Helgarpósturinn - 23.04.1997, Page 22

Helgarpósturinn - 23.04.1997, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1997 Rómantík Miami Blues 1984 New Hope for the Dead 1985 Sideswipe 1987 The Way We Die Now 1988 Dell Publishing Fjórar góðar úr smiðju Charles Willeford Charles WJlleford er vafa- laust einn frumlegasti og skemmtilegasti reyfarahöfundur loessarar aldar í Bandaríkjunum. Á löngum ferli skrifaöi Willeford Qölda bóka en hér eru til umfjöll- unar fjórar bækur hans um einka- spæjarann Hoke Moseley. Charl- es Willeford lést skömmu eftir út- komu þeirrar síðustu, The Way We Die Now, sem kom út ériö 1988. Miami Blues er fyrsta bókin í ritrööinni en á eftir fylgja New Hope for the Dead, Sideswipe og The Way We Die Now. Aöalpersóna bókanna er Hoke Moseley leynilögreglumaöur, skemmtilegur karakter og afar mannlegur, enda eru glæpamenn sífellt aö svíkja hann eöa Ijúga hann fullan. Moseley er sú teg- und löggu sem manni líkar strax vel viö. Þótt Willeford takist af- buröavel upp viö sköpun hins ódauölega Moseleys þá slær hann flesta út í lýsingum sínum á glæpamönnunum. í bókum Wille- fords er glæpamaöurinn gjarna settur í öndvegi og situr í miöju sögunnar og þaö er víst aö þær persónur væri ekki notalegt aö hitta í myrkri. Glæpamaöurinn í Miami Blues, Freddy Frenger, er illa veill á geöi og er persónusköpun hans eitt af meistarastykkjum Willefords. Mi- ami Blues varö aö kvikmynd og muna sjálfsagt margir eftir stór- góöum leik Alecs Baldwin í hlut- verki Freddys Frenger. Bækurnar um Moseley eru Jtiassískir reyfarar og verkefnin mörg og erfiö sem leynilögreglu- maöurinn fær til úrlausnar. Þaö er kannski ekki efni bókanna sem gerir þær merkilegar heldur umfram allt hinn magnaöi andi sem höfundurinn nær aö skapa þannig aö lesandanum finnst hann hvaö eftir annaö vera staddur í hitasvækju Flórída-fylkis í sjálfri miöju atburöarásinnar. Willeford þekkir vel til t Miami í Rórída, enda voru þaö heimkynni hans um langan tíma. Willeford hefur stundum veriö líkt viö El- more Leonard, sem ætti aö vera lesendum aö góöu kunnur fyrir reyfara stna. Af bandafískum reyfarahöfund- um þá ber Charles Willeford höf- uð og heröar yfir aöra; enginn er honum fremri t frumleika, illkvittni og húmor. Willeförd fæddist áriö 1919 í Little Rock, Arkansas, óist aö mestu upp á upptökuheimilum á milli þess sem hann bjó hjá ömmu sinni. Willeford baröistí seinni heimsstyrjöldinni, sneri heim sem strföshetja hlaöinn orö- um. Hann var tamningamaöur, boxari, útvarpsmaöur og málari. Hann lelt aldrei á skrifin sem al- vörustarf jafnvel þótt velgengni hans væri óumdeilanleg á því sviöi. Þeir reyfaraáhugamenn sem ekki hafa lesið Charles Willeford ættu að eiga góöar stundir fram- undan. Ritröö Charles Willeford fæst hjá Máli og menningu og kostar hver bók aöeins 645 krónur. llijHS BUtttHI t "^Sf Ritskoðun sætir alijienpt ekki miklum tíðindum á ís- landi. Þannig hefur þetta verið hérlendis undanfarna áratugi. Barátta ákæruváldsins gegn klámi hefur þótt sjálfsögð og sjaldnast gerðar athugasemdir við það, sem skilgreiningar- laust hefur verið kallað klám. Á síðari árum hefur þó vaxið skilningur á því, að klám er ekki endilega klám vegna þess eins, að viðkvæm sál telur texta eða mynd vera klám. Snemma í vikunni greindi Morgunblaðið frá því, að 42 ára karl hefði verið dæmdur í sekt og skilorðsbundið tveggja mánaða fangelsi fyrir að birta nokkra tugi kyrrmynda á heimasíðu sinni á Internetinu. Sjálfur kvað hann myndirnar ekki vera klám, heldur „er- ótískar“. Þá kom fram, að mað- urinn varaði fólk við og bjó svo um hnútana, að erfitt var að komast að myndunum. Ekki kemur fram, að mynd- irnar hafi verið aðgengilegar börnum né dæmi um slíkt. Á hinn bóginn er haft eftir net- miðlara mannsins, að kannanir sýni, að um 90% þeirra, sem renni sér um Netið, leiti ein- hvern tíma að klámi! Þá dró dómarinn þá skrýtnu ályktun, að bera mætti tiltæki manns- ins saman við sölu á klámblöð- um í kjörbókabúðum! Hér hefði ég haldið, að verulegu skipti hvort birting myndanna var gerð í gróðaskyni. Þá setur kjörbókabúðareigandi ekki upp skilti, þar sem hann varar sérstaklega við söluvöru sinni! Ktám og kiessumálverk í máli þessu er til staðar grundvallarágreiningur um það hvort myndirnar flokkast sem klám eða erótískar mynd- ir eða kannski erótískt klám! Það sem er vont við þetta mál er ritskoðun dómsvaldsins og fyrirsögn ákæruvaldsins um það hvað eigi erindi til almenn- ings. Ákæruvaldið þarf að vinna í samræmi við úrelta hegningarlöggjöf og dómarinn í þessu máli er kominn í svip- aða aðstöðu og Jónas frá Hriflu, þegar hann ákvað að setja réttan kúrs í menningar- lífi þjóðarinnar, t.d. með því að úthýsa svokölluðum klessu- málverkum (Kjarval o.fl.) Aðalklámkóngur Bandaríkj- anna var ekki vandur að virð- ingu sinni og vissi það raunar mjög vel sjálfur. Hann gerði sér hins vegar grein fyrir því, að allir „virðulegu" og „ráð- settu“ blaðamennirnir, sem störfuðu, líkt og hann, í skjóli sömu greinar stjórnarskrár Bandaríkjanna um frelsi press- unnar, tjáningarfrelsisins, ættu honum á margan hátt skuld að gjalda. Ef ekki hefði reynt á þanþol bandaríska tjáningarfrelsisákvæðisins vegna klámfenginna myndbirt- iriga Larrys Flynt hvað eftir annað er öruggt mál, að Hæsti- réttur Bandaríkjanna væri ekki búinn að efla tjáningarfrelsið og styrkja það í sessi einmitt vegna dómsmála, sem klám- blaðakóngurinn lenti sýknt og heilagt í. Hvort sem hinum vandlátu líkar betur eða verr var Larry Flynt, útgefandi Hustler-tíma- Halldóra Geirharðsdóttir leikkona „Ég hætti nú eiginlega að lesa þegar ég var í menntó því ég var alltaf með svo mikið samviskubit yfir að vera ekki að lesa skólabæk- ur. En auðvitað eru einhverjar bæk- ur sem eru eftirminnilegar, t.d. Stríðsuetur eftir Jan Teriov. Ilmur- inn eftir Suskind var líka alveg ótrúleg. Annars les ég mest ljóð og leikrit því þau eru svo fljótlesin, — það er hægt að lesa eitt leikrit á kvöldi. Ég vandist á að lesa leikrit sem krakki, líklega af því að mamma var í leiklistarskólanum og skildi eftir handrit á víð og dreif um íbúðina sem ég drakk í mig. Þegar ég les leikrit svona mér til skemmt- unar þá leggst ég ekki í það að kryfja persónurnar til mergjar held- ur les þau eins og um hverja aðra bók væri að ræða.“ þessir vandlátu menn að segja sem svo, að þeir séu reiðubúnir að berjast fyrir tjáningarfrelsi klámkóngsins, þótt þeim mis- líki sjálf tjáningin, þ.e. klámið. Ég tek dæmið um „erótískt klám“ íslendingsins sem hlið- stæðu við margt af því, sem Larry Flynt varð frægur fyrir. Með þessum orðum mínum er ég ekki að verja klámmynda- sýningar á Netinu. Hitt er hins vegar ótækt að hóta mönnum fangelsisvist fyrir birtingu efn- is, sem enginn neyðist til að skoða. Um þessar mundir stendur veröldin að vissu marki á vega- mótum. Á örfáum árum hefur ný og mögnuð upplýsingatækni orðið að almannaeign og þeim fjölgar stöðugt, sem nota Netið sér til fróðleiks, gagns, gamans og sem atvinnuvettvang. Fljót- færir bandarískir þingmenn ruku til og settu ný fjarskipta- lög og Klámlögin frægu. Éinu sinni fyrir löngu samþykktu þeir lög, sem fólu það í sér, að klámfengin símtöl einstaklinga voru saknæm! Ný átakalota um tjáningar- frelsið er hafin. í Bandaríkjunum hafa verið gerðar nokkrar tilraunir til að hefta tjáningarfrelsi á veraldar- vefnum. Hann er almannaeign. Þar sitja nánast allir við stjórn- völinn, en ekki efnaðir kaup- sýslumenn. Tjáning á Internet- inu er óháð eignarhaldi. Af þessum greiða aðgangi og á köflum stjórnleysi leiðir, að hitt og þetta ómeti ratar inn á netið. Einkum er um að tefla klám. Bandaríkjaþing ætlaði að koma í veg fyrir ósiðsemi á netinu með því að setja lög, sem eru kölluð „Communications Dec- ency Act“. Hæstiréttur Banda- ríkjanna fjallar um mál allra helztu mannréttindahópa og samtaka blaðamanna gegn Ja- net Reno, dómsmálaráðherra, þar sem þau halda því fram, að lögin stríði gegn stjórnarskrár- vernduðu tjáningarfrelsi og skuli því felld úr gildi. P.S. Við munnlegan málflutn- ing sagði lögmaður mannrétt- inda- og fréttamannasamtak- anna þetta orðrétt á ensku: „... this law will have the un- constitutional effect of banning indecent speech from adults in all of cyberspace. For 40 years, this Court has repeatedly and unanimously ruled that Go- vernment cannot constitution- ally reduce the adult populati- on to reading and viewing only what is appropriate for childr- en. That is what this law does.“ Fiölmiðlar Halldór Halldórsson skrifar ritsins í Bandaríkjunum, í framvarðarsveit þeirra, sem börðust fyrir því ríka tjáning- arfrelsi, sem Bandaríkjamenn búa við í dag. Efnislega voru dómsmálin gegn Larry Flynt oftast nauðaómerkileg, en mörg þeirra fjölluðu um grund- vallaratriði lýðræðislegrar stjórnskipunar, þar sem tján- ingarfrelsið er ekki dauður bókstafur heldur í heiðri haft. Nytsamur „drulludeii“ Að því leyti hika jafnvel íhaldssömustu dálkahöfundar vestanhafs ekki við að lofa „drulludelann" Flynt (eins og hann kallaði sig sjálfur) fyrir baráttu hans fyrir frjálsri tján- ingu þótt þeir lýsi á hinn bóg- inn vanþóknun sinni á siðgæði mannsins, sem er allt önnur Ella. f frjálslegri endursögn eru Sissela Bok Secrets On the Ethics of Conveal- ment and Revelation Vintage Books 1989 (1983) Leyndogvöld Sissela Bok er einn frumieg- asti heimspekingur Bandaríkj- anna. Hún er dóttir sænsku hjónanna Gunnars og Ölvu Myrdal og gat sér nafn fyrir bók- ina Lying þar sem hún fjallaöi um lygina á næsta hversdagsleg- an hátt en tókst engu aö síöur aö bregöa nýju Ijósi á umræðuna um hana. í þessari bók snýr Sissela sér aö leynd og strax í inngangi gerir hún snjalla athugasemd. Lygi er röng í eöli sínu og þegar einhver bregöur henni fyrir sig þarf aö réttlæta hana. Leynd, aftur á móti, getur veriö sjálfsögö í viss- um tilvikum og þarf þá ekki aö réttlæta hana. Almennt og yfirleitt er leyndin oftar notuö til ills en góös. Sis- sela rekur dæmi um leynd stjórn- valda. Pentagon-skjölin, rann- sóknarverkefni bandarískra her- málayfirvalda um upphaf Víet- namstríösins, voru stimpluö hernaöarleyndarmái í bak og fyr- ir; ekki til aö verja almenna bandaríska hagsmuni heldur til aö halda upplýsingum frá al- menningi um stríösreksturinn. Daniel Ellsberg, einn starfs- manna varnarmálaráöuneytisins, braut trúnaö og lak skjölunum til fjölmiöla. Landráöamaöur eöa samvikusamur þegn í lýöræöis- ríki? Sissela ræöir hvenær og undir hvaöa kringumstæöum réttlætanlegt er aö afhjúpa leynd og hvenær ekki. Leynd í einkalífi er öllum nauö- synleg aö vissu marki. Hnýsni í einkalíf fólks er engu aö síöur oröin aö iönaöi — þökk sé fjöl- miölum. Sissela kortleggur aö- stæöur þar sem rangt er aö bera leyndarmál fólks á torg en bendir líka á tilfelli þar sem réttlætan- legt er aö brjóta loforö um leynd. Bókin kostar 1.630 kr. og fæst í Bókabúð Máls og menningar. Bókabúð Máls Qg menningar er opin frá 10 til 22 alla daga vikunnar. Við uerðum aö rltskoöa helvrtis klami£ , strákar!!!

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.