Alþýðublaðið - 16.07.1974, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.07.1974, Blaðsíða 7
Magnús Torfi ólafsson, samgönguráðherra, klippir á strenginn yfir 900 metra brúna og nýtur til þess aftstoðar konu sinnar, Hinriku Kristjánsdóttur. Sigurður Jóhannsson, vegamálastjóri, fylgist stoltur með. MYNDIR: FRIÐÞJÚFUR - TEXTI: ÓMAR VALD. Merkasti atburður í samgöngusögu landsins Þeir Hannibal og Jóhannes Nordal skemmtu sér vel þarna i kjarr inu og mátti vart greina á milli hvor var skemmtilegri. 1 lok hátfðahaldanna á sandinum, þar sem Skaftafellssýslur fögnuðu 1100 árunum og hringvegsopnun- inni, fór fram mikið reiptog. Vestanmennirnir eru greinilega sterkastir — en hér eru austanmenn. Hádegismat snæddu gestir við opnunina úr skrfnum f yndislegum lundi i þjóðgarðinum f Skaftafeili. Á þessari mynd má m.a. sjá biskupinn og konu hans, Ingólf á Heilu, Pál á Hnappavöllum, Einar Ágústsson og konu hans, Magnús Kjartansson og Hannibal i Seiár- dal. Eysteinn Jónsson, formaöur náttúruverndarráðs og fyrrum þingmaður, hvilist I þjóðgarðin um. Þarna er Eysteinn sannar- lega i þvi umhverfi, sem hann mun kjósa öðru fremur. sagði Magnús Torfi við opnun hringvegarins t upphafi þjóðhátiðarsamkomunnar var helgistund, leidd af biskupi, herra Sigurbirni Einarssyni. Kór, samsettur úr Skaft- feliingakórnum f Rvik og kirkjukórum prófastdæmisins, söng og vakti hrifningu. Að minnsta kosti 4000 manns voru viö hátlðatfðahöldin á sandinum og fór skemmtunin sérlega vel fram. Þessi mynd sýnir hluta mannfjöldans fylgjast með reiptoginu. Mikil umverð var um nýju brúna og veginn þennan fyrsta dag. Frá föstudagskvöldi til laugardagskvölds fóru til að mynda rúmiega 1000 bilar um Vik I Mýrdal og hefur slikt ekki gerst lengi. o Þriöjudagur 16. júlí 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.