Helgarpósturinn - 30.04.1997, Page 10
10
MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL1997
HELGARPÓSTURINN
Útgefandi: Lesmál ehf.
Framkvæmdastjóri: Árni Björn Ómarsson
Ritstjóri: Páll Vilhjálmsson
Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf.
Svardagar
ungsfólks
Stjórnmálasamtökin Gróska sækja liðsmenn í A-flokk-
ana, Kvennalistann og í raðir óflokksbundinna. Tilgang-
ur samtakanna er sameining flokkanna sem stundum
kallast félagshyggjuflokkar, gegna líka nafninu vinstri-
flokkar en heita núna stjórnarandstaða. Til að leggja
áherslu á kröfuna um sameiningu hafa tveir einstakling-
ar úr A-flokkunum, Þóra Arnórsdóttir í Alþýðuflokknum
og Róbert Marshall í Alþýðubandalaginu, nýverið skrif-
að blaðagreinar og sagt að þau ætli ekki að óbreyttu að
starfa með þeim flokkum sem þau tilheyra. Róbert og
Þóra eru meðal stofnenda Grósku og sjálfsagt mæla þau
fyrir munn margra félaga sinna. En orðin eru sögð í ör-
uggri fjarlægð frá næstu kosningum og þangað til getur
margt gerst.
Óþol ungs fólks á vinstri kanti stjórnmálanna fer vax-
andi og gæti hrundið af stað áhugaverðri atburðarás.
Ýmsir úr forystuliði stjórnarandstöðuflokkanna höfðu
af því áhyggjur þegar Gróska var stofnuð í vetur að ung-
liðarnir hygðust verða sjálfstætt stjórnmálaafl og jafn-
vel bjóða fram sérstakan lista við næstu þingkosningar.
Óttinn við sérframboð gæti auðveldað ungu fólki leið að
öruggum sætum á framboðslista stjórnarandstöðuflokk-
anna. Hins vegar er ekki augljóst hvaða pólitísku tíðindi
það kann að boða.
Stjórnmálaflokkar voru á sínum tíma stofnaðir til að
knýja fram stefnumál sem voru þeim hugleikin og áttu
hljómgrunn meðal fólks. Eftir því sem meiri samstaða
náðist í þjóðfélaginu um hvert það skyldi stefna var
stjórnmálaflokkunum nauðsynlegt að búa sér til sér-
stöðu og réttlæta þannig tilveru sína. A-flokkarnir eru í
erfiðustu stöðunni vegna sameiginlegs uppruna síns.
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur sóttu í önd-
verðu styrk til ólíkra hugmynda og þjóðfélagshópa en
rætur A-flokkanna liggja í verkalýðshreyfingunni.
Verðugt verkefni Grósku er að endurnýja hugmynda-
fræði Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Aðferðafræðin
sem virðist hafa orðið ofan á er að sameina flokkana
fyrst og leita síðan að sameiginlegri pólitík. í Ijósi sögu
sameiningarumræðunnar, sem spannar nokkra áratugi,
er afstaðan skiljanleg. Sameining myndi tryggja að hvor-
ugur flokkurinn hlypi útundan sér og efndi til ríkis-
stjórnarsamstarfs án hins, eins og Alþýðuflokkurinn
gerði með Viðeyjarstjórn Davíðs Oddssonar síðasta
kjörtímabil og Alþýðubandalagið var albúið að gera
undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar eftir þingkosn-
ingarnar fyrir tveim árum.
Sameining án pólitísks inntaks býður þeirri hættu
heim að íitið verði á fyrirtækið sem hugsjónalaust
valdabrölt. Hæpið er að draumurinn um þrjátíu pró-
senta vinstriflokk rætist á þeim forsendum. Þá gleymist
það stundum að fólkinu sem borið hefur uppi starfið í A-
flokkunum á liðnum áratugum er í blóð borin andúð á
þeim A-flokki sem það tilheyrir ekki.
Kannski borgar það sig fyrir unga fólkið að láta ekki
sitja við svardagana. Til að fara í gegnum kosningar þarf
að búa til pólitík.
Helgarpósturinn
Borgartúni 27, 105 Reykjavik
Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311
Bein núnier: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311,
fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777,
auglýsingadeild: 552-4888, símboði (augl.) 846-3332,
dreifing: 552-4999.
Netfang: hp@this.is
Áskrift kostar kr. 800 á mánuði efgreitt er með
greiðslukorti, en annars kr. 900.
SAMKVÆMT LÖQUM NR10
28 MABS1961
»•««»
vamrA
SEÐLABANKI
ÍSLANDS
F01361865
Þú í bankasftjórastól!
Já, þú í bankastjórastól. Ég
veit þú lest þetta blað í
hverri viku í þeirri von að sjá
mynd af þér á elítusamkomum
eða af hræðslu við að blaðið
fjalli um vafasama starfshætti
þína. Eða annarra. Ég tel því
víst að athygli þín sé fönguð.
Stöðu þinnar vegna hlýtur
þú að fylgjast með umræðunni
í þjóðfélaginu og fréttum hvers
konar og hefur því efalaust
fengið þinn skammt af umræð-
unni um launin sem þú þiggur.
Ef þú ert jafn vitiborin skepna
og staða þín bendir til hefur þú
vafalítið gert þér grein fyrir af-
stöðu almennings í landinu til
málsins. Hvað finnst þér hins
vegar sjálfum?
Eg ætla ekki að efast um
hæfni þína til starfsins, enda
þekki ég ekki til þín persónu-
lega. Ég ætla einungis að halda
því fram að þú vitir vel að sið-
leysi er eina rétta orðið yfir at-
hæfið sem þú vissulega tekur
þátt í. Laun þín fyrir hvern
mánuð eru margföld laun pöp-
uisins, sem undanfarnar vikur
hefur á svo ósvífinn hátt
heimtað 70.000 króna lág-
markslaun. í vinnutímanum
ferð þú gjarnan á fundi í nefnd-
um ýmiss konar og þiggur fyrir
það heilan helling af peningum
sem ég kann ekki einu sinni að
nefna. Og ef þú ferð utan til að
skoða heiminn — því heimsk-
ur er heimakær og það vill eng-
inn vera — færðu dagpeninga
upp á 25.000 krónur meðan á
ferðinni stendur og ferða-
kostnað elskulegs maka
greiddan.
Ég ætla ekki að þykjast hafa
allar tölur í þessu máli á
hreinu, enda ekki kynnt mér
málið nægilega vel til að fjalla
um það á fullkominn og mál-
efnalegan hátt. En ég hef heyrt
það sem ég hef heyrt, það sem
pöpullinn talar um. Helvítis
pöpuliinn sem heimtar 70.000
króna laun á mánuði.
Helvítis pöpullinn sem vill
kalla óðaverðbólgu yfir þjóð-
■ Maður hringdi og spurði um
það sem hann kallaði „ástar-
haturssamband“ HP og Jóns
Ólafssonar.
■ Miðaldra maður vakti at-
hygli á framgöngu Morgun-
blaðsins í umræðunni um líf-
E'l Davíð
p| Stefánsson
ina með kröfum sínum. Helvít-
is pöpullinn sem þykist vita
betur en réttkjörnir ráðamenn
þjóðarinnar. Helvítis pöpullinn
sem ekki er langskólagenginn
eða þeirrar gæfu aðnjótandi að
vera rétt staðsettur í flokka-
pólitíkinni til að hljóta banka-
stjórastól í sumargjöf.
Þessi helvítis pöpull er orð-
inn þreyttur á hegðun þinni,
kæri bankastjóri. Það er hann
sem lendir í að þurfa nauðsyn-
lega að ná af þér tali, einmitt
þegar þú ert staddur á banka-
ráðsfundi eða einhverju slíku.
Og það sem miklu verra er,
hann lendir í að borga mánað-
arlaunin þín, fundarlaunin þín
og verðlaunin þín — nefnilega
ferðastyrkinn sem þú og konan
þín kæmust vitanlega ekki af
án. í ofanálag þarf hann svo að
kljást við samviskubitið yfir að
hafa kallað plágu okkar tíma
yfir þjóðina — verðbólguna
ógurlegu!!
Kannski liggur enn fleira
undir þúfum sem ég hef látið
óhreyfðar.
Ég veit ekki... bílastyrkir,
bensínstyrkir, beinastyrkir,
hórustyrkir, mútur... er ég á
réttri leið með þetta? Hvað
veit ég... með mitt ímyndunar-
afl??
Ég veit þetta eitt: öllu er
hægt að trúa upp á þá sem
þiggja Júdasarlaun í stórum
stíl.
Mér hefur ávallt þótt væn-
legast til árangurs að höfða til
samvisku fólks, sérstaklega ef
ég vænti árangurs af hjali
mínu. Enginn VILL vera óheið-
arlegur eða illa liðinn, álitinn
mergsjúga þjóðfélagið. Af
eyrissjóðina. Þegar blaðið fékk
ekki hljómgrunn fyrir kröfu
sinni um aukið valfrelsi í lífeyr-
ismálum hafi það gert hávaða
út af skorti á lýðræði í Iífeyris-
sjóðakerfinu.
þessum sökum reynir fólk
gjarnan að hreinsa samvisku
sína, í orði eða á borði.
Ég ætla þess vegna — í Ijósi
þess að ég veit að þú lest
þessa grein — að nota gamal-
dags aðferð sem var einhvers
virði þegar heiður manns eigin
var mikilvægari en allt annað:
ég ætla að skora á. Ég ætla að
skora á þig að hreinsa sam-
visku þína, skora á þig að af-
neita launum þínum. Þó ekki
væri nema þóknunum fyrir
fundarsetur og ferðastyrkjum
erlendis. Þú getur bætt um
betur og gert þetta enn áhrifa-
ríkara með því að safna pen-
•
„Ég ætla því að venda
þessu upp á þá sem
eiga bankana sjálfa, þá
sem eiga virkilegra
hagsmuna að gæta:
Snúið þessu upp ívið-
skipti. Skipið banka-
stjórum ykkar að
þiggja ekki lengur
risnuna, safnið pen-
ingunum í sjóð og gef-
ið til líknarmála. Aug-
lýsið síðan vel og
rækilega í öllum hugs-
anlegum fjölmiðlum
að þið séuð banki með
hreina samvisku.11
■ Þingmaður benti ritstjórn á
að fjalla um andrúmsloftið í
borgarkerfinu gagnvart Reykja-
víkurlistanum. Þingmaðurinn
sagði að stuðningurinn við
Reykjavíkurlistann hefði verið
mikill hjá borgarstarfsmönn-
um við síðustu kosningar en
ingunum í sjóð og gefa til líkn-
armála.
Þetta er samt sennilega gjör-
samlega tilgangslaust hjá mér.
Sóun á pappír. Hverjar eru lík-
urnar á að þú rífir þig lausan
úr klíkunni og gerist einhver
Hrói höttur? Þú yrðir líklega
ekkert sérlega vinsæll hjá hin-
um í klíkunni, því þeir þyrftu
að öllum líkindum að bregðast
við á svipaðan hátt. Þér líður
líka ágætlega með þetta allt
saman, lifir fínu lífi og finnst þú
sennilega hafa unnið fyllilega
fyrir því. Þú getur líka falið þig
á bakvið „allir hinir gera
þetta“-múrinn.
Nei, þetta er sennilega hrika-
lega vonlaust hjá mér. Þú munt
aldrei eiga þetta frumkvæði.
Ég ætla því að venda þessu
upp á þá sem eiga bankana
sjálfa, þá sem eiga virkilegra
hagsmuna að gæta: Snúið
þessu upp í viðskipti. Skipið
bankastjórum ykkar að þiggja
ekki lengur risnuna, safnið
peningunum í sjóð og gefið til
líknarmála. Auglýsið síðan vel
og rækilega í öllum hugsanleg-
um fjölmiðlum að þið séuð
banki með hreina samvisku
eða eitthvað slíkt (sjálfsagt
finnur auglýsingastofan upp á
einhverju fallegu orðalagi!).
Á móti lofa ég ykkur auknum
viðskiptum almennings og
rækilega bættri ímynd bank-
ans.
Þetta er sennilega rétta leið-
in nú til dags. Það þýðir ekkert
lengur að höfða til samvisku
fólks, buddan er miklu væn-
legri kostur:
Bankastjórar íslands sundr-
ist! Sprengið klíkuna upp til
agna og takið mark á orðum
mínum: AÐ HIKA ER SAMA OG
TAPA, því aðeins sá sem fyrst-
ur hleypur til og fjarlægir þetta
illkynja æxli hlýtur náð fyrir
augum almennings; hinir
munu allir tapa.
núna væri hann hverfandi.
■ Nafn greinarhöfundar féll
niður. Höfundur greinarinnar
Heræfingasvæði á norðurslðð-
um, sem birtist í síðasta tölu-
blaði, er Þórunn Magnúsdótt-
ir sagnfræðingur.
Frá lesendum