Helgarpósturinn - 23.04.1997, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 23.04.1997, Blaðsíða 23
IVUÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1997 t. 23 Ekki , missa(a: þessu Herbert og Hun- ang Síöasti vetr- ardagur er í dag og á morgun sum- ardagurinn fyrsti. Alla helgina munu íslend- ingar nær og Ijær kveðja Vetur konung og fagna langþráöu sumri. Vonandi verður góða veðrinu vel skipt á milli lands- hluta þetta sumarið. Á Gauk á Stöng mun hin velþekkti og geöþekki stórsöngvari Herbert Guðmundsson - - uppáhald og fyrirmynd fyrrv. blaðamanns HP, Gísla Þorsteinssonar — þenja raddböndin í kvöld. Sértil halds og trausts hefur hann hljóm- sveitina Hunang og saman munu þau kveða burt snjóinn og syngja inn sumarið. Annað kvöld, á sjálfan sumardaginn fyrsta, sér hljómsveitin Hunang ein og sér alfarið um að lyfta brúnum gesta Gauksins og fá þá til að dansa örlítið. Um helg- ina leikur svo fyrir dansi hljóm- sveitin Hálft í hvoru, með Eyj- ólf Kristjánsson sjálfan í broddi fylkingar. Gleðilegt sumar! Ragnar og leik- ritin hans Ragnar Arnalds, þingmaður Al- þýðubandalags og lengst starf- andi þingmaðurinn, er ekki við eina fjölina felldur. Leikfélag Blönduóss frumsýnir í kvöld leikrit eftir þingmanninn sem nefnist Hús Hillebrandts. Leik- ritiö greinir frá þeim átökum sem urðu viö upphaf versl- unar á Blöndu- ósi, flóknum ástamálum og meintu manns- morði. Styðst Ragnar við sögulegar heimildir frá þessum tíma. Helstu persón- ur eru Thomas Thomsen og Friörik Hillebrandt, ásamt hús- frú Þórdísi á Vindhæli, en alls koma 25 persónur fram í leikrit- inu, margar þjóðkunnar á sinni tíð. Leikstjóri er Sigrún Val- bergsdóttir en alls vinna um 50 manns aö uppsetningu á Húsi Hillebrandts. Þetta er langt í frá fyrsta leikritiö sem Ragnar hefur samið en meðal verka hans eru Uppreisnin á ísafirði, sem flutt var í Þjóðleik- húsinu árið 1986, og Sveitasin- fónían, sem Leikfélag Reykja- víkur frumflutti árið 1988. „Eins skrifaði ég svolítið þegar ég var í menntaskóla, en það kom nú langt hlé,“ segir Ragnar. „Ég byrjaði svo aftur á seinasta ára- tug." Hvað var það sem fékk þig til að byrja aftur? „Ég hafði nú alltaf ætlað mér að byrja einhvern tímann aftur, en ég var bara svo upptekinn í störfum fyrir Alþýðubandalagið og í ráðherradómi að það var engin stund aflögu. Svo þegar ég hætti sem fjármálaráðherra árið 1983 ákvaö ég að byrja aftur." Þú gefur ekki kost á þér sem þingmaður eftir þetta kjörtímabil. Ætlarðu þá að hella þér í ritstörfin? „Já, ætli það ekki. Ég er nú töluvert mikið í þessu. Ég hef skrifað nokkur leikrit að undanförnu og eitt þeirra hefur Þjóðleik- húsið til að mynda keypt. Ég er ansi mikiö með hugann við þetta." Frumsýning á Húsi Hille- brandts verður eins og áður segir í kvöld klukkan 20.30 á Blönduósi. Næstu sýn- ingar verða svo á föstudags- og laugardagskvöld klukkan 20.30 og á sunnudag klukkan 15.00. Judith í lands- liðið! Úrslitaleikurinn í kvennahand- boltanum fyrir stuttu, sem sýnd- ur var beint í sjónvarpinu, var einhver mest spennandi leikur sem sýndur hefur verið í sjón- varpinu á undanförnum árum. Þrátt fyrir að blaðamaður hafi ekki haft mikinn áhuga á hand- knattleik kvenna sat hann sem límdur við skjáinn. í kvöld verð- ur landsleikur hjá stelpunum okkar gegn Króatíu og er þetta liður í riðlakeppni fyrir HM kvenna. Vonandi taka þær króa- tísku stelpurnar í nefiö! Lands- leikurinn fer fram í Víkinni í Reykjavík og nú er um að gera að fjölmenna þangað og hvetja stelpurnar. Ekki skemmir það fyrir að margar þeirra líta allvel út. En hvenær ætli við fáum að sjá bestu handknattleikskonu íslands, Judith Eszercal, I Ts- lensku landsliðstreyjunni? Dansandi nudd Hvernig væri að fá nudd þar sem nuddarinn dansar umhverf- is nuddbekkinn við tónlist ætt- aða frá Kyrrahafinu? Nuddarinn beitir framhandleggjunum við nuddið ogjafnvel öllum hand- leggjunum til þess aö snertiflöt- ur viö þann sem veriö er aö nudda sé sem stærstur. Við þetta dansnudd bætist svo- nefnd losunartækni, þar sem nuddarinn beitir olnbogunum til að þrýsta á sérstaka bletti þar sem vöðvarnir hafa læst. Við það losnar um spennu og út- koman getur veriö ótrúlega áhrifarík. Þetta nudd kallast Ma-Uri- dansnudd og byggist á Huna-speki Maóría í Pólýnesíu, en „Huna“ þýðir „fræðin um hið dulda í manneskjunni". Islend- ingar eiga þess nú kost fram á sunnudag að prófa þetta nudd, en hér á landi er norsk kona, Anne Marie Olafsen, stödd í heimsókn og ætlar hún að taka okkur Frónbúa í Ma-Uri-nudd. Anne er löggiltur nuddari og kennari í Ma-Uri-nuddi og mun hún halda fyrirlestur og sýni- kennslu í pólýnesískri heilun og Huna- heimspeki í Jógastöðinni Heimsljósi, Ármúla 15 á laugar- daginn klukkan 14.30. Hún kemur til íslands í dag og fer aftur á mánudaginn. Þeim sem vilja prófa þetta nýstárlega nudd er bent á aö hringja í Jógastöðina Heimsljós og panta sér tíma. I biografen... Stelpan heitir „Strit" og strákur- inn „Stumme". Þau búa neðan- jaröar, þvT öllu lífi á jörðinni hef- ur verið eytt. Strit og Stumme heyra sögur um bláan himin og blómstrandi engi, um lífið ofan- jaröar, þar sem rotturnar ráða ríkjum. Þeim finnst þetta fjar- stæðukenndar sögur, en dag einn ætla þau upp. Leiðin upp á yfirborð jaröar er löng og ströng en allt fer vel að lokum eins og í öllum góðum ævintýr- um um baráttuna milli góðs og ills. Þetta er í stuttu máli saga dönsku teiknimyndarinnar Strit ogStumme, sem sýnd verðurí kjallara Norræna hússins á sunnudaginn klukkan 14.00. Norræna húsið hefur verið með barnasýningar á sunnudögum undafarin fimm ár og hafa sýn- ingarnar verið mjög vinsælar meöal litla fólksins. Að sögn Árdísar Sigurðardóttur, starfsmanns Norræna hússins, er heilmikið af krökkum á ís- landi sem hafa verið búsett á Norðurlöndum. „Við ákváöum að prófa þetta einu sinni og það reyndist það vel að nú er þetta orðið fastur liður alla sunnudaga á veturna," segirÁr- dts. „Fólki finnstgaman að koma hingað meö börnin sfn. Foreldrarnir sitja inni á kaffi- stofu á meðan börnin horfa á skemmtilega btómynd." Allt að 160 börn hafa mætt á bíósýn- ingar t Norræna húsinu en myndirnar eru alltaf á frummáli og ekki textaðar. En skilja öll þessi börn tungumáliö t mynd- unum? „Nei, tungumálið skiptir ekki alltaf máli fyrir börnin, sér- staklega þegar verið er að sýna myndir fyrir yngstu börnin." Dansað af lífi og sál Skrefinu nær... er heiti á dans- sýningu sem verður frumsýnd í Tjarnarbíói í kvöld. Á dagskránni eru tvö verk. Fyrra verkið, Hér og nú, er nýsmlð Ólafar Ingólfsdóttur og samið fyrir fjórar konur. Verkið er hug- leiðing um styrk kvenna og hvað styrk- úr. sé og hvernig hann getur birst T ólTkum form- um. Dansarar eru Guðbjörg Amardóttir, Helena Jóns- dóttir, Hlíf Þorgeirsdótt- ir og Lilja ívarsdóttir. Tónlist- in er eftir Hall Ingólfsson og er sérstaklega samin fyrir dans- verkið. Síðara verkið, Hvar varst þú þegar ég var að elta þig?, er þýsk-íslenskt samvinnu- verk Ólafar og Wiebke Brink- mann. Það var frumsýnt T Köln T október 1996 en er sýnt núna T fyrsta skiþti hér á landi. Höf- undar dansa sjálfir T verkinu við frumsamda tónlist sellóleikar- ans Thorstens Kohlhoff. Sýn- ingarnar verða alls þrjár í Tjarn- arbíói; í kvöld, föstudagskvöld og laugardagskvöld, og hefjast allar kl. 20.30. Geirfinnsmálið í sjónvarpið og á Netið Eitt frægasta sakamál sögunn- ar hér á landi er án efa Geir- finnsmálið svokallaða. Langt er um liðið síðan það mál var „til lykta leitt" og þeir sem fundnir voru sekir fyrir þátt sinn T mál- inu löngu búnir að afplána sína dóma. Margir telja þó ekki öll kurl komin til grafar í Geirfinns- málinu og á mánudags- og þriðjudagskvöld sýnir RÚV heim- ildaþátt Sigursteins Mássonar, ritstjóra tilvonandi tTmaritsins Heimsmyndar, um Geirfinns- málið. Þar verður fariö í saum- ana á þessu máli og aö sögn kunnugra kemur ýmislegt nýtt í Ijós T sjónvarpsþáttunum. Þess má geta að á Internetinu er búið að gera heimasíðu um Geirfinnsmálið þar sem finna má ýmsar upplýsingar um þetta fræga mál. Netfangið er www.this.is/mal 214. Því ekki að kíkja á þetta mál á Netinu og hita sig upp fyrir sjónvarps- þáttinn? Negrasálmar, Páfagarður og sonur minn! Margrét J. Pálmadóttir hefur undanfarin ár séð um barna- kórastarf T Grensáskirkju, en annað kvöld flytja kammerkór kirkjunnar og Maríus H. Sverr- isson negrasálma og lög úr söngleikjum. Aö sjálfsögðu stjórnar Margrét kórnum sínum, en í honum er 41 stúlka og einn strákur á aldrinum 14-17 ára. Margrét hefur verið með þennan hóp í kórstarfi síðustu sjö árin og er í raun að útskrifa hann meö þessum tónleikum. „Að vtsu eru tónleikarnir aöeins hluti af útskriftinni," segir Mar- grét. „Eftir prófin er ég með kveðju- tónleika og að þeim loknum höld- um við til Ítalíu. Þar munum við búa á strönd og syngja þrisvar t Róm; fyrst í einka- skóla, svo í Agnes- arkirkjunni frægu og aö lokum mun kórinn syngja við venjulega guðs- þjónustu í Péturs- kirkjunni. Þetta er mikið ævintýri sem við erum að fara í. Svo vona ég aö þau svífi á vængj- um söngsins eitt- hvað annað. Annað kvöld sýn- um við aðeins eina hlið okkar, þ.e.a.s. við syngjum negra- sálma og lög úr söngleikjum. Maríus er sonur minn og er að læra í Vínarborg, söngleikja- söng. Hann vinnur þar núna viö söngleiki. Hann kemur hingað til lands bara til að hjálpa mömmu sinni," segir Margrét og hlær mikið í stmann. Tón- leikarnir hefjast klukkan 20.30 og kostar kr. 1.000 fyrir full- orðna og 500 fyrir börn og ung- linga yngri en 16 ára. Hverjir fara-tooG^ um | ^ lelqina? FER EKKI Á PÖBB „Ég spila I Stykkishólmi í kvöld og svo í Borgarnesi annað kvöld,“ segir stórsöngvarinn Páll Rósinkrans. „Við förum út á land í stöku ferð með hljómleika og eins spilum við oft uppi í Krossi á laueardagskvöldum og á sunnudögum. A tónleikunum spilum við venjulega lög af plötunni minni sem kom út fyrir síðustu jól, auk ein- hverra aukalaga. Annars eru helgarn- ar almennt nokkuð rólegar hjá mér. Það er ekkert sérstakt í gangi um þessa helgi. Maður fer náttúrlega minna á pöbbana en maður gerði hér áður fyrr,“ segir Páll og hlær. „Það kemur bara annað og betra í staðinn.“ Þið spilið ekki á pöbbum er það? „Neinei, við spilum til að mynda í Félagsheimili Stykkishólms. En það eina sem er öðruvísi hjá okkur og á þessum „venjulegu" tónleikum er að boðskapurinn er annar.“ VINN Á SUNNUDÖGUM „Ég ætla upp í Borgarfjörð,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir alþingismaður. Ífrí? „Bæði og. Annars er afar misjafnt hvað ég geri um helgar eða í fríunum. Ég reyni nú oft að nota helgarnar til að hvíla mig en einnig til þess að skemmta mér eitthvað, fara í leikhús og hitta vini, kunningja eða fjölskyld- una.“ Er ekki oft unnið um helgar? „Jújú, yfirleitt er ég að vinna eitt- hvað um hverja einustu helgi. Ég reyni yfirleitt að taka mér frí á laugar- dögum og svo er ég mjög oft að vinna eitthvað á sunnudögum, undirbúa vikuna til dæmis.“ FÆ EKKI AÐ TAKA ÞÁTT í LOTTÓI „Ég ætlaði upp í sumarbústað um helgina en kemst ekkert, því ég er eftirlitsmaður með lottóúrdrætti í sjónvarpinu á laugardags- kvöldið,“ segir Alfreð Þorsteinsson, forstjóri Sölu varnarliðseigna. „Ég er stjórnarmaður f stjórn íslenskrar get- spár og stjórnarmenn skipta með sér, ásamt fulltrúum dómsmálaráðuneyt- isins, að hafa eftirlit með úrdrætti á laugardagskvöldum. Það fellur í minn hlut að mæta í sjónvarpssal á laugar- dagskvöld, þannig að það eyðileggur alla möguleika á að fara úr bænum eins og ég ætlaði mér.“ Ferðu oft út úr bœnum um helg- ar? „Já, ég á sumarbústað hjá Syðri- Reykjum í Biskupstungunum og þang- að fer ég yfirleitt þegar ég kemst þegar fer að vora eins og núna.“ Nú er lottóvinningurinn sexfaldur. A ekki að kaupa sér miða? „Það er nú þannig að þegar maður sér um eftirlitið er manni bannað að taka þátt í lottóinu, svo það eru ýmsar kvaðir á manni um þessa helgi,“ segir Alfreð og hlær. SKÁK, SKÁK OG AFTUR SKAK „Ætli ég verði ekki bara heima að lesa,“ segir Margeir Pétursson, stórmeistari í skák. Hvað eru að lesa? „Ég er aðallega að lesa um skák og því tengt, en ég er á leiðinni til Danmerkur í næstu viku þar sem ég tek þátt í skák- móti. Ég hef verið mjög rólegur í skákinni í vetur, tekið mér svolítið frí frá henni, þannig að mér veitir ekkert af því að lesa fræðin." Á ekki að vinna mótið í Danmörku? „Ja, maður verður að vera bjartsýnn.“ spurt... Ef þú fengir að ferðast í tíma og rúmi, hvert myndirðu þá fara? Magnús Eiríksson tónlistarmaður „Ég myndi vilja fara til Hawaii-eyja árið 1956. Rokkið var að byrja og þeir voru rosalega fljótir að taka við sér þar.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.