Alþýðublaðið - 16.07.1974, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.07.1974, Blaðsíða 2
LL flytur yfir götuna til FÍ I nokkur ár voru skrifstoíur islensku flugfélaganna gegnt hvor annarri viö Vester Farimagsgade. Skrifstofa Flugfélags Islands að no. 1 og skrifstofa Loftleiöa aö no. 4. Þessi skipan húsnæðismálanna hélstenn um sinn eftir að stjórn og verkefni voru sameinuö um ára- mótin siöastliöin. t siöustu viku flutti svo starfsemin saman aö Vester Farimags- gade 1. Stutt var aö flytja, aðeins þvert yfir götuna og á myndinni sjást starfsmenn félaganna flytja skilti Loftleiöa aö hinni sameigin- legu skrifstofu, þar sem nafn Flugfélagsins, eöa Icelandair eins og félagiö heitir erlendis, var fyrir. Forstjóri starfsemi Islensku flugfélaganna i Danmörku og hinnar sameiginlegu skrifstofu að Vester Farimagsgade 1 er Vilhjálmur Guðmundsson og aðstoöarforstjóri Milton Lundgren. : Happdrætti á Vesturlandi I Dregið hefur verið i skyndihappdrætti Al- ■ þýðuflokksins á Vesturlandi. Fyrsta vinning, ■ ferð til Mallorka, hlaut miði nr. 451, annan ; vinning (matarstell) hlaut miði nr. 244 og ; þriðja vinning (reiðhjól) hlaut miði nr. 2764. ! Vinninganna má vitja til Sveins Guðmunds- " sonar, formanns kjördæmisráðs. Barnagæsluvandamálin hrekja stúdenta frá námi, ef ekki rætist úr Þjóðhátið i Kðpavogi Hesturinn í 11 aldir Á fundi sinum 2.-7. gerði hagsmunanefnd S.H.l. eftir- farandi ályktun: Hagsmunanefnd Stúdenta- ráös Háskóla islands sam- þykkir að beina þeim tilmæi- um til borgarstjórnar Reykja- vfkur og félagsmálaráðherra að framkvæmdum við bygg- ingu leikskóla fyrir börn verði hraðað sem mest þannig að unnt verði að fullnægja hinni miklu eftirspurn stúdenta eftir gæslu fyrir börn sin. Hagsmunanefnd vill einnig beina athygli stjórnvalda að þvi, að nú eru 110 börn stúdenta á biðlista hjá Barna- vinafélaginu Sumargjöf og að biötimi eftir plássi þar er u.þ.b. 1 ár. Það er þvl mjög brýnt, að bæta úr þvi neyðar- ástandi sem nú rlkir I barna- heimilismálum, þar sem ljóst er, að margir stúdentar neyðast til að hverfa frá námi, komi þeir ekki börnum slnum á dagvistunarheimili. Þá v i 11 hagsmunanefnd skora á þá stúdenta, sem þeg- ar hafa komiö börnum sinum á barnaheimili á vegum Félagsstofnunar stúdenta, að þeir taki börn sin af barna- heimilum, eigi þeir nokkra möguleika aðra á gæslu fyrir börn sin og viki þannig fyrir þeim sem, verr eru á vegi staddir og ekki hafa mögu- leika til annars en gæslu á vegum Félagsstofnunar Þjóðhátið i tilefni 11 alda bú- setu verður haldin I Kópavogi sunnudaginn 21. júll (næstu helgi). Hátiðahöldin hefjast ki. 13,30 með skrúðgöngu frá Vlg- hólaskóla og fer Skólahljóm- sveit Kópavogs fyrir göng- unni, en gengið verður fylktu liði á hátiðasvæðið — Rúts- tún. Dagskráin á hátlðasvæðinu hefst kl. 14,00 með helgistund. Siðan flytur forseti bæjar stjórnar, Sigurður Helgason, setningarræðu og kirkjukór syngur með undirleik Skóla- hljómsveitarinnar. Þá verða fimleika- júdó- og glímu- sýningar og sýndir þjóðdans- ar. Guðmundur Jónsson og Magnús Jónsson syngja I sam- spili við Skóiahljómsveitina. Kynnir verður Þorsteinn Hannesson. Hestamanna- félagið Gustur sér um at- hyglisvert atriði sem er: Hesturinn I 11 aldir. Eftir kvöldmat verður tekið til að nýju, en kvölddagskráin hefst kl. 20,30 með lúðra- blæstri og dansi. Hljómsveit Ragnars Bjarna- sonar leikur fyrir dansinum en Ómar Ragnarsson og Karl Einarsson skemmta. Bæjarstjóri, Björgvin Sæmundsson, mun siðan siita hátlðinni en að þvi loknu mun loftið loga af flugeldum. Lista- og menningarsjóður Kópavogs verður með lista- verkasýningu I Vighólaskóla, sem verður opnuð á laugardag kl. 16 og stendur til 3ja ágúst. Ný lög ríkisstjórnarinnar. Stórauka skriffinnskuna Umsögn sveitar- félaganna að engu höfð Þegar frumvarp til laga um ráöstafanir til aö draga úr áhrifum oliuverðhækkana á hitunarkostnað íbúða var til meðferðar á Alþingi i april- mánuði slöastliðnum, lét stjórn Sambands Islenskra sveitar- félaga hlutaöeigandi þingnefnd- um i té umsögn um frumvarpiö. Lýsti stjórnin sig að sjálfsögðu samþykka ráöstöfunum til lækkunar oliuverðs til upphitun ar ibúöa, en tjáöi sig hinsvegar algerlega mótfallna þeirri niðurgreiösluaðferð, sem ráö- gerö var I frumvarpinu, þ.e. greiöslu oliustyrks til skatt- framteljenda fyrir milligöngu sveitarstjórna, sökum þess hve sú niðurgreiðsluaðferð væri flókin og kostnaðarsöm. Stjórn sambandsins benti á þaö i um- sögn sinni til Alþingis, aö aug- ljósir væru ýmsir annmarkar á framkvæmd ráðgerörar niöur- greiðsluaðferöar og aö mun ein- faldara og ódýrara virtist vera að greiða niöur húsakyndingar- oliu hjá dreifingaraðilum (olíu- Hafnarfjarðar Apótek Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Helgidaga kl. 2 til 4. félögunum) llkt og gert væri I sambandi við niðurgreiöslur á landbúnaöarafuröum. Mótmæli og ábendingar sam- bandsins voru aö engu haföar, og var frumvarpiö samþykkt óbreytt á Alþingi og staðfest sem lög nr. 47, 14. mai 1974. Á grundvelli laganna gaf við- skiptaráðuneytiö út reglugerö 30. mai s.l. um úthlutun oliu- styrks. Samkvæmt lögunum og reglugerðinni ber sveitarstjórn- um að senda ráöuneytinu á þriggja mánaöa fresti greinar- gerö um fjölda Ibúa i viðkom- andi sveitarfélagi, sem búa viö oliuupphitun og hafa búiö i sveitarfélaginu meirihluta þriggja mánaða timabilsins. Skalsérstaklega tilgreina fjölda lífeyrisþega. Ráðuneytiö ákveður siöan upphæö styrksins til hvers einstaklings fyrir hvert timabil meö hliðsjón af stöðu oliusjóös og fjölda þeirra, sem styrks njóta i landinu. Siðan reiknar ráðuneytiö út saman- lagða styrkfjárhæö i hverju sveitarfélagi og sendir greiðsluna til viðkomandi sveitarfélags, sem á að annast uthlutun oliustyrksins, sem greiðist hverjum skattframtelj- anda vegna hans, maka hans og barna, sem eru á framfæri hans og ekki sjálfstæðir framtelj- endur. Af framangreindu er ljóst, aö efnt hefur verið til mikillar skriffinnsku, sem bitnar á ráöu- neyti, sveitarfélögum og þeim, sem styrks njóta. Stjórn Sam- bands islenskra sveitarfélaga vill itreka það, sem fram kemur i umsögn stjórnarinnar til Al- þingis, aö fyrirsjáanleg eru ýmis vandkvæöi á því, að greinargeröir sveitarfélaga um þá, sem búa við oliuupphitun geti orðið nákvæmar, t.d. i sam- band viö blandaða upphitunar- gjafa og fjarvistir styrkþega i öðrum sveitarfélögum utan lög- og dvalarheimila. Samkvæmt reglugeröinni, sem gefin var út 30. mai s.l., og bréfi ráöuneytisins dags. sama dag til allra sveitarfélaga landsins áttu sveitarfélögin að hafa skilað greinargerðum til ráðuneytisins fyrir 15. júni. Höföu sveitarfélögin þvi aöeins nokkra daga til stefnu. Ljóst mátti vera, að slikt var ófram- kvæmanlegt, ekki sist þar sem leiðbeiningarreglur skorti að mestu um framkvæmd könnunarinnar og frágang greinargerða. 1 hinum minni sveitarfélögum eru fram- kvæmdastörf oddvita aukastörf og I hinum stærri sveitarfélög- um er sjálfstæð könnun og samning greinargerða sam- kvæmt lögunum og reglu- gerðinni mikið starf, þar sem ekki er hægt að notast viö fyrir- liggjandi skrár óbreyttar. Sveitarfélögunum verður þvi ekki með neinni sanngirni kennt um tafir, sem verða kunna á skilum greinargerða og úthlut- un oliustyrks umfram þau tima- mörk, sem I lögunum greinir. Slikt máttu höfundar lagafrum- varpsins og löggjafinn sjá fyrir. 1 BLÓMAHÚSIÐ ífclÍb SkiphoJti 37 Opið til kl. 21.30. ^y^^Einnig laugardaga oa sunnudaga. (U) ÞAÐ BÖRGAR SIG AÐ VERZLA f KR0N Dúnn í GUEIIBAE /ími 84200 © Þriðjudagur 16. júlí 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.