Helgarpósturinn - 30.04.1997, Síða 7

Helgarpósturinn - 30.04.1997, Síða 7
6 smm MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL1997 ■f- P MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL1997 Hótel Cabin við Borgartún verður opnað 10. maí. Húsið er upphaflega byggt sem skrifstofuhús- næði en hefur nú verið breytt í hótel. Eins manns herbergin eru inni í miðju húsi og hafa einungis glugga fram á gang. Tveggja manna herbergin eru svo lítil að breyta þurfti reglugerð sérstak- lega fyrir hótelhaldarann. Rúmin á tveggja manna herbergjunum þurfa að hlið við hlið til að ná löglegri lág- marksbreidd. Hótelhaldarinn í Valhöll og Örkinni opnar hótel meö míníbar á míníher- bergjum. Umhverfisráöherra breytti reglugerð samkvæmt pöntun. Eins manns herbergi inni í miðju húsi meö glugga fram á gang. Hótel Cabin ■ í Reykjavík verður opnað 10. maí. Þar verða minni herbergi en áður hefur tíðkast á íslenskum hót- elum. Eins manns herbergin verða inni í miðju hússins og hafa einungis glugga fram í hótelganginn. Reglugerðar- ákvæði um stærð herbergja var breytt 11. apríl, að því er virðist sérstaklega fyrir Jón Ragnarsson, sem rekur hótei- ið. Byggingarnefnd Reykjavík- ur hefur raunar enn ekki sam- þykkt öll atriði í skipulaginu. Jón Ragnarsson, hótelhaldari á Þingvöllum og Örkinni í Hvera- gerði, leigir þetta hús af hluta- félagi sem heitir B-32 ehf. Einn maður situr í stjórn þess fyrir- tækis. Það er Guðjón Ármann Jónsson, sem undanfarin tutt- ugu ár hefur hagnast vel á lög- mannsstörfum og innheimtu fyrir íslandsbanka og þar áður Álþýðubankann. Jón Ragnarsson hefur tekið húseignina á leigu af hlutafé- laginu B-32. Húsið var upphaf- lega byggt sem skrifstofuhús- næði og hefur því þurft að gera umtalsverðar breytingar á því áður en hægt er að opna það sem hótel. Svo virðist sem Jón Ragnarsson hafi einnig þurft allmargar undanþágur til að opna hótelið og eru raunar ekki allar undanþágur fullfrá- gengnar enn. Byggingarnefnd Reykjavíkur heldur næst fund 7. maí, þremur dögum fyrir opnun hótelsins,.og þarf þá að taka afstöðu til umsóknar um undanþágu varðandi bílastæði ásamt því hvort leyft verður að herbergin við útveggi húss- ins verði tveggja manna. Reglugerðarbreyting á heppilegasta tíma Samkvæmt þeirri heilbrigð- isreglugerð sem verið hefur í gildi undanfarin ár máttu tveggja manna herbergi ekki vera minni en tólf fermetrar að flatarmáli. Hótel Cabin uppfyll- ir ekki þessi skilyrði. Þar eru öll herbergi svipuð að stærð, eða rúmir níu fermetrar. Svo heppilega vildi hins vegar til að 11. apríl, eða tæpum mán- uði fyrir opnun, tók umhverfis- ráðherra sig til og breytti reglugerðinni. Samkvæmt nýja reglugerðar- ákvæðinu er heilbrigðisnefnd heimilt að veita undanþágu frá stærðarreglunni þannig að tveggja manna herbergi geta nú verið allt niður í níu fer- metra að stærð. Einungis næturgisting! Að vísu gildir þessi undan- Einnig hægt að senda til Henson, Brautarholti 8, pósthólf 1015. Símbréf 562-6499 jirvferð fyrir húsið. Um leigusamning- inn við Jón Ragnarsson sagði Guðjón aðeins að hann hefði verið gerður til allmargra ára. Fjársterkt félag Þegar B-32 keypti húsið í Borgartúni 32 fyrir rúmar 90 milljónir króna virðist þetta hlutafélag hafa verið nokkuð fjársterkt þótt það væri ný- stofnað og ekki skráð með nema hálfa milljón í hlutafé. Svo mikið er víst að félagið hef- ur ekki þurft að taka lán fyrir öllu kaupverðinu. Þótt fram- kvæmdir hafi staðið yfir í heilt ár voru ekki tekin fleiri lán út á húsið fyrr en fyrir þremur vik- um. Það voru að vísu hæg heima- tökin hjá hlutafélaginu að taka 50 milljóna króna lán hjá ís- landsbanka, þar sem fram- kvæmdastjóri félagsins, Guð- jón Ármann Jónsson, er jafn- framt lögmaður bankans. Þessar fimmtíu milljónir eru tryggðar með 1. veðrétti sam- kvæmt veðbókarvottorði og var láninu þinglýst 15. apríl í fyrra eða um sama leyti og kaupin voru gerð. Tveimur handhafaskuldabréfum var svo þinglýst á húsið í maí og júní á síðasta ári. Þessi skulda- bréf nema samtals 26 milljón- um króna. Á hinn bóginn hefur eignin ekki verið veðsett frekar fyrr en nú í þessum mánuði þegar kostnaðarsamar fram- kvæmdir við húsið eru langt komnar. Þann 10. apríl var þinglýst tólf handhafabréfum sem öll eru tryggð með 2. veðrétti í húsinu. Þessi bréf eru til 25 ára og bera 6,8% vexti. Samtals hafa þannig nú verið tekin lán að upphæð nærri tvö hundruð milljónir með veði í þessu húsi. þága einungis ef „um er að ræða gististað, þar sem ein- göngu er gert ráð fyrir nætur- gistingu, þ.e. að einungis sé dvalið í herbergjum yfir nótt“. Undanþágan skal ennfremur bundin því skilyrði „að á her- bergi sé opnanlegur gluggi á útvegg". Síðasta orðið vekur óneitan- lega athygli. Tveggja manna herbergi má sem sagt vera allt niður í níu fermetrar að stærð ef opnanlegur gluggi fylgir með, en hann verður að vera á útvegg. Glugginn þarf sem sagt Guöjón Ármann Jónsson: limheimtuauðurinn komúm í svæðinu. Fram að þessu hefur þó ekki borið mikið á Guðjóni og um- svif hans á fjármálamarkaði farið heldur hljótt. Þó er á vitorði ýmissa að hann hefur á síðari árum keypt allgott safn málverka og mun meðal þeirra mega finna málverk eftir ýmsa íslenska málara í hærri verð- flokki. Skrifstofuhús varð hótel Húsið sem nú stendur við Borgartún 32 var byggt á rúst- um Klúbbsins gamla eftir að hann brann. Þetta hús átti að verða skrifstofubygging og var hverri hæð skipt í þrjá eignar- hluta. Húsbyggjandinn varð hins vegar að gefast upp í miðj- um klíðum og eignarhlutarnir, sextán talsins, voru seldir á nauðungaruppboðum síðast á árinu 1995. Allmargir aðilar eignuðust húsið á þessum uppboðum og sagði Guðjón Ármann Jónsson í samtali við Helgarpóstinn í gær að hlutafélagið B-32 hefði verið stofnað í þeim tilgangi að ná húsinu aftur saman á eina hendi. Það varð úr að hlutafélagið B-32 keypti allt húsið. Öllum eigendum virðist hafa verið gert sams konar tilboð um kaup á eignarnlutum fyrir 30 þúsund krónur hvern fer- metra. Húsið er alls yfir þrjú þúsund fermetrar að stærð og heildarverðið var því rífiega 90 milljónir króna. Guðjón Ár- mann staðfesti það í samtali við HP í gær að þessi upphæð væri nálægt lagi. Hann vildi hins vegar ekkert segja um kostnað við fram- kvæmdir þær og breytingar sem gerðar hafa verið á húsinu né segja nokkuð um leigugjald- ið sem Jón Ragnarsson greiðir Regkm fynr, Cuðjón Ármann Jónsson, lögmaður fslandsbanka, er kominn í hóp auðmanna lands- ins eftir tuttugu ára innheimtu- störf, fyrst fyrir Alþýðubank- ann en síðan íslandsbanka. Guðjón er framkvæmdastjóri og prókúruhafi eignarhaldsfé- lags hússins sem hýsir Hótel Cabin og á verulegan hlut í því félagi. Hann og kona hans eiga auk þess verulegar eignir, all- mikið fé þeirra er í húseignum. Guðjón er einn stærri hluthafa í bílaumboðinu Jöfri og hefur líka á síðari árum komið sér upp allstóru málverkasafni. Húseignin við Borgartún 32, sem í daglegu tali hefur verið kallað Klúbbhúsið, er nú í eigu einkahlutafélagsins B-32. Stofnendur þess félags eru tvö önnur einkahlutafélög, Hafra- fell ehf. og Torghöllin ehf. Einn maður situr í stjórn B-32. Það er Guðjón Ármann Jónsson en hann er jafnframt skráður framkvæmdastjóri félagsins og prókúruhafi. Varamaður í stjórn er Hörður Jónsson byggingaverktaki. Það er Hörð- ur sem hefur séð um fram- kvæmdir við húsið í Borgar- túninu og hann mun nú orðinn stærsti einstaki eignaraðilinn. 200 fermetrar á hálfa milljón B-32 keypti húseignina við Borgartún á 30 þúsund krónur fermetrann eða fyrir samtals rúmar 90 milljónir króna, sem er nokkru undir verðmæti hússins samkvæmt fasteigna- mati. Fasteignamat er sem kunnugt er yfirleitt allmiklu lægra en brunabótamat, sem oftar er nær markaðsverði eigna. í þessu tilfelli er þó ekk- ert brunabótamat til. Það er yf- irleitt ekki gefið út fyrr en hús eru fullbyggð, en húsið við Guðjón Ármann Jónsson er orðinn vel fjáður eftir 20 ár sem inn- heimtulögmaður. Borgartún 32 var ekki nema rúmlega fokhelt þegar B-32 eignaðist það. Það vekur athygli að hluta þessa húss keypti Guðjón Ár- mann Jónsson af sjálfum sér og mun hafa hagnast vel á þeim viðskiptum persónulega, a.m.k. ef hann hefur greitt sjálf- um sér sama fermetraverð og öðrum. Guðjón Ármann og Guðrún nokkur Jóhannesdótt- ir keyptu 200 fermetra á fyrstu hæð hússins á nauðungarupp- boði 1. des. 1995 fyrir hálfa milljón króna. Fermetraverðið var 2.500 krónur sem má bera saman við þau 30 þúsund sem B-32 greiddi fyrir hvern fer- metra í húsinu. Guðrún Jóhannesdóttir vildi í samtali við Helgarpóstinn ekki gefa neinar upplýsingar um að- ild sína að þessum fasteigna- viðskiptum. Sjálfur nefndi Guð- jón hins vegar þá skýringu að þau Guðrún hefðu bæði átt skuldabréf á sama veðrétti í þessum eignarhluta og hefðu því sameinast um tilboð. Varð- andi hið lága kaupverð sagði Guðjón að í raun hefðu þau Guðrún allt eins getað verið að tapa peningum á þessu upp- boði, það færi allt eftir upp- hæð veðskuldarinnar. Þetta var þó ekki eini eignar- hlutinn sem Guðjón Ármann átti í húsinu þegar B-32 keypti það. Rishæðina átti Guðjón sjálfur í heilu lagi, en hún telst að vísu ekki nema 190 fermetr- ar. Þessari eign afsalaði Guð- jón til B-32 ehf. 2. maí í fyrra. Undir afsalið skrifaði Guðjón tvisvar, fyrst sem seljandi og síðan, fyrir hönd B-32, sem kaupandi. Hógvær auðmaður Guðjón Ármann Jónsson er 48 ára að aldri, upprunninn austur á Norðfirði og var í gagnfræðaskóla á Eiðum. Hann varð stúdent frá MR 1970 og útskrifaðist úr lagadeild Há- skóla íslands 1976. Sama ár hóf hann störf hjá Inga R. Helga- syni, sem þá sá um innheimtu fyrir Alþýðubankann. Guðjón tók við rekstri stofunnar 1981. Fyrir ungan lögfræðing mun það á þessum árum ekki hafa verið ósvipað því að eignast gullnámu að komast í inn- heimtu fyrir bankastofnun. Guðjón virðist hafa efnast vel á þeim tuttugu árum sem liðin eru síðan hann hóf störf við innheimtu- og lögmannsstörf. Auk íbúðarhússins í Ljárskóg- um 29, þar sem hann býr, á hann efstu hæðina í húsi ís- landsbanka við Suðurlands- braut, þar sem lögmannsstof- an er til húsa. Guðjón á einnig allstóran hlut í bílaumboðsfyr- irtækinu Jöfri auk þess sem hann og kona hans eiga all- nokkrar íbúðir á höfuðborgar- W ® RLD S ® CCER SUPPQRTERS CLUB Gordon Banks welcomes you to join the unique club that works for all who care about the world's No. 1, sport regardless where you live When entering you receive a beautiful pereonalized plaque, pin, sticker and membership card that can make á dlfference to you as a fan, player, manager or referee.Endorsed by some of the worlds greatest soccer personalities. I endose cheque/PO for US$ 75.00 made payable to W.S.S.C. or debit _______________________Exp. Date:_______________________ _______________________DateofBirth:___________________ _______________________Country: ________________________ Please allow 28 days for delivery from receipt of entry ---------------- W.S.S.C Oakridge House, Wellington Road, Cressex Ind. Estate, Signature High Wycombe, Bucks HP12 3PR, England Fax 44-1494-481456 m Card no.: _ Name:____ Address:_ að opnast út úr húsinu. Það er ekki nægjanlegt að hann opn- ist fram í ganginn. Það er einnig sérkennilegt við þessa reglugerðarbreyt- ingu að gert virðist vera ráð fyrir að gestirnir á Hótel Cabin njóti ekki sömu réttinda til af- nota af hótelinu og ferðamenn sem gista á öðrum hótelum. Út úr orðalaginu virðist einna helst mega lesa að hótelgest- unum sé alls ekki ætlað að dvelja í hótelherberginu nema rétt yfir blánóttina. Reglugerð breytt eftir pöntun? Þá má ennfremur nefna nýju stærðarmörkin sem sett eru í reglugerðarviðbótinni. Her- bergin í nýja hótelinu við Borg- „Jón“ og „séra Jón“ fá ekki alltaf sömu meðhöndlun í kerfinu eins og dæmin sanna. Jón Ragnarsson hótelhaldari virðist njóta sérlega góðrar þjónustu hjá stjórnvöldum. artún eru einmitt rétt rúmir níu fermetrar að stærð. Að þessu leyti virðist reglugerðin óneitanlega sniðin að þörfum Jóns Ragnarssonar hótelhald- ara. Umhverfisráðherra gaf út aðra breytingu á heilbrigðis- reglugerðinni 5. mars síðastlið- inn. Þar er sérstaklega tekið fram að loftræsting á gistiher- bergjum skuli vera góð og skuli meðalstyrkur koltvísýr- ings í andrúmsloftinu ekki vera meiri en 800 ppm og ekki fara yfir 1.000 ppm. Þótt að sjálfsögðu sé ekki minnst einu orði á Hótel Cabin í þessum reglugerðarbreyting- um vaknar óhjákvæmilega grunur um að þessu síðast- talda atriði sé bætt í reglugerð- ina vegna eins manns her- bergjanna sem eru í húsinu miðju og hótelgestir hafa þar af leiðandi enga möguleika til að loftræsta sjálfir með því að opna glugga. Að öllu samanlögðu virðist þannig tæpast geta verið tilvilj- un að heilbrigðisreglugerðinni skyldi vera breytt svo sem raun ber vitni aðeins mánuði áður en Hótel Cabin er opnað. Gildir ekki um eins manns herbergin Hvorki í upphaflegu reglu- gerðinni né viðbótinni frá 11. apríl er þess getið sérstaklega að opnanlegir gluggar þurfi að vera á eins manns herbergjum. Því síður er þar að finna nokk- urt ákvæði um að eins manns herbergi þurfi að vera við út- vegg. Eftir því sem best verður séð mættu tveggja manna hót- elherbergi einnig vera glugga- laus eða inni í miðju húsinu ef þau einungis eru yfir 12 fer- metrar að flatarmáli. Þótt ótrúlegt sé virðist það sem sagt vera I fullu samræmi við heilbrigðisreglugerðina að eins manns herbergjunum á Hótel Cabin er komið fyrir í miðju húsinu. Þessi herbergi eru reyndar alls ekki glugga- laus. Gluggarnir í þeim snúa fram á hótelganginn. Hótel- gangarnir eru af þessum sök- um raunar tveir, svipað fyrir- komulag og í breiðþotum þar sem sætaraðirnar eru þrjár, Rúm fyrir grannvaxna Herbergin á Hótel Cabin eru öll eins í laginu, bæði þau sem hafa opnanlegan glugga á út- vegg og hin sem standa í hús- inu miðju. Herbergin eru 2,30 metrar á breidd og rúmir 4 metrar á lengd. I tveggja manna herbergjunum er gert ráð fyrir að rúmin standi upp við langveggina. Lágmarksbreidd einstak- lingsrúma samkvæmt gildandi reglum er 90 sentimetrar og ef svo breið rúm væru sett inn í tveggja manna herbergin yrði bilið milli þeirra ekki nema 50 sentimetrar. Rúm sem ætluð eru tveimur þurfa að lágmarki að vera 140 sm á breidd sam- kvæmt sömu reglugerð. Á þeim teikningum sem nú liggja fyrir og bíða samþykkis bygg- ingarnefndar er hins vegar gert ráð fyrir tveimur 70 sentimetra breiðum rúmum í tveggja manna her- bergjunum. Samkvæmt reglugerðinni teldust þessi rúm sennilega uppfylla skilyrðið um lágmarksbreidd tví- breiðs rúms ef þau væru látin standa sam- an. En standi þau aðskil- in, eins og raunar er sýnt á teikningunni sem nú bíður samþykkis byggingarnefndar, vant- ar 20 sentimetra upp á að þau séu nógu breið. ,,Lúxus“ í ódýrari kantinum Hótel Cabin verður þó á sína vísu lúxushótel. Þar verður míníbar á hverju herbergi. Salerni og sturta fylgja líka hverju einasta herbergi en eru að vísu hluti þeirra rúmlega níu fer- metra sem hvert her- bergi telst vera. Á hinn bóginn verður nokkru ódýrara að gista á Hótel Cabin en flestum öðrum hótelum í Reykja- vík. Verðlag á hótelum á höfuðborgarsvæðinu er reyndar nokkuð mis- munandi, en að sjálf- sögðu er hótelgisting dýrust á sumrin. í sumar kostar tveggja manna herbergi á Hótel Cabin 7.800 kr. yfir nóttina en eins manns herbergi (án opnanlegs glugga á út- vegg) 6.630 kr. I báðum tilvikum er morgunverð- ur innifalinn í verðinu. Þetta verð er þó ekki mjög stórum mun lægra en unnt er að fá annars staðar. Til samanburðar má nefna Hótel City, gamalgróið, lítið hótel nánast í miðbæ Reykja- víkur, sem einnig býður upp á herbergi með sal- erni og baði, míníbar og sjónvarpi. Á Hótel City kostar tveggja manna herbergi 9.500 krónur yf- ir nóttina í sumar en eins manns herbergi kostar 6.600 krónur. Tveggja manna her- bergin á Hótel City eru að vísu í „fullri stærð“ samkvæmt gömlu reglu- gerðinni og jafnvel eins manns herbergin hafa „opnanlegan glugga á út- vegg“. Á hótel City er morgunverður einnig innifalinn í verði. Á fínni hótelum er svo reyndar talsvert dýrara að gista og mun ekki óal- gengt að tveggja manna herbergi kosti tíu til tólf þúsund krónur yfir nótt- ina og þeir sem hafa svo „einfaldan smekk“ að þeim dugar aðeins það besta þurfa svo vafa- laust að borga enn meira. Maísprengja Heimsferða til Benidorm og Costa del Sol frá kr. 27.132 BéKunastate . mai -z' .. 28. maí -18 4. júní - “PPseL 11.iúní-16sæt> 30«!^ Vikulegar brottfarir í allt sumar Við þökkum ótrúlegar undirtektir við sumaráætlun Heimsferða en aldrei fyrr höfum við fengið þvílík viðbrögð, nú þegar er uppselt í margar brottfarir í sumar. Bókaðu strax og tryggðu þér glæsileg tilboð okkar í sólina í sumar, um leið og þú tryggir þér glæsilegan aðbúnað og trausta þjónustu fararstjóra Heimsferða erlendis. 30 jú\i " ix 6. ágúst - uPPse Bókaðu strax og tryggðu þér sœti Costa del Sol Sértilboð 28. maí Verðkr39.932 Verð m.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, Minerva Jupiter, 2 vikur, 28. maí. Verðkr 49.960 M.v. 2 í studio, 2 vikur, Minerva, 28. mat. Benidorm Sértilboð 21. maí Verðkr.27.132 Flugsceti með sköttum m.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára. Verðkr 39.932 Verð m.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, Vistamar, 2 vikur, 21. maí. Verðkr 49.960 M.v. 2 í íbúð, 2 vikur, Vistamar, 21. maí. Austurstræti 17,2. hæð • Sími Fáðu bældinginn sendan. tvær út við glugga og ein í miðjunni.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.