Alþýðublaðið - 16.07.1974, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.07.1974, Blaðsíða 4
Jón Sigurðsson, hagfræðingur: „Skjótfenginn auður minnkar, en sá sem safnar smátt verður ríkur” Inngangur tJr þvi við erum hér saman komin á venjulegum messutima á simnudagsmorgni, finnst mér fara vel á þvi að nota aðferð stólræðunnar við þetta spjall um „framtíðarviðhorf I opin- berum hagstjórnarmálum”, þ.e. velja mér texta — að vísu ekki úr hinni góðu bók — heldur úr hinni margþvældu þrætubók umræðna um efnahagsmál og stjórn efnahagsmála. Aður en ég fer með þennan stutta texta dagsins, hlýt ég að telja það tryggara að taka fram, að þær simdurlausu hugrenningar, sem ég ætla mér að reyna að spinna úr honum, risa engan veginn undir þvi fina nafni, sem þær hafa fengið — án minnar vitund- ar — I dagskrá ráðstefnunnar, þ.e. „framtiðarviðhorf I opin- berum hagstjórnarmálum”. Eg ætla mér heldur ekki að reyna að draga heillega saman, það sem fram hefur komið á ráð- stefnunni, heldur einungis tina til sitthvað, sem mér finnst at- hyglisvert i þróun þessara mála á siðustu árum og áratugum, og m.a. hefur komið fram á undir- búningsfundum ráðstefnunnar, og reyna jafnframt að skyggn- ast eitthvað fram á við, ráða i breytingar, sem ýmist eru að gerast, gætu gerst eða ættu að gerast á þessu sviði á næstu ár- um, svo öllu sé til skila haldið. tJr þvi ég minnist I senn á fortið- ina og framtiðina er ekki úr vegi aö taka lika fram, að ég hef ekki hugsað mér að f jalla um atburði llöandi stundar, eða alveg ný- liðna tið eða allra næstu fram- tiö sérstaklega, heldur i mesta lagi sem eitt endurtekið dæmi I langri sögu. Reyndar býst ég við, að hring- iða atburðanna á llðandi stund rugli frekar en skerpi skilning okkar og yfirsýn yfir viðfangs- efnið, en nóg um það og snúum okkur að texta dagsins. Texti dagsins er eins og ég nefndi áðan tekinn úr flatneskju venjulegrar umræðu og stjórn- málayfirlýsinga um stjórn efna- hagsmála og hljóðar á þessa leið: „Opinber stjórnvöld þurfa á hverjum tima að hafa góða yfir- sýn yfir ástand efnahagsmála á llöandi stund, gera sér skipu- lega grein fyrir þróun og horf- um I efnahagsmálum, og að þvi leyti sem horfurnar fela I sér frávik frá þeim markmiðum, sem efnahagsstefnunni eru al- mennt sett, velja heppilegustu leiðir og framkvæma nauðsyn- legar aðgerðir i samræmi við þetta val til þess að tryggja, að þessum markmiðum verði náð”. Ósköp er þetta nú vondur texti, og ekki laust við, að hann hljómi svo kunnuglega I okkar eyrum, að við liggi, að hann heyrist ekki. Hins vegar hefur hann að geyma klasa af orðum eöa hugtökum, sem reyndar eru þungamiðjan I hagstjórnar- fræðum slðustu áratuga, sem einkum má rekja til rita Norð- mannsins Frischs, Tinbergens hins hollenska og Meade hins breska. En, ef við nú tökum okkur fyr- ir hendur að fara yfir textann orð fyrir orö, risa margar spurningar og vandamál, mörg utan sviðs hefðbundinnar hag- fræði. Mörg þeirra varða mann- leg samskipti, og töku ákvarð- ana I mannlegu félagi yfirleitt, sumir mundu kannski nota orð eins og valdatafl um sum þess- ara fyrirbæra. Hver eru nú kjarnaorðin I klasanum? Þau eru: 1) Opinber stjórnvöld. 2) Ástand, þróun og horfur i efnahagsmálum. 3) Markmið efnahagsstefnu. 4) Val leiða. 5) Framkvæmd aðgerða. Hagfræðingar hafa fjallað töluvert um markmið efnahags- stefnunnar, en þó enn meira um leiðirnar eða hagstjórnartækin og áhrif þeirra og að sjálfsögðu um samhengi þjóðhagsstærða og mat á ástandi og horfum I efnahagsmálum. Hins vegar hafa þeir fremur litið f jallað um aðferðina við töku ákvarðana, sem liggur að baki framkvæmd opinberra efnahagsaðgerða, eöa um raunverulega fram- kvæmd þeirra. Þetta verkefni er talið á sviði stjórnmálafræði og/eða félagsfræði og stjórn- sýslu, sem þó virðast ekki hafa ýkja mikið við þetta fengist. í raun og veru má komast þannig að orði, að hagstjórnarfræði kennslubókanna, og e.t.v. stjórnmálaumræðurnar, taki sem gefin utan að alveg ákveð- inn fjölda hagstærða, sem máli skipta, og skiptingu þeirra i markmið og leiðir, og siðan að stjórnmálalegt gildi hvers markmiðs sé einnig gefið utan að, annað hvort með föstum, á- kveönum tölum fyrir hvert þeirra eða með ákveðnu inn- byrðis gildismati (þ.e. með for- gangsferli). Loks er siðan ekki gert ráð fyrir neinu japli, jamli eða fuðri I stjórnkerfinu, hvorki við töku ákvarðana né fram- kvæmd aðgerða. Ákvarðana- tökuaðferðirnar og stjórnkerfið sjálft liggja þannig að mestu ut- an við þann hring, sem hagfræð- ingarnir hafa dregið utan um verkefnið: Að hafa stjórn á efnahagsmálum. Þar er að þvl er virðist leikið velrenndum taflmönnum aðgerða á skýrt dregnu skákborði hagkerfisins. Þessi stílfærði sannleikur er auðvitað meingallaður. Hér er vitaskuld um mikla einföldun að ræða I framsetningunni hjá mér, þvi hagfræðingum er og hefur verið ljóst, að efnahags- þátturinn er samofinn öðrum I þjóðlífsvefnum, en ég held, að einmitt á þessu síðast nefnda sviði (þ.e. á sviði stjórnkerfis- ákvarðanatökunnar sjálfrar) sé vænlegt að leita að hluta skýr- inga á mistökum, — og þar með auðvitað möguleikunum til framfara, — I hagstjórn eða a.m.k. auknum skilningi á við- fangsefninu. Að þessu kem ég nánar hér á eftir. 1. Ástand, þróun og horfur i efnahagsmálum Ég tók 5 atriði upp úr textan- um. Ég ætla að fara nokkrum orðum um hvert þeirra, og kýs að byrja á nr. 2: Astand, þróun og horfur I efnahagsmálum, en geyma mér stjórnvöldin þar til slðast. An skipulegrar rannsóknar á samhengi efnahagslífsins og ár- vekni við að fylgjast með þvi, sem gerist i þjóðarbúinu, hlýtur öll viðleitni til þess að stjórna þvl að verða fálmkennd. Ég ætla mér ekki að þreyta ykkur með miklu hagfræðimasi. A þessu sviði er margt óunnið, en ég held þó, að okkur hafi þokað fram á við á undanförnum ár- um. Sérstaklega virðist mér mikilvægt, að sem allra mest og vandaðast efni um þróun efna- hagsmála komi reglulega fyrir almenningssjónir. Vandinn i okkar fámenni er tviþættur: Að finna menn til að vinna athug- unarverkin og koma i veg fyrir að stjórnvöld einoki upplýsingar um þessi mál, þótt rétt sé að viðurkenna að oft sé vandi að velja réttan birtingartima. I þessu sambandi vil ég nefna, að ég tel það fremur vel en miður fariö, að nokkuð sé um tvl- verknaö á þessu sviði, einmitt til þess að koma I veg fyrir ein- sýni, þótt hófs þurfi að gaeta, þvi allt kostar þetta fé og atorku. Hér á landi er að auki við þann sérstaka vanda að glima, að náttúrufar og markaðir lykil- greina eru óstöðugir og erfitt að spá um þá með nákvæmni. Ég tel þess vegna að leggja ætti sérstaka áherslu á gerð full- kominna útflutningsspáa bæði til skamms og langs tlma með samvinnu manna úr ýmsum áttum t.d. fiskifræðinga og hag- fræðinga og fulltrúa úr iðnaði og FYRRI HLUTI atvinnulifi. Nokkuð hefur verið unnið að þessu, en oftast nær er mat stjórnvalda og ráðgjafa þeirra takmarkað við of ein- falda mynd og ekki tími eða tækifæri til að athuga nægilega fjölbreytt dæmi — án þess menn drukkni I smáatriðum. Á þessu sviði getum við þó án efa bætt okkur. Yfirleitt held ég að framund- an séu verulegar framfarir við könnun samhengis efnahags- Hfsins, þvl óðum koma til starfs vel menntaðir hagfræðingar með betri tölfræðilegan og stæröfræðilegan undirbúning en áður og frumgögnin, sem eru undirstaðan, batna og safnast upp hægt og sigandi. Kjarni vandans verður þó stöðugt sá Þet+a erindi flutti Jón Sigurðsson, hag- fræðingur í Munaðar- nesi 28. apríl sl. á ráð- stefnu Stjórnunar- félags fslands um áhrif opinberra að- gerða á atvinnulífið. Erindið nefndi Jón: „Framtíðarviðhorf í opinberum hag- stjórnarmálum". sami, eða eins og haft er eftir Sir Alec Cairncross, kunnum breskum hagfræðingi: „Mér hefur alltaf reynst erfitt að spá um nýliðna tlð”. Skrefiö frá töl- um um liðna tið til spár um næstu framtlð hlýtur jafnan að vera enn óvissara og oftast nær Ihaldsamt I þeirri merkingu, að menn eru býsna háðir hinu liðna — hinu þekkta. Með eflingu hag- rannsókna getum við bætt árangurinn verulega. En ég held, að almenn upplýsing og aögangur almennings að traustu og reglubundnu skráðu efni um efnahagsmál sé ekki siöur mikilvæg. Samvinna milli manna af óllkum fræðasviðum er einnig llkleg leið til framfara. 2. Markmið efnahagsstefnu Skipting hagstærða I mark- mið og leiðir er sennilega eitt mikilvægasta atriðið I hinum venjulegu hagstjórnarfræðum hagfræðinnar. En þegar grannt er skoðað, eru mörkin milli markmiða og leiða oft óljós. Þetta bendir þegar á vissa veilu I hugtakakerfinu. Þannig má greina, að ýmsar hagstærðir, sem um sumt virðist eðlilegt að skoða sem leiðir fremur en markmið, eru ýmsum sérstök- um takmörkunum háðar I aug- um valdhafanna, þ.e. þær verða eins konar markmið eða mark- settar leiðir. Hér á landi — og raunar vlðar — mætti nefna vextina i þessu sambandi, sem virðast nær friðhelgir, og ekki sfður gengið, sem lengi vel var tabú. Litið var á gengi gjald- miðilsins sem efnahagslegt manndómsmerki þjóða, mörg- um til ógagns, og smáþjóðum eins og okkur til óþurftar. Þetta hefur þó verið að breytast á slð- ustu árum eins og vel er kunn- ugt. Verðlagsmarkmiðið er að sumu leyti I þessum flokki. Á undanförnum árum hefur mátt merkja breytingar I hag- stjórnarfræðum I þá átt, að I stað fastra markmiða komi á- kveðin takmörk — ójöfnur — fyrir markmiðsstærðirnar. Með þessu er stefnt i átt til stærð- fræðilegra hagfæringaraðferða (t.d. linear eða non-linear pro- gramming) við hagstjórn. Þetta hefur þó ekki náð langt út fyrir heim háskólanna. Þá hefur einnig margt verið ritað og rætt um áhrif óvissu á niðurstöður hagstjórnarfræðanna,- bæði ó- vissu um ytri skilyrði og um á- hrif hagstjórnartækja (eða um áhrif takmarkaðrar vitneskju um áhrif hagstjórnartækja). Niðurstöður þessara athugana eru margvislegar, en hníga helst I þá átt, að oftast nær sé skynsamlegt að beita sem flest- um tækjum til þeirrar áttar, sem óskað er, ekki sist, þegar við þessi atriði er bætt f jölþættu stjórnkerfi I stað hins heil- steypta opinbera aðila kennslu- bókanna. Auk þessa haga menn I vax- andi mæli gert sér ljóst, hve mikil einföldun getur falist I hinum almennt yfirlýstu mark- miðum efnahagsstefnunnar, sem nokkuð viðtæk samstaða virðist hafa náðst um, a.m.k. I orði kveðnu, þ.e. vigorðum eins og full atvinna, ör og jafn hag- vöxtur, stöðugt verðlag (eða a.m.k. takmörkuð verðbólga), réttlát tekjuskipting o.s.frv. Aður en fullnægjandi lausnir hafa fundist til þess að ná þess- um keppikeflum, hafa stöðugt bæst við fleiri viddir á siðustu árum, t.d. sérgreind markmið byggðastefnu og umhverfis- verndar, þannig að við höfum varla undan — og eigum senni- lega ekki að gera. Stöðugt þarf þvl að finna ný hagstjórnartæki til þess að ná þessum nýju markmiðum. Hér er einnig á ferðinni sá eiginleiki fjölboðanna I þjóðfé- lagi nútímans, sérstaklega sjón- varpsins, að varpa skörpu, hvltu ljósi athyglinnar á sér- stök, aðgreind vandamál, sem myndavélin gerir góð skil. Al- mennu málin „gera sig ekki I sjónvarpinu” eins og það heitir á máli þeirra, sem við það kerfi starfa (og e.t.v. þeirra, sem þess njóta). Þessi tilhneiging og raunar fleiri I framvindu þjóð- félagsins stefnir i þá átt, að markmið efnahagsstefnunnar muni á næstu árum hneigjast til frekari sérgreiningar og e.t.v. I sumum dæmum hættulegrar einföldunar. Með þessu er að sjálfsögðu gerð krafa um stöð- ugt sérgreindari aðgerðir af op- inberri hálfu — „smásmugu- Iegri Ihlutun” mundu sjálfsagt sumir segja. Þessi þróun, sem I sjálfu sér er hvorki góð né vond, hefur I sér fólgnar vissar hættur frá sjónarmiði hagstjórnar. Þvi nógu torvelt hefur okkur reynst að tryggja innbyrðis samræmi milli aðgerða, sem stefnt er að hinum almennu og almennt við- urkenndu markmiðum efna- hagsstefnunnar á siðustu árum. t þessari framvindu eru að sjálfsögðu ýmis fleiri öfl að verki en ég nefni hér, ekki sist breytingar I félagsllfi þjóðar- innar, sem einkennast af mikilli fjölgun sérhagsmunasamtaka, sem láta að sér kveða hvert á slnu sviði. Stjórnmálamennirnir hljóta ævinlega að taka nokkurt tillit til sjónarmiða hagsmuna- samtaka. Þessu til viðbótar kemur svo, að vaxandi þátttaka okkar og annarra þjóða heims I alþjóðasamstarfi leggur tálma á beitingu sumra hagstjórnar- tækja, sem áður var oft gripið til, svo sem innflutningsgjalda og hafta, og raunar gengis- breytinga, sem þýðir, að ýmis rlki hafa á slðustu árum leitað að nýjum leiðum til að hlúa að „slnum”, oftast nær með þvi að hygla einstökum heimafyrir- tækjum beinllnis eða óbeinlinis, án þess að brjóta bókstaf milli- ríkjaviðskiptasamninga. 3. Val leiða — framkvæmd aðgerða Meðþessumorðum er ég kom- inn að fjórða atriðinu á listanum i innganginum og raunar þvi fimmta lika, þ.e. vali leiða og framkvæmd aðgerða i efna- hagsmálum. Með dálítið harka- legri einföldun má halda þvl fram, eins og ég nefndi áðan, að okkur hætti til að halda okkur við vel skilgreindar leiðir og að- gerðir og fræðilegt mat á áhrif- um og innbyrðis samræmi þeirra án þess að skeyta mikið um sjálft valið á leiðum og raunverulega framkvæmd að- gerðanna. Að þessum atriðum ætla ég að vikja nánar hér á eft- ir, þegar ég sný mér að fyrsta atriðinu á listanum, þ.e. „opin- berum stjórnvöldum”. Aður en að þvi kemur vil ég þó aðeins drepa á leiðirnar eins og þær eru yfirleitt taldar fyrirfram gefnar og skýrt skilgreindar eins og þær eru I fræðunum, fremur en sem illa skilgreindar athafnir háðar ýmsum ann- mörkum stjórnkerfis okkar eins og þær eru I reynd. Ég ætla mér auðvitað ekki að endurtaka það, sem fram kom I undirbúningserindunum, heldur aðeins draga fram örfá atriði, sem athyglisverð má telja I sögulegri þróun og beitingu hagstjórnartækja hér á landi frá þvl við tókum stjórn efnahags- mála i okkar eigin hendur á fyrsta fjórðungi þessarar aldar. Eins og kunnugt er, er bæði erfitt og kannski viðsjárvert að lýsa sögulegri þróun með al- mennum einkennandi orðum og alhæfingum. Sérstaklega virðist mönnum yfirleitt, að einmitt á þeirra dögum séu timamót og atburðarásin flókin og mót- sagnakennd. Ef við tækjum mark á öllum sllkum meintum vatnaskilum fengist llklega lítið samfelld saga. Yfirleitt ímynda menn sér, að i gamla daga hafi hlutirnir verið einfaldari og þvi skiptum við liðinni tið hiklaust upp I afmörkuð tlmaskeið, hvert með sínum skýru einkennum. Þessi aðferð hlýtur alltaf að vera umdeild, en ég held, að menn myndu svona yfirleitt ekki mótmæla þvl, að fyrstu áratugir okkar sjálfsforræðis I efnahagsmálum — þ.e. fram á miðjan þriðja áratuginn — hafi fremur einkennst af afskipta- c> 0 Þriðjudagur 16. júlí 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.