Helgarpósturinn - 30.04.1997, Page 18
18
MIÐVIKUDAGUR 30. APRlL 1997
-
SteingerðurSteinarsdóttir er mikill aödáandi bandaríska rithöfundarins
Johnslrving. Hún deilir hértöfrum verka hans með lesendum.
Hánor, kynlíf oq betjur
John Irving er bandarískur rithöfundur sem á
sér tryggan aðdáendahóp íslandi. Þeir sem
heillast af stíl hans verða líkt og innvígðir í heim
þar sem allt getur gerst. Það besta við John Ir-
ving er þó að atburðir og persónur eru svo raun-
veruleg að lesandi er sannfærður um að þetta
geti hafa gerst og sé enn að gerast. Hann töfrar
fram hliðar mannlífsins sem aðrir hafa lítt eða
ekki kannað og fjallar um af mikilli hlýju og
kímni. í bókum Irvings er fólk bara fólk með öllu
því ljóta, fallega, góða, vonda, heimskulega og
gáfulega sem því fylgir.
Nýjasta bók hans heitir A Son of the Circus.
Líkt og venjulega er þessi afurð Irvings uppfull
af spaugilegum atvikum og skringilegum karakt-
erum. Fyrri bækur hans eru meðal annars The
World According to Garp og A Prayer for Owen
Meany, en í þeim kafar hann ofan í ofbeldi vest-
ræns samfélags án þess að missa nokkurn tíma
vonina. Hann bregður upp myndum af miskunn-
arleysi mannanna hvers í annars garð og á jafn
auðvelt með að koma út tárunum hjá lesendum
sínum og að vekja þeim hlátur. Trúin á hið góða
í manninum er þrátt fyrir allt leiðarhnoða í öll-
um bókum hans og sýnir sig í hinum óvenjulegu
hetjum hans.
Garp er lágvaxið lausaleiksbarn hjúkrunar-
konu sem sefur hjá dauðvona hermanni til þess
eins að geta með honum barn. Móðir hans vildi
barn en ekki mann svo þessi skytta úr sprengju-
flugvél seinna stríðsins var upplögð. Líkami
hans er nánast í rúst, heilinn það skemmdur að
eina orðið sem hann getur gefið frá sér er garp.
Eina líffærið sem enn starfar er það sem sér um
viðhald tegundarinnar og það nýtir konan sér.
Bókin um Garp hefur verið kvikmynduð og leik-
ur Robin Williams Garp snilldarlega og Glenn
Close á stórleik sem móðir hans.
Owen Meany er óvenju smár verkamannsson-
ur sem heillar alla með styrk persónleika síns.
Röddin og útlitið eru frekar til þess fallin að
vekja aðhlátur en aðdáun. Hann er pínulítill með
stór eyru og rödd sem ekki er hægt að lýsa með
orðum. Hún er hvell og skræk en hefur auk þess
svo einkennilegan tón að þegar hermt er eftir
tali hans nær það að greiða sundur þokuna í
hugskoti gamallar elliærrar konu þótt hún þekki
ekki eigið barnabarn. En Owen er maður með
köllun, handbendi guðs á jörð, fullvissa hans
sjálfs um framtíðarhlutverk sitt nægir til að
setja hann ofar og utan við samferðamennina.
Dr. Daruwallah, hetja Sirkussonarins, er smá-
Vcixinn, friðsamur læknir sem af ljúfmennsku og
lítillæti líknar einstaklingum sem rekur á fjörur
hans úr flóði fátæktar og niðurlægingar í neðri
lögum indversks samfélags. Umburðarlyndi
hans og góðmennska eru aðalsmerki sanngöf-
ugrar persónu. Sonur sirkussins er ekki saga
sirkusheiminum er dvergurinn Vinod. Þeir
kynntust vegna áhuga læknisins og rann-
sókna á ættgengi dvergeinkenna. Vinod
sá um að koma lækninum í kynni við aðra
dverga í sirkusum og telja þá á að leyfa
honum að taka þeim blóð. Vinod missti
heilsuna og gat ekki lengur gegnt trúðs-
starfi svo hann gerðist leigubílstjóri.
Lagni dvergsins við vélar gerði honum
kleift að útbúa bíl sinn handvirkri bens-
íngjöf og kúplingu enda hefðu fætur
hans aldrei náð niður á fótstigin.
Fjölmargar aðrar spennandi aukaper-
sónur koma við sögu í bókinni, svo
sem einkar fríðir tvíburar sem ekki vita
hvor af öðrum en sameinast í bókar-
&
ösv
» -Vf *
„Garp er lágvaxið lausaleiksbarn hjúkrunarkonu sem sefur hjá
dauðvona hermanni til þess eins að geta með honum barn.
Móðir hans vildi barn en ekki mann svo þessi skytta úr
sprengjuflugvél seinna stríðsins var upplögð. Líkami hans er
nánast í rúst, heilinn það skemmdur að eina orðið sem hann
getur gefið frá sér er garp. Eina líffærið sem enn starfar er
það sem sér um viðhald tegundarinnar og það nýtir konan
sér...“
a son of
the circus
r
Húsbréf
Innlausnarverð
húsbréfa
Frá og með 15. apríl 1997 hefst innlausn á
útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum:
1. flokki 1991 - 21. útdráttur
3. flokki 1991 - 18. útdráttur
1. flokki 1992 - 17. útdráttur
2. flokki 1992 - 16. útdráttur
1. flokki 1993 - 12. útdráttur
3. flokki 1993 - 10. útdráttur
1. flokki 1994- 9. útdráttur
mikilla átaka eða stórfenglegra örlaga. Hún er
miklu frekar saga skringilegheita og hverdags-
legra atburða í lífi aðalpersónanna. Mikilleiki
frásagnarinnar felst frekar í umfangi og marg-
breytileika þjóðfélagsins sem hún lýsir.
Duckworth-klúbburinn hýsir enn meðlimi ind-
versku yfirstéttarinnar á grænum snyrtilegum
flötum sínum og tekur á móti gestum í mat í
matsalnum. Sir Duckworth var aðeins venjuleg-
ur breskur lávarður en konú hans er enn minnst
með rómantískri eftirsjá,
því hún þjáðist af sýniþörf
og beraði brjóst sín karl-
mönnum hvenær sem færi
gafst. Útsýn er úr gluggum
þessa verndaða heims til
Þagnarturnanna þar sem
hrægammar rífa í sundur
lík persneskra Zorostria,
trúflokks sem flúði til Ind-
lands á sjöundu og átt-
undu öld undan ofsóknum
múslima í heimalandi sínu.
Fyrir utan á götum
Bombay er betl iðngrein,
og bæklun, meðfædd eða
áunnin, telst ávísun á ein-
hvers konar afkomu. Of-
beldi fátæktarinnar rekur
þá sem skortir kjark til
sjálfslemstrunar eða þá
heppnu sem verða fyrir
slysi í vændishús. í þessu
umhverfi er sirkuslíf góð
undankoma. Heimur sir-
kusfólksins heillar Dr.
Daruwallah og hann hefur
komið þangað í læri nokkr-
um börnum af götunni.
Besti vinur læknisins úr
1. flokki 1995 - 6. útdráttur
1. flokki 1996 - 3. útdráttur
2. flokki 1996 - 3. útdráttur
3. flokki 1996 - 3. útdráttur
Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu,
mióvikudaginn 15. apríl.
Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja
frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á
Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum.
KK3 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
|J HÚSBRÉFADEILD • SUOURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 569 6900
lok; bandarísk stúlka sem tekur óafvitandi þátt í
að smygla eiturlyfjum í risastórum plastlim;
kona dvergsins Vinod; yfirþjónn Duckworth-
klúbbsins og síðast en ekki síst dularfullur og
bráðsnjall fjöldamorðingi.
Kynhvötin er eitt sterkasta aflið í manninum
til ills eða göðs en Irving kryddar gjarnan alla
umfjöllun um kynlíf skemmtilegum húmor. Til
marks um það er uppákoman í Veröld Garps þeg-
ar Garp hleypur í almenningsgarði fram á tólf
ára barn sem hefur verið nauðgað. Hann er sjálf-
ur faðir og hálftryllist við þessa sjón og hleypur
af stað í leit að glæpamanninum. Sá fyrsti sem
hann sér er gamall frakkaklæddur maður að
pissa inni í runna. Garp getur ekki eytt tíma í
umræður svo hann beygir sig niður að lim þess
gamla og lyktar af honum. Lykt af nýafstöðnu
kynlífi taldi Garp það sterka að ekki væri hægt
að losa sig við hana án þess að þvo sér. Gamli
maðurinn reynist saklaus og Garp finnur brota-
manninn seinna inni á klósetti í garðinum.
Nokkru síðar er Garp að kaupa smokka í apóteki
í hverfinu þegar sá gamli gengur þar inn og eys
sér yfir öfuguggann...
Af sama toga er sagan af bókinni sem frú
Daruwallah tekur með sér í sumarfrí. Þetta er er-
ótísk saga eftir James Salter sem heitir Tórn-
stundagaman og sport. Frúin lætur bókina liggja
á glámbekk og óeðlilega oft verður hún á vegi
manns hennar þangað til hann tekur hana upp
og fer ab lesa. Þetta verður til þess að kynlíf
Daruwallah-hjónanna gengur í óvænta endur-
nýjun lífdaga og sé þessi bók raunverulega til
ætti að vera komin prýðisjólagjöf frá íslenskum
eiginkonum til eiginmanna sinna. Síðar í sama
fríi rekast hjónin á amerísku stúlkuna með fyllta
gervitippið og þá gerast fleiri spaugileg atvik.
Annað þema í bókum Irvings tengt kynhvöt-
inni er sjálfslemstrun. í Veröld Garps segir hann
frá unglingsstúlku sem var nauðgað og skorin úr
henni tungan til að koma í veg fyrir að hún segði
frá. Glæpamennirnir voru ekki betur gefnir en
svo að þeir gerðu ekki ráð fyrir þeim möguleika
að barnið kynni að skrifa svo þeir náðust samt.
Hópur kvenna, sem margar hafa einnig orðið
fórnarlömb nauðgara, tekur sig saman henni til
stuðnings og skera úr sér tunguna til að sýna
samlíðan. Konurnar eru hreyknar af athæfi sínu
og sjálfskapaðri fötlun en Garp hefur mikla
skömm á því og fordæmir það. Síðar kemur í
ljós að stúlkan sem var innblástur að aðgerðum
kvennanna hefur sömu viðhorf og hann til hóps-
ins.
í Syni sirkussins kynnumst við að nokkru leyti
heimi hijrannaáen, það er þriðja kynið ef svo má
segja. Þetta eru ungir menn sem skera undan
sér og svíða með glóandi teini djúpt ör í sárið
sem grær þannig að hola myndast. Þeir selja sig
síðan í vændishverfum Bombay og telja sig
standa skör ofar gleðikonum og -piltum. Sjálfs-
lemstrun er ekki algengt þema í bókum, í það
minnsta ekki á þennan hátt, og ekki verður ann-
að sagt en að hálfógeðfellt sé að velta fyrir sér
þeirri staðreynd að slíkir hlutir eru í raun til.
Irving er á hinn bóginn jafnframt mikill tals-
maður tilfinningatengsla og í skrifum hans er að
finna einstaklega fallegar lýsingar á vináttu og
ást. Owen Meany og vinur hans John eiga náið
og fallegt vináttusamband og geta ekki hvor án
annars verið. Garp býr í góðu hjónabandi sem
stendur af sér stór áföll og Dr. Daruwallah hefur
með rólegri hlýju sinni og mannkærleika áhrif til
góðs á líf allra sem hann snertir.
Það er synd að bækur þessa stórkostlega höf-
undar skuli ekki enn hafa verið þýddar á ís-
lensku og er skorað á góða þýðendur að hugsa
til hans. Þeir sem lesa ensku ættu hins vegar að
fjölmenna í næstu bókabúð og ná sér í eintak af
Syni sirkussins.
Vinnins'shafar i
vinmngshc
uiKKUPorn
íapríl
AIWA-ferðatæki með geislaspilara unnu:
Emilía Lorange, Engihjalla 11
Sveinn Jóhannsson, Miðvangi 32
Samsung-myndavél fengu:
Ingihjörg Sófaníasdóttir, Hala 1
Jónas Guðmiindsson, Miðstrœti 1
Elín Þ. Guðlaugsdóttir, Hlíðarhúsum 112
HEICARPÓSTUR/NN