Helgarpósturinn - 30.04.1997, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 30.04.1997, Blaðsíða 2
Hann leikur Sævar Ciesielski í heimildamyndinni um Guðmundar- og Geirfinnsmálið □MISSANDI í SUMARBÚSTAÐINN Allir vilja geta notiö þess besta í mat og drykk, hvert sem leiðin liggur. Pess vegns eru G-vörurnan ómissandi í sumanbústaðinn. nmr MJÓLKURSAMSALAN mn--............. mt Heimildamyndin Aðför að lögum hefur beint kastljós- inu aftur að Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Greinilegt er að mikil vinna hefur verið lögð í gerð myndarinnar, en fjölmörg atriði hennar voru sviðsett. Nokkrir lærðir leikarar koma fram í myndinni en mest mæðir á óreyndum leikara, Hlyni Sölva Jakobssyni, sem leikur Sævar Marínó Ciesielski. Það var hrein tilviljun að Hlynur tók að sér hlutverkið. Hann segist hafa verið að fara út með ruslið þar sem hann vinnur, á veit- ingastaðnum Horninu, þegar Einar Magnús Magnússon, einn aðstandenda myndarinn- ar, tók eftir honum. Einari Magnúsi fannst Hlynur sláandi líkur Sævari og bauð honum strax að leika hann í títtnefndri heimildamynd. „Ég hafði nú tekið mér ýmislegt fyrir hendur um dagana — svo sem að búa til tónlist fyrir bláar myndir í Bandaríkjunum — og var því ekki seinn að slá til. En ég gerði mér satt að segja ekki grein fyr- ir að mín biði talsverð þolraun við upptökur á myndinni." Sat í einangrun í átta tíma Margar tökur voru að sögn Hlyns mjög erfiðar og þurftu hann og nokkrir aðrir leikarar að leggja talsvert á sig til að að- lagast hlutverkum sínum. Til dæmis samþykkti Hlynur að láta loka sig inni í einangrunar- klefa í Síðumúlafangelsinu í nokkra tíma. „Ég hafði vart gef- ið vilyrði mitt fyrir þessu uppá- tæki - var að fá mér sígó í ró og næði uppi í Síðumúla — þegar tveir karlmenn í lögreglubún- ingum gengu að mér. Ég gat ekki stillt mig og skellti upp úr, en þeim var dauðans alvara og rifu mig á fætur og fleygðu mér í bókstaflegri merkingu inn í fangaklefann. Síðan var hurð- inni læst og ég lá á gólfinu, undrandi á öllu saman. Að- stæður í klefanum voru ömur- legar; hvorki ábreiða né koddi í rúminu. Eftir fimm mínútur var hurðinni hrundið upp og kodda og ábreiðu kastað til mín. Sæv- ar, sem aðrir sakborningar, var á sínum tíma beittur andlegu og líkamlegu harðræði af gróf- ara taginu meðan yfirheyrslur stóðu yfir. Ekki var ég beittur líkamlegu ofbeldi, en við getum sagt að ég hafi orðið fyrir and- legu ofbeldi. Til dæmis var haldið fyrir mér vöku með því að berja á dyr og veggi. Ég festi því varla blund þessa átta tíma sem ég gisti klefann. Þessi raun hafði þau áhrif á mig að ég lagð- ist í rúmið í nokkra daga á eftir. Það er því rétt hægt að ímynda sér hvaða áhrif dvöl í einangr- unarklefa hafði á sakborning- ana í Guðmundar- og Geirfinns- málinu. Þeir fengu ekki að hafa samskipti við annað fólk, fengu engin blöð eða bækur og gátu ekki fylgst með útvarpi eða sjónvarpi. Svona aðferðir eru mannskemmandi og það er mér óskiljanlegt hvernig löggæslu- menn gátu tekið þátt í svona aðgerðum. Svo skilst mér að sumir af þeim mönnum sem stóðu í þessum hrottaskap starfi enn innan lögreglunnar.“ Hlynur segir að útitökurnar hafi einnig verið leikurum erfið- ar. „í Rauðhólum var taka þar sem við áttum að dysja lík. Kuldinn var mikill og okkur gekk einstaklega erfiðlega að grafa holu fyrir ímyndað líkið. Kuldinn og vosbúðin gerðu það að verkum að maður komst ósjálfrátt í slæmt andlegt og lík- amlegt ástand. Ég held að það skili sér til áhorfandans.“ En gerð myndarinnar tók ekki aðeins á leikarana. Að- standendur hennar lentu líka í mótstreymi. „Brottrekstur Sig- ursteins af Stöð 2 síðastliðið haust var reiðarslag fyrir alla sem unnu að gerð myndarinnar og framleiðsla hennar tafðist nokkuð af þeim sökum. Upphaf- lega var gert- ráð fyrir að sýna myndina í RÚV í byrjun árs en það er ekki fyrr en í þessum mánuði sem hún kemur loks fyrir sjónir áhorfenda." Sævar var mikill kvenna- maður Margir hafa haft á orði hversu líkur Hlynur sé Sævari á yngri árum. Hlynur segir að svo rammt kveði að þessum saman- burði að fólk hafi gengið að sér og látið í ljós álit sitt á Sævari og meintum gjörðum hans. „Fólk hefur sagt ýmislegt við mig um Sævar, en það eina sem ég get látið hafa eftir mér er að hann hefur verið mikill kvenna- maður. Það fer ekki á milli mála. Ég er til dæmis að vinna í hjáverkum sem plötusnúður á skemmtistað í miðbænum og þar kemur reglulega inn kona sem var eitt sinn með Sævari. Hún kemur stundum og spallar við mig og talar þá iðulega um gamla tíma með Sævari. Fólk hefur greinilega ekki gleymt því hvernig Sævar var. Það hefur verið mér mikil lífsreynsla að leika þannan mann. Ég hef enn sem komið er ekki talað við hann en ég geri ráð fyrir að heimsækja hann á næstunni." En hvað heldur Hlynur að gerist í Guðmundar- og Geir- finnsmálinu eftir sýningu þátt- anna? Á hann von á að ný rann- sókn fari fram á málinu í kjölfar nýrra gagna sem hafa verið dregin fram í dagsljósið eða mun ríkisvaldið sitja á sér áfram? „Ég er handviss um að við málinu verður hreyft. Mörgum spurningum er enn ósvarað, eins og þessi heimildamynd gefur til kynna. Handritshöf- undar myndarinnar, þeir Sigur- steinn Másson og Kristján Guy Burgess, hafa komið fram með álitleg sönnunargögn sem gefa til kynna að ekki er allt með felldu í málinu,“ sagði Hlynur Sölvi Jakobsson, sem ætlar ekki að læra leiklist þrátt fyrir prýð- isgóða takta á skjánum. MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL1997 Framsóknarmenn óska fallistanum Paddy Ashdown góðs gengis í þingkosningunum á Bretlandi á morgun, þó með þeirrí undantekningu að Guðmundur Bjarnason styður Tony Blair. Framsóknarmenn taka Paddy fram yfir Blair og Maior KAFFIRJÖMI Tilvalinn í kaffið og þraelgóðun í súpun og sósur. Sömuleiðis vinsæll út á skynið og grautinn. G segir til um framleiðslu- aðferðina sem einkennir G-vörur. Pá er varan snögghituð við hátt hitastig. Með því móti verður hún geymsluþolnari og heldur jafnframt ferskleika sínum og næringargildi. G-vörur þarf ekki að geyma í kæli. G-MJÓLK Góð mjólk sem aldrei bregst - ísköld og svalandi eftir kælingu í næsta fjallalæk! Og svo er G-mjólkin líka frábær í alla matargerð. G-RJÓMI Gerir góða ferð enn betri. Pú notar hann eins og annan eðalrjóma. óþeyttan út á berin, þeyttan með kökunni og ísnum eða sem leynivopn í súpugerðinni. ABretlandi er Frjálslyndi flokkurinn fylgisiýr og áhrifalaus. Kosningarnar snúast um afstöðu al- mennings til leiðtoga Ihaldsflokksins, Johns Major, annars vegar og hins vegar Tonys Blair, foringja Verkamannaflokksins. Paddy Ashdown er varla inni í myndinni í kosningunum á morgun. Hann getur þó huggað sig við að eiga hauka í horni á íslandi. Fram- sóknarmenn sem HP talaði við studdu allir nema einn Frjálslynda flokkinn eða „Líberala" eins og þeir heita hjá Framsókn. Þótt Framsóknarflokkurinn hafi ekki orð á sér fyrir að vera alþjóða- sinnaðastur íslenskra stjórnmála- flokka er hann í alþjóðlegum sam- tökum frjálslyndra flokka, þ.á m. með Ashdown og félögum. „Eftir að hafa hlustað á yfir- heyrslur á leiðtogum flokkanna á Bretlandi þá myndi ég kjósa Líber- alana,“ segir Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskipta- ráðherra. Páll Pétursson var búinn að gaumgæfa stöðuna á Bretlandi. „Ég geri ráð fyrir að ég myndi frekast kjósa Líberala. Það er helst að ég líti á þá sem flokksbræður mína. Hinir flokkarnir hafa nokkuð til síns máls. Ég hef ákveðna samúð með málflutningi ________________íhaldsins í Evr- ópumálum þótt mér finnist arfur- inn frá Thatcher ekki aðlaðandi. Það er sumt ferskt í stefnu Verka- mannaflokksins og hann hefur færst meira í skynsemisátt en hann var undir fyrri foringjum.“ Hjálmar Árnason svaraði stutt og laggott: „Það eru mjög hreinar línur. Framsóknarmenn eru á al- þjóðavettvangi í samstarfi við Líberala. Umhverfis- og landbúnaðarráð- herra, Guðmundur Bjamason, er á skjön við forystu Framsóknar- flokksins. „Miðað við að Blair seg- ist vera kominn á miðjuna og tekur upp aðferðir Clintons þá hlýt ég að styðja hann frekar en íhaldið," segir Guðmundur og gefur Paddy langt nef. MIÐVIKUDAGUR 30. APRIL1997 h Pólitískt mismæli Ingu Jónu veldur uppnámi í SjáLfetæðisflokknum Sjálfstæðismenn í Reykjavík eru almennt undrandi á þeim ummælum Ingu Jónu Þórðardóttur borgarfulltrúa að stefna á fyrsta sæti borgar- stjórnarlistans fyrir næstu kosningar. Hún er ekki talin njóta nægilegs stuðnings inn- an flokksins, hvorki meðal stallsystra sinna í Sjálfstæðum konum né annarra. Þá þykir málið vandræðalegt fyrir eigin- mann Ingu Jónu, Geir Haarde alþingismann, sem hefur verið vinur Árna Sigfússonar um margra ára skeið. Á sama tíma er staða Árna, sem tók við fyrsta sæti á lista sjálfstæðis- manna á erfiðum tíma, sterk. Samkvæmt upplýsingum HP innan Sjálfstæðisflokksins njh- ur hann almenns stuðnings meðal flokksmanna, einkum ungra sjálfstæðismanna sem vilja auka veg yngri manna inn- an flokksins, en Arni er fyrrver- andi formaður SUS. „Staða Árna er sterk auk þess sem hann hefur boðið tryggingafé- lögunum birginn sem formað- ur FÍB með lækkun á trygginga- iðgjöldum. Á sama tíma minn- ast borgarbúar aðeins R-list- ans fyrir holræsaskattinn þeg- ar þeir sturta niður úr klósett- inu heima hjá sér,“ sagði kunn- ur sjálfstæðismaður sem seg- ist vinveittur Ingu Jónu. Vafasöm tímasetning Ekki er útséð um hvort stillt verður upp á borgarstjórnar- listann eins og fyrir árið 1990 eða boðað til opins prófkjörs eins og árið 1994. Akvörðun þess efnis verður ekki tekin fyrr en í fyrsta lagi á hausti komanda. Sjálfstæðisflokknum hefur gengið vel síðustu mán- uði í skoðanakönnunum og Árni Sigfússon, sem tók við á erfiðum tíma, hefur notið góðs af. En hvað gengur Ingu Jónu til að blása í herlúðra þegar langt er til kosninga? Góður og gegn sjálfstæðismaður sagði að Inga Jóna hefði staðið sig vel sem borgarfulltrúi en bætti svo við að hún ætti það til að vera svolítð fljótfær og hefði hreinlega misst þetta út úr sér. „Ef einhver hefur hug á að gefa kost á sér í fyrsta sæti listans lætur hann þess ekki getið í apríl, þegar aldeilis óvíst er hvenær og hvort prófkjör verður. Þannig gera menn ekki í stjórnmálum.“ Sjálfstæðisflokkurinn var tíma að ná áttum eftir kosn- ingaósigur sinn árið 1994 en hefur komið vel út í skoðana- könnunum að undanförnu. Því er sú skoðun ríkjandi innan flokksins að Inga Jóna hafi sett flokkssystkini sín í vanda og gefið R-listanum færi á flokkn- um í borgarráði. Sjálfstæðis- menn telja að slíkt geti veikt stöðu flokksins innan borgar- stjórnar og hrindi honum ein- faldlega í prófkjör ef og áður en það hefst. „Það á ekki að blása í herlúðra ef ekki kemur fram gagnrýni á forystumann- inn. Það hefur ekki gerst í þessu tilfelli, en svo má vel vera að Inga Jóna hafi látið þessi orð falla vegna eigin metnaðar og vilji með þessu knýja á um prófkjör til að fá úr því skorið hvort það sé pláss fyrir hana í forystusveit flokks- ins. Árni Sigfússon er í mínum huga sá eini sem getur leitt flokkinn til sigurs í næstu kosningum,“ sagði Jón Krist- inn Snæhólm, fyrrverandi varaformaður SUS. Fleiri væntanlegir arftakar Árna hafa verið nefndir til sög- unnar, svo sem Vilhjálmur Vil- hjálmsson, borgarfulltrúi og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann er ekki tal- inn eiga mikla möguleika og ekki vera til þess fallinn að styrkja ímynd flokksins innan um Davíð, Þorstein og Friðrik. Flokkurinn reyndi slíka upp- setningu þegar Markús Om Antonsson var í fyrsta sæti listans, en hann dró sig skömmu fyrir kosningar. hlé Útspil Ingu Jónu er vandræðalegt fyrir Geir Haarde eiginmann hennar sem er vinur Árna Sigfússonar til margra ára. . suik við stjómarsáttmálann“ Ráöherrar miöluöu málum eftir aö fulltrúar þeirra hnakkrifust í lífeyrissjóöanefnd- inni. Ekki stjórnarmeirihluti fyrir samþykkt óbreytts frumvarps Lífeyrissjóðsfrumvarp ríkis- stjórnarinnar er í sjálf- heldu á Alþingi. Þingmenn stjórnarliðsins styðja ekki allir frumvarpið í óbreyttri mynd og fari það til atkvæðagreiðslu yrði það samþykkt með at- kvæðum stjórnarandstöðunn- ar. Tekist er á um mikla hags- muni og nefndin sem átti að semja frumvarpið leystist upp eftir átakafund þar sem Öm Gústafsson, fulltrúi Framsókn- arflokksins, sakaði Steingrím Ara Arason, aðstoðarmann fjármálaráðherra, um svik við stjórnarsáttmálann. Framsóknarflokkurinn vill ganga hvað lengst í þá átt að opna bönkum, verðbréfafyrir- tækjum og líftryggingarfélög- um aðgang að skyldusparnaði launafólks í lífeyrissjóði. Göm- ul fyrirtæki Samvinnuhreyfing- arinnar, svo sem VÍS, eiga hagsmuna að gæta auk þess sem báðir fulltrúar Framsókn- arflokksins, fyrrnefndur Örn og Baldur P. Eriingsson, eru komnir með leyfi frá Vátrygg- ingaeftirlitinu til að miðla líf- eyrissparnaðartryggingum, en félagarnir reka saman Fjár- vernd ehf. og voru áður starfs- menn VÍS. Innan Sjálfstæðisflokksins eru skiptar skoðanir um breyt- ingar á því fyrirkomulagi að tíu prósent tekna launafólks renni til sameignarsjóða. Verkalýðs- armur flokksins og talsmenn samtaka atvinnurekenda eru Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra og Fríðrík Sophusson fjármálaráð- herra funduðu um ágreining fulltrúa sinna í nefnd um lífeyrismál og ákváðu að taka nefndina úr sambandi. mótfallnir grundvallarbreyt- ingu á lífeyrissjóðakerfinu. Hagsmunaaðilar úr röðum verðbréfafyrirtækja og banka- kerfisins eru hins vegar mjög áfram um að ákvæði um skyldusparnað verði rýmkuð. I stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnar Davíðs Oddssonar segir að stefnt skuli að valfrelsi og samkeppni milli lífeyris- sjóða. Síðsumars 1995 skipaði fjármálaráðherra nefnd um líf- eyrismál undir formennsku Steingríms Ara Arasonar, að- stoðarmanns fjármálaráð- herra. Nefndin fundaði reglu- lega til að byrja með en haust- ið 1996, þegar mynd var að komast á frumvarp, hellti Örn Gústafsson úr skálum reiði sinnar yfir Steingrím Ara og nefndarstarfið lamaðist. Frið- rik Sophusson fjármálaráð- herra og Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra funduðu um málið og niðurstaða þeirra varð að Steingrímur Ari og Örn skyldu semja frumvarp. Sjónarmið þeirra sem vildu opna lífeyrissjóðakerfið urðu ofan á og fyrsta útgáfa frum- varpsins gerði ráð fyrir að iðn- gjald umfram 10 þúsund krón- ur skyldi teljast viðbótariðn- gjald og falla utan skyldutrygg- ingar. Þannig yrði losað um líf- eyrissparnað launafólks með yfir 100 þúsund krónur í mán- aðarlaun sem bankar og fjár- málafyrirtæki gætu boðið í. Verkalýðshreyfingin lagðist gegn þessari útfærslu og hún var dregin tilbaka í tengslum við nýyfirstaðna kjarasamn- inga. Þegar frumvarpið var loks lagt fyrir Alþingi var það í því formi að allir eru skyldaðir til að greiða 10 prósent af launum sínum í sameignarsjóði. Mála- miðlunin bitnaði á nokkrum þúsundum manns sem greiða í séreignarsjóði en verða í fram- tíðinni að semja við sameign- arsjóði ef frumvarpið verður að lögum. í þingliði stjórnarflokkanna er megn andstaða við frum- varpið. Sumir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, t.a.m. Árni Mathiesen og Pétur H. Blön- dal, telja ófært að skylda þá sem núna greiða í séreignar- sjóði til að stofna til lífeyris- sparnaðar hjá sameignarsjóð- unum. Opinberar nefndir um Iífeyr- ismál hafa jafnan starfað lengi og aðeins gert óverulegar breytingar í hvert sinn. Nefnd fjármálaráðherra átti upphaf- lega að fara fetið og leggja til breytingar á lífeyriskerfinu í áföngum. En vegna ákafa Fram- sóknarflokksins að gera rót- tækar breytingar á lífeyris- sjóðakerfinu er allt útlit fyrir að ekkert verði úr. Frumvarpið nýtur ekki stuðnings meiri- hluta stjórnarliðsins og ríkis- stjórnin er ekki líkleg til að láta stjórnarandstöðuna ráða úr- slitum í jafn mikilvægu máli. I i I I I i Sat í einangrun til að aðlagast hlutv

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.