísun upp á 19 millj- ónir króna... Hreggviður Jónsson á Stöð 2, sem nú hefur reyndar kært Helgarpóstinn fyrir umfjöllun um fésýslu sína, viröist með eindæmum heppinn maöur í viðskiptum. Hann hafði á sínum tíma nokkra milligöngu um að koma á samningum ÍS og rússneska útgerðarfyrirtækisins UTRF á Kamt- sjatka. Þetta var sumarið 1995 og Hreggviður keypti þá um haustið hlutabréf í ÍS að nafnviröi um 2 milljónir króna. Gengi hlutabréfa í ÍS var á þessum tíma ekki nema rúmlega einn þannig að fyrir þessi bréf greiddi Hreggviður ríflega tvær milljónir. Þessi hlutabréf seldi Hreggviður sl. haust á genginu 5. Hagnaður af þessum við- skiptum hefur sem sagt verið hátt á áttundu milljón króna, sem hreint ekki geturtalist slæm ávöxtun á einu ári. Kaupandinn mun hafa verið ÍS. Aö undanförnu hafa hlutabréf T því fyrirtæki lækkað nokkuð í veröi í kjölfar uppsagnar Rússa á samningnum... Islðasta blaði var fjallað um umsvifamikið fjár- svikamál Amar Karlssonar og félaga hans. Þá sátu alls fimm menn í gæsluvarðhaldi og samkvæmt upplýsingum okkar var talið að ein- um væri einkum haldið vegna upplýsinga sem RLR áliti hann búa yfir. Þessum manni var sleppt úr haldi á fimmtudaginn. Annar fimmmenning- anna var einnig látinn laus þann dag. Samkvæmt óstaðfestum heimildum var það Magnús Karls- son, sem um tlma rak símasölufyrirtækið Vikt- or...

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.