Alþýðublaðið - 16.07.1974, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.07.1974, Blaðsíða 8
Þar er ekki fýla af peningum Kvikmyndahátíðin í Cannes er ekki fyrst og fremst hátíð kaupmangara úr öllum landshornum. Samkeppnin vex sífellt og verður æ tillitslausari — allt fyrir gróðann. Höfuð Karls Marx var hoggið af f kvikmynd Dusan Mqkavejevs „Sweet Movie”, sem brýtur flest lög- mál bannhelginnar. Ætli hiin verði sýnd hér? 1 kvikmyndahúsinu voru þeir i hægðanuddi og við veisluborðið pissaði einn meöan annar ældi I salatið, en aðrir snæddu með bestu lyst. Þeir komu heim á hóteliö og gengu undir flóðlýstan risa-tittl- ing, sem sveif á vængjum yfir hótelinu. Tveir dyraverðir bukkuðu sig og beygðu, þegar þeir gengu inn. Að baki voru gylltar siilur skrýddar gfnandi skammbyssuhlaupum. Herbergið kostaði sex þúsund krónur á sólarhring. En dýnan og allt annað á hótelinu var frá tímum Krim-striðsins. Þeir höfðu heyrt það út undan sér, að gestir, sem kvörtuðu undan leka, fengju fötu og þau skila- boð, aö þeir gætu bara farið, ef þeir gerðu sig ekki ánægða með það. Það dreymir engan um að flytja af Carlton hótelinu I Cannes meðan kvikmyndahá- tiðin stendur yfir i mai. Þar er viðbjóðurinn jafnótrúlegur og smekkleysið i öllu þessu hjarta alþjóðlegrar kvikmyndagerðar. Kvikmyndagerðin á erfitt uppdráttar og raunirnar verða sifellt ákafari eftir þvi, sem kvikmyndahús minnkar. Uppátækin eru jafnbreytileg og gróf. Cannes-hátiðahöldin hafa si- fellt meiri þýðingu fyrir kvik- myndakaupmenn úr gjörvallri veröld, sem koma á markaðinn. Þvi meira sem leitað er aö æsi- fréttum þvi mikilvægara er að koma og láta sjá, að maöur sé enn I spilinu. Þvi minni efni hafa menn á að hugsa um kvik- myndir, sem ekki borga sig. Listmyndir hafa svo sin eigin hátíðahöld og þær um það. Það hitnar i hamsi við samningagerðir yfir veitinga- borðunum á Carlton-hótelinu og sljákkar I þýðingu hátiöahald- anna i Cannes. Stór kvikmynda- fyrirtæki vilja ekki sýna myndir sinar þar af ótta við gagnrýni. Auglýsingagildið með meömæl- um er minna virði en tapið á gagnrýninni. Kvikmyndahátið- in er hins vegar erfiður tröppu- gangur milli fjárhagslegrar til- litssemi, þegar úrvalið og verð- launin koma á daginn. Núna duttu þeir I sjóinn. Þær þúsundir fréttamanna og gagnrýnenda, sem voru viðstaddar, fóru von- sviknar heim. Dag eftir dag veltist kilómetri eftir kilómetra af lélegum kvikmyndum yfir hvita tjaldið að baki blóm- skreyttu sviðinu, afleiðingar mánaðarbaráttu, slagsmála og annars bak við tjöldin, en fyrir þvi höföu alþjóðlegir kvik- myndaáhorfendurengan áhuga. Mestur hluti þeirra 25 þúsund manna, sem koma árlega á kvikmyndahátiðina I Cannes stiga aldrei fæti sinum inn i skrautlegan hátiðasalinn og fara alls ekki til að horfa á úrval meðalmennsku mynda, sem opinber nefnd sendir á markað- inn. Það þarf vist ekki að taka það fram, að gagnrýnendur eru jafnósammála um nefndarvalið og kvikmyndirnar. Flestir koma á kvikmynda- markaðinn (en þar eru myndir sýndar dag sem nótt) til að kaupa eða selja. Þar er úrval alls þess, sem á markaðnum er i veröldinni, allt frá vonlausum myndum („stinkers},sem bestu blaðafulltrúar gætu ekkert gott sagt um, til tilraunamynda, sem á að sýna i tilraunabíóum, sem virðast spretta upp á hverju götuhorni. Enn eru það glæpir (blóðsút- hellingar, ofbeldi og hong kong chop suey-karate), hryllingur- inn (bergmálsöskur, draugar og ranghvelfd augu i nærmynd) og kynferðismök, sem eru söluvar- an. Allar greinar hafa sina sér- fræðinga. Byrjum á kynmaka- myndum: Djöfulæði, kvalahneigð, hlutaást og önnur svið kyn- ferðislegrar ástar eru sem skraddarasaumaðar. Það er annars merkilegt að sjá, hvern- ig kynferðishrifningin fer eftir þjóöerni. Þjóðverjar vilja elsk- ast viö básúnublástur. Danir einbeita sér að allskyns óeðli (Vonandi er það aðeins orðróm- ur, að þeir hafi fengið einhvern til að hafa samfarir við krókódil þetta árið). Bandarikjamenn setja alltaf metin (Lengst og hæst). ítalir tala allan timann og aldrei i takt. Eða er það kannski eitthvað sérstaklega glæsilegt aö ræöa siðgöngulan póstútburð i Rómaborg um leið og rúmið gengur upp og niður? Það eru ekki hippar, sem ganga út, þegar sýningum lýk- ur. Það eru vindlatyggjandi kaupsýslumenn, sem virða markaðinn kaldranalega fyrir sér. Allt fer eftir sölunni og svo kvikmyndabanni hvers lands. Á kvikmyndahátiðinni er lika sýnt mikið af myndum, sem opinber kvikmyndanefnd hvers lands vill ekki að sé send þangaö i landsins nafni, hvort svo sem það er af stjórnmála- eða öðrum ástæöum. Eitt af þvi gleðilega I ár voru nýjar kvikmyndir Vi Sjömanns og Bo Wiederbergs. Það var lika ýmislegt nýstár- legt að sjá frá Kanada, Banda- rikjunum og Suður-Ameriku. Þær 27 kvikmyndir, sem kom- ast I úrslitakeppnina eru mun áhugaverðari en þær myndir, sem sýndar eru áður. 1968 gerðu kvikmyndamenn uppreisn gegn hringleikasýningunni I Cannes og á þessum úrvals myndum eru þær, sem vekja mesta at- hygli manns eins og t.d. nýja myndin . hans Alexanders Kluges um kvenréttindi, óvenjuleg kvikmynd Dustan Makavejevs „Sweet Movie”, sannleiksþrungin mynd Banda- rikjamannsins Martin Scorseses um bandariska smá- glæpamenn, „Mean Strec”, braziliskur söngleikur, tveir menn frá Chile og svo frumverk danska læknanemans, Nils Malmros, Lars Ole 5C, svo á eitthvað sé minnst. Frönsku gagnrýnendurnir voru búnir að velja myndir — niu að tölu — sem þeir töldu að gætu vakiö athygli og meðal þeirra var „Fyrirheitna landiö” eftir Miguel Littin, sem er ekk- 0 Þriðjudagur 16. júlf 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.