Alþýðublaðið - 16.07.1974, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 16.07.1974, Blaðsíða 12
VALSMONNUM TOKST AD JAFNA A SlOUSTU STUNDU í leik þeirra gegn Eyjamönnum Á föstudagskvöldið fór fram einn leikur i I. deild, þá lék Valur við ÍBV á Laugardalsvell- inum.Lauk leiknum með jafntefli 2—2, i hálfleik var staðan 1-^0 fyrir Val. Leikurinn bauð uppá nokkra spennu og var allvel leikinn af báðum aðilum. Einn af betri leikjum sumarsins. Strax á 1. min.á Ingi Björn skot á markið úr góðu færi, en hitti boltann illa og Arsæll ver auð- veldlega. Á 14. min á Hörður Hilmarsson þrumuskot af löngu færi, en beint i fang' Arsæls i Eyjamarkinu. Eyjamenn snúa vörn i sókn og Orn óskarsson á gott langskot, en rétt framhjá. Valsmenn snúa vörn I sókn, Friðþjófur ætlar að hreinsa,en tekst ekki betur en svo að hann sneibir boltann út til Alexanders, sem brunar upp kantinn, gefur vel fyrir markið á Kristin Björnsson sem gefur sér góðan tima inni i vitateigi Eyjamanna leggur boltann fyrir sig og skorar örugglega. A 30. min.komst Orn Óskarsson inn i sendingu hjá Jóhannesi Eðvaldssyni, sem hann ætlaði Sigurði Haraldssyni i markinu, en hittir ekki tómt markið. boltinn rúllar framhjá stönginni. Á 36. min.á Ingi Björn skot úr erfiðri aðstöðu á mark Eyja- manna af stuttu færi, en Arsæll er vel á verði og ver vel. Seinni hálfleikur byrjaði af miklum krafti og eftir 9 minútur máttu Valsmenn hirða boltann úr markinu hjá sér. Markið skoraði Orn Óskarsson með harðfylgi sinu, eftir að hafa leikið á varnar- menn Vals. Sigurður Haraldsson hafðihendur á boltanum, en hélt ekki skotinu. A 69. min. taka svo Vestmann- eyingar forystu i leiknum með marki Tómasar Pálssonar. Allan heiðurinn af þvi mátti örn Óskarsson, hann lék með boltann upp allan völlinn upp að enda- mörkum, þar sem hann gaf fyrir markið, þar sem Tómas þurfti ekki annað en að reka tána i bolt- ann. Þegar hér var komið sögu gerði rússneski þjálfari Vals tvær breytingará liðinu, þeir Sigurður Jónsson og Vilhjálmur Kjartansson komu inná, Vil- hjálmur i stöðu bakvarðar, en Sigurbur tók við stööu Jóhannesar i vörninni sem lék nú sem tengiliður. Þessi breyting virkaði til hins betra á leik liðsins, þvi það sem af var hálfleiksins höfðu Eyjamenn verið öllu friskari i sóknaraðgerð- um sinum. Nú snérist dæmið við og Valsmenn gerðu harða hrið að marki Eyjamanna. Á 83-min. fá Valsmenn dæmda aukaspyrnu við vitateig Vestmannaeyinga, eftir nokkurt þóf i vitateignum berst boltinn út til hægri til Jóhannesar, sem spyrnir aftur- fyrir sig fyrir markið aftur. Þar kemur Alexander á fullri lerð og skorar með þrumuskoti. 2-2 sem uröu lokatölur leiksins. Sem verður að teljast sanngjarnt miðað við gang leiksins. Valsliðið lék nú einn sinn besta leik i mótinu, sem fyrr er Jóhannes Eðvaldsson maður liðsins, en auk hans áttu þeir Hörður Hilmarsson, Grimur Sæmundsson, Dýri Guðmundsson og Alexander góðan leik. Það er nokkurt vandamál hjá liðinu hversu mjög þeir Ingi Björn og Kristinn einleika og ætla sér of oft að gera hlutina sjálfir. I liði Eyjamanna var örn óskarsson langbesti maðurinn en auk hans áttu þeir Þórður Hallgrimsson og Arsæll i markinu góðan leik og vart við hann að sakast um mörkin. Leikinn dæmdi Steinn Guðmundsson og fannst manni hann leyfa fullmikla hörku oft á tiðum. Þarna eru þeir félagar örn Óskarsson og óskar Valtýsson á fullri ferð i ieiknum gegn Val á föstudagskvöidið. örn átti þá sinn besta leik i sumar og átti allan heiðurinn af mörkum Eyja- manna. Hvað eftir annað gerði hann mikinn usla I Vaisvörninni með hraða sinum og baráttugleöi. Óskar er lykil leikmaöurinn á miðjunni en þar vantar þá til- finnanlega góða tengiiiði. Jóhannes Eðvaldsson átti stórleik með liði sinu Val gegn Eyjamönnum. eftir að Eyjamenn höfðu tekið forystu I leiknum og voru að ná tökum á leiknum. Tók hann viðstööu tengiliðs, það gjörbreytti öllum leik liðsins og þeim tókst að jafna leikinn. Myndin er úr leik Keflvlkinga og Vals þar sem þeir Guðni og Jóhannes berjast um boltann. Þjálfari Eyjamanna fornemaðist’ og er farinn heim 7 Þjálfari Vestmannaeyinga Duncan McDowell hélt af landi brott á sunnudaginn eftir að óánægja hafbi komið upp milli hans og leikmannanna eftir leik inn við Val á föstudagskvöldið. Að sögn Eyjamanna þá voru þeir ánægðir með McDowell sem þjálfara, en ekki hversu óstöðug- ur hann hefur verið. Enda má segja að lið þeirra sé nokkuð óstöðugt þessa dagana. Ekki eru Eyjamenn enn búnir að ráða þjálfara, en Victor Heiga- son sem hefur þjálfað lið þeirra mun taka að sér þjálfunina þar til nýr þjálfari hefur verið ráðinn. Honum mun hafa verið boðið að taka liðið að sér en ekki þekkst boðið vegna anna. Það er þvi með öllu óljóst hver það verður sem tekur að sér þjálfun liðsins, en trúlega munu þeir reyna fyrir sér innanlands áöur en þeir leita út út fyrir land- steinana. Bláskógaskokkið Bláskógaskokkið svokallaða fór fram á sunnudaginn hlaupið var eða skokkað frá fejábakka á Þingvöllum til Laugarvatns. Keppt var i fimm aldursflokkum karla og kvenna. Þátttakendur I hlaupinu voru á öllum aldri sá elsti 75 ára en sá yngsti sjö ára. Fyrstur I hlaupinu varð Eng- lendingur Symonds, annar varð landi hans Parker, en i þriðja sæti kom Helgi Ingvarsson. 1 kveiína- flokki sigraði Svandis Sigurðardóttir. Allir keppendurnir um 300 talsins fengu viðurkenningar skjöl fyrir þátttöku sina I skokkinu. ©r Þriöjudagur 16. júlí 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.