Helgarpósturinn - 23.04.1997, Side 11

Helgarpósturinn - 23.04.1997, Side 11
arhúsum fljótlega að ég hafði verið plataður. Ingólfur Amarson var hér ekki að hefna Hjörleife, fóstbróður síns, held- ur var einhver vinnumannsnefna á gcingi að virða fyrir sér þúfnakolla og grjóthrúgur. Ég hafði frá því ég mundi fyrst eftir mér séð hrútfirska þúfna- kolla og grjóthrúgur á hverjum degi og hafði ekki fyrr vitað til að slíkt væri söguefni. Ef vinnumaðurinn hefði séð glitta í fjársjóð undir fossi, náð að sveifla sér inn undir fossinn á viðartág og síðan þurft að glíma við útilegu- mann til að ná fjársjóðnum hefði mér strax þótt þetta góð bók. En þessi vinnumaður ráfaði um milli þúfnanna og virtist ekki eiga sér stærri drauma en að siga tíkinni sinni. Ég sá engin merki um það að hann myndi nokkru sinni eignast kóngsdóttur og fá með henni hálft kóngsríki. Það þótti mér á þeim árum lágmarkskrafa sem gera yrði til vinnumanna í sögubókum. Saltsoðníng og sokkaplögg Á endanum tók ég samt á mig rögg og las bókina. Ég las um bæjarstæðið og bæjarlækinn tilvonandi sem kom ofan úr fjallinu. Ég las um litlu fossana tvo sem í honum voru og hyljina tvo undir þeim. Svo gerðist undrið. Ég las þetta: „Maðurinn rannsakaði þetta gaum- gæfilega, staðnæmdist við efri fossinn og sagði: hér má skólpa úr sokkaplögg- um; við neðri fossinn og sagði: hér má leggja í bleyti saltsoðníngu.“ Þarna lá ég uppi í gamla beddanum undir súðinni á framloftinu með leiðin- legustu bók í heimi, eftir mann sem eiginlega hefði átt að banna með lög- um að skrifa bækur, — og ég var allt í einu farinn að hlæja. Ég hló og ég hló. Alveg upp úr þurru þurfti ég svo mikið að hlæja að það leið langur tími þang- að til ég gat haldið áfram að lesa. Og þegar ég loksins komst til þess að halda áfram byrjaði ég á að lesa þessa málsgrein aftur, — eins og til að full- vissa mig um að hún væri þarna. Það var ekki fyrr en mörgum árum, þess að ég hafi nokkru sinni kynnst honum. Ég á Halldóri Laxness mikið að þakka. Ég stend ekki einn í þeirri þakkar- skuid. Ég held að hann hafi ekki ein- ungis svipt mörg okkar blindri trú heldur líka gert okkur umburðarlynd- ari og ef til vill betri manneskjur. Á hinn bóginn liefur mér líka stundum fundist það kaldhæðni örlaganna að áratugum saman voru íslenskar bók- menntir í djúpri lægð, — kannski öllu heldur í djúpri sálarkreppu, — vegna þessa snillings tungunnar. í þrjátíu ár skipti það næsta litlu máli hversu góð- ar bækur íslenskir rithöfundar skrif- uðu. Það tók því varla að gefa þær út. Nóbelshöfundurinn okkar bar svo óumdeilanlega höfuð og herðar yfir alla aðra að það gekk guðlasti næst að nefna aðra íslenska höfunda í sömu andrá og hann. Afmælisgjöf til þjóðarinnar Svo átti það raunar fyrir mér að liggja að hitta þennan mann einu sinni og fá að taka í höndina á honum. Hann var þá orðinn gamalmenni og ekki lengur þess umkominn að skapa nýja dýrgripi til að opna augu mín fyrir aug- ljósum sannindum eða afhjúpa fyrir mér fleiri af blekkingum heimsins. Alþýðublaðið sendi okkur Einar Óla- son ljósmyndara í mottöku fyrir blaða- menn. Tilefnið var afmæli Halldórs Laxness og stofnun Laxnessklúbbsins, sem átti að þjóna þeim göfuga tilgangi að kynna nóbelsskáldið okkar betur fyrir þjóðinni. Laxnessklúbburinn átti ekki að vera neinn ómerkilegur kilju- klúbbur. Nei, nú átti íslenska þjóðin þess kost að eignast verk nóbels- skáldsins í metratali í virðulegu skrautbandi sem færi vel í hillu. Mót- takan var hin veglegasta og blaða- menn hlutu höfðinglegar móttökur. Áður en sest var að borðum þurfti þó að taka myndir af nóbelsskáldinu og útgefandanum, blómvöndunum sem skáldinu voru færðir í afmælisgjöf og svo þurfti auðvitað að útskýra vandlega fyrir blaðamönnum afmælis- gjöfina sem bókaforlagið hafði afráðið að gefa þjóðinni, — Laxnessklúbbinn. Útgefandinn tók sér stöðu glaðlegur, vinsamlegur og virðulegur við hlið hins aldna skálds: - Snúðu þér aðeins til vinstri, Hall- dór minn. Útgefandinn tók vingjarn- lega um axlirnar á gamla manninum og sneri honum gætilega lítils háttar til vinstri. Haltu nú blómunum þannig að andlitið á þér sjáist á myndinni. Brostu, Halldór minn. Það á að taka mynd af þér. Við blaðamennirnir stóðum hógvær- ir álengdar og horfðum á. En hugur minn hvarflaði annað. Mér þótti ég vera staddur á lágum bæjarhól í kunn- uglegu dalverpi þar sem bæjarlækur rennur ofan úr fjallinu og verða í hon- um tveir hyljir þar sem má skólpa úr sokkaplöggum í þeim efri og leggja í bleyti saltsoðningu í þeim neðri. En nú hafði verið reistur hér myndarlegur bær með fjórum burstum. Fyrir fram- an bæjardyrnar stóð Bjartur í Sumar- húsum og leyfði gestum að taka í höndina á sér og taka af sér myndir. Við hlið hans stóð Ingólfur Arnarson Jónsson. - Brostu Bjartur minn, sagði Ingólfur Arnarson Jónsson. Brostu. Nú er mér sagt að Halldór Laxness sé orðinn níutíu og fimm ára. Má vera að satt sé. Þó efast ég. Aldur er ekki mælistika sem Halldór Guðjónsson frá Laxnesi verður mældur á, fremur en nokkurn annan kvarða. Hann er án ald- urs. Ég þarf jafnvel ekki að opna bók til að njóta samvista við þennan gamla vin. Án aldurs á hann sér fast aðsetur í huga mér eins og í huga fjölmargra annarra íslendinga. Þannig fylgir hann okkur hvert sem við förum. Og á þeirri vegferð mun fegurðin ríkja ein. sennilega áratugum, síðar að það rann upp fyrir mér að sú hugmynd Bjarts í Sumarhúsum að útvatna saltfisk í skólpinu úr sokkaplöggunum sínum var annað og meira en brandari. Hún var Iýsing á tíðaranda og ekki síður þáttur í persónusköpun. Sá Bjartur í Sumarhúsum sem hefði verið nægi- lega pempíulegur til að útvatna salt- fiskinn í efri hylnum og skólpa úr sokkaplöggunum í þeim neðri hefði sjálfsagt aldrei látið sér detta í hug að taka þetta kot til ábúðar. Hann hefði ekki verið Bjartur í Sumarhúsum. Sennilega hefði heldur enginn annar maður, lifandi eða skáldaður, verið þess umkominn að unna heitast því barni sínu sem eitt allra barna hans var ekki hans eigið. Grálúsugir ofbeldismenn Nokkrum árum síðar kom Halldór Laxness aftur óþyrmilega aftan að mér. Þá lagði hann á einni kvöldstund í rúst það sem mér var lengi fram eftir aldri einna heilagast í lífinu, hina róm- antísku hetjuímynd íslenskrar gullald- ar. Hetjurnar sem ég hafði dáð mest frá því ég lærði að lesa breyttust skýndilega fyrir augum mér. Gull- bryddir hjálmar, silfurslegin sverð og skínandi hringabrynjur hrundu af ítur- vöxnum og vöðvastæltum glæsimenn- um. Eftir stóðu grálúsugir ofbeldis- menn og ræningjar sem nauðguðu öllu kviku og höfðu það að skemmtan sinni að kasta kornabörnum upp í loftið og grípa þau með spjótsoddum. Gerpla svipti mig þessari barnatrú og kom mér í skilning um að ekkert er einhlítt. Engin ein söguskoðun er rétt og ekkert fjall er svo reglulagað að það iíti ekki öðru vísi út séð frá hinni hlið- inni. Halldór Laxness svipti mig raunar fleiri en einni barnatrú. En hann gaf mér margt í staðinn. Hann færði mér dýpri skilning á fólki en ég hefði öðlast ef hann valið sér annað hlutskipti en að skrifa bækur. Þannig er hann og verður í hópi bestu vina minna án Pað var ekkert til sparað þegar gamli torfbærinn í Sumarhúsum var endurbyggður. Torfhleðslumenn voru fundnir og smiðir ráðnir. Rústir gamla bæjarins voru auðvitað minni um sig en svo að á þeim væri unnt að reisa hús við hæfi svo víðfrægrar sögu- persónu sem Bjarts íSumarhúsum. Það varð því að ráði að jarðýta var sett á rústirnar og nýi torfbærinn byggður með fjórum burstum og allur þiljaður innan í hólf og gólf. Á baðstofuna og hjónakamersið inn af henni var notað- ur rauðaviður. Hið hurðalausa steinhús veltiáranna stakk í stúf við friðsæla ímynd endur- reista torfbæjarins í Sumarhúsum þannig að jarðýtan var sett á það líka, fyrst hún var þarna. Hún jafnaði þenn- an steinkumbalda við jörðu og svo voru lagðar þökur yfir allt saman. Allt var þetta _gert með styrk frá Byggðastofnun. Utirauðsmýrarfeðgar fengu styrk til að koma á fót ferðaþjón- ustu og laða að ferðamenn, styðja at- vinnuþróun í sveitinni og skapa þjóð- arbúinu auknar gjaldeyristekjur. Endurreisti torfbærinn var til muna glæsilegri en sá gamli. Hann var jafnvel enn reisulegri en bæjarhúsin á Úti- rauðsmýri höfðu verið á sínum tíma. Bjartur hefði sjálfsagt ekki þekkt sig aftur þótt hann hefði haft sjónina, en hún var nú að mestu farin. Ingólfur Arnarson Jónsson sótti Bjart gamla út í Urðarsel þegar stóri dagurinn var runninn upp. Nú stóð hann þarna, gamli maður- inn, aftur kominn að Sumarhúsum, þótt þau væru reyndar ekki lengur hans og hefðu kannski aldrei verið. Hann stóð fyrir framan bæjardyrnar og við hlið hans stóð Ingólfur Árnar- son Jónsson. - Brostu, Bjartur minn, sagði Ingólf- ur Arnarson Jónsson, brostu. Stattu aðeins nær mér, Bjartur minn, þannig að við sjáumst báðir á myndinni. Taktu í höndina á þessum manni, Bjartur minn. Nei, nei, Bjartur minn. Ég veit að þú skilur ekki hvað maðurinn er að segja. Hann talar nefnilega út- lensku. Haltu blómvendinum í vinstri hendinni, Bjartur minn, þannig að þú getir heilsað með þeirri hægri. Snúðu þér nú aðeins í áttina að mér og brostu, Bjartur minn, þannig að það líti út eins og við vinirnir séum að tala saman. Við höfum nú alltaf verið vinir, Bjartur minn, er það ekki? Og túristarnir streymdu í snyrtileg- um röðum inn í endurbyggða torfbæ- inn, tóku í hrjúfa og kreppta gamal- mennishöndina á Bjarti og dáðust að því í laumi að þessi gamli afdalabóndi skyldi hafa svo góðan smekk í fatavali, létu jafnvel falla nokkur orð um það hversu fallegt bindið hans vaeri, grun- lausir um að gamla frúin á Útirauðs- mýri hafði haft þar hönd í bagga. Henni fannst ekki koma til mála að Bjartur gamli væri hafður til sýnis fyrir túrista í óhreinni vinnuskyrtu með oln- bogana út úr. Sjálf leiddi Útirauðsmýrarfrúin túr- istana um húsið og útlistaði fyrir þeim dugnað Bjarts á þeim tíma sem hann bjó þarna. - Þetta glæsilega býli byggði hann Guðbjartur allt með eigin höndum, sagði hún. Ég hef aldrei þekkt duglegri mann. Og handlaginn var hann með af- brigðum. Það bókstaflega iék allt í höndunum á þeim manni. Þetta út- skorna koffort smíðaði hann og gaf fyrri konunni sinni í brúðargjöf. Hún benti á fagurlega mynstrað plastkoff- ort innflutt einhvers staðar frá austur- löndum fjær. Það var honum mikið áfall að hún Rósa skyldi deyja svona ung. Hann átti ekki hest á þeim árum þannig að hann beislaði hreintarf og reið honum dagfari og náttfari til að sækja lækninn. Hann sundreið meira að segja Jökulsá upp á líf og dauða. En hann varð of seinn. Það var mikil sorg- arsaga. Hann jafnaði sig aldrei fyllilega eftir það. Afmæli Jón Daníelsson skrifar Útirauðsmýrarfrúin leiddi gestina um allan bæinn og lýsti hverju hús- gagni. - Lát seinni konunnar varð honum Bjarti mínum svo mikið áfall að hann undi hér ekki lengur. Það varð úr að við keyptum af honum jörðina. Eins og sjá má höfum við haldið öllu vel við til minningar um liðna tíma, sagði hún. Nú höfum við ákveðið að gera Sumar- húsin að safni. Til að koma í veg fyrir að heiðarlegt fólk verði platað með eft- irlíkingum höfum við fengið einkaleyfi á nafninu. Bjartur í Sumarhúsum er nú skrásett vörumerki. Úti á hlaðinu sat gamli hreppstjór- inn á Útirauðsmýri í sölutjaldi, tók við aðgangseyrinum og seldi boli með mynd af Bjarti og endurbyggða torf- bænum. Fjölmargir keyptu líka eintak af Independent People. Þá lét hrepp- stjórinn fylgja með ókeypis póstkort með mynd af Bjarti í gervi jóíasveins- ins, ríðandi á föngulegum hreintarfi. Ef menn keyptu tvö eintök af bókinni fékkst til viðbótar skrautritað skjal því til staðfestingar að viðkomandi hefði komið norður fyrir heimskautsbaug. - Jæja Bjartur minn, sagði Ingólfur Arnarson Jónsson, þegar dagur var að kvöldi kominn og síðasta túristarútan ók úr hlaði. Ég skutla þér þá út að Urð- arseli. En gleymdu nú ekki að hafa fata- skipti áður en þú ferð að tutla kúna. Jakkafötin þín mega ekki verða skítug fyrir morgundaginn. Ég sæki þig svo aftur í fyrramálið. Vondur rithöfundur á móti bændum Ætli ég hafi ekki verið á bilinu tíu til tólf ára þegar ég var búinn að lesa allar bækur sem til voru á bernskuheimili mínu, flestar tvisvar og sumar miklu oftar. Frændi minn á næsta bæ, Sigurður Hjartarson á Jaðri, var með útibú frá lestrarfélagi hreppsins. Ég var reyndar svolítið smeykur við að koma of ná- lægt honum af því að hann átti til að toga í eyrun á okkur krökkunum. En ég hreifst líka af honum. Hann var síkátur og léttlyndur. Auk þess kunni hann að spila á sög af sérstakri list og smíða gullhringa úr krónupeningum og tú- köllum. Siggi á Jaðri skráði mig í lestrarféiag- ið og lánaði mér þrjár bækur. Ég er nú búinn að gleyma hvaða tvær bækur ég valdi sjáifur en ég var smekkmaður á bækur á þessum árum og hef senni- lega valið mér bækur um Tarzan. Þetta ætlaði ég að láta nægja en Siggi tróð upp á mig þriðju bókinni. Þótt ég reyndi að rnalda í móinn kom það fyrir ekki. Ég fór heim með Sjálfstœtt fólk. Um þá bók vissi ég það eitt að hún var eftir frekar vondan rithöfund sem mér skildist jafnvel að væri óvinur bænda. Hann var til dæmis á móti því að bændur þurrkuðu upp gagnslausar mýrar og ræktuðu tún. Halldór Kiljan hafði að vísu fengið Nóbelsverðlaunin og var ekki lengur alveg jafn vondur rithöfundur og þegar ég heyrði hans fyrst getið, en mér skildist þó að Nób- elsverðlaunin væru aðallega einhvers konar snobb. Kiljan skrifaði bækur sem fjölluðu eiginlega um ekki neitt og það vantaði í þær alla spennu. Ég byrjaði á góðu bókunum. Það var æsilega spennandi og skemmtilegt að lesa um Tarzan sem sveiflaði sér um trjákrónurnar, talaði við bráðgáfaða apa á háþróuðu úgga-úgga-máli og hálsbraut heimska, huglausa og menntunarsnauða svertingja með einu handtaki. Þriðja bókin lá óhreyfð nokkra hríð, Ég opnaði hana að vísu og sá mér tii nokkurrar ánægju að fyrsti hlutinn hét „Landnámsmaður íslands". En ég sá Bjartyrí

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.