Alþýðublaðið - 16.07.1974, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.07.1974, Blaðsíða 5
Otgefandi Bla6 hf. Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (^b) ----------1 Sighvatur Björgvinsson alþýðu Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir I 9 Mi'tTT Otbreiðslustjóri: Þráinn Þorleifsson lílRTlíTll A^setur ritstjórnar: Skipholt 19, simi: I.Jl.L JL J 2880() Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10: simi 28660 og 14906. Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10: simi 14900, Blaðaprent hf. Alþingi kallaö saman Hið nýkjörna Alþingi hefur verið kall- að saman til funda þegar i þessari viku, og er óvenjulegt, að svo skuli gert þegar að loknum kosningum, en ekki beðið venjulegs samkomutima þingsins i október. Er liklegt, að þetta sé gert vegna hins umdeilda þingrofs, er um- boð var tekið af þingmönnum og lýð- veldið gert þinglaust. Þykir ekki rétt, að svo sé lengi, en þar að auki kallar þjóð- hátiðin á löglegt þing. Alþingi er ætlað að koma saman á Þingvelli og gera þar sögulega ályktun. Til að svo megi verða, þarf þingið fyrst að koma saman i Reykjavik til þess að samþykkja kjör- bréf þingmanna eftir formlega setn- ingarathöfn, svo og til að kjósa forseta, nefndir og fleiri embættismenn. Hér á landi hefur verið venja, að for- setar Alþingis væru valdir af þeim meirihluta, sem hverju sinni myndar rikisstjórn. Forsetar hafa allmikið vald og gætu hugsanlega skapað rikisstjórn óeðlilega erfiðleika i afgreiðslu mikil- vægra mála. Hefur þetta raunar komið fyrir á Alþingi, en þó er ástæða til að ætla, að ekki sé lengur nauðsyn að tengja saman forsetana og rikisstjórn. Núverandi stjórnarflokkar gengust fyrir þeirri nýjung, að varaforsetar skyldu kosnir úr andstöðuflokkum, og gafst það vel og vandræðalaust með öllu. Að þessu sinni er allt þetta flóknara en venjulega fyrir þá sök, að enn hefur ekki verið mynduð rikisstjórn eftir kosningarnar. Verða stjórnmálaflokk- arnir þvi að koma sér saman um skipan þjóðhátiðarforseta fyrir þetta sumar- þing til að stýra störfum þess, fyrst á fundum i Reykjavik, en siðan á Þing- velli. Fleira er þó, sem gera verður. Skylda er að leggja fyrir þetta þing þau bráða- birgðalög, sem rikisstjórnin hefur gefið út frá siðustu þinglokum, en i þeim felst nokkurt viðnám gegn verðbólgu, og eiga þau að gilda til 30. ágúst. Ef þingið ekki afgreiðir þessi lög, falla þau úr gildi, og er þvi talið liklegt, að valinn verði sá kostur að fresta þinginu, svo að bráðabirgðalögin gildi, uns mynduð hefur verið ný stjórn og hún tekið til sinna ráða i efnahagsmálum. Verði þingi frestað, þarf það að koma saman i byrjun október, svo að þvi verði form- lega slitið, en siðan hefst reglulegt þing 10. október. Allt er þetta dálitið vandræðalegt, en tekst þó vonandi svo, að ekkert skyggi á þjóðhátiðina og þá ákvörðun um stór- átak i landgræðslu, sem Alþingi ætlar að taka á Þingvallarfundi. Hitt skiptir raunar meira máli, að ekki dragist úr hömlu myndun nýrrar rikisstjómar, og að hið nýkjörna þing, með friðum hópi nýrra þingmanna, verði farsælt i störf- um sinum á þeim erfiðu timum, sem framundan eru. leysi af opinberri hálfu af þvi, sem við nú köllum almenn efna- hagsmál. Vandamálin voru sennilega sjaldnast skilgreind á landsvísu, heldur fremur dæmi fyrir dæmi. Gengisbreytingin 1924—1925 markar að minni hyggju nokkur timamót i þess- um efnum. Hiklaust má telja að hún hafi verið reist á trú á gildi almennra þjóðhagfræðilegra sjónarmiða og aðgerða. Þótt menn kunni að greina á um rétt- mæti þeirra sérstöku sjónar- miða, sem réðu breytingunni og stærð hennar. Jafnljóst virðist, að frá 1930 og fram undir lok sjötta áratugsins var hér alls ráðandi beiting sérgreindra efnahagsaðgerða, með áherslu á beinar magntakmarkanir og leyfaveitingar. Hér rikti vernd- ar- eða einangrunarstefna i utanrikisverslun, hátolla- og haftastefna o.s.frv. Genginu var haldið rfgbundnu í lengstu lög hér á landi. Upphaf þessa má rekja til kreppuáranna og al- þjóðlegra hreyfinga i hag- stjórnarmálum á þeim árum. Við vorum þó engan veginn sér- stakir eftirbátar annarra i þessu, þvi skilningur manna á nauðsyn almennrar hagstjórnar til sveiflujöfnunar var hvar- vetna takmarkaður. Viða um lönd var einmitt beitt svipuðum aðferðum. Heimsstyrjöldin sið- ari hafði einnig i för með sér margs konar sérgreindar efna- hagsráðstafanir, skömmtun, höft og leyfisveitingar o.s.frv.. Hér á landi er það fyrst á sjötta áratugnum, og þó ekki fyrir al- vöru fyrr en á þeim 7., að i stað hafta- leyfa- og hátollakerfis, tekur að gæta ákveðinnar við- leitni til þess að beita almenn- um hagstjórnartækjum sem aðalreglu. A sviði utanrikis- verslunar kom þessi stefnu- breyting fram i afnámi innflutn- ingsleyfakerfisins, almennri lækkun tolla, og frjálsari gjald- eyrisverslun yfirleitt. Með þessu var þyngri byröi en áður varpað á almennar fjármála- peningamála- og gengisaðgerð- ir, sem tæki til þess að halda jafnvægi i utanrikisviðskiptum og þjóðarbúskap. Breytingarn- ar hér á landi spegla að mörgu leyti þróunina i nágrannalönd- um okkar, þótt segja megi, að viö séum seinni til, kannski sem nemur einum áratug. A allra siðustu árum tekur svo að gæta á ný — og þá enn i hátt við það, sem annars staðar hefur komið fram — sérgreiningarviðleitni á sviöi efnahagsmála. Þótt við munum vafalaust dansa með i þeim leik, held ég sé mikilvægt að viö reynum á næstu árum fyrst og fremst að ná betra valdi á þeim almennu hagstjórnar- tækjum, sem varða heildarskil- yrðin i hagkerfinu. Þar er margvislegra umbóta þörf, bæði í stjórnkerfinu sjálfu og eins á hinu almenna félags- og stjórnmálasviði, ekki sist vegna þess, að við erum i miðjum klið- um að framkvæma fri- verslunarstefnuna, sem felst i aðild okkar að EFTA og við- skiptasamningi við EBE, sem viðtæk stjórnmálasamstaða hefur nú náðst um. Ég ætla að nefna nokkur at- riði, sem varða framkvæmd efnahagsaðgerða og þann stjórnarfarsramma, sem þeim er settur. Fjármálatæki Það sjónarmið, að f jármálum hins opinbera, bæði rikis og sveitarfélaga, megi og eigi að beita i sveiflujöfnunarskyni, hefur átt erfitt uppdráttar hér á landi. Hér koma m.a. til stöðugt knýjandi þarfir fyrir opinberar framkvæmdir og þjónustu i ,,nýju” landi. Framkvæmda- viljinn ræður ferðinni og eina reglan, sem nokkurs virðist virt i stjórnmálaumræðum um rikisfjármálin, er reglan um „hallalausan rikisbúskap” út frá þröngum einkafjárhags- sjónarmiðum og litlu skeytt um heildareftirspurnaráhrif, sem veröur að teljast furðulegt fjörutiu árum eftir burð kenn- inga Keynes. A þessu viðhorfi verður að fást breyting á næstu árum. Skipuleg beiting opin- berra fjármála til þess að hafa áhrif á athafnastigið i hagkerf- inu kallar á skýlausa viður- kenningu á þessu hlutverki rikisfjármálanna með breyttri löggjöf. Þessi viðurkenning hef- ur ekki fengist enn. Stjórnvöld verða að gera sér ljóst, að meg- inhlutverk skattlagningar er að halda aftur af eftirspurn i hag- kerfinu til þess að skapa raun- verulegt svigrúm fyrir opinber útgjöld. Skattalöggjöfin þarf að kveða opinskátt á um heimild fyrir rikisstjórnina til þess að breyta inni á fjárlagaárinu ákveðnum, mikilvægum skött- um til hækkunar eða lækkunar innan ákveðinna marka. Siðan væri eftir á leitað samþykkis Al- þingis, og væri jafnan fráfarar- atriði, ef slik breyting hlyti ekki samþykki. Heimildum af þessu tagi ætti alls ekki að fylgja sjálf- krafa heimild til þess að ráð- stafa fé, sem þannig væri aflað, né kvöð til lækkunar gjalda, sem tekjufórn i hagstjórnar- skyni næmi. Til þess að skatt- breytingar af þessu tagi kæmu að tilætluðu haldi, þyrfti að á- kveða I almennum kjarasamn- ingum eða lögum, að slikar skattbreytingar hefðu ekki i för meö sér sjálfkrafa breytingar á verðlagsbótum á laun. Þessi svigrúmsheimild ætti að ná til allra mikilvægustu skattanna: Söluskatts/virðisaukaskatts, tekju- og eignaskatta og launa- skatts auk fjáröflunartolla og - gjalda af innflutningi. Skatta- lagabreytingar i þessa átt ættu að vera mikilvægur þáttur i þeirri heildarendurskoðun skattkerfisins, sem nú stendur yfir, einkum af tilefni aðildar okkar að EFTA og viðskipta- samningi við EBE. Til þess að auövelda yfirsýn er brýnt, að tekjuöflunarlögum rikisins veröi steypt i einn lagabálk og sérstakar reglur settar um gerð og flutning frumvarpa um breytingar á þeirri löggjöf, einkum þannig, að jafnan sé reynt að meta heildaráhrif slikra tillagna. Við þá endur- skoðun, sem nú stendur yfir, þarf einnig að huga að greiðslu- reglum skattheimtunnar með það fyrir augum að nálgast kosti staðgreiðslu en sneiða hjá göllum hennar. Sérstaka á- herslu þarf að sjálfsögðu einnig að leggja á að sniða alls konar ótilætlaða mismunun úr skatt- kerfinu. Ekki sist er þörf rót- tækra breytinga á söluskattin- um, sem orðinn er afar hár og kannski dragbitur á greinar með hátt innlent vinnsluvirðis- hlutfa 11 vegna uppsöfnunar skattsins i aðföngum þeirra. A útgjaldahlið þyrfti ekki sið- ur að koma upp sams konar við- búnaðar- eða svigrúmsheimild- um. Þótt þar yrði sennilega enn þyngra undir fæti, vegna hefð- bundinna smámunaafskipta þingsins af fjárveitingum og þó ennfremur vegna viðtækrar lög- bindingar útgjalda. Afnám eða verulegur samdráttur mörkun- ar tekna til sérstakra þarfa væri t.d. stórt skref i framfaraátt frá sjónarmiði hagstjórnar. Fjár- hagstengsli rikisins og sveitar- félaganna eru mjög mikilvægur hlekkur. Sveitarfélögin eru svo mikilvægur fjárhagsaðili, að til þess verður að ætlast, að þau taki þátt i viðleitni til sveiflu- jöfnunar með fjármálalegum aögerðum. Ef til vill ætti að mynda sérstaka jöfnunarsjóði fyrir fjárfestingarfé sveitarfé- laga, sem þau legðu á i þensluá - standi, en notuðu siðan umfram tekjur, þegar miður árar. Einn- ig væri hugsanlegt að hafa þátt- tökuhlutföll rikisins i sameigin- legum framkvæmdum rikis og sveitarfélaga breytileg eftir hagsveiflunni, þ.e. ekki alveg fastákveðin með lögum, heldur aðeins innan ákveðinna marka. Hér væri vafalaust um erfitt og viðkvæmt mál að ræða, en engu að siður mál, sem ég tel að taka þyrfti föstum tökum á næstu ár- um. Núverandi stjórnkerfi opin- berra fjármála er að minni hyggju of veikt I miðið til virkr- ar hagstjórnar. Til þessa eru vafalaust margar sögulegar á- stæður, ekki síst sjálfstæðisvið- leitni islenska þingsins gagn- vart danskri yfirstjórn á ni- tjándu öldinni, og loks hin inn- flutta danska, þinglega hefð i þessum efnum, en mér skilst, að danska þinginu sé gefið meira fjárveitingavald en viðast tiðk- ast. Þessum efnum er ég þó ekki nógu kunnugur til að fullyrða hlutina. Peningamálatæki Látum þetta nægja um ríkis- fjármálin og snúum okkur að peninga- og lánamálum. Enginn vafi leikur á, að aðgerðir á sviði peningamála og lánamála eru og hljóta að vera mikilvægur þáttur i samræmdri efnahags- stefnu. Hér á landi hefur hins vegar reynst erfitt að beita pen- ingamálatækjum til sveiflujöfn- unar. Annars vegar er sú stað- reynd, að peningamagnið i um- ferð ræðst að verulegu leyti af sveiflum i erlendum eignum bankakerfisins, sem að óbreyttu gengi eru að verulegu leyti utan við okkar áhrifasvið, og hins vegar hefur hér gætt — eins og i mörgum öðrum Evrópulöndum — mikillar tregðu til þess að beita peningamálaaðgerðum, þar sem þeim þó mætti við koma, bæði vegna hefðbundinn- ar lágvaxtastefnu, og eins vegna afstöðu þings og stjórnar, sem oftast knýr á fyrirgreiðslu til opinberra framkvæmda eða annarra þóknanlegra fram- kvæmda frá bankakerfinu eða jafnvel Seðlabankanum. En all- ir mikikvægustu viðskiptabank- arnir eru sem kunnugt er undir þingkjörinni yfirstjórn, og eru kannski þess vegna djarfari en ella i skiptum sinum við Seðla- bankann, sem endanlega upp- sprettu lánsfjár, þrátt fyrir refsivexti, auk þess sem þeir gera sér Ijóst, a.m.k. þeir stærstu, að vegna peninga- margfaldarans I bankakerfinu, þá eru yfirdráttarvextir i Seðla- banka þeim miklu þyngri i sjón en raun. En það er einmitt samþjöpp- un bankavaldsins, sem er meg- inforsenda og réttlæting rikis- bankakerfisins, góð og gild um margt að minni hyggju, en af henni þarf einnig að leiða sér- stök ábyrgð og þátttaka af hálfu rikisbankanna I stjórn efna- hagsmála i heild. Vegna ófull- komins fjármagnsmarkaðar á Seðlabankinn ekki nema tak- markaðan aðgang að öðrum en viðskiptabönkum til þess að hafa áhrif á peningamarkaðinn og peningamagnið með sölu eða kaupum á skuldabréfum. End- urkaup afurðavixla skv. rig- bundnum reglum binda einnig hendur Seðlabankans til sveiflu- jafnandi áhrifa. Auk þess má nefna, að fjárfestingarlánakerf- ið, að lifeyrissjóðunum með- töldum, er sundrað og áreiðan- lega fremur liklegt til óhóflegr- ar útlánaaukningar en aðhalds I þensluástandi. A sviði peninga- og lánamála virðist æskilegt að stefna á næstu árum að sam- ræmdri, sveigjanlegri, vaxta- stefnu fyrir allan lánamarkaö- inn, og athuga þyrfti sérstak- lega i þvi sambandi eitthvert form almennrar verðtrygging- ar, eða almenns tillits til verð- þróunar, við ákvörðun ávöxtun- ar fjárskuldbindinga, bæði á út- lánum og innlánum. Þetta viða- mikla mál ætla ég þó aðeins að nefna, en ekki að ræða nánar. Samtimis þessu tel ég, að til þess að forðast mismunun þyrfti að láta svipaðar reglur gilda um bindingu verulegs hluta af ráð- stöfunarfé allra innláns- og fjár- málastbfnana, ekki sist lifeyris- sjóðanna, sem eru mikilvæg og vaxandi uppspretta lánsfjár i landinu. Ennfremur tel ég, að markviss heildarstjórn á er- lendum lántökum frá ári til árs, ab teknu tilliti til árferðis- sveiflna og langtimasjónarmiða i senn, sé mikilvægt hag- stjórnartæki, sem þurfi að gefa mun ákveðnara form og farveg en nú er. Frá 1969 hefur Verðjöfnunar- sjóður fiskiðnaöarins starfað. Markmið hans er jöfnun sveiflna i útflutningsverðlagi sjávarafurða. Asamt timabær- um smágengisbreytingum, felur hann i sér markverð- ustu nýjung siðustu ára i við- leitninni að jafna við ystu mörk utanaðkomandi sveiflur, sem hér hafa löngum reynst afdrifa- rikur aflvaki innlendrar efna- hagsþenslu. Reynsla siðustu ára sýnir að minni hyggju, að þótt Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðar- ins séu sett ákveðin takmörk vegna áhrifa hans á tekjuskipt- inguna milli atvinnuveganna, þá felist eigi að siður i þessari reynslu eins konar varnarsigur. Við eigum hiklaust að freista þess að þróa þetta tæki frekar. Ekkert vinnst með einu snjöllu lagi á þessum vettvangi, og ég held að með verðjöfnunarsjóðn- um hafi okkur bæst gagnlegt verkfæri i kistuna. Þriðjudagur 16. júlí 1974. 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.