Alþýðublaðið - 07.03.1975, Blaðsíða 6
Sir William Stephenson, einhver stórbrotnasti afreksmaður
af íslenskum ættum, sem uppi hefur verið
H. Montgomery Hyde
í þýðingu Hersteins Pálssonar
DULARFULLI 4
KANADAMAÐURINN
Um þessar mundir var hann orðinn furðuslyngur í hnefaleikum, og
snemma árs 1918 keppti hann fyrir flugherirm á hnefaleikamóti hermanna
í Amiens, og varð heimsmeistari áhugamanna í léttivigt. Vegna þess hve
hann var skjóthöggur í hnefaleikum, var hann kallaður „hríðskotabyssan44.
Hetjudáðin, sem varð til þess, að Frakklandsforseti sæmdi hann hinu
mikla heiðursmerki, hafði því miður einnig í för með sér, að hann lenti
í höndum Þjóðverja. Síðdegis 28. júlí 1918 ákvað Stephenson, sem þá var
orðinn sveitarforingi, að fara einn í eftirlitsför, þar sem venjulegar njósna-
ferðir höfðu verið látnar niður falla vegna hvassviðris. Gegnum skýjarof
sá hann skyndilega, að frönsk tvísessa, njósnaflugvél, varð fyrir árás siö
Fokkervéla. Stephenson steypti flugvél sinni hiklaust niður í gegnum
skýin, réðst á foringja fjandmannasveitarinnar og skaut vél hans niður
brennandi. Síðan var háður ógurlegur ,,hundaslagur“, og leitaði Stephen-
son þá oft skjóls í skýjum með ágætum árangri og skaut niður aðra
Fokkervél, en sú þriðja hrapaði til jarðar stjómlaus. Hinar flugvél-
arnar sáu sitt óvænna og flýðu. Til þess að tryggja, að njósnarinn í
frönsku flugvélinni bæri kennsl á merki flugvélar hans, flaug Stephen-
son samhliða henni. Njósnarinn sá vélina aðeins út undan sér og hélt til
allrar óhamingju, að þar væri Þjóðverji á ferð og sendi flugvél Stephen-
sons kúlnahríð með þeim árangri, að hreyfillinn stöðvaðist, en sjálfur
særðist Stephenson á fæti.
Steplienson tókst að lenda rétt fyrir framan víglínu Þjóðverja, skreið
úr laskaðri vélinni og reyndi að komast til skotgrafa Breta þrátt fyrir
fótarsárið. Þá hæfði vélbyssuskytta fjandmannanna hann öðru sinni í
sama fót, og var hann þá alveg óvígur. Fjandmennimir slógu þegar hring
um hann og tók hann til fanga. Hann var síðan sendur til fangabúðanna
í Holzminden við Weserfljót nærri Branswick. Þar hitti hann vin sinn
Tommv Drew-Brook, sem hafði verið tekinn til fanga um svipað levti.
Þeir einir, sem geymdir hafa verið bak við gaddavír, geta gert sér
grein fyrir því, hversu dæmalaust daufleg vist stríðsfanga getur verið.
ógæfusamir fangarnir í Holzminden voru engin undantekning, og þeir
höfðu fátt fyrir stafni annað en ýmsa leiki og að bmgga ráð til að komast
undan. Einn leikjanna í Holzminden, sem skýrir sig raunvemlega sjálfur,
var kallaður „að leika á Húnana“; hann var fólginn í að leika á fangaverð-
ina, venjulega með því að komast yfir einhverja þýzka gripi. „Ef menn
vom nógu slyngir til að næla í eitthvað, jafnvel þótt ekki væri nema
kartöflu,“ sagði Drew-Brook síðar, „varð það mönnum að umræðuefni og
þótti afrek að minnsta kosti einn dag!“
Fangabúðastjórinn var Niemeyer höfuðsmaður, sem var furðu líkur
keisaranum í hátt. Þegar Stephenson tókst um síðir að strjúka frá Holz-
minden í október 1918, eða fáeinum vikum fyrir vopnahléð, og komst
þá aftur til sveitar sinnar í Frakklandi, hafði hann á brott með sér ljós-
mvnd af fangabúðaforingjanum, náði henni úr skrifstofu hans, fvrir nef-
inu á varðmönnunum og hafði hana með sér á flóttanum. Hann segir,
að þetta hafi verið fyrirlitningarvottur á fangavörðunum að skilnaði. Hann
á þessa mynd enn.
Þegar herimir voru sendir heim, sá William Stephenson, sem var
þá liðlega tvítugur, að útvarp og jafnvel sjónvarp mundi leggja undir
sig löndin, og hann var staðráðinn í að beita hugviti sínu á þessu arð-
vænlega sviði. Hann var um tíma í Winnipeg, þar sem fjölskylda hans
bjó enn, en hvorki í Kanada né sunnan landamæranna, í Bandaríkjun*
um, fann hann tækifærin, sem hann leitaði, á kjörsviði sínu, útvarpinu,
þótt það breiddist mjög ört út. Bandaríkjamenn vora að sjálfsögðu fram-
kvöðlar að útvarpi í stóram stíl, og það var í landi þeirra, sem hið nýja
þjónustutæki hlaut nafn sitt. Brátt var mikill fjöldi stöðva, mismunandi
sterkra, tekinn til starfa, en aragrúi útvarpssmiðja spratt upp og settu
þær á markaðinn bæði fullgerð viðtæki, til að fullnægja mismunandi
þörfum hinna ýmsu stöðva, svo og hluti þá, sem nauðsynlegir voru til að
setja viðtæki saman á heimili hlustenda. Handahófskennd stofnun og
starfræksla stöðva orsakaði meðal annars veralegar traflanir á þeim stöð-
um, þar sem margar stöðvar vora, en svo vora stór svæði, þar sem ekkert
heyrðist til stöðva. 1 Kanada fóra menn að vísu að dæini Bandaríkjanna,
en á miklu minni mælikvarða og tóku meira tillit til vandræða sem urðu
af völdum truflana. Sérstaklega þótti það óvenjulegt fyrirbæri, hvemig
stjómin í Manitoba hagaði starfrækslu stöðvarinnar í Winnipeg, og vakti
þetta athygli Stephensóns, ekki sízt af því, að Bretar fóru brátt að dæmi
Manitobamanna.
Síðla árs 1922 var brezka útvarpsfélagið, British Broadcasting Com-
pany, stofnað í London af helztu framleiðendum og seljendum útvarps-
viðtækja í landinu, og snemma á næsta ári fékk þetta nýja fyrirtæki
einkaleyfi aðalpóstmeistara Breta til útvarpsreksturs í landinu. Félagið
hvorki framleiddi, seldi né mælti með viðtækjum, og það fékk tekjur
sínar, eins og stöðin í Winnipeg, af hluta afnotagjalds, sem ríkisstjórnin
ákvað. Brezki viðtækjaiðnaðurinn, sem þá var í bemsku, hafði samt
augljósan hag af því, að þessi nýlunda bæri árangur; það var raunar
til að tryggja góðan markað fyrir framleiðsluvörur þeirra, að helztu fyrir-
tækin höfðu upphaflega stofnað BBC. Auglýsingastjóri eins þessara fyrir-
tækja var ungur Kanadamaður, sem Stephenson þekkti, William Glad-
stone Murray, hugrakkur orastuflugmaður í stríðinu eins og liann sjálf-
ur og fyrrverandi flugmálaritari Daily Express, blaðs Kanadamannsins
Beaverbrooks lávarðs. Gladstone Murray varð fyrsti útbreiðslumálastjóri
BBC — og hann var góður vinur Stephensons.
Stephenson afréð að fara aftur til London og var aðaltilgangurinn
að athuga vaxandi möguleika á viðtækjaframleiðslu og rannsóknir, sem
sköpuðust af þessari þróun. Hann ætlaði aðeins að fara snögga ferð, en
var lengstum um kyrrt í Englandi næstu 19 ár og hafði þar heimili sitt,
meðan sérkennileg snilligáfa hans á sviði uppfinninga og kaupsýslu gerði
hann að milljónara.
3.
Það, sem helzt vakti athygli Stephensons í sambandi við útvarps-
rekstur, þegar hann kom til Englands 1921, voru tiltölulega seinlát við-
brögð almennings gagnvart kostum þess. Þar var fyrst og fremst þörf
fyrir fullkomið úrval viðtækja til almenningsnota við vægu verði, og hann
afréð nú að setjast að í Englandi og fullnægja þessari þörf. Með nokkr-
um höfuðstóli, sem honum hafði tekizt að afla, keypti hann hlut í tveim
fyrirtækjum, General Radio-hlutafélaginu og Cox-Cavendish-raftækja-
hlutafélaginu, en bæði fengust við framleiðslu og sölu viðtækja og ann-
arra raftækja, þar á meðal röntgentækja. Á furðu skömmum tíma höfðu
hin ódýru og vinsælu viðtæki, sem General Radio framleiddi, komizt á
þiisundir heimila um Bretland gervallt.
Stephenson beindi nú athygli sinni að lausn einkar mikilvægs
vandamáls í útvarpstækni, nefnilega þráðlausri sendingu mynda, bæði
kyrra og kvikra. Undanfarin 30 ár hafði verið hægt að senda mynd þráð-
ITL ALÞÝÐUBLAÐSINS
P.O. BOX 320
REYKJAVÍK
Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að
Alþýðublaðinu.
Nafn:
Ileimili:.....
KLIPPIÐ ÚT OG SENDIÐ
©
Föstudagur 7. marz 1975