Helgarpósturinn - 30.04.1997, Síða 4
4
IVUÐVIKUDAGUR 30. APRÍL1997
Sókratesáætlunin er eins
konar samskiptaáætiun á
vegum Evrópusambands-
ins og hefur að markmiði
að auka samskipti ungs
fólks í Evrópu. Síðastliðið >
haust fóru sextán ungir ís-
lendingar úr Menntaskól-
anum á Laugarvatni /
heimsókn til Bayern í
Þýskalandi á vegum Só-
kratesáætlunarinnar. Til-
gangurinn var að vinna að
verkefni með sextán
manna hópi Þjóðverja í
sambærilegum þýskum
framhaldsskóla.
Samanburður
á Islandi og
Þýskalandi
„Það má segja að Sókrat-
esáætlunin sé nokkurs konar
nemendaskipti á milli Evr-
ópulanda, þar sem aðaltil-
gangurinn er að auka menn-
ingarleg samskipti milli
landa Evrópu," segir Þröstur
Freyr Gylfason, nemi í ML
og einn þeirra sem fóru til
Þýskalands. „Við heimsækj-
um viðkomandi land og
vinnum þar að verkefni sem
Sókratesáætlunin setur okk-
ur. í okkar tilviki var verk-
efnið Lcind-umhverfi-menn-
ing og þá að sjálfsögðu um
ísland og
Þýskaland,
þar sem við
gerðum
samanburð
á milli þess-
ara landa. í
Þýskalandi
heimsótt-
um við meðal annars orku-
ver sem byggist á kola-
vinnslu. Þjóðverjum fannst
þetta orkuver nokkuð lítið á
sinn mælikvarða en það var
samt á stærð við fjögur Búr-
fell! Síðan heimsóttu þýskir
nemar okkur nú fyrir stuttu
og skoðuðu sig um hér á
landi, til að mynda skoðuðu
þeir Þingvelli og Nesjavelli,
Þjóðverjunum fannst þetta
allt voða merkiiegt og hrein-
legt. Þau vinna sitt úr kolum
en við byggjum allt á vatni.
Eins unnum við að því sam-
eiginlega að ljúka við verk-
efnið hér heima, það er að
segja reyndum að sjá í
hverju mupurinn væri fólg-
inn hvað varðar þetta
þrennt; land, umhverfi og
menningu.
Eitt af skilyrðunum var að
koma niðurstöðum úr verk-
efninu í fjölmiðla og það höf-
um við gert, meðal annars
sett allt inn á Internetið.
Verkefnið þykir hafa heppn-
ast mjög vel og við höfum
fengið mikið hrós fyrir það.
Alþjóðaskrifstofa háskóla-
stigsins segir verkefnið stór-
gott. Eins er verið að kynna
verkefnið á alþjóðaskrifstof-
um í Evrópu. Þýska sendi-
ráðið lofar verkefnið í hás-
tert og menntamálaráðherra
sendi okkur meira að segja
skeyti í tölvupósti til að
hrósa okkur sérstaklega fyr-
ir vel unnin störf. Þá var
sendiherra Evrópusam-
bandsins mjög ánægður
með verkefnið."
Hvað er það sem heppn-
aðist svona vel?
„Vinnan sjálf. Við unnum
hana mjög skipulega. Síðast
en ekki síst settum við, að
eigin frumkvæði og án nokk-
urrar hjálpar, allt saman á
Internetið, samtals 43 síð-
ur,“ segir Þröstur að lokum.
Ef einhver hefur áhuga á
að skoða verkefnið og
hvernig var að málum staðið
hjá nemendum Menntaskól-
ans á Laugarvatni er bent á
netfangið:
http://rvik.ismennt.is/-
ml/HCA-ML/hca-ml.htm
Tryggvi Htibner hefur verið einn fremsti gítarleikari okkar íslendinga síðustu áratugina. Hann hefur spilað í
mörgum þekktum hljómsveitum í gegnum árin og verið mikilhæfur stúdíómaður, en hann hefur spilað inn á á
annað hundrað hljómplötur á ferli sínum. Guðbjartur Finnbjörnsson leit inn heima hjá Tryggva og ræddi við
hann, í fyrsta lagi um tónlistarferilinn og í öðru lagi um eitt aðaláhugamál hans síðustu ár, hæstaréttarmál
númer 214/1978 eða hið svokallaða Geirfinnsmál.
„Mál 214“ er tra án sÉoffns
Smíðaðir þú þinn fyrsta
gítar þegar þú varst ungling-
ur eins og Björn Thoroddsen
gerði?
„Og Brian May, gítarleikari
hljómsveitarinnar Queen,“
segir Tryggvi og brosir. „May
smíðaði sinn fyrsta gítar úr ar-
inhillu af heimili sínu og úr
varð þessi einstaki eðalgítar,
sem May notar enn. Annars
byrjaði ég snemma í tónlist-
inni. Vinur pabba gaf mér mel-
ódíku þegar ég var þriggja ára.
Svo fór ég að æfa fiðlu þegar ég
var sex ára og hélt því áfram
þar til ég heyrði í Jimi Hendr-
ix. Þá skipti ég yfir í rafmagns-
gítar. Seinna lærði ég á klass-
ískan gítar.“
Þannig að þú ert nokkuð
vel menntaður ú gítar?
Þögn... „Ja, það finnst sum-
um _en mér finnst það ekki allt-
af. Ég hef til að mynda aldrei
lært djass.“
Tryggvi segist ekki hallast að
neinni sérstakri tónlistar-
stefnu, enda maður fjölbreytn-
innar. „Ég hafði mjög gaman af
að vinna með Megasi á síðasta
ári, en ég vann plötuna Til
hamingju með fallið frá grunni
ásamt Megasi. Svo vann ég
með Jóhanni Helgasyni á
plötunni KEF. Ég hef í raun
gaman af allri tónlist sem nær
sínum tilgangi.“
Nú lifirðu ú tónlistinni.
Var það œtlunin frú byrjun?
„Við getum sagt að eftir að
ég heyrði í Jimi Hendrix hafi
ekki verið annað á kortinu en
að spila á gítar, með öllu sem
því fylgir. Það var mikil upplif-
un þegar ég heyrði ellefu-tólf
ára gamall fyrst í Jimi og tón-
list hans. Hún var allt önnur en
það sem maður hafði heyrt áð-
ur. Ég velti því aldrei fyrir mér,
eftir að hafa heyrt í honum,
hvað ég ætti að gera í framtíð-
inni. Foreldrarnir veltu því aft-
ur á móti fyrir sér, töldu trú-
lega atvinnutónlistarferil ekki
nógu öruggan starfsvettvang,
þannig að ég datt inn í Iðnskól-
ann hálfan vetur,“ segir
Tryggvi og hlær. „Ég reyndi en
fann mig ekki þar, ja, eigum við
ekki að segja að ég þættist
reyna.“
Ég óska Sævari betri ferð-
ar
Árið 1995 gaf Tryggvi út sína
fyrstu og einu sólóplötu hing-
að til, en hann segist ekki eiga
auðvelt með að semja lög. „Ég
þarf að hafa svolítið fyrir því.
Lögin velta ekki upp úr mér
eins og sumum,“ segir hann.
„Ég hef lært þónokkuð í tónlist
en það hefur ekki hjálpað mér
hingað til að semja tónlist. Mér
finnst stundum að þeir sem
kunna jafnvel minnst semji
bestu músíkina. Ekki skemmdi
það fyrir Bítlunum að kunna lít-
ið af nótum.
Ein ástæðan fyrir því að ég
ákvað að gera sólóplötu var að
ég vildi finna
flöt á því að
tjá mig um
þessi stóru
mál, sem eru
mál Sævars
Ciecielski. Ég
hef alveg frá
byrjun haft
mikinn áhuga
á þessu svo-
kallaða Geir-
f i n n s m á 1 i.
Þetta er gríð-
arlega athygl-
isvert mál fyr-
ir margra
hluta sakir,
þannig að ég
gerði þessa
plötu, sem er
öll mjög mjúk
og róandi.
Hún heitir
Betri ferð, en
betri ferð er
tilvitnun í að
þegar Sævar
var dæmdur í Hæstarétti fékk
hann leyfi til að ávarpa dómar-
ana. Ræðu sína endaði hann á
tilvitnun í varnarræðu Sókrat-
esar. Það er lokasetningin í
varnarræðunni. Menn geta
bara flett því upp. En þar talar
hann um betri ferð. Sævar var
dæmdur í sautján ára fangelsi í
Hæstarétti árið 1980, en 21.
febrúar síðastliðinn voru þessi
sautján ár liðin. Ég er að óska
Sævari betri ferðar með plöt-
unni.“
Játningarnar geta ekki
staðist
Afhverju þessi mikli úhugi
ú Geirfinnsmúlinu?
„Ég fékk áhuga á þessu máli
alveg í byrjun, þegar maður
heyrði fyrst lýst eftir Geirfinni
Einarssyni í fjölmiðlum 21.
nóvember 1974. Tilkynningin í
útvarpinu var svo dularfull að
maður gat ekki annað en feng-
ið áhuga á málinu, enda fékk
öll þjóðin strax áhuga. Málið
átti síðan eftir að þróast í
mikla „aksjón“ á næstu sex ár-
um, þangað til búið var að
dæma í því í Hæstarétti. Allan
tímann hafði þjóðin meira og
minna áhuga á þessu. Eineu"
Bollason sat saklaus inni eins
og margir aðrir. Hann er
kvæntur frænku minni. Erlu
Bolladóttur, systur hans,
þekkti ég síðan í gamla daga og
mér fannst það alltaf skrýtið
að hún ætti að vera einhvers
konar prímus mótor í þessu
gengi. Arið 1980 hitti ég Erlu og
fór að reyna að spyrja hana út í
þetta, en hún vildi ekki ræða
þessi mál við mig. Hún sýndi
mér hins vegar málsskjölin
sem hún átti; 27 hefti eða um
10 þúsund síður. Þetta þróað-
ist síðan þannig að á meðan
hún afplánaði sinn dóm
geymdi ég öll þessi skjöl fyrir
hana og ég fór að lesa. Ég var
ekki búinn að lesa mikið þegar
mig rak í rogastans. Algengast
við rannsókn sakamála er að
aðstæður á vettvangi brotsins
leiði rannsóknarmenn á sporið
og það ferli endi jafnvel með
með sönnun og játningu. í
þessu tilfelli er allt ferlið í hina
áttina •— frá sakborningunum
og að „sönnunargögnunum",
sem hvergi hafa fundist. Fyrstu
og reyndar einu vísbending-
arnar í málinu eru játningarn-
ar. Engin raunhæf gögn styðja
þessar játningar. Sé tekið mið
af kringumstæðum sakborn-
inganna hljóta þessar játning-
ar að teljast ótraustur grunnur
að sakfellingu, enda eru marg-
ar skrásettar og blákaldar
staðreyndir sem útiloka að
þessar játningar geti staðist.
Hvernig er til dæmis hægt að
grafa lík í Rauðhólum án dýn-
amíts og stórvirkra vinnuvéla
þegar allt er þar gaddfreðið?
Eða flytja lík út í Hafnarfjarðar-
hraun á 17 ára gamalli Volks-
wagenpúddu þegar allt var kol-
ófært vegna snjókomu og jafn-
vel leigubílar hættir akstri inn-
anbæjar? Um þetta er sam-
ræmdur framburður. En er
þetta trúlegt? Ég furðaði mig æ
meira á þessu eftir því sem ég
las meira. Síðan hef ég grams-
að og gramsað og í raun má
segja að það að skoða þetta
mál hafi verið mitt hobbý síð-
ustu ár. Þetta hefur mörgum
þótt í meira lagi undarlegt
tómstundagrúsk en það verð-
ur bara að hafa það. Nú hef ég
sett ýmsan fróðleik um Geir-
finnsmálið á Internetið, þar
sem almenningur getur rifjað
upp hvað það var sem gerðist
á þessum árum. í frétt frá Morg-
unblaðinu segir að á síðunni sé
hægt að sjá „allt“ um Geirfinns-
málið, en allt um Geirfinnsmál-
ið er ekki.til, að minnsta kosti
ekki ennþá."
Eru ekki öll kurl komin til
grafar?
„Nei, langt í frá. Það eru eng-
in kurl komin til grafar."
Hefurðu þú trú ú að „allt“
um Geirfinnsmúlið eigi eftir
að líta dagsins Ijós?
„Ég get auðvitað vonað það
eins og aðrir, en í dag finnst
mér það ekki vera markmiðið
eða innan seilingar. Það sem er
innan seilingar er að sýnt verði
fram á að fjöldi manna var
dæmdur saklaus. Ég reyndi
mikið að ræða þetta mál hér
áður fyrr. Það varð bara til
þess að mér var hent út úr
partíum. Ég var ef til vill ekki
sá diplómatískasti í þessum
málum. Fólk segir gjarnan að
þetta sé flókið og það nenni
ekki að ræða þetta. Ef maður
nefnir einhverjar blákaldar
staðreyndir í málinu kemur
alltaf svarið: „Það er svo margt
annað í málinu." Ég heyrði
minnst á þetta í Þjóðarsálinni
þegar Sævar var að reyna að fá
málið tekið upp. Gömul kona
hringir þangað og segir að
þetta sé alveg hræðilegt.
Fyrsta setningin sem stjórn-
andinn segir við konuna var:
„Þetta er nú svo flókið að við
getum ekki farið að ræða þetta
hér.“ Staðreyndin er sú að þótt
málsskjölin séu yfir tíu þúsund
og málið vissulega flókið, þá
getum við líkt þessu við ljós-
mynd af tré þar sem greinarn-
ar eru vel í fókus en stofninn
týndur. Geirfinnsmálið er
„leyst“ eingöngu í smáatriðun-
um. Stóru atriðin eru enn
óleyst."
Tryggvi segir að þrátt fyrir
upplýsingarnar á Internetinu
og sjónvarpsþáttinn sem á að
að sýna um Geirfinnsmálið
(viðtalið var tekið fyrir helgi
þannig að Tryggvi er ekki bú-
inn að sjá þáttinn), þá sé það
sem muni hafa mest vægi í öllu
þessu máli þegar fram líða
stundir greinargerð Ragnars
Aðalsteinssonar hæstaréttar-
lögmanns, sem fór með málið
fyrir Sævar. „Hvernig sem mál-
in þróast og fara í meðhöndlun
Hæstaréttar og Ragnars Hall,
sem er skipaður saksóknari í
málinu, mun þessi greinargerð
Ragnars tala sínu máli um
ókomna tíð.“
Þeim sem vilja skoða hæsta-
réttarmál númer 214/1978 er
bent á Internetið. Netfangið er
www.this.is/mal 214
lUeðanmáls
Dagur verkalýðsins er á morgun og því tilhlýðilegt að hafa verkalýðsleiðtoga hér \ dálkinum. Hvernig líst þér á
hag verkalýðsins þennan 1. maí Grétar? „Mér líst nú alveg sæmilega á-hann," segir Grétar Þorsteinsson, for-
seti ASÍ. „Ég er á þeirri skoðun að þeir samningar sem við höfum gert að undanförnu séu í flestu tilliti ágæt-
lega ásættanlegir. Hins vegar er verðlagsþróunin áhyggjuefni, að hún fari úr böndunum. Ef tekst að halda þeirri
þróun í skikki lít ég sæmilega björtum augum á hlutskipti verkafólks í dag."
Hvaöa listamaöur hefur haft mest áhrif á þig?
Þeir sem koma fyrst upp í hugann eru rithöfundarnir Halldór Kiljan Laxness
og Þórbergur Þóröarson.
Hvaöa stjórnmálamaður lifandi eöa látinn er í mestu uppáhaldi hjá þér?
Einar Olgeirsson og Hannibal Valdimarsson.
Hvaöa skáldsagnapersónu vildirðu helst líkjast?
Mér þykir alltaf óskaplega vænt um Sveijk, en ég held aö ég kysi nú ekki
aö líkjast honum samt.
Hvaöa persóna mannkynssögunnar vildiröu helst hafa veriö?
Þarna rekuröu mig algerlega á gat. (Þögn.) Ég hef alltaf dáöst aö því sem
Ghandi fékk áorkað.
Ef þú fengir að lifa lífinu aftur myndirðu þá breyta einhverju?
í fljótu bragöi ekki. Ég sé enga ástæöu til annars en aö vera sæmilega
sáttur viö lífið eins og þaö hefur verið.
Hver er merkilegasti atburður sem þú hefur upplifaö?
Þaö persónulegasta var þegar börnin mín fæddust. Síöan er mér í barns-
minni Heklugosiö áriö 1947, sem voru miklar hamfarir.
Hver er merkilegasti atburöurinn sem þú ætlar aö upplifa?
Ég heföi viljað sjá betur samstillta verkalýöshreyfingu í framtíðinni og þar af
leiðandi líklegri til aö ná árangri.
Hvaöa atburður, verk eða manneskja hefur mótað lífsviöhorf þitt framar
ööru?
Þaö er erfitt aö draga eitthvaö sérstakt fram þar. Þaö er fjölmargt sem mót-
ar mann og hefur áhrif.
Ef þú ættir kost á aö breyta einu atriði í þjóðfélaginu eöa umhverfinu,
hvaö yröi fyrir valinu?
Það er væntanlega fyrst og síöast aö tryggia langtum betur en viö gerum í
dag hlut þeirra sem eiga undir högg aö sækja í samfélaginu.
Sérðu eitthvaö sem ógnar samfélaginu ööru fremur?
Já, mér finnst þau viðhorf vaxandi í samfélaginu aö hver og einn eigi aö sjá
um sig og komi hlutskipti náungans lítiö sem ekkert viö. Þaö er mikið
áhyggjuefni.
Einkunnarorð?
Ég vil sjá hlutskipti launafólks betur tryggt, ekki síst í velferöarkerfinu.
I
\
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
\
>
>
\
>