Helgarpósturinn - 23.04.1997, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 23.04.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1997 „Ó, mitt auma líf!!!“ segir systir mín í hvert sinn sem ég hnýti í draumaprinsinn hennar. „Ekki skemma hann fyrir mér, hann bjargaði mér í gegn um bitra æsku og ömurlegt hjónaband og ég hugsa ennþá um hann þegar það er ekkert í sjón- varpinu.“ Hann er eini draumaprinsinn í veröldinni sem hefur verið í stöðugri notkun, án endurskoðunar, tæp fimmtíu ár. Síðan 1951 hafa þau setið undir sama trénu og horft á sama mánann, sem af einstæðri tillitssemi hætti hringferðum sínum um himinhvolfið það ár og gerðist leiktjald. Sviðssetningin var ágæt framan af. Þarna sátu þau, hún tíu ára og hann átján, og héldust í hendur undir trénu. Ekkert að gerast. Hann var ekki einu sinni þvalur í lóf- anum. Enn hefur ekkert gerzt. Þau sitja undir trénu. Hann er átján óg hún er fimmtíu og sex. Hún neitar að stokka hann upp. Hún neit- ar líka að farga honum. Samt hélt hún framhjá honum með Michael Caine. Það samband kviknaði 1978 þegar Michael lék misskilinn homma í Califomia Suit. 1980 logaði það skærar. Það gerði Dressed to Kill og Michael sem morðóður geðklofi. Neistaflugið minnkaði árið eftir, þegar frumraun Olivers Stone, The Hand, var varpað á tjaldið. Eldurinn blossaði upp af svo gott sem kulnaðri glóð ‘83, þeg- ar Educating Rita staðfesti allt sem hún hafði alltaf haldið um Michael Caine: Skemmtilegur, gáfaður, menntaður og viðkvæmnislegur með næmt, lostafullt augnaráð. Upp frá því var hann arineldur drauma hennar. Þar til ég las ævisögu hans, sem hann framdi eigin hendi. Hið næma, lostafulla augnaráð er hvarma- bólga. Menntun hans náði lestri og skrift, en hvorugt misnotaði hann fyrr en einhver nefndi ævisögur og sex stafa tölur í sömu setningunni. Á 400 síðum koma orðin „ég — stjarna — ríkur" fyrir 40.000 sinnum. Greindur maður hefði reynt að breiða örlítið yfir þessi þrjú áhugamál sín. En systir mín hafði rétt fyrir sér með viðkvæmn- ina: Germaine Greer, aldrei mild eða umburðarlynd kona, skrifaði grein um þau Caine-hjónin og þótti lítið til frúarinnar koma. Germaine hefur alltaf hafnað því að regnbogi tilverunnar þurfi á öllum litbrigðum mannkyns að halda og vill útrýma dúkkulísun- um. Því lét hún þau orð falla um frú Caine, að hún hefði aldrei áorkað neinu og væri aðeins stofuskraut. Michael tók þessu illa. Víst hafði konan hans náð árangri í líf- inu. Hún hafði komist á listann yfir tíu bezt klæddu konur heims! Germaine lítur ekki á slíkt sem afrek. Hún átti við, að frú Caine hafði aldrei grafið brunn á þurrkasvæði í þriðja heiminum, aldrei hjúkrað holdsveikum, aldrei farið í mótmæla- göngu og aldrei verið handtekin. Hún hafði ekki einu sinni borið eld að eggjandi nærfati. Draumaprinsinn Michael féll fyrir eigin rit- snilld og systir mín hörfaði aftur undir tréð, þar sem gamli prinsinn beið hennar, óskorpinn og óskemmdur í álögum eilífrar æsku. „Draumaprinsar hafa bros sem tendrast hægt og deyr aldrei alveg. Þeir eru alltaf hreinir og af þeim leggur góðan ilm; engan flöskufnyk, heldur angan sem ekkert gull fær keypt. Hendurnar eru sterkar og mjúkar í senn, hreyfingarnar lýsa styrk og mýkt og þeir líða um heimilin eins og sýnilegur andblær án þess að reka sig í, steypa um koll, skilja eftir fingra- för, hella niður, spora gólfin og pissa út fyrir.“ I hvað má strákinn? Sú var tíðin að ég trúði á Michael Ca- ine. Ég sá líka þetta munúðarlega við hvarmabólguna og leiddi bara hjá mér að maðurinn var kið- fættur. Við Michael vorum ætíð samvistum á vægum hraða í sportbíl. í bak- grunninum lék flautu- kvintett London Bridge is Falling Down. Þar til ævi- saga hans gjöreyddi draumnum. Þá fékk Richard Dreyfus stutta reynslu- ráðningu. Hann er skemmtilegur og greindur, en ákefðin sem hann leggur í öll hlutverk er sennilega ofvirkni. Ég grunaði hann um að iða í sæt- inu, seilast sífellt í gít- ar og syngja lagstúfa, brot og stakar línur í síbylju. Skátahreyfing- in hefði haft meiri ánægju af honum en ég- Blámi augna Peters O’Toole náði ekki til mín þegar hann lék í Lord Jim. Afstaðan var endurskoðuð eftir Síðasta keisarann, en þótt hann ynni á með aldrinum virtist hann helzt henta til samsetu á Vogi, þar sem hann segði endalausar sögur af sjálfum sér. Anthony Quinn hefur alltaf haft sterk áhrif á innkirtlastarfsemina og ekki dró úr þeim þegar hann birtist berlæra í Barrabas. En vil ég mann sem kvæntist til fjár og frama? Löngu fyrir fæðingu mína? Nei. Nafni hans Hopkins er geðugri dreng- ur. Eggjandi er hann þó ekki og seint yrði hann grunaður um karlmennskutil- þrif. Ég treysti mér til að drekka te með honum annan hvern miðvikudag. Clint East- wood; fölur, vind- þurrkaður, einrænn ridd- ari... Það getur verið tilviljun hverjum konur giftast, en draumaprinsinn er valinn af alúð sem jaðrar við smámunasemi. Sérstaklega á þetta við heimatilbúna prinsa. Þeir eru hannaðir hak fyrir hak og hár fyrir hár af ná- kvæmni sem hvarflaði ekki að konum að leggja við raunverulega menn. Þeir stæðu ekki undir því. Draumaprinsar hafa augu sem tindra allan sólarhringinn. Ef þau lokast, sem þau geta gert af því að þeim er lygnt af sælu eða hallað aftur í andar- taks algleymi, þá er húðin á augnlokunum með bjarma sem annars er að- eins að finna á ungbörnum. Draumaprinsar hafa bros sem tendrast hægt og deyr aldrei alveg. Þeir eru alltaf hreinir og af þeim leggur góðan ilm; engan flöskufnyk, heldur ang- an sem ekkert gull fær keypt. Hendurnar eru sterkar og mjúkar í senn, hreyfingarnar lýsa styrk og mýkt og þeir líða um heimilin eins og sýnilegur andblær án þess að reka sig í, steypa um koll, skilja eftir fingraför, hella niður, spora gólfin og pissa út fyrir. Útlit þeirra er svo smekksatriði hverrar og einnar. Því miður virðist sem konur séu mikið til hættar að hanna sína prinsa úr braki veruleikans. Eftir því sem myndmál eykst, þess gefnari eru þær fyrir að hirða tilbúið eintak í bíó eða úr sjónvarpinu og úthluta honum þeim kostum sem þær óska að hann hafi. ímyndunaraflinu er lagt lið af ímynda- hönnuðum og sameiginlegt átak skapar goð sem enginn mennskur maður fær líkst. Það er allt í lagi, fáar húsmæður á Raufarhöfn eiga í alvörunni von á að finna George Clooney á þröskuldinum ef þær opna dyrnar. Það skortir ekki upplýsingaflæði um lyndiseinkunnir, kosti, galla, kenjar, kæki, lesti, ljóði, leyndar tilhneigingar og ljósa ávana, að ekki sé minnst á hugmyndafræði hreyfimyndaprinsanna. Og samt sjá konur það sem þær vilja sjá og láta sig skjalfestar staðreyndir engu skipta. allt sem ég vil af honum er ein lína: Do you feel lucky today? Áhrif hennar eru háð því að viðmæl- andi minn hafi líka legið yfir Dirty Harry. I sama aldursflokki eru tveir tilbeðnir tenórar, Pavarotti og Placido Domingo. Pavarotti er mathákur og ég gæti hugsað mér að eyða kvöldi í eldhús- inu með honum öðru hverju. Að öðru leyti held ég að hann sé of hávær. Placido er ættstærri en bakara- sonurinn, þýðóma sjentilmaður, en það er eitthvað gálulegt við hann. Hann daðr- ar örugglega við aðr- ar konur í hanastél- um og svo er vöxtur- inn orðinn eitthvað laus í sér. Að hann virðist myndarlegur er allt að þakka góðum klæð- skera. Aga Khan — nei, ekki sá, hann er dauður. Frændi hans, núverandi Aga Khan, ritari WWF. Mig dreymdi um hann þar til ég sá hann. Hann er svo horaður, að hann minnir á hrægamm í hungurverk- falli. Mér varð alveg sama um alla pen- ingana hans. Loksins! Sean Connery! Hæfilega greindur með góða kímnigáfu og ómæld- an kynþokka, hefur varðveizt vel og er frábær elskhugi. Síð- asta atriðið er pott- þétt, ég spurði Anitu Ekberg. Það sá að- eins í.hvítuna í aug- unum þegar hún jánkaði því og karl- maður sem enn vekur þau viðbrögð þrjátíu árum síðar... JESS! tek hann! Því miður er hann afar upptekinn af golfíþróttinni og konunni sinni (eða öfugt) og ég þyrfti mann í afleysingar. Yngri menn og hraustari Þynnist nú þrettándinn, en hvað. Góð- verkin skal hefja heima fyrir: Hemmi Gunn. Hvað gætum við talað um? Auglýs- ingar? Góðar, góðar. Það yrði stutt samtal og stutt samband. Magnús Scheving: Það yrði jafnvel enn styttra, hann stæði upp og færi þegar ég kveikti í fyrstu sígarett- unni. Aftur í innfluttar birgðir: Michael Douglas. Nagli. Ég gæti þó nýtt hann til að rukka launin mín. George Clooney úr Bráðavaktinni: Of sætur, of óstaðfastur, of ótraustverðugur. Sefur með gæludýrið í rúminu. Gæludýrið er fullvaxið svín. Gleymduðví, Georg. Sean Penn: Treysti honum ekki út með ruslið. Robin Williams: Rangt bil á milli augnanna, augun of lítil. Þetta þótti benda til fávita- háttar fyrr á öldinni. Auð- vitað gæti hann ekki lært hlutverkin ef hann væri fá- viti, en ég gæti aldrei komist yfir þessa hindrun. Mel Gibson: Eitthvað svo útivistarlegur. Ég væri alltaf að þurrka af honum sjávarúða eða svita eða steypiregn eða vatn sem hann hefði dottið í. Wiiliam Hurt: Langar þagnir Gætu orðið þvingandi. Mulder úr X-fæls: Fínn í úti- legu, alltaf með vasaljós á sér. Einnig mætti þurrka vot plögg á honum, hann er svo góður þolandi. Að vísu yrði enginn svefn- friður, en ekki vegna óbeislandi kynorku hans. Heldur væri hann á stöðugu rápi, því í hvert sinn sem kind færi framhjá héldi Mulder að hún væri geimvera. Harrison Ford: Alltaf læti í honum. Brad Pitt: Ofdekraður. Hugh Grant: Svo gott sem gagnslaus, helzt að hægt væri að þurrka upp áfengi með honum ef helltist niður. Við Freddy í Queen hefðT um náð saman. Hann hefði ég getað rætt heimspeki við. I want it all, I want it now, sagð’ann. Ég skil það. I láréttar afleysingar fyrir Sean Connery tæki ég mark- mann Arsenal, David Sea- man, og skolaði mér á Iand á eyðieyju, þá kysi ég að fá Schwarzenegger á næsta flóði. Hann byggði yfir okkur og veiddi í matinn fyrir myrkur. Til dags.og vegar, dundurs og huggunar tæki ég Jimmy Nail úr Crocodile Shoes. Hann sýnist mér yndislegur hversdags- maður og 5/7 lífsins eru almennir vikudag- ar.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.