Helgarpósturinn - 23.04.1997, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 23.04.1997, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1997 19 llníted hefur sigrað - segir Arsene Wenger, þjálfarí Arsenal, og segir tómt mál að tala um fræðilega möguleika annarra liða u Ein aðalástæð- an fyrir vel- gengni Arsenal er harka og kraftur varnar- mannanna. Petta útspil Wengers minn- ir um margt á ummæii þjálfara handknattleiksliðs Stjörnunnar (kvenna) á dögun- um. Hvort þetta er úthugsuð sálfræðibrella eða ekki þá er rétt að Manchester-menn eru líklegir til að hampa bikarnum í fjórða skipti á fimm árum í vor. Enda gríðarlega gott og samstillt lið. Það má þó ekki gleyma því að liðið á óheyri- lega erfitt prógramm fyrir höndum. Ekki nóg með að það þurfi að slást í Evrópu, heldur þurfa æði margir leikmenn liðsins að spila landsleik fyrir Englendinga gegn Georgíu. Auðvitað eru leikmenn keppi- nautanna líka í landsliðinu, en það munar um hvern leik, sér- staklega þegar fjórir erfiðir leikir bíða United frá __________ 3.-11. maí. Margir halda því fram að markvörður Liverpool, David James, hafi rétt Unit- ed bikarinn. En hann átti arfaslakan dag gegn United og það lá við að hann ætti fyrir- gjöfina á Cole í þriðja markinu. Margir enskir markmenn, bæði spilandi og hættir, hafa orðið til að taka upp hansk- ann fyrir James. Hann hafi vissulega átt slæman mánuð, en ekkert sé verra fyrir markmann en að missa sjálfstraustið og ekki megi rýja hann því — enda sé hann góður mark- maður með framtíð- ina fyrir sér. Hvort sem James nær að vinna úr sínum mál- um og hendir myndbandsspól- unum með forvera sínum Bruce „gönuhlaupi" Grobbele- ar“ eða ekki er „næsta“ víst að hann mun ekki gleyma 19. apr- íl 1997 í bráð. Til að kóróna slæman mánuð datt James úr landsliðshóp Englendinga um helgina. VORU BARA BETRI United-menn voru vel að sigrinum komnir, spiluðu vel og sóknir liðsins voru mun markvissari en reitaboltaspil Liverpool. Vörn liðsins var enda sterk og segist Ferguson ekki hræðast neitt lið í heimin- um; vinni hans varnarmenn vinnuna sína geti þeir varla tapað. Líklega munu áhangendur Liverpool-liðsins muna vel og lengi snautlega frammistöðu annars línuvarðarins í leikn- um. í þrígang flaggaði hann á það sem sjónvarpsáhorfendur sáu glögglega að var ekki rang- staða. Astandið var svo slæmt að Bjami Fel hafði á orði að líklega þyrfti línuvörðurinn að rifja upp reglurnar. Manchest- er-liðið var líka rænt tækifær- um eins og Liverpool og það verður fróðlegt að sjá hvort þessi snáði fær að flagga í framtíðinni. EKKI BUIÐ ENN? Eins og áður segir léku Unit- ed-menn á als oddi í leiknum og nú er bara spurning hvort þeir ná að halda þetta út. Leik- ir liðsins framundan eru síður en svo auðveldir og eins og alltaf er ekkert gefið eftir í síð- ustu umferðunum. Botnliðin berjast af slíkum fítonskrafti að bestu lið landsins eiga í vök að verjast. Margir leikmanna bestu liðanna þurfa að spila með landsliðum sínum á næst- unni, að ógleymdum Evrópu- leikjum Manchester og Li- verpool. Eftir jafntefli Coven- try og Arsenal er Arsenal end- anlega úr sögunni sem keppi- nautur Man. Un. um titilinn. Einungis Liverpool-menn eiga fræðilega möguleika á að ná David Seaman, „Sea- amo“, er besti mark- maður Englendinga, það er ekki nokkur spurning. Hér ver hann víti frá Miguel Nadar og tryggir Englendingum sæti í undanúrslitum EM. Þessi maður hefur breytt ansi mörgu í Arsenal-liðinu. Patrick Vi- eira var nánast stolið frá AC Mil- an, svo lítið borguðu Arsenal- menn fyrír þennan frábæra leik- mann. eða komast upp fyrir Cantona og félaga. Því má svo ekki gleyma að annað sætið í deild- inni gefur rétt til að komast í meistaradeildina og það er metnaðarmál bæði fyrir Li- verpool og Arsenal að komast þangað. SKYTTURNAR ÞRJAR Það er annars athyglisvert hversu frábærum ár- angri Wenger hefur náð með liðið. Liðið hefur breyst frá því að spila leiðinlegan fót- bolta yfir í skemmti- legt lið þar sem spil er allsráðandi. Skytturn- ar þrjár frá Frakklandi hafa sett skemmtileg- an svip á liðið. Arsene Wenger, sem náði frá- bærum árangri með Mónakó á sínum tíma, virðist hafa gert kraftaverk á Highbury. Hvorki Glenn Hoddlc né George Weah eiga nægilega sterk orð til að lýsa hæfileikum hans sem þjálfara og segja báðir frama sinn honum að þakka. Wenger keypti strax Patrick Vieira, sem hefur reynst liðinu frábær; getur sent hárná- kvæmar sendingar stutt og langt — með hvorum fætinum sem er. Hefur frábært auga fyr- ir spili og er alltaf mættur til að vinna skítverkin á miðjunni. Þá tekur hann svo löng skref að samherjar hans segja að hann fari völlinn þveran í tíu skref- um! Vieira, sem er fæddur í Senegal, er almennt talinn Paul Merson, kókaínbróðir eins og Bjami Fel kynni að kalla hann, hefur spilað vel á leiktíð- inni með Arsenal og er einn af þeim mönnum sem Arsene Wen- ger vill byggja lið sitt á. HeimsldúbbiH' Sá mæti knattspyrnuáhugamaður Halldór Einarsson stendur fyrir stórmerkilegum alþjóðlegum klúbbi, Heimsklúbbi áhugamanna um knatt- spyrnu. Klúbburinn verður starfræktur á Internetinu og því eru möguleikar hans nær ótakmarkaðir og í rauninni er ómögulegt annað en þessi hugmynd gangi upp, verði jafn vel að henni hlúð á næstunni og að undirbúningnum. Stefnt er að því að klúbbfélagar fái sem fjölbreytilegastar upplýsingar um nánast hvað sem er varðandi „sína menn“. Klúbburinn kemur og til með að útvega félögum góða miða á leiki. Segja má að með þessu tiltæki sé kastljósinu beint að áhugamanninum en ekki at- vinnumanninum, en það er áhugamann- inum að þakka að atvinnumaðurinn hef- ur atvinnu af boltasparki. Það verða þó ekki bara áhugamenn sem njóta góðs af starfsemi klúbbsins. Þjálfarar og leikmenn geta náð sér í fróð- leik hvers konar og upplýsingar um hugðarefni sín. Eiginlega er með ólíkind- um að engum skuli hafa dottið þetta í hug fyrr! HP óskar Halldóri og klúbbfélögum til lukku með félagsskapinn og hvetur alla áhugamenn um knattspyrnu til að kynna sér betur starfsemi klúbbsins. Hér með fylgir netfang hans fyrir áhugasama. soccer@wssc.is bestu kaup ársins í enska bolt- anum og hann er sá maður sem Arsenal ætlar að byggja lið sitt á. Remi Garde er þriðji Frakkinn hjá Arsenal og hefur staðið fyrir sínu þegar hann hefur gengið heill til skógar. LEIKIR LIVERPOOL Liverpool fær Tottenham í heimsókn 3. maí. Það er leikur sem ætti að vinnast, enda stefnir Tottenham ekki að neinu sérstöku, bara að klára deildina með stæl, en Liver- pool hefur allt að vinna. Eftir Tottenham-Ieikinn taka við tveir erfiðir útileikir gegn Wimbledon, sem Liverpool gengur nánast undantekning- arlaust illa gegn, og svo spilar liðið við Sheff. Wed., sem er í fínu formi þessa dagana. Car- bone og félagar hans í Sheffi- eld hafa verið baneitraðir að undanförnu og eru að reyna að ná sér í Evrópusæti. Til að Liverpool eigi séns á að vinna mega þeir helst ekki tapa stigi og það verður mjög erfitt fyrir þá, sérstaklega í ljósi þess að Robbie Fowler, helsti markaskorarinn, verður ekki meira með vegna banns. LEIKIR UNITED United á erfitt verkefni fyrir höndum. Liðið spilar fjóra leiki frá 3.-11. maí, hvern öðrum erf- iðari. Þegar falldraugurinn blasir við liðunum í neðri hluta deildarinnar fyllast þau eld- móði sem erfitt er við að eiga. Fyrsti leikur Man. Utd. er gegn Leicester (nýkrýndum Coca Cola-meisturum). Leicester er ekki enn sloppið við fall, en getur gert það með því. að sigra United á Filbert Street. Þessu næst fær Manchester þrjá heimaleiki í röð og hingað til hafa ekki margir sótt gull í greipar heimamanna á Old Trafford. Bryan Robson mætir með lærisveina sína, sem hljóta að vera gírugir í að standa sig eftir slaka frammi- stöðu í deildinni og ótrúlegt klúður í bikarkeppnunum. Boro er í fallsæti og verður að vinna og líklega mun Juninho hinn brasilíski gera allt hvað hann getur, og það er ekki svo lítið, til að sigra United. New- castle, með Shearer í broddi fylkingar, hefur spilað vel upp á síðkastið. Skorað grimmt og verið á ótrúlega góðri siglingu. Liðið á möguleika á að ná sæti í meistaradeild Evrópu, en þeir verða að sigra bæði Arsenal og United til að það gangi og treysta á að Liverpool tapi a.m.k. einum leik og geri eitt jafntefli. Þetta er ekki svo lang- sótt og því er sigur fyrir Newcastle lífsspursmál. Það er líka hugur í leikmönnum New- castle að sýna hvað í þeim býr gegn sterku liði. Lokaleikur United er gegn West Ham. Verði West Ham fallið eða úr allri hættu verður leikurinn léttur fyrir United. Öðru máli gegnir ef West Ham verður í hættu. Þá er ekki jafnvíst að ailt fari eins og ætlað er.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.